Morgunblaðið - 04.01.1995, Page 2

Morgunblaðið - 04.01.1995, Page 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR4.JANÚAR1995 C 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR SUND ÍÞRÓTTIR Sund Heimsbikarmót í Hong Kong Fyn-i dagur: KARLAR 100 m skriðsund 1. Silko Gunzel (Þýskalandi).......49,88 2. Mike Fibbens (Bretlandi)........50,17 3. Mark Foster (Bretlandi).........50,27 50 m bringusund 1. Mark Warnecke (Þýskalandi)......27,65 2. Alex Wong (Hong Kong)...........30,28 3. Tam Chi-kin (Hong Kong).........30,97 400 m fjórsund 1. Robert Seibt (Þýskalandi).....4.11,37 2. Marcin Malinski (Póllandi)....4.12,40 3. Luca Sacchi (Ítalíu)..........4.14,12 100 m bringusund 1. Jirka Letzen (Þýskalandi)......55,11 2. Emanucle Merisi (Ítalíu)........55,53 3. Zsolt Hegmegi (Svíþjóð).........56,15 200 m flugsund 1. C.-Carol Bremer (Þýskalandi)..1.57,28 2. Vesa Hanski (Finnlandi).......1.59,42 3. Brendan Leung (Hong Kong).....2.09,08 400 m skriðsund 1. Steffan Zesner (Þýskalandi)...3.48,08 2. JorgHoffmann (Þýskalandi).....3.48,51 3. Pier Maria Siciliano (ítalfu).3.48,71 200 m bringusund 1. Luca Sacchi (Ítalíu)..........2.17,92 2. Tam Chi-kin (Hong Kong).......2.22,87 3. Michael Scott (Hong Kong).....2.27,68 100 m fjórsund 1. Christian Keller (Þýskalandi)...55,58 2. Xavier Marchand (Frakklandi)....56,24 3. Robert Seibt (Þýskalandi).......56,74 50 m flugsund 1. Mark Foster (Bretlandi).........24,69 2. Chris-Carol Bremer (Þýskalandi) ....25,16 3. VesaHanski (Finnlandi)..........25,21 KONUR 200 m skriðsund 1. F. Van Almsick (Þýskalandi)...1.57,02 2. JuliaJung(Þýskalandi).........2.01,97 3. Robyn Lamsam (Hong Kong)......2.03,56 100 m bringusund 1. Brigitte Becue (Belgíu).i.....1.08,99 2. Manuela Nackel (Þýskalandi)...1.09,71 3. Silva Pulerich (Þýsicalandi)..1.10,14 100 m flugsund 1. Michelle Smith (írlandi)........59,99 2. Cecile Jeanson (Frakklandi)...1.00,59 3. Mette Jacobsen (Danmörku).....1.00,69 50 m baksund 1. Sandra Volker (Þýskalandi)......27,86 •heimsmet. 2. Mette Jacobsen (Danmörku).......29,25 3. Kathy Osher (Bretlandi).........29,84 200 m fjórsund 1. Michelle Smith (írlandi)......2.13,46 2. Daniela Hunger (Þýskalandi)...2.13,76 3. Brigitte Becue (Belgiu).......2.13,81 50 m skriðsund 1. F. Van Almsick (Þýskalandi).....25,11 2. Toni Jeffs (Nýja Sjálandi)......26,47 3. Marsa Parssinen (Finnlandi).....26,54 800 m skriðsund 1. Julia Jung (Þýskalandi).......8.44,17 2. Elin Carlsson (Svíþjóð).......9.07,86 3. Cosmo Saunders (HongKong).....9.09,45 200 m baksund 1. Mette Jabobsen (Danmörku).....2.12,03 2. Frakklandisca Salvalajo (Ítalíu)....2.12,43 3. Joanne Deakins (Bretlandi)....2.12,87 Skíðastökki Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi: Önnur keppni af fjórum í Fjögurra palla keppninni 1994/95. Helstu úrslit (stig til hægri og metrar í sviga: 1. Janne Ahonen (Finnlandi)........247,6 r (114/112) 2. Andreas Goldberger (Austurríki).241,8 (109/113.5) 3. Jani Soininen (Finnlandi).......231,8 (112.5/105) 4. Kazuyoshi Funaki (Japan)........230,7 (105.5/112.5) 5. Toni Nieminen (Finnlandi).......222,9 (99.5/107.5) 6. Ari-Pekka Nikkola (Finnlandi)...222,3 (104/106) 7. Nicolas Dessum (Frakklandi).....219,2 (105.5/105) 8. Takanobu Okabe (Japan)..........218,8 (104/106) Staðan í heimsbikarnum: : 1. Goldberger......................340 2. Ahonen............................260 3. Funaki............................216 4. Soininen..........................152 5. Nikkola...........................131 6. LasseOttesen (Noregi).............130 7. MikaLaitinen (Finnlandi)..........125 18. Jens Weissflog (Þýskalandi).......123 9. Okabe............................122 Staðan í Fjögurra palla keppninni: 1. Ahonen.........................469,7 2. Goldberger.....................468,5 3. Funaki.........................447,4 4. Nikkola........................444,4 ; 5. Soininen......................442,6 6. Okabe..........................439,8 I 7. Jaekle...................... 425,8 ! 8.Dessum.........................424,3 9. Weissflog......................422,6 BADMINTON Meistaramót unglinga Unglingameistaramót TBR í badminton verður haldið í TBR-húsunum heigina 7. til 8. janúar. Keppt verður í öllum greinum í fjórum elstu flokkum unglinga. Skrúning stendur yfir en þátttokutilkynningar skulu berast til TBR (s. 812266, fax 687622) í síðasta lagi kl. 12 fimmtudaginn 5. janúar. KAPPAKSTUR ÞOLFIMI KNATTSPYRNA United lagði Coventry Manchester United náði að rétta úr kútnum og tryggja sér þtjú dýrmæt stig með því að leggja Coventry að velli, 2:0, á Old Traf- ford í gærkvöldi. 43.130 áhorfendur mættu á leikinn og fóru ánægðir heim, þar sem lið þeirra er enn með í meistarabaráttunni. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir okk- ur, eftir ekki nægilega gott gengi að undanfömu,“ sagði Steve Bruce, fyrirliði United, sem er þremur stig- um á eftir toppliðinu Blackburn. Scholes skoraði fyrra markið á 30 mín. eftir franski landsliðsmað- urinn Eric Cantona hafði hafið sókn með góðri sendingu á Keit Gil- lespie, sem sendi knöttinn áfram til Nicky Butt, sem skaut — Steve Ogrizovic varði, hélt ekki knettinum sem fór til Scholes. Cantona skor- aði sjálfur, sitt tólfta mark í vetur, annað markið á 49. mín., úr víta- spyrnu, sem Scholes fiskaði — var felldur af Steve Pressley, en hann var rekinn af leikvelli. Þess má geta að áður en United skoraði var Dion Dublin, fyrrum leikmaður á Old Trafford, nær bú- inn að skora fyrir Coventry. Stefan Effenberg enn í sviðsljósinu - nú með yfirlýsingar, sem forráðamenn Fiorentina kannast ekki við Stefan Effenberg, sem var sendur heim frá HM í Bandaríkjunum eftir að hafa sýnt áhorfendum óprúð- mannlega framkomu, skaust fram í sviðsljósið í gær og sagði í að ítalska félagið Fiorentina hefði samþykkt að hann færi frá félaginu ef samning- ar tækjust um sölu, en félagið vill fá um 309 millj. ísl. kr. fyrir miðvall- arleikmanninn. Fljótlega eftir yfirlýsingu Effen- berg, var haft samband við Oreste Cinquini, framkvæmdastjóra Fior- entina, sem kom af fjöllum og sagði að félagið hafi aldrei rætt um sölu við Effenberg, heldur um framtíð hans. „Við gáfum honum engin lof- orð um að leysa hann frá samningi við okkur." Effenberg er samnings- bundinn félaginu til 1997. Effenberg, sem leikur nú með þýska liðinu Borussia Mönc- hengladbach sem gerði lánssamning við Fiorentina, sagðist einnig, ekki vera viss um að hann verði áfram hjá Gladbach. Önnur félög viti að hann sé til sölu og hann ætli ekki að loka neinum dyrum en taka ákvörðun að vel athuguðu máli í samráði við fjölskylduna. Drygalsky, forseti Gladbach, sagði að félagið hefði ekki efni á að greiða uppsett verð og há laun að auki en viðræður við hugsanleg stuðningsfyr- irtæki stæðu yfir og allt væri mögu- legt. Þá hafa Werder Bremen og AC Milan sýnt áhuga á Efffenberg sem hefur staðið sig mjög vel á tímabil- inu. „Tilboð frá Milan yrði auðvitað frábært en ef Borussia getur fjár- magnað dæmið yrði það einnig væn- legur kostur,“ sagði Effenberg. CouKhard til Williams BRETINN David Coulthard gekk í gær til liðs við Williams í Formula 1 kappakstrinum, eins og spáð hafði verið. Coulthard, sem er aðeins 23 ára, keppir því með landa sínum Damon Hill á komandi keppnistíma- bili, og búist er við að hann komi næstur honum því getgátur voru uppi um að Nigel Mansell færi til Benetton. Nýjustu fréttir herma að heimsmeistarinn Michael Schumac- her, sem ekur fyrir Benetton, hafi ekki verið allt of hrifinn af þeirri hugmynd og því er framtíð Mans- ells óráðinn. Mansell, sem er 41 árs, varð heimsmeistari 1992 og sigraði síðan í IndyCar árið eftir, virðist því ekki eiga greiða leið í Formula 1 kappaksturinn eins og hann hefur áhuga á, en þó gæti hugsast að McLaren ráði hann, frekar en landa hans Martin Brundle sem einnig er inn í mynd- inni. Táningurinn Ahon- en nýtli tækifærið FINNSKI innski táningurinn Janne Ahonen fékk óvenjulegt tækifæri í annarri keppni Fjögurra palla keppninnar í skíðastökki um helgina þegar hann fékk að endurtaka stökk. Snögg vindhviða gerði það að verkum að strákurinn náði aðeins 78 metra stökki en í annarri tilraun fórþessi 17 ára Finni 114 metra, setti brautarmet og náði forystunni af landa sínum Jani Soininen. í seinni ferðinni fór Austurríkismaður- inn Andreas Goldberger 113,5 metra en Ahonen hélt ró sinni og náði 112 metra stökki. Goldberger sem lauk keppni á ámóta hátt og í fyrstu keppninni og er efstur að stigum í heimsbik- arnum með 340 stig eftir fjögur mót, sagði að óvæntu vindhviðurnar hefðu gert mótið að nokkurs konar happdrætti. „Ég var ótrúlega heppinn en þetta var dagur fyrir ferðalanga en ekki skíðastök- kvara.“ Austurríkismaðurinn Reinhard Schwarzenberger, sem er 17 ára, sigraði óvænt í fyrstu keppninni en var ekki á meðal 10 efstu að þessu sinni. Þriðja keppn- in verður í Innsbruck í dag og sú síðasta í Bischofsho- fen á föstudag. Pele orðinn ráðherra PELE tók í gær við embætti íþrótta- málaráðherra í Brasilíu. „Sem ráð- herra er ég umkringdur stjörnum... og þjálfari okkar var ráðinn af allri þjóðinni," sagði hann og vísaði til Fernando Henrique Cardosa sem tók við embætti forseta á sunnu- daginn. Pele, sem lék með Brasilíu á HM 1958, 1962 og 1970 og gerði rúmlega 1.200 mörk á feli sínum, sagðist vilja gera íþróttir enn vin- sælli meðal unglinga og „ég ætla að beita mér fyrir því að við fáum Ólympíuleikana árið 2004 og úr- slitakeppni HM 2006,“ sagði Pela sen mun ekki gegna venjulegu starfi ráðherra, heldur vera mönn- um í ráðuneytinu til halds og trausts. Reuter Flnnski táningurlnn Janne Ahonen í sigurstökkinu í Garmisch-Partenkirchen. FOLK ■ TAMISLAV Ivic frá Króatíu, sljórnaði fyrstu æfingunni hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce í gær. Ivic, sem er fyrrum tæknileg- ur ráðunautur hjá franska félaginu Marseille, var ráðinn í staðinn fyr- ir Þjóðveijann Holger Osieck, sem var látinn fara þar sem liðið stóð ekki undir væntingum. ■ NICLAS Kindvall gekk í fyrra- dag frá samningi við HSV í Þýska- landi. Kindvall er 27 ára og lék með Norrköping í sænsku úrvalds- deildinni þar sem hann var marka- kóngur á síðasta tímabili en hann er sonur Ove Kindvall, eins þekkt- asta knattspyrnumanns Svíþjóðar. Miðheijinn á sex landsleiki að baki. ■ ROBERTO Baggio og Þjóð- veijinn Jiirgen Kohler geta ekki leikið hinn þýðingarmikla leik Ju- ventus gegn Parma á sunnudag- inn, þar sem þeir eiga báðir við meiðsli að stríða. ■ ÞÆR fréttir bárust frá Kól- umbíu í gær, að lögreglan í Kól- umbíu hafi fundið tvær byssur á knattspyrnukappanum Faustino Asprilla, leikmanni Parma, þar sem hann sat við drykkju á bar í heimabæ hans Tulua um áramótin. Kappinn var ekki handtekinn, en hann sagði þegar hann var spurður um atvikið, er hann kom til ítaliu í gær, að einu byssurnar sem hann hafi átt væru vatnsbyssur. mww m K immriar óánægðir með Junren Fijálsíþróttaþjálfarinn Ma Junr- en stendur í ströngu þessa dagana. Hann ienti í bílslysi sl. fimmtudag og er á sjúkrahúsi en um helgina var tilkynnt að Kínveij- ar væru að leita að eftirmanni hans. Talsmaður íþróttanefndarinnar í norðaustur hluta landsins sagði að vegna slæmrar stjórnunar, meðhöndlunar peningaverðlauna keppenda og annarra vandamáia væri ágreiningur á milli þjálfarans og nokkurra íþróttamanna en ástandið væri ekki eins slæmt og greint hefði verið frá í staðarblöð- um, þar sem kom ma. fram að íþróttafólkið hefði yfirgefið æf- ingabúðirnar. MA hefur verið í sviðsljósinu undanfarin misseri vegna árangurs íþróttafólks, sem hann hefur þjálf- að, „fjölskylduhers Mas“ eins og hópurinn hefur verið kallaður. Að sögn blaðsins Liberation Daiiy á hann þijá Mercedes Benz bfla, sem kínverskar stúlkur fengu í verð- laun í heimsmeistarakeppninni I Stuttgart í Þýskalandi, og enn- fremur sagði blaðið að þjálfarinn hefði eytt um 824.000 dollurum í uppbyggingu íþróttamiðstöðvar sinnar af 1.180.000 dollurum, sem íþróttafólk undir hans stjórn hefði fengið í verðlaun. Haft var eftir hlauparanum Wang Junxia að hún hefði fengið sem samsvarar liðlega 80.000 dollara frá Ma og Qu Yunx- ia hefði fengið 7.650 dollara en um væri að ræða aðeins hluta af þeim peningum sem þær hefðu unnið til. Talsmaðurinn viðurkenndi að MA hefði gert mistök en sagði að „fjölskylduherinn" væri áfram við æfingar og hann tilheyrði ekki aðeins einum manni heldur allri þjóðinni. Því yrði að standa vörð um hann og veita alla mögulega aðstoð til að hann héldi áfram að færa kommúnistaflokknum og þjóðinni frægð og frama. Franzlska van Almsick, sem er 16 ára Þjóðverji, varð sfgurvegari í 50 og 200 metra skriðsundi. Stefntað sameiginlegu ÞÝSKA stúlkan Sandra Volker setti heims- met í 50 metra baksundi á heimsbikarmótinu í sundi í Hong Kong í gær þegar hún synti á 27,86 sekúndum. Bandariska stúlkan Ang- el Martino átti fyrra metið, 27,93, sem hún setti á Spáni í árslok 1993. Reyndar bætti kínverska stúlkan Bai Xiuyu metið tvisvar á síðasta ári, fékk tímann 27,62, en árangur hennar var dæmdur ógildur þegar hún féli á lyfjaprófi. Volker gekk illa á Olympíuleik- unum á Spáni 1992 og íhugaði að hætta keppni en þessi 20 ára stúlka hélt áfram og sér ekki eftir því. „Eftir að ég varð í 16. sæti í Barcelona ætlaði ég að hætta í sundi en þjálfari minn spurði hvort ég væri til í að æfa með öðrum hætti og ég sló til,“ sagði hún. Æfingarnar skiluðu sér og hún náði sér vel á strik í gær. „Ég vissi að ég ætti mögu- leika þar sem mér leið vel eftir erfiðar æfing- ar um jólin. Ég vissi að ég var á góðum tíma en gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri met fyrr en ég sá það á töflunni." Það var einnig sprengikraftur í löndu hennar, Franzisku van Almsick, sem sigraði í 50 og 200 metra skriðsundi, en hún er aðeins 16 ára. Hins vegar er mótið ekki eins sterkt og til stóð. Kínveijar eru ekki með vegna þreytu eftir Asíuleikana í október, að sögn talsmanna þeirra, og sundmenn frá Bandaríkjunum, Astralíu og Rússlandi tóku æfingar fram yfir keppnina. Stefan Effenberg hefur verið þekktur fyr- ir að vera yfirlýsfngaglaður um sjálfan sig, meðspilara og mótherja. Auglýst hafa verið tvö íslandsmót í þolfimi og samkvæmt tilkynn- ingum á annað þeirra að fara fram í Fellsmúla 28 13. janúar en hitt í Háskólabíói 14. janúar. Björn Leifs- son, sem hefur skipulagt mótið und- anfarin þijú ár samkvæmt reglum alþjólegs þolfimisambands, LAF, aug- lýsti fyrmefnda mótið og eru fjórir keppendur skráðir, einn í karlaflokki og þrír í kvennaflokki, en frestur til að tilkynna þátttöku rann út 29. des- ember. Þolfimi er grein innan fimleika ogtók Fimleikasamband Islands hana undir sinn verndarvæng á síðasta ári. í framhaldi af því var ákveðið halda íslandsmót í Háskólabíói og í gær voru á þriðja tug keppenda skráðir, þar á meðal Magnús Schev- ing, sem hefur verið ósigrandi í grein- inni hér á iandi og var útnefndur íþróttamaður ársins 1994 af Samtök- um íþróttafréttamanna. Magnús var kjörinn Fimleikamað- ur ársins 1994 af Fimieikasamband- inu og féll sú ákvörðun í grýttan jarð- veg hjá fulltrúum líkamsræktar- stöðva, sem hafa verið með þolfimi á sinni könnu, og hafa þeir viljað halda þolfiminni áfram innan sinna vébanda. Hins vegar þefur Magnús bent á að rétt sé að greinin sé innan ÍSÍ og í samtali við Morgunblaðið sögðust talsmenn beggja arma vera á því að skynsamlegast væri að sam- eina kraftana og að því væri stefnt en deilt væri um eftir hvaða reglum ætti að keppa. Guðmundur Haraldsson, formaður Fimleikasambandsins, sagði við Morgunblaðið að eðlilegt væri að keppa eftir reglum Alþjóða fimleika- sambandsins enda gengið út frá því þegar Fimleikasambandið sendi út reglumar vegna keppninnar 14. jan- úar auk þess sem stefnt væri að þvf að þolfimi yrði undir einum hatti á alþjóða vettvangi. Björn vildi að keppt yrði eftir reglum IAF þar sem keppn- isréttur á helstu mótum erlendis mið- aðist við þær. Engu að síður voru þeir sammála um að samvinna væri öllum fyrir bestu og sögðu þeir að viðræður þess efnis væru mjög já- kvæðar. Reuter France Football heiðraði Maradona Franska knattspyrnublaðið France Football heiðraði knattspyrnukappann Diego Maradona sérstak- lega í gær, fyrir glæsilegan átján ára knattspyrnuferil. Eins og menn muna þá var Maradona vísað úr HM í Bandaríkjunum og dæmdu í fimmtán mánaða bann fyrir lyfjanotkun. Maradona var boðið sérstaklega til Parísar ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum, til að taka við viðurkenning- unni. Hann sagði við það tækifæri (mynd), að hann væri búinn að ákveða að hætta að leika knatt- spyrnu — myndi snúa sér alfarið að þjálfun. Volker med heims met í Hong Kong KNATTSPYRNA SKIÐI FRJALSIÞROTTIR KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.