Morgunblaðið - 04.01.1995, Page 2

Morgunblaðið - 04.01.1995, Page 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR IHMARSAT N (Kyrrstæðir hnettir ytir miðbaug) ifCOSPAS/. SARSAT (Pólhnettir) 406 MHz 243 MHz 121,5 MHz-j INMARSAT Jarðstöð Skip í haisnauð Símakerfl NeyðarsenUibauja (trilljótandi) v Bjargunarskip Farsími < x. / 'pgrr *l í ' LotSeytaslöð “/■Oryggis- fx (Metrabylgja, VHF) ,«■ tilkynningar. til sætatenda, Bjöniunar- stjórnstoð ÍLoftskeytastöð (Millibylgja og stuttbylgja, MF/HF) NORGF*EI\l MARTONJXIR LOFTLOKAR, LOFTTJAKKAR RÖR OG FITTINGS * HÖNNUM OG TEIKNUM VÉLBÚNAÐ LOFTSTÝRINGAR OG LOFTKERFI SKIPULEGGJUM VINNSLURÁSIR INTEK ÍSLENSKA IÐNTÆKNIÞJÓNUSTAN HF BÆJARHRAUNI )4,220 HAFNARFIRÐI SÍMI: 91-654904 FAX: 91-652015 Hagnaður á rekstri Hólaness hf. í fyrra SKAGASTRÖND - ÞRÁTT fyrir mikla erfiðleika í rekstri Hólaness á Skagaströnd undanfarin misseri, er ljóst að hagnaður verð af rekstri þess á síðasta ári. Rækja hefur verið uppistaðan í visnnlu fyrirtæk- isins, síðan fiskvinnsla lagðist þar af fyri rúmu ári. Aðalfundur Hólaness hf. var haldinn í kaffistofu frystihúss fé- lagsins milli jóla og nýárs. Miklar breytingar urðu á stjórn félagsins, þar sem þrír stjórnarmanna voru nú tilnefndir af Landsbankanum, sem er stærsti hluthafinn. Miklir erfíðleikar hafa verið í rekstri Hólaness hf. á undanförnum árum, enda hefur ekki verið unnin fiskur í frystihúsi þess frá því ág- úst 1993. Ljóst er þó, að sögn Lár- usar Ægis Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra, að síðasta ár verður gert upp með nokkrum hagnaði. Hefur verið lög áherzla á rækju- vinnslu nú að undanförnu og voru unnin 2.400 tonn af rækju hjá fé- laginu á síðasta ári. Fram kom á aðalfundinum, að leitað verði allra ráða til að tryggja enn betur hráefn- isöflun rækjuvinnslunnar með út- vegun á rækjukvóta. Eftir að félagið fór í nauðarsamn- inga samþykktu Landsbankinn og fleiri að breyta skuldum þess í hlutafé. Þannig eignaðist bankinn meirihluta í félaginu og á nú 56 til 57% hlutafjár. Höfðahreppur á 25% og 35 aðilar, það sem eftir er. Nú hefur félagið verið opnað þannig að hver sem er getur keypt hluta- bréf í því, en áður höfðu hluthafar forkaupsrétt að bréfunum. Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn fyrir Hólanes hf. en hana skipa nú Adolf J. Berndsen, um- boðsmaður Skagaströnd, Óskar Þórðarson, íjármálastjóri Skaga- strönd. Páll Gústafsson, fiskverk- andi Seltjamarnesi. Jón Sveinsson, lögfræðingur í Reykjavík og Helgi Þórðarson, verkfræðingur í Hafnar- firði. Voru þrír hinir síðastnefndu tilnefndir í stjórnina af hálfu Lands- bankans. GELLAÐ Á GRUNDARFIRÐI ÁVALLT reyna menn að nýta fiskinn sem mest og best. Hluti af góðri nýtingu er að gella fiskinn. Það er Guðmundur Péturs- son, sem hér er að gella þann gula þjá Hraðfrystihósi Grundar- Qarðar. Kvikmynd um störf og menntun vélstjóra VÉLSTJÓRAFÉLAG íslands, Vél- skóli íslands og Sparisjóður vél- stjóra hafa í sameiningu staðið að gerð myndar um menntun og störf vélstjóra hér á landi. Myndin er ætluð til sýninga í skólum og til þess að hvetja ungt fólk til náms í vélstjórn. Þá er gert ráð fyrir sýn- ingu myndarinnar í ríkissjónvarp- inu. í myndinni er sagt frá fjórum vélstjórum, sem vinna við ólík störf og einum nema í Vélskólanum. Slegið er á létta strengi og meðal annars kemur fram að vélskólanem- anum gengur vel í skólanum, en á í nokkrum vandræðum með stúlk- una, sem hann er skotinn í. Fræðandl og skemmtileg í frétt frá Vélstjórafélagi íslands segir meðal annars að myndin sé í senn fræðandi og skemmtileg. Áhorfendur kynnist náminu í Vél- skólanum og hversu fjölbreyttir starfsmöguleikar vélstjóra séu. í skólanum sé lögð áherzla á að nem- endur tileinki sér þekkingu á víðu sviði, allt frá vélsmíði að tölvu- tækni, en líka sé tryggt að þeir fái ítarlega kennslu í þeim fræðigrein- um sem liggja til grundvallar tækni- umhverfi nútímans. Tilelnka sér nýjungar „Vélstjórar verða að kunna að vinna með þá tækni, sem þegar er í notkun í atvinnulífinu, en þeir verða líka að geta tileinkað sér nýjungar jafnóðum og þær koma fram. Þar kemur undirstöðumennt- un úr Vélskólanum að góðum not- um; sá sem einu sinni hefur skilið grundvallarlögmálin i eðlisfræði, rafmagnsfræði, kerfisfræði og vél- fræði stendur ekki á gati, þótt hann þurfi að fara að vinna með tæki, sem hann hefur ekki séð áður,“ segir í frétt um gerð myndarinnar. Helgi Sverrisson stjórnaði upp- tökum. Jón Proppé sá um texta- gerð, en Guðmundur Lýðsson átti einnig mikinn þátt í gerð myndar- innar ÖU skip með GMDSS- fjarskiptakerfi 1999 NÝ reglugerð um fjarskiptabún- að og fjarskipti íslenskra skipa hefur tekið gildi. Reglugerðin er sett með hliðsjón af GMDSS- kerfinu og um leið og hún tók gildi hófust námskeið fyrir starf- andi skipstjórnarmenn við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. GMDSS-fjarskiptakerfið er talin mikilvægasta breyting sem hefur orðið á fjarskiptum síðan rad- íóviðskipti hófust fyrir nærri 100 árum. Fjarskiptabúnaður skipa sam- kvæmt GMDSS-kerfinu er mið- aður við fjarlægð frá landi og hafsvæðið sem skipið siglir um. Fram til þessa hefur fjarskipta- búnaður verið miðaður við stærð skipa. GMDSS-kerfið gerir skip- um kleift að senda skeyti eftir mismunandi leiðum og tryggir þar með að neyðarskeyti eða önnur mikilvæg skilaboð komist ávallt til skila með aðstoð fjar- skiptatækja í skipum, strandar- stöðvum og ekki síst með aðstoð gervihnatta. Samkvæmt GMDSS er haf- svæðum jarðarinnar skipt í fjóra flokka: A-1 nær um 20-30 sjómíl- ur frá landi og er innan lang- drægni G metrabylgjustöðvar. A-2 nær um 100 sjómílur frá landi og er utan við hafsvæði A-1 en innan langdrægni millibylgju. A-3 er utan hafsvæða A-1 og A-2 sem miðbaugs-fjarskiptahnettir IMM- ARSAT ná ffl. A-4 er utan haf- svæða A-l, A-2 og A-3. Skip sem sigla á þessu haf- svæði verða að vera með HF, MF og VHF fjarskiptabúnað. 1. febr- úar 1999 eiga öll skip að uppfylla allar kröfur GMDSS-kerfisins. Stýrimannaskólinn áformar að halda næsta námskeið í GMDSS- fjarskiptakerfinu nú í byijun jan- úar, en 90 manns hafa þegar lok- ið prófum og fengið í hendur al- þjóðlegt GMDSS-skírteini. Fréttir vikunnar Fiskverðið hækkar erlendis ■ VERÐ á sjávarafurðum heldur áfram að hækka á erlendum mörkuðum. Hækk- unin milli nóvember og des- embermánaða nam 1,5% reiknað i mynteiningunni SDR. Verðvísitalan er þá 102,5 og hefur hækkað um 8,7% frá því í apríl síðastliðn- um, er hún var lægst. Hækk- unin er tæp 3%, sé miðað við meðaital síðasta árs. Löndunarbann óheimilt ■ VIÐRÆÐUR Færeyinga og Norðmanna um fiskveiði- réttindi eru enn í hnút, en fulltrúar þjóðanna funduði tvisvar í desember. Norð- menn krefjast þess að sett verði lög sem banni að fiski úr Smugunni verið landað í Færeyjum. Stjórnvöld í Fær- eyjum hafa hafnað þeirri kröfu, enda leiðir niðurstaða könnunnar til þess að óheim- ilt sé að setja slíkt bann sam- kværat GATT-samningum frá 1965. Siifurlax fékk ríkisábyrgð ■ HAFBEITARSTÖÐIN Silfurlax í Hraunsfirði á Snæ- felisnesi hefur fengið ríkis- ábyrgð fyrir 50 milljóna króna láni. Alþingi sam- þykkti ábyrgðina með 24 at- kvæðum gegn 20.10 þing- menn greiddu ekki atkvæði og 9 voru fjárverandi. Stöðin hefur átt við rekstrarerf- iðleika að stríða, en stjórn- völd taka veð í físki, sem væntanlegur er af beitílend- um hafsins á árinu 1996. Auk Silfurlax eru tvær hafbeitar- stöðvar starfandi, i Lárósi á Snæfellsnesi og Hafbeitar- stöð rikisins í Kollafirði Mínni afli en meira verðmæti É BOTNFISKAFLI á síðasta ári varð minni en nokkru sinni síðasta áratuginn eða aðeins um 540.000 tonn. Þorskafli dróst saman um 81.000 tonn, sem er um þriðj- ungs samdráttur milli ára. Þorskafli af íslandsmiðum hefur ekki verið jafnlítill í nærri hálfa öld. Verðmæti útfluttra sjávarafurða hefur hins vegar aukizt og hefur aldrei verið meira. Nú voru verðmætin 86,6, samkvæmt upplýsíngum frá Fískifélagi íslands, en 76,1 árið áður. Þetta gerist þrátt fyrir sam- drátt í heildarafla milli ára um 12,3%. Bjargað úr sjávarháska ■ GÆZLAN og björgunar- sveit Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli björguðu milli jóla og nýárs 7 fullorðnum og einu ungbami úr holl- enzka flutningaskipinu Hendrik B. Skipið var statt suður af Vestmannaeyjum, þegar það fékk á sig brot og töldu skipveijar sig í veru- legri hættu. 6 þeirra var bjargað um borð í þyrlu Gæzlunnar TF SIF, en þyrlur Varnarliðsins björguðu tveimur. Skipið hélzt reyndar ofan sjávar og hefur Gæzlan siglt því til liafnar. Ekki er enn Qóst hve mikil björgunar- laun vegna þessa verða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.