Morgunblaðið - 04.01.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 04.01.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 B 5 Oskar rýmri heimilda til loðnuveiða fyrir Ammassat mmmmmmmmmmmmmmm grænlenzka útgerðarféiagið \ 11 iMif 1 iititi East Greenland Codfísh hefur iuiri íoununm yroi sótt um undanþágu frá ioðnu_ landað hér álandi veiði£an™ snnnan ðí}’30^áðu og eftir 15. februar til veiða fyr- ir skip sitt Ammassat, fyrrum Hörpu SU. Ammassat hefur undanfarin tvö ár stundað loðnuveiðar hér við land og landað aflanum til íslenzkra fískimjölsverksmiðja. Takmarkanir á veiðum, samkvæmt samningi ís- lands, Grænlands og Noregs, hafa hins vegar komið í veg fyrir að skipið gæti nýtt sér að fullu þær veiðiheimildir, sem því standa til boða og því hafa þær verið seldar Norðmönnum og Færeyingum. Niels Erik Christensen, skipstjóri á rækjutogaranum Tassilaq, er einn eigenda EGC. Hann segir í samtali við Verið, að undanþága af þessu tagi myndi koma sér mjög vel fyrir báða aðila. Styrkari stoðum yrði skotið undir útgerðina og meiri loðna kæmi til vinnslu á íslandi. „Á yfirstandandi vertíð höfum við aflaheimildir upp á 45.000 tonn. Ef útgerðin veiðir j)essi 45.000 tonn og landar þeim á Islandi, eykur það útflutningsverðmæti loðnuafurða um 400 milljónir króna, að minnsta kosti,“ segir Niels Erik. „Þessi upp- hæð gæti orðið enn hærri, ef tekið er tillit til mögulegrar frystingar loðnu og loðnuhrogna. Meiri hluti áhafnar Ammassat er íslenzkur og það er gjarnan talað um að marg- feldisáhrif af útflutningsverðmæti séu þreföld. Við gætum þá verið að tala um einn milljarð króna á einni vertíð. Mikið vantað á að kvótinn hafi náðst Fáum við þessa undanþágu, get- ur einnig komið til greina að kaupa annað skip til að veiða kvóta félags- ins, en við getum fengið að veiða Morgunblaðið/HG Niels Erik Christensen bróðurpartinn af grænlenzka kvót- anum. Undanfarin tvö ár, hefur mikið vantað upp á að við höfum náð kvótanum vegna þess að við höfum ekki fengið að veiða út ver- tíðina. Fyrir vikið hefur kvótinn verið seldur Færeyingum og Norð- mönnum, sem hafa landað honum í heimahöfnum. Því hefur þessi afli ekki komið íslendingum til góða,“ segir Niels Erik. Niels Erik bendir á, að undan- farnar tvær vertíðir hafí íslenzka loðnuflotanum ekki tekizt að veiða alla þá loðnu; sem hann hafi haft heimild til. Á vertíðinni 1992 til 1993 hafi kvótinn verið 820.000 tonn, en aðeins 700.000 hafi náðzt. Á þeirri vertíð hafi East Greenland Codfish haft leyfi til veiða á 35.000 tonnum, en þar sem Ammassat hafi ekki verið tilbúin til veiða fyrr en í janúar, hafí útgerðin aðeins náð að veiða þúsund tonn, sem landað var hér á landi. Á vertíðinni 1993 til 1994 hafí sama sagan endurtek- ið sig í stórum dráttum. íslendingar hafi mátt veiða 1.072.000 tonn, en veitt 1.003.000 tonn. Þá hafi EGC haft heimild til veiða á 25.000 tonn- um, en fram til 15. febrúar hafi aðeins náðst að veiða 13.000 tonn og hafi öllum þeim afla verið landað hérlendis. Haguraf því að fáloðnuna tll vlnnslu „ísland og Grænland eiga langa sameiginlega landhelgislínu og hagsmunir þjóðanna fara saman á mörgum sviðum. Þar má nefna grálúðu, rækju og karfa. Það er því ljóst að það er beggja hagur að auka samskipti þjóðanna á sviði fiskveiða. Ég sé heldur ekki að undanþága af þessu tagi ætti að hafa fordæmisgildi fyrir aðra. Enn- fremur er Islendingum mikill hagur í því að fá þessa loðnu til vinnslu, fremur en að aðrar þjóðir veiði hana og landi annars staðar. Við væntum því jákvæðs svars frá ís- lenzkum stjórnvöldum,“ segir Niels Erik Christensen. íhuga bann við notkun neta með stóra möskva Stóri möskvinn veiðir mest stærsta fiskinn SJAVARUTVEGSRAÐU- NEYTIÐ hefur nú til athug- unar, hvort banna eigi notk- un þorskaneta með stærri möskvum en 8 tommur. Jafn- framt hvort banna eigi notkun neta sem eru dýpri en 40 möskvar. Ástæða þess er sú að í umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar til Landssambands íslenskra útvegsmanna um þetta mál kemur meðal annars fram, að aukin notkun neta með stórum möskvum og dýpri neta muni valda breytingu í sóknarmynstri. Kostir stærri möskva felast í því að þeir velja stærri fiskinn og því þarf færri einstaklinga til að fylla hvert tonn. Hins vegar getur notkun þeirra valdið sóknarbreytingu, sem getur haft áhrif á hrygningar- stofninn. í umsögn Hafrannsóknastofnun- arinnar kemur fram, að stærsti möskvinn velji ekki eingöngu elsta fískinn, heldur einnig stærsta og þyngsta fískinn í hveijum aldurs- hópi. Þannig eru aldursdreifingar afla úr 7-9 tommu netum annars vegar og 6-7 tommu netum hins vegar mjög svipaðar, en meðalþyngd í netum með 8-9 tommu möskvum er mun hærri en þess afla sem veið- ist í netin með smærri möskvum. Áhrif á hrygningarstofninn óljós Samkvæmt umsögn Hafrann- sóknastofnunarinnar, er ekki ljóst hver áhrif þessarar sóknarbreyting- ar verði á hrygningarstofninn og þá um leið varanlega nýliðun. Þó sé Ijóst að líkurnar á góðri nýliðun aukist þegar aldursdreifing stofns- ins sé breið. Gögn stofnunarinnar sýna að tímasetning og lengd hrygn- ingarinnar hjá einstökum stærðar- hópum er mjög misjöfn. Þannig geti stærsti fiskurinn, þ.e. stærri en 100 cm, hrygnt allt að fjórum vikum lengur en þeir sem styttri eru en 70 cm. Ásamt því að framleiða mun meira af hrognum þá tekst hrygnun- um á þennan hátt að dreifa afkvæm- um sínum yfír lengra tímabil og auka þannig líkurnar á því að fleiri lirfur klekjist út við hagstæð skil- yrði. Mismunandi framlag til hrýgn- ingar tengist því ekki endilega aldri fisksins heldur frekar stærð hans og ástandi. I niðurlagi umsagnar sinnar segir Hafrannsóknastofnunin, að í ljósi þess að hrygingarstofn þorsksins sé nú í lágmarki og nýliðun með versta móti telji stofninn að sóknarbreyting er stuðli að aukinni sókn í stærri einstaklinga stofnsins sé óæskileg. Ákvörðun tekin fljótlega Eins og áður segir er það til at- hugunar hjá ráðuneytinu að banna notkun þorskaneta með möskvum 8 tommur og stærri og neta, sem eru dýpri en 40 möskvar. Hefur ráðuneytið leitað umsagnar Lands- sambands íslenskra útvegsmanna og Landssambands smábátaeig- enda í því sambandi. Ákvörðun verður tekin fljótlega eftir áramót og vill ráðuneytið með þessari fréttatilkynningu vara inn- flytjendur neta og útgerðarmenn við því, að til banns við notkun þessara neta getur komið þegar á yfirstandandi vertíð. Pétur tekur við rekstri Icecon ■ PÉTUR Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icec- on, dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, frá áramótum. Pétur, sem er við- skiptafræðingur, hefur undan- farin 5 ár verið sölustjóri Ice- landic France, sölu og markaðs- fyrirtækis SH í Frakklandi. Icec- on er leiðandi fyrirtæki í útflutn- ingi á tæknibúnaði og tækni- þekkingu, auk þess sem það hef- ur unnið að verkefnaleit og þróunarverkefnum fyrir íslend- inga víða erlendis á undanförn- um árum. Páll Gíslason, sem verið hefur framkvæmdastjóri Icecon, mun frá sama tima sinna verkefnum sem SH vinnur að á alþjóðlegum vettvangi. Meðal verkefna Páls er að annast rekstur á útgerðar- fyrirtækinu Goodman Shipping Ltd., en það gerir út túnfiskskip frá afrísku borginni Abidjan á Fílabeinsströndinni. Goodman Pétur Einarsson Páll Gíslason Shipping er að hluta til í eigu Sölumiðstöðvarinnar. Samið verði um alla veiði FÉLAGSFUNDUR í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni, haldinn i Reykjavík 29. desember, leggur áherslu á að tryggt verði í komandi kjara- samningum að gengið verði frá ákvæðum varðandi allar veiðigreinar, en ósamið hefur verið um fjölda sérveiðigreina í mörg ár. Ennfremur telur fundurinn að standa verði þannig að samningum að þeir verði upp- segjanlegir ef í ljós kemur að samstarfsnefnd sjómanna og útvegmanna skilar ekki þeim árangri sem henni var ætlað, þ.e. að koma í veg fyrir að sjó- menn séu þátttakendur í kaup- um á veiðiheimildum. VOGIR sem VIT er í..! Sölu- og þjónustuumboð: ELTAK9 SlÐUMÚLA 13.108 REYKJAVÍK (91) 672122 ... Stórar og smáar vogiri úrvali. PÓLS Rafeindarvörur hf., Ísafirðí ' y RARIMÍS ✓ Rannsóknarráð Islands auglýsir styrki úr eftirfarandi sjóðum: Vísindasjóði (áður Vísindasjóður í vörslu Vísindaráðs) er hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. * Tæknisjóði (áður Rannsóknasjóður í vörslu Rannsóknaráðs ríkisins) er hefur það hlutverk að styðja nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því að efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Umsækjendur geta verið: ★ Vísindamenn og sérfræðingar ★ Háskólastofnanir og aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir. ★ Fyrirtæki, einstaklingar og samtök er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun. Veittir eru þrenns konar styrkir úr ofangreindum sjóðunt sem hér segir: (1) „Verkefnastyrkir“ til fræðilegra og hagnýtra verkefna. Miðað er við að upphæð styrkja geti numið allt að 5.000 þús. kr. (2) „Forverkefna- og kynningarstyrkir“ (umsóknarfrestur er opinn) til undirbúnings stærri rannsókna- og þróunarverkefna, allt að 600 þús. kr. Styrkir til undirbúnings umsókna í 4. Rammaáætlun Evrópusambandsins, allt að 250 þús. kr. (3) „Starfsstyrkir“ Veittar verða tvær tegundir starfsstyrkja: ★ „Rannsóknastöðustyrkir“ eru veittir úr Vísindasjóði til tímabundinna starfa vísindamanna, er lokið hafa doktorsprófi eða hlotið samsvarandi menntun við viðurkennda háskóla. ★ „Tæknimenn í fyrirtæki“ er heiti styrkja, sem veittir eru úr Tæknisjóði til fyrirtækis í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntað fólk til starfa. Ný eyðublöð og leiðbeiningar fást hjá Rannsóknarráði íslands, Laugavegi 13, sími 5621320. Um Rannsóknarráð Islands — RANNIS Hlutverk Rannsóknarráðs íslands samkvæmt lögum nr. 61/1994 er: „,.að treysta stoðir íslenskrar menningar og atvinnulffs með því að stuðla að markvissu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun.“ Með hliðsjón af þessu hefur RANNÍS samþykkt að beita sér fyrir að mannauður þjóðarinnar verði virkjaður í sókn til betra mannlífs og bættra lífskjara, nt.a. með því að: * styrkja stoðir grunnrannsókna, einkum á sviöum þar sem líklegt er að Islendingar geti náð góðum árangri miðað við alþjóðlegar kröfur; * efla íslenskt atvinnulíf með markvissum, hagnýtum rannsóknum og auka tengsl atvinnulífs, rannsókna- og menntastofnana; * stuðla að aukinni þátttöku fyrirtækja í rannsókna- og þróunarstarfsemi; * auka þátttöku fslendinga í fjölþjóðlegri vísinda- og rannsóknastarfsemi; * efla skipulegt mat á árangri vísinda- og rannsóknastarfs; * beita sér fyrir kynningu á niðurstöðum rannsókna og gildi vísinda fyrir atvinnulíf og menningu þjóðarinnar; * vinna að því að efling rannsókna og nýting þeirra verði í ríkara mæli santofin stefnumótun íslenskra stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.