Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 48
V í K G L#TT€> alltaf á MiövikudögTun MORGUNBLAÐJÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@ CENTRUM.IS / AKUREYKI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hrossahópi bjargað úr klettum Morgunblaðið/RAX Lánsfjárþörf ríkissjóðs 18-19 milljarðar króna næstu þijá mánuði Tæpir 10 milljarðar króna til innlausnar í febrúar HROSSAHÓPI frá Tungu í Svínadal, sem fælst hafði vegna sprenginga og eldglæringa á nýársnótt, var í gær bjargað úr sjálfheldu af klettasyllu í 700-800 metra hæð í Skarðs- hyrnu sunnan til í Skarðsheiði. Eitt hrossið hafði runnið niður urð þegar stóðið fór upp fjallið og fannst þar slasað. Myndin var tekin þegar bændur og fleiri björgunarmenn voru að mýla hestana uppi á syllunni. Þau voru enn hrædd og tróðust um flug- hála og hallandi sylluna svo hætta var á að menn eða hestar færu fram af brattri fjallsbrún- inni. Björgunarsveitarmenn hjuggu stíg I hjarn sem liggur yfir brattri skriðu og þegar dýra- læknir var búinn að gefa hross- unum deyfilyf voru þau teymd eftir einstiginu. ■ Klárinn fær ferð/4-5 LÁNSFJÁRÞÖRF ríkissjóðs og byggingarsjóða Húsnæðisstofnunar sem ríkissjóður hefur fjármagnað frá því húsnæðisbréf hættu að seljast í fyrrasumar er 18-19 milljarðar króna fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Rúm- lega helming þessarar lánsfjárþarfar eða tæplega 10 milljarða króna má rekja til flokks fimm ára spariskír- teina frá árinu 1990 sem kemur til innlausnar í febrúarmánuði. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að til þess að mæta þessari fjárþörf þurfi annað tveggja að grípa til er- lendrar lántöku eða bjóða fjárfestum sem eigi bréfin sem komi til innlausn- ar upp á skiptikjör, en ríkissjóður hljóti að leggja mikla áherslu á að þetta fé haldist hjá honum og fari ekki til annarra verðbréfakaupa. Umræða fari nú fram um þessar leið- ir innan ráðuneytisins og við þá að- ila sem að málinu komi, en niður- staða liggi ekki fyrir að svo komnu. Auknar lántökur erlendis Ríkissjóður sótti mun meira lánsfé á erlenda markaði á síðasta ári en ráð var fyrir gert í upphafi ársins. Þannig er útlit fyrir að nettólántökur erlendis hafi numið um 11 milljörðum króna, en reiknað var með að þær yrðu á bilinu 5-6 milljarðar króna. Þá var við því búist að 11-12 millj- arða króna yrði aflað á innlertdum lánsfjármarkaði, en líklegt er að lán- taka ríkissjóðs og byggingarsjóðanna innanlands hafi aðeins numið á bilinu 3,5-4 milljörðum króna. í nýlegu erindi á fundi hjá Lands- bréfum benti Magnús á þessar stað- reyndir og sagði að ríkissjóður hefði ekki haldið uppi eftirspurn innan- lands eftir lánsfé á síðasta ári. Hins vegar hefðu nýir aðilar komið inn á markaðinn og haldið uppi eftirspurn- inni. Sveitarfélögin hefðu gefíð út bréf að upphæð 6 milljarðar króna á síðasta ári, en það væri mun meira en spáð hefði verið auk þess sem atvinnufyrirtæki hefðu selt verðbréf fyrir á bilinu 2,5 til 3 milljarða króna í fyrra. í erindinu kemur ennfremur fram að í ár megi búast við að það dragi úr lánsfjárþörf ríkissjóðs og tengdra aðila. Það ætti að styðja við bakið á 5% vaxtaviðmiði stjórnvalda. Hins vegar sé ekki ólíklegt að vegna þeirr- ar óvissu sem ríkt hafi um þróun vaxta og frjáls fjármagnsflæðis um áramótin bafi margir íjárfestar ákveðið að fjárfesta í skammtíma- verðbréfum. Aðspurður um þetta og þá þróun sem framundan sé sagði Magnús að stjórnvöld og Seðlabank- inn þurfi fljótlega að taka afstöðu til stefnumörkunar í peningamálum sem stuðli að þeirri'gengisfestu og stöðugleika sem ríkt hafi. Samtök kennara efna til atkvæðagreiðslu um verkfall sem gæti hafist 17. febrúar Um fimm þúsund kennarar greiða atkvæði um verkfall FULLTRÚARÁÐ Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafé- lags ákváðu í gær að efna til at- kvæðagreiðslna um boðun verkfalls meðal félagsmanna sinna. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefst verkfall í öllum grunnskólum og framhaldsskólum landsins 17. febr- úar ef ekki semst fyrir þann tíma. Að sögn Eiríks Jónssonar, formanns KÍ, nær atkvæðagreiðslan til um 5.000 félagsmanna í báðum kennara- félögunum. „Ljóst er að með þessu gefast aðrar sex vikur í vinnu við samninga Kennara við fjármálaráðherra í viðbót við þær sex vikur sem samninga- umleitanir hafa staðið yfir,“ segir í sameiginlegri ályktun fulltrúaráða kennarafélaganna í gær. Þar segir einnig að kennarafélögin muni fyrir sitt leyti gera allt sem í þeirra valdi stendur til að samningar megi takast áður en til átaka komi og ef vilji sé fyrir hendi hjá samninganefnd ríkis- ins muni það takast. Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að samninganefndin hafi verið að ræða við félögin eitt af öðru að undan- förnu. „Við höfum talið eðlilegt að fara okkur hægt meðan launamark- aðurinn í heild er kannaður,“ sagði hann. Þorsteinn kvaðst ekki sjá neina sérstaka ástæðu til að gera þeim aðilum sem hefðu þegar afhent kröf- ur gagntilboð strax. Samninganefnd- in vilji skoða betur hvernig málin þróist á vinnumarkaðinum, m.a. hvort Vinnuveitendasambandið og viðsemjendur þess komi fram með einhverjar lausnir á næstunni. Undirbúningur atkvæðagreiðsl- unnar er þegar hafinn og hefur kjör- stjórn félaganna verið boðuð til fund- ar í dag en hún ákveður dagsetningu sjálfrar atkvæðagreiðslunnar. Fulltrúaráð kennarafélaganna leggja áherslu á að miklar breytingar hafi orðið á skólastarfi á seinustu árum sem ekki hafi fengist ræddar við samningaborðið. Ljóst sé að þörf- in fyrir sérstaka kennarasamninga sé orðin brýn vegna mikilla breytinga á störfum og starfsumhverfí kenn- ara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.