Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fn^tgnvib^t^ 199S MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR BLAÐ c HANDKNATTLEIKUR Ná íslendingar að brjóta „Svíagrýluna" á bak aftur? Sex ár. síðan Svíar voru lagðir ÍSLENSKIR handknattleiksmenn hafa löiigum átt í erfiðleikum með að leggja Svía að velli. Þjóðirnar eig- ast við_í fertugusta skipti í Linköping í dag. íslendingar hafa aðeins fimm sinnum náð að leggja Svia — aldrei í Svíþjóð, gert tvö jafntefli, en tapað 32 leikjum. Það eru rúm sex ár síðan Islendingar náðu síðast að sigrast á „Svíagrýlunni" — í desember 1988 í Laugardalshöllinni, 23:22. Þá léku þrír þeirra leikmanna sem mæta í kvöld, Sigurður Sveinsson, Bjarki Sig- urðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Þessir þrír leikmenn, ásamt Geir Sveinssyni, voru einnig í liði sem náði að leggja Svía i Irum á Spáni sama ár. Þorbergur Aðalsteinsson lék aftur á móti með í tveimur sigurleikjum gegn Svíum 1984 - fyrst 22:20 á NM í Finnlandi og síðan 25:21 í Laugar- dalshöllinni. Fyrsti sigurinn á Svium og sá eftjrminnilegasti vannst á HM í Tékkóslóvakíu 1964, þegar Svíar voru skelltir 12:10 á glæsilegan hátt í Bratislava, sem frægt varð. Júlíus. Héðinn. NOREGUR Ágúst til Brann ÁGÚSTGylfason,mið- villarspilari úr Val, skrifar undir tveggja ára s;i muing við norska félagið Brann í dag. Ágúst æfði með Brann í nóvember og var þjálfar- inn Anders Giske ánægður með hann — kom til íslands um miðjan desember tíl við- ræðna við forráðamenn Val. Valsmenn hafa farið yfir ýmis gögn í sambandi við félagaskiptin og er ekk- ert tíl fyrirstöðu að Ágúst sfcrifi undir samning við Brann. Giske vill fá Ágúst sem fyrst til Bergen tS æf- inga. Morgunblaðið/Sverrir Þeir hafa alltaf verið íslendlngum erfiðlr — Staffan Olsson og fyrirliði Svía (3) Magnus Wislander, sem leika báðlr í Þýskaiandi. GOLF Fjórir íslendingar á atvinnumótum Héðinn og Júlíus mætast í bikarslag HÉÐINN Gilsson og Júlíus Jónasson, landsliðs- menn í handknattleik, mætast í næstu viku — leika þá sinn fyrsta leik eftir að þeir meiddust, þegar Dtisseldorf fær Gummersbach í heimsókn í bikarkeppninni í Þýskalandi. Deildarkeppnin hefst síðan á ný 15. janúar. Þess má geta að Rristján Arason og lærisveinar hans hjá Dor- magen máttu sætta sig við tap, 23:24, gegn Hameln á útivelli á milli jóla og nýárs í deild- inni. Leikmenn Dormagen misnotuðu hraðaupp- hlaup á síðustu sek. leiksins. Þórður í sjúkraþjálf- un í Bochum ÞÓRÐUR Guðjónsson er byrjaður að æfa í Boc- hum eftir stutt jólafrí á íslandi. Þórður, sem var skorinn upp fyrir meiðslum á ökkla á dög- umim, verður í sérstökum æfingum hjá sjúkra- þjálfara í tvær vikur, en þá á hann að geta byrjað að æfa með félögum sínuin. Nýr þjálfari hjá Núrnberg Tvíburarnir frá Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, byrja að æfa undir stjórn Gtinter Sebert hjá Ntirnberg í dag, en þá hefj- ast æfingar hjá félaginu eftir jólafrí. Sebert tók við þjálfarastarfinu hjá Ntirnberg fyrir jól, þeg- ar Rainer Zobel var látinn hætta. Það á að vera hlutverk Sebert að lyfta liðinu upp úr öldudal. Konráð með sitt 300. landsliðsmark KONRAÐ Olavson skoraði fjögur mörk gegn Norð- möniuuu í Eskilstuna í gær — fjórða mark hans var hans 300. mark í 120 land- sleikjum. Konráð hóf að leika með landsliðinu 1987, er hann fór í Bandaríkjaferð með því — lék fimm leiki í ferð- inni og skoraði 14 mörk. Konráð. FJÓRIR íslendingar keppa á Tommy Armour mótaröðinni í golfi ívetur. Mótin eru leikin f Flórída í Bandaríkjunum og keppt er um verðlaunafé, sem reyndar er miklu minna en gengur og gerist í stóru at- vinnumannamótunum. Fjórmenningarnir eru þeir Úlfar Jónsson, Sigurjón Arnarsson sem báðir léku í þessari mótaröð sl. vetur, Jónatan Drummond fyrr- um kennari hjá Golfklúbbi Reykja- víkur sem er með íslenskan ríkis- borgararétt og Jón Karlsson sem kennt hefur golf hjá Golfklúbbnum Oddi. Jón hefur undanfarið verið að læra golfkennslu í Flórída og hafði lokið einni önn af fjórum. Hann ætlar að hætta í því námi og reyna við atvinnumennskuna sem spilari. „Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Draumurinn um at- vinnumennskuna er til staðar og ég held ég geti staðið mig í þeirri baráttu eins og hver annar. Það er lítið hægt að læra meira hvernig slá á kúluna heldur skiptir andlega hliðin meira máli þegar komið er upp í þennan getuflokk," sagði Jón. Jón sagði að lestur bókar hefði haft mikil áhrif á ákvörðun hans um að hætta í skólanum og reyna fyrir sér sem atvinnuspilari. „Einn kennari í skólanum benti mér á að lesa bókina „Giant within," eftir Anthony Robbins en titillinn gæti útleggst á íslensku sem risinn inní í sjálfum þér og fer inn á svið íþróttasálfræðinnar. Ég hreifst af því sem hann hafði fram að færa í bókinni og hef reynt að fylgja mörgum ráðleggingum," sagði Jón sem hélt utan í gær eftir jólafrí hér á landi. „Ég ætla að taka mér mánuð í Jón Karlsson. að undirbúa mig og koma mér í gott úthald en reikna svo með því að spila á fyrsta mótinu sjötta febr- úar." HANDKNATTLEIKUR: NORÐMENN MEÐ TAK AISLENDINGUM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.