Morgunblaðið - 04.01.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.01.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 B 7 Ráðist ALLTAF þegar byrjað er að tala urn ofveiðar og vannýtingu sjávar- afla virðast spjótin beinast að króka- og smábátunum. Frá því að togara- öldin hófst hefir fiski verið hent í sjóinn og virðast allir hafa vitað af þessu nema menn sem hafa verið kosnir til Alþingis en þá hafa þeir gleymt. Enda hafa menn hlotið frægð þar fyrir gleymsku. Eg verð samt að segja að það gleður mig hins veg- ar að ráðamenn eru kannski loks að taka við sér í þessum efnum en samt hryggir mig þessi aðför gegn króka- og smábátaútgerðinni og að það skuli hafa tekið heilan mannsaldur fyrir Alþingi að sjá þetta er mér óskiljan- legt mál eða er þetta hentugleikamál meðan verið er að finna loðnuna sem hvarf úr hinum örugga íslands- banka? Smábátar björguðu afla Þegar lög og kerfi eru vitlaus leið- réttir fólkið það með heilbrigðri skyn- semi. Suðursveitamenn fengu gefins fisk úr togurunum í gamla daga áður en honum var hent. Voru smá- bátasjómenn sekir á þessum tímum? Hvað með dæmi úr okkar nútíma þegar loðnuskipið setti í þorsktorfu út við Suðurnesin og bátarnir fengu að taka afla eins og þeir gátu í sig látið, hvort var glæpur að hirða afl- ann eða henda honum? Halda menn að það sé eitthvað einsdæmi að loðnuskip setji í þorsktorfu? Þorskur- inn er líka að veiða loðnu. Sjómenn voru hættir að þurfa að blóðga fiskinn í smugunni ef þeir héldu sig fyrir aftan verksmiðjutog- ara. Það er engin spurning í augum fólksins, lög geta ekki bannað fólki að hirða dauðan fisk sem flýtur í sjónum, sama hvað Alþingi segir. Eg hef sjálfur horft á hundruð tonna af fiski fljótandi í sjónum þar sem engir smábátar komust nálægt sem hefði betur mátt. En það er fymt og ekki sagt frá nánar né hvar. Hver einasti togarasjómaður gæti sagt sömu sögu í hvaða landi sem er. En það er engin ástæða fyrir sjáv- arútvegsráðuneytið að fara að rann- saka núna hve miklu hefir verið hent nema þeir vilji sérstaklega eyða flár- munum í það sem alþjóð veit. Kannski væri það gott til að sanna að krókabátar voru ekki þar að verki. Grásleppuútgerðin Grásleppubátar hafa lent í þorsk- göngu með grásleppunet sín. Á að taka af þeim leyfið vegna þess að þeir hafa ekki kvóta fyrir þorsk né geð til að henda þorskinum? Grá- sleppuútgerðarmaður er ekki að gera út á þorsk frekar en aðrir útgerðar- menn sem nota net eða togvörpur eru að gera út á grásleppu, en þessi veiðarfæri hafa engan valmöguleika eins og króka- og línuveiðarfæri og er þá ekki nema eðlilegt að fiskimenn fái annan afla en ætlað var. Ég álít að í stað þess að gera menn að lög- bijótum ætti að gera aflann upptæk- an fyrir ríkissjóð og er þetta einfalt mál með því að menn stundi aðeins eina tegund veiða og landi engum afla á sinn reikning nema sem leyfið sýnir og aukaaflinn fari í ríkissjóð. Þökk sé fiskmörkuðunum að þetta er mögulegt. Gömul tillaga tll Alþingis Ég hefi sent síðustu árin sömu tillöguna til Alþingis (aldrei fengið svar). í sumar sá ég svipaða tillögu á blaði að mig minnir frá Vestfirð- ingi. Hvet ég hann til að senda hana Alþingi. Tillaga sem ég sendi. Al- þingi er í stórum dráttum svona: 1. Allur afli sem kemur upp úr sjó og er hæfur sem markaðsvara skal verkaður og geymdur til lönd- unar á markað innanlands. 2. Sá hluti aflans sem ekki er til kvóti fyrir né leyfi skal gerður upp- tækur til ríkissjóðs. Sem aðhald á lið 1. og 2. kemur liður 3. og 4. 3. Hásetar á skipunum skulu hafa ákveðna prósentu fyrir að gera afl- ann að markaðsvöru. 4. Útgerð og yfirmenn, skipstjór- ar, stýrimenn, vélstjórar, matsveinar o'g þeir aðrir sem koma ekki nálægt verkun fisksins að staðaldri skulu að smábátum „Ég hef sjálfur horft á hundruð tonna af fiski fljótandi í sjónum þar sem engir smábátar kom- ust nálægt sem hefði betur mátt,“ skrifar Valdimar Samúelsson hér. ekki fá neitt. Hér til að skýra sál- fræði á bak við þessa tillögu mínar nánar. Ríkissjóður yrði að borga hásetum jafn mikið eða meira en út- gerðin myndi borga sömu hásetum til þess að þeir sjái sér hag í að afla sé ekki hent aftur í sjóinn. Með því að borga hvorki útgerð né yfir- mönnum á veiðiskipun- um gera þeir allt sem þeir geta til að halda sér frá afla sem þeir hafa ekki leyfí né kvóta fyrir. Þetta eitt skapar aðhald. Sögusagnir um krókabáta Ég hef verið að reyna að setja mig í spor þeirra krókabáta sem sagt er að sigla með afla kvótabáta í iand og hvað þeir mundu græða á því? Fá þeir fraktgjald samkvæmt taxta Eimskips? Hvað mundi ég sjálfur vilja borga krókabát fyrir ef ég ætti kvótabát með afla sem þyrfti ao koma fram hjá kerfinu? Svo spyr ég líka sjálfan mig ef ég ætti króka- bát hve mikið ég mundi vilja fá fyr- ir að flytja físk fyrir kvótabát í landi fram hjá kerfinu? Ég get svarað því sem krókabátamaður að það væri enginn grundvöllur fyrir svoleiðis viðskipti þar sem ég fengi meira fyrir fiskinn sem ég veiddi sjálfur og hef ekki það mikið umframpláss né vilja til að taka áhættu á að flytja fisk í land fyrir leyfissviptingu þótt mér væri gefinn fiskurinn. Að láta sér detta í hug að einhver sé svo vitlaus að stunda fraktflutninga á litlum krókabát er út í hött og mætti segja í öðrum orðum að þetta væri eins og að flytja vöru fyrir þjóf sem er stolin af manni sjálfum, þ.e. þýfið kemur af heildarkvóta flutn- ingsbátsins, þ.e. krókabátsins. Krókabátamenn passa þetta sjálfir! Það væri kannski hægt að nýta krókabáta sem fraktara á stoppdög- unum með leyfi ráðherra. Hér er nú verið að slá á léttari strengi og kannski ekki en það er ansi hvim- leitt að þegar mikill vandi steðjar að sjávarútveginum skuli alltaf ráð- ist á krókabátana, þessu verður að linna. VIA verðum að fá alþingismenn til þess að berjast fyrir okkur Tugþúsundum tonna af afla úr fiskiskipaflotanum er hent hér á landi. Afla sem er meiri en heildar- afli krókaveiðibáta í tonnum talið er hent og ef við breytum öllum fiski sem hent er í sjóinn í þorskígildi þá mætti áætla að það myndi duga sem afli fyrir allan bátaflotann undir 50 tonna stærðinni. Mig langar til að sýna smá úrdrátt úr nýrri skýrslu sem ekki er búið að gefa út en hún er upp á 291 blaðsíðu, gerð af fjórum sjávarlífsvísindamönnum og kostuð af ameríska ríkinu ásamt aðilum í sjávarútveginum sjálfum. Þetta er alþjóðaúttekt á afla sem hent er úr fiskveiðiskipum sem stunda veiðar í hinum ýmsu höfum, já ásamt Norð- ur-Atlantshafi. Þessi útdráttur kom í National Fishermann USA, en þeir kostuðu einnig þessa rannsókn. 1. Byijum á heildaraukaafla sem fer beint í sjóinn á heimsmælikvarða en hann er 27 milljón tonn eða gróf- lega 30% af heildarafla heimsins (lík- lega of lág tala segja vísindamenn- irnir). 2. Álitið að ekki meira en 2% af fiskinum sem hent er lifi af. 3. Rækjuveiðiflotinn hendir í hafið 9 milljónum tonnum af aukafla af þessari heildartölu. 4. Norðvestur-Kyrrahafsflotinn á 8,2 milljónir tonna af þessari synd. 5. Botnvörpungar á Georgs-banka henda 80% af aflanum (skilj- anlegt að fískur sé horf- inn þar). 6. Almennt á botn- vörpu er frá 4 prósent- um upp í 251. 7. Rækjutroll al- mennt er frá 20 pró- sentum upp í 1.100 (já, fjórir stafir). 8. Breska Columbía Canada. Botnvörpung- ar henda þar 2,51 kílói fyrir hvert kíló af afla (251%). Aðalástæðan fyrir að minnst 27 milljón tonn- um er hent í sjóinn er sú að menn mega ekki koma með afla í land eða það hentar ekki útgerðini. Jú, það eru fleiri skip í skýrslunni en togar- ar en þeir eru mest áberandi, þegar menn eru búnir að átta sig á þessu skulu alþingismenn og ráðherrar spyrja sjálfa sig af hverju ráðumst við á krókabátana? Af hveiju eru allir þessir banndagar í krókakerfinu sem eiga eftir að aukast? Af hveiju hefur kvótinn horfið af bátum undir 10 tonna mörkunum? LÍÚ-maður þeirra togaramanna í Ameríku að nafni Joe Blum, en þeir styrktu líka þessa rannsókn, segir: Sannleikurinn er að þetta er staðreynd og við verð- um að gera eitthvað í þessu, fyrst gagnvart almenningsálitinu síðan á pólitískum grundvelli. Það er óveij- andi að koma með þá tillögu að hægt sé að horfa fram hjá þessu! (Hann minnist ekki orði á krókabát- ana eins og sumir gera.) Króka- og línuveiðar frjálsar Það er hægt að spyija sjálfan sig endalaust en það er bara ein eðlileg lausn og hún er sú að allar veiðar á króka og línu verði gefnar fijáls- ar. Þetta eru einu veiðarfærin sem gefa valmöguleika. Landssamband smábátaeigenda en þeir hafa barist mest fyrir verndun og réttri nýtingu sjávarfangs hér á landi og hafa verið talsmenn frjálsra króka- og línuveiða og talsmenn útgerða- manna sem eiga bát undir 10 tonna mörkunum. Aðalbaráttumál þeirra er að endurheimta krókaleyfi fyrir báta undir sex tonnum en kvóti þeirra er nær uppurinn í skerðingu síðustu ára. Einnig finnst mér að það ætti að leyfa bátum upp í 10 tonn sem vilja leggja inn kvótann sinn í skiptum fyrir krókaleyfi að gera svo. Það eru alltaf háværar raddir á hveiju ári með óskir um að Landssamband smábátaeigenda taki að sér alla báta upp í 50 tonna mörkin þetta er sjálfsagt vegna óánægju þeirra við LÍÚ ég tel þetta góða pólitíska lausn. En þá er kom- inn flokkur allra heimalöndunar- báta í eitt félag og þar með meiri aðgreining milli strandveiðiflotans og úthafsflotans. Þetta er kannski tvíeggjað þar sem úthafsflotinn okkar er oft fyrir innan smábátana og kannski_ endar þetta með að krókabátar Islendinga verða komnir út fyrir 200 mílurnar til þess að veiða í verksmiðjuskip, menn hafa talað um þetta sín á milli. En ef einhveijir þarna á Alþingi vilja heyra í okkur þá erum við með okkar félag og vil ég benda á svona til öryggis að það er ekki LÍÚ: Ameríski LÍÚ-maðurin sagði við verðum að byija á að laga almenn- ingsálitið og viðurkenna ágang tog- aranna á grunnmiðin. Hugsið ykkur að 27 milljón tonnum hefur verið hent í hafið af dauðum fiski, já á hverju ári í heiminum og krókabát- um er nær bannað að veiða á ís- iandi. Þvílík lausn. Höfundur cr útgerðarmaður Valdimar Smúelsson ÞORSKINUM LANDAÐ Morgunblaðið/Snorri Aðaisteinason Rádningarþjónusta sjávarútvegsins Vélstjórar VS-1 og VF-1 1. Óskum að ráða fyrir einn af viðskiptavin- um okkar fyrsta vélstjóra á frystitogara, sem gerður er út frá Norðurlandi. 2. Fyrsti vélstjóri (yfirvélstjóri í afleysingum) óskast á skuttogara. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband og leitið frekari upplýsinga. LCÍGMiMG HB EGILL GUÐNI JÖNSSON RÁÐNINGARÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF Skipholt 50c • 105 Reykjavík ■ Símar 5616661 & 5628488 • Fax 552 8058 Fiskmarkaðurinn í Færeyjum Sjómenn athugið að notfæra ykkur löndunar- þjónustu okkar - það borgar sig. pf Fiskamarknaður Fproya Ditleif Eldevig Sími+298 4 99 99 Fax+2984 9899 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta réttindanám Innritun daglega í síma 13194 frá kl. 8.00- 14.00. Námskeiðið hefst 12. janúar. Skólameistari. KVtilTABANKINN Vantar þorsk til leigu og sölu. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.