Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR + Þórdís Sigurðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. febrúar 1939. Hún lést í Landspítalanum 24. desember síðastliðinn. Utför hennar fór fram frá Hafnarkirkju 3. jan- úar síðastliðinn. Á HAUSTDÖGUM 1992 var ég komin austur á Hornafjörð, hóf störf á nýjum vinnustað og þekkti ekki sálu á staðnum utan börnin tvö sem ennþá fylgja mér hvert sem ég fer. Ein sú fyrsta sem ég kynnt- ist á staðnum utan vinnufélaganna var Dísa grannkona mín. Það var alltaf jafn notalegt að smeygja sér inn hjá Dísu, sníkja kaffibolla og gleyma sér við spall um alla heima og geima enda lumaði hún á vitn- eskju um eitt og annað sem forvitni- legt var að heyra og það var stutt í kímnisglampann í augunum og ljúft brosið. Það var líka hún sem reyndist mér mesta hjálparhellan þegar til þess kom síðar sama vetur að finna búninga á leikara úr hópi nemenda þegar sett var upp leik- sýning. Dísa tíndi fram úr skápum sínum hina og þessa kjóla, blússur og pils sem hún var tilbúin að lána að þyí ógleymdu að hún saumaði þennan líka stórglæsilega kjól á aðalleikkonuna eftir mynd sem ég fann í bók, það vafðist ekki mikið fyrir henni að bjarga smáatriðum eins og að búa til flókið snið og láta 16 ára Hafnarstúlku líta út eins og veraldarvana heimsdömu. Það var líka sama hjálpsemin og umhyggjan sem einkenndi sam- skipti hennar við grunnskólanem- endur sem hún hafði umsjón með á vistarganginum, alltaf var Dísa tilbúin að aðstoða unglingana og að hlusta á og hafa áhuga því sem þeim var efst í huga hveiju sinni og vanlíðan hennar síðustu mánuði hafði engin áhrif þar á. Það varð mér og börnunum mínum mikil ánægja og gleði að kynnast þessari konu og þó kynnin hafí verið alltof stutt urðu þau nógu löng til þess að hún lifir áfram í hugum okkar þó Dísa sé sjálf farin af sviðinu og ef til vill búin að fá hlutverk í nýju leikriti. Sigrún Ragnarsdóttir. íbúðin þeirra Dísu og Guðbrands var tilbúin fyrir jólahaldið, jólatréð skreytt og jólapakkar stóðu á borð- inu. Það var huggulegt og notalegt eins og Dísa var sjálf og eins og hún vildi hafa hlutina í kringum sig. Dísa var nýkomin úr skoðun á sjúkrahúsi og ætlaði að halda jólin heima með eiginmanni sínum áður en hún færi aftur á sjúkrahúsið. Hún hafði fengið krabbamein í lungu fyrir ári, var búin að ná sér vel á strik í sumar og hafði von um bata. Heilsunni fór hins vegar hrakandi þegar nær dró jólum, en hún var ekki mikið fyrir að kvarta og vildi umfram allt sinna því starfi sem hún hafði með höndum og lauk vinnu sinni við heimavistina áður en hún fór til Reykjavíkur. Við skilj- um núna hvílíkt æðruleysi og kjark hún sýndi, hún ætlaði ekki að gef- ast upp. Jólin voru að koma og þau ætluðu að eiga þau tvö saman, en kallið kom fyrr en varði. Á aðfanga- dag versnaði henni og var hún send suður. Hún lést í örmum eigin- manns síns, þegar þún var nýstigin inn á sjúkrahúsið. Á heimilinu stóðu jólapakkarnir óopnaðir. Það eru aðeins sex ár síðan Guð- brandur kynnti okkur hjónin fyrir Dísu, en hann hafði áður starfað með okkur í tvö ár. Það er skemmst frá að segja að okkur líkaði strax mjög vel við hana og fundum að hún myndi falla vel inn í sveitasam- félagið hjá okkur í Nesjum. Um haustið kom hún svo til starfa við skólann. Hún kenndi hannyrðir og það lá mjög vel fyrir henni, hún var einstaklega myndarleg í höndunum. Einnig vann hún í mötuneytinu. fyrir þremur árum var gerð breyt- ing á heimavistinni, nemendum fækkað eins og hægt var og ákveð- ið að ráða eina manneskju í fullt starf sem umsjónarmann. Dísa varð fyrir valinu og hefur gegnt starfinu með mikilli prýði og áunnið sér ást og virðingu unglinganna. Heimili hennar og Guðbrands hefur staðið opið hvenær sem er fyrir vistarbúa og hún hefur sinnt þeim eins og hún væri móðir þeirra. Á vistinni hafa búið 7-13 unglingar á þessum þremur árum. Ef eitthvað hefur komið upp á í skólanum sem þurft hefur að leysa með stuttum fyrir- vara hefur oft verið leitað til Dísu og hún yfirleitt verið boðin og búin að leysa málið. Á það jafnt við um forfallakennslu, gæslu yngstu bam- anna eða pössun fyrir börn kenn- ara. Skarð hennar verður ekki auð- fyllt og hennar verður sárt saknað bæði sem starfskrafts og mann- eskju. Nú hafa jarðneskar leifar hennar verið lagðar til hinstu hvílu í hom- firska mold. Kaldir vindar munu gnauða yfir byggðinni um sinn. En með hækkandi sól birtir á ný og upp af legstað hennar spretta litfög- ur blóm, tákn kærleika og friðar, sem minna okkur á konuna sem kom inn í líf okkar sem bjartur sólargeisli. Minningin um hana yljar okkur um hjartarætur og vísar veg- inn til betra mannlífs. Eiginmanni jhennar, börnum, systkinum og ástvinum öllum vott- um við innilega samúð okkar. Ó, sólarfaðir sipdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum þvi, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Kristín og Hreinn. Okkur langar að minnast Dísu í fáum orðum, en henni kynntumst við fyrir íjórum árum þegar við vorum að heija nám í Nesjaskóla. Dísa var umsjónarmaður á heima- vist skólans og reyndist hún okkur og öðrum nemendum þar mjög vel. Ef eitthvað var að var gott að geta leitað til Dísu, hún vildi allt fyrir okkur gera. Við vissum að hún var haldin alvarlegum sjúkdómi en samt sem áður bjuggumst við ekki við að hún færi svona fljótt. Dísa, við eigum eftir að sakna þín, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Guðbrandur, við vottum þér inni- lega samúð. Berglind, Brynja, Helga, Hulda, Lovísa og Sigrún. . „blabib - kjarni málsins! Sjáðu hlutina í víðara samhengi! Helgi Áss með fullt hús í Noregi skák Alþjóðiegt mót í Gausdal, Noregi JÓLAHRAÐSKÁKMÓT TR Skákþing Reykjavíkur hefst 8. janúar. HELGI Áss Grétarsson, stór- meistari, hefur unnið fimm fyrstu skákir sínar á alþjóðlegu nýjársmóti í Gausdal í Noregi. Helgi hefur tekið örugga forystu á mótinu, en á því tefla tíu kepp- endur. Hann er fimmti stiga- hæsti þátttakandinn. Meðalstig- in eru nákvæmlega 2.400 stig, en þau hefðu þurft að vera einu stigi hærri til að mótið kæmist í sjöunda styrkleikaflokk. Þá væri stórmeistaraárangur sjö vinningar. Helgi vann fyrst norska al- þjóðlega meistarann Östenstad og síðan gömlu kempurnar Sven Johannessen og Per Ofstad, sem tefldu í landsliði Norðmanna fyr- ir 2-3 áratugum. í fjórðu umferð sigraði hann danska alþjóða- meistarann Kristensen örugg- lega og Norðmanninn Bjerke í þeirri fimmtu. Staðan á mótinu er þessi: 1. Helgi Áss Grétarsson 5 v. 2. Rune Djurhuus, Noregi 4 v. 3. Einar Gausel, Noregi 3'h v. 4. -6. Heikki Westerinen, Finnlandi 2'A v. 4.-6. Bjarke Kristensen, Danmörku 2% v. 4.-6. SvenJohannessen,Noregi 2'/2 v. 7. PeterHeine-Nielsen,Danmörku 2 v. 8. Berge Ostenstad, Noregi l'A v. 8. RichardBjerke,Noregi 1 v. 9. -10. Per Ofstad, Noregi 'h v, Helgi Áss valtaði yfir danska alþjóðameistarann og skákblaða- manninn Bjarke Kristensen í fjórðu umferðinni. Eftir að Dan- inn teflir byijunina of óvirkt á hann sér ekki viðreisnar von: Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Bjarke Kristensen Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - 0-0, 5. f4 - d6, 6. Rf3 - Bg4, 7. Be3 - Rfd7, 8. h3 - Bxf3, 9. Dxf3 - e5, 10. dxe5 - dxe5, 11. f5 - Rc6, 12. 0-0-0 - Rd4, 13. Df2 - c6, 14. Kbl - De7, 15. g4 - Hfd8, 16. g5 - Bf8, 17. h4 - Rc5, 18. h5 - a5, 19. Bh3 - Hd6, 20. f6 - Dc7, 21. hxg6 - fxg6, 22. Bxd4 - exd4, 23. Hxd4 - Hxd4, 24. Dxd4 - Hd8 Ef hvítur viki nú drottningunni undan gæti svartur lagað stöðuna talsvert. En Helgi slekk- ur snarlega þann vonarneista: 25. f7+! - Kxf7, 26. Hfl+ - Kg8, 27. Hxf8+ - Hxf8, 28. Dxc5 - He8, 29. Rd5 og svart- ur gafst upp. Skákþing Reykjavíkur að hefjast Mótið hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Teflt verður á sunnudögum, miðvikudags- og föstudagskvöldum með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár. Óllum er heimil þátttaka. Jólahraðskákmót TR Arnar E. Gunnarsson, 16 ára, sigraði á jólahraðskákmóti TR eftir harða keppni við Braga Þorfmnsson. Þeir urðu jafnir að vinningum en Arn- ar var úrskurðaður sigurvegari með stigaútreikningi. Mótið fór fram með því fyrirkomulagi að fyrra kvöldið voru háðar undan- rásir en seinna kvöldið fóra fram úrslit. Þeim bræðram Braga og Birni Þorfínnssonum gekk afar vel í und- anrásum jólahrað- skákmóts TR, Bragi vann A-riðil- inn með 17 vinning- um af 18 mögulegum og Björn vann það ótrúlega afrek að vinna allar 18 skákir sínar í B-riðli. En í úrslitunum hafði talsvert af þeim bræðram dregið, sérstaklega Birni: A-úrslit: 1. ArnarE.Gunnarsson 13‘/2 v. af 17 2. BragiÞorfinnsson 13 'h v. 3. Jón Viktor Gunnarsson 12'h v. 4. Bragi Halldórsson 11 v. 5. ÖgmundurKristinsson 10% v. 6. Bogi Pálsson 10 v. 7. -8. Bergsteinn Einarsson 9% v. 7.-8. Páll A. Þórarinsson 9% v. 9.-10. Eiríkur Björnsson 8V2 v. 9.-10. TorfiLeósson 8% v. 11. BjömÞorfinnsson 8 v. o.s.frv. B-úrslit: 1. Pétur Gíslason 13% v. af 15 2. Ingólfur Gíslason ' 13% v. 3. Adolf H. Petersen 12 v. 4. Stefán Kristjánsson 11 v. 5. -6. Ingi Ágústsson 10 v. 5.-6. Júlíus Guðmundsson 10 v. 7. Guðjón H. Valgarðsson 9% v. 8. Hjörtur Daðason __ 8 v. o.s.frv. Skákstjóri var Ólafur H. Ólafs- son. Stórmeistarar til Linares Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson tefla á sterku opnu alþjóðlegu móti í Linares á Spáni, sem hefst laugardaginn 7. jan- úar. Því lýkur 16. janúar. Margeir Pétursson Grétarsson Á-k Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Vélsleðafólk taki til- lit til hestamanna Á SNJÓATÍMUM kvartar hesta- fólk talsvert yfir akstri vélsleða á svæðum sem það notar dags dag- lega. Aðallega er um að ræða svæði í kringum 0g í nágrenni við hesthúsabyggðir, reiðgötur og al- gengar reiðleiðir. Fólk bendir réttilega á að samspil umferðar þess og vélsleðafólks fari illa sam- an af eðlilegum ástæðum og sé á stundum beinlínis varhugavert. Vélsleðar á eínkavegum I 4. grein umferðarlaganna eru almenn ákvæði um meginreglur fyrir alla umferð og gilda því jafnt fyrir reiðmenn og vélsleðafólk. Þar segir m.a. að vegfarandi skuli sýna tillitssemi og varúð svo að ekki leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum og þannig að ekki trufli eða tefji umferð að óþörfu. í 5. grein umferðarlaganna seg- ir að í þéttbýli megi ekki í heimild- arleysi aka, stöðva eða leggja vél- knúnu ökutæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Það gildir ekki um akstur vegna óhjákvæmi- legrar þjónustu, sjúkraflutninga eða annarrar ámóta óhjákvæmi- legrar umferðar sem upp kemur. I 43. grein umferðarlaganna segir m.a. að torfæratæki (þ.m.t. vélsleðar) megi ekki aka á vegi, sem ekki er einkavegur. Ef það reynist hins vegar nauðsynlegt má aka eftir veginum skemmstu leið sem hentugt er og þá ekki hraðar en 40 km/klst. í þéttbýli má t.d. ekki aka vélsleðum á göt- um og annars staðar sem bannað er að aka vélknúnum ökutækjum, s.s. á umferðareyjum eða annars staðar utan vegar, nema í sérstök- um tilvikum. Vélsleðaumferð bönnuð á fólkvöngum Bann hefur verið lagt við akstri vélsleða á fólkvöngum, s.s. á skíðasvæðum í Bláfjöllum. Þá má telja eðlilegt að vélsleðum sé ekki ekið á reiðgötum sem og á göngu- stígum. Þegar horft er til samspils reið- mennsku og aksturs vélsleða ber að vekja sérstaka athygli á hug- tökunum gagnkvæmri tillitssemi og varúð. Þegar t.d. maður á hesti og maður á vélsleða mætast má telja sjálfsagt að sá síðarnefndi dragi áður úr hraða og stöðvi jafn- vel ef svo ber undir þangað til sá fyrrnefndi hefur örugglega farið framhjá. Einnig má telja sjálfsagt að þegar vélsleðamaður þarf að komast framhjá reiðmanni dragi hann úr hraða, víki eins vel til hliðar og aðstæður leyfa á hvetj- um stað og gæti þess að valda eins lítilli truflun og mögulegt er. Hestafólk forðist vélsleðasvæði Jafn sjálfsagt má telja að vél- sleðafólk aki ekki um á svæðum á eða í nálægð við hesthúsabyggð- ir og að reiðmenn forðist svæði sem alla jafna eru notuð af vél- sleðafólki. Gagnkvæmur skilningur, tillits- semi, virðing og varúð geta komið í veg fyrir ótrúlegustu vandamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.