Morgunblaðið - 04.01.1995, Page 4

Morgunblaðið - 04.01.1995, Page 4
■ DAGUR Sigurðsson var kosinn besti leikmaður Islands gegn Norð- mönnum í Eskilstuna og fékk við- urkenningu að því tilefni eftir leik- Norðmenn með tak á íslendingum íslenska liðið fékk þrjú tækifæri til að jafna leikinn í gærkvöldi en allt kom tyrir ekki ÍSLENSKA landsliðið náði sér ekki á strik gegn Norðmönnum á norræna handknattleiksmótinu í Svíþjóð í gær. Eftir afspyrnu slakan fyrri hálfleik náði íslenska liðið að rífa sig upp en herslu- muninn vantaði og það varð að sætta sig við tap, 23:24. íslend- ingar fengu reyndar þrjú tæki- færi til að jafna teikinn á síðustu mínútunum, en sóknirnar runnu allar út í sandinn og sú síðasta er Patrekur komst í gegn og fékk frítt skot þegar tvær sekúndur voru eftir, en Sagosen varði og bjargaði sigri Norðmanna fyrir horn. Þetta var fimmti sigur Norðmanna í síðustu sex viður- eignum þjóðanna. 4T Íslenska liðið byrjaði vel og gerði tvö fyrstu mörkin og komst síð- an í 5:3 þegar 10 mínútur voru liðn- ar af leiknum. Þá ValurB komu kaflaskipti og Jónatanson allt fór í baklás, skrífar frá vamarleikurinn var Svíþjóö ejns 0g gatasigti og sóknimar allt of stuttar. Norðmenn nýttu sér vel smugumar í vörninni og gerðu átta mörk gegn einu víti íslendinga á 12 mínútna kafla og breyttu stöðunni í 6:11 og síðan 7:13, en staðan í hálfleik var 11:15. Þorbergur reyndi að stappa stál- inu í íslenska liðið í leikhléi, breytti vöminni úr 5-1 í 6-0-vöm og heppn- aðist það vel. Eftir sex mínútur vom strákamir okkar búnir að minnka muninn niður í eitt mark og jöfnuðu síðan 19:19 þegar síðari hálfleikur var hálfnaður og allt í járnum. Dagur átti stóran þátt í því að ísland hélt sér inni í leiknum því hann gerði fjögur mörk í röð á þessum kafla. Lokamínútumar voru æsispenn- andi því fimm mínútum fyrir leiks- lok jafnaði Patrekur, 23:23. Kjenda- len kom Norðmönnum yfir strax í næstu sókn og reyndist það sigur- markið. íslenska liðið fékk þrjú tækifæri til að jafna. Fyrst skaut mn. ■ STAFFAN Olsson var kjörinn besti leikmaður Svía gegn Dönum, en hann gerði 10 mörk. Heiðurs- gesturinn á leiknum, Ingvar Carls- son, forsætisráðherra Svía, valdi bestu leikmennina og afhenti þeim viðurkenningu. ■ PATREKUR Jóhannesson, sem meiddist á þumalfingri í æf- ingaleik með landsliðinu gegn Stjörnunni fyrir áramótin, kom inní íslenska liðið gegn Norðmönn- um í gær. „Gifsið var tekið af á gamlársdag og þetta var skárra en búist var við. Brynjólfur Jónsson læknir landsliðsins sagðist treysta mér til að spila og setti spelku á þumalfingurinn. Ég fann ekkert til í leiknum," sagði Patrekur, sem lék megnið af síðari hálfleik. ■ SIGURÐUR V. Sveinsson er næst markahæstur á mótinu, hefur gert 15 mörk. Staffan Olsson er markahæstur með 19 mörk. Morgunblaðið/Sverrir Bjarkl náðí sér ekkl á strlk gegn Norðmönnum, sem höfðu góðar gætur á honum í Eskllstuna. ísland - IMoregur 23:24 íþróttahöllin í Eskelstuna, norræna hand- knattleiksmótið, þriðjud. 3. janúar 1995. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 5:3, 5:9, 6:9, 6:11, 7:13, 8:14, 11:14, 11:15, 12:15, 12:16, 15:16, 16:19, 19:19, 21:21, 21:23, 23:23, 23:24. Mörk íslands: Dagur Sigurðsson 6, Sigurð- ur V. Sveinsson 6/2, Konráð Olavson 4, Geir Sveinsson 3, Jón Kristjánsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Patrekur Jóhannesson 1. Aðrir leikmenn: Rúnar Sigtryggsson, Gunn- ar Beinteinsson, Róbert Sighvatsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13/1 (þar af 3 til mótheija). Bjarni Frostason kom aldrei inná. Utan vallar: 8 mín. Mörk Noregs: Rune Erland 4, Eivind Wingsternæs 4, Glenn Solberg 4, Roger Kjendalen 4/2, Öystein Haang 4, Morten Daland 2, Ole G. Gjekstadt 2/2. Varin skot: Gunnar Fosseng 6 (þar af 1 til mótheija), Erlend Sagosen 4. Utan valiar: 6 mín. Dómarar: Krister Broman og Bo Johansson frá Svíþjóð. Voru ekki alveg nógu sannfær- andi í lok leiksins. Áhorfendur: 1.300. Sigurður Sveinsson framhjá, síðan var varið frá Patreki þegar tvær mínútur voru eftir og aftur á loka- sekúndum leiksins. „Eina hugsunin var að setja boltann í netið því færið var mjög gott. En því miður náði markvörðurinn að komast fyr- ir skotið. Þetta var agalegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir að klikka í svona færum,“ sagði Patrekur. Leikur íslenska liðsins olli von- brigðum í gær eftir góðan leik gegn Dönum í fyrsta leik mótsins á mánudag. Vörnin gekk alls ekki upp í fyrri hálfleik og sóknin var í sama gæðaflokki. Hornamennirnir, Bjarki og Konráð, voru alveg klippt- ir út og eins var Geir í góðri gæslu á línunni. Eftir að Þorbergur breytti vörninni í síðari hálfleik fór þetta að ganga betur - vörnin lokaði öll- um smugum og til marks um það gerðu Norðmenn aðeins fjögur mörk fyrstu 17 mínúturnar í síðari hálfleik. Heppnin var ekki með ís- lenska liðinu í þessum leik eins og svo mörgum öðrum gegn Norð- mönnum, sem flestir hafa tapast með eins marks mun. Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en eig- in klaufaskapur kom í veg fyrir það. Dagur Sigurðsson var besti leik- maður íslenska liðsins, sýndi að hann er að verða Iykilmaður. Hann þorði að taka af skarið þegar allt virtist lokað. Konráð lék vel í síðari hálf- leik og eins Geir Sveinsson. Sigurður Sveinsson var ekki í sama stuðinu og gegn Dönum, en gerði sex mörk og átti þrjár línusendingar sem gáfu mörk. Guðmundur varði þokkalega í markinu, en það hefði mátt leyfa Bjarna Frostasyni að spreyta sig á slæma kaflanum í fyrri hálfleik þeg- ar nánast allt lak inn. Ekki nógu gott, en ég kvíði ekki Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, var að vonum óhress með leikinn gegn Norðmönnum. „Þetta var alls ekki nógu gott, en ég kvíði ekki framhaldinu. Við slökuðum á í sóknarleiknum í fyrri hálfleik, en sköpuðum okkur þó færi en náðum ekki að nýta þau og þeir voru fljótir að refsa okkur með hraðaupphlaup- um. Við náðum ekki að bijóta á þeim og stoppa þá, vorum skrefinu á eftir. Það geta alltaf komið upp svona leikkaflar. Við komum inn í seinni hálfleikinn eins og við áttum að leika í fyrri hálfleik. Við hefðum alveg eins átt að geta klárað leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. En þeir náðu að hanga alltaf með og í lokin fengum við tækifæri til að jafna. Svona er handboltinn og það er þetta sem ger- ir hann svona skemmtilegan," sagði þjálfarinn. Þorbergur sagði að auðvitað væri það lélegt að klára ekki þessa þrjá sénsa sem liðið fékk til að jafna í lokin. „Þetta segir okkur að suma menn vantar meiri reynslu og verða að brenna sig á hlutunum til að læra af þeim. Patrekur var óheppinn því hann á að skora úr níu af hverjum tíu skotum úr svona færum. Það má líka segja að það hafí verið grís hjá markverðinum að ná í tuðruna." „Ég er þó nokkuð ánægður með sfðari hálfleikinn í heild. Menn sýndu baráttuvilja og það voru margir góð- ir kaflar í honum. Það er ekki slæmt að fá aðeins á sig níu mörk í einum hálfleik. Annars hef ég engar áhyggj- ur af þessu, þetta er allt á réttri lið. Nú er bara að reyna að vinna Svía á morgun (í dag) því þeir hafa ekki verið að spila eins og þeir gera best.“ Sanngjarn slgur „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð- ur með sigurinn,“ sagði Harald Mads- en, hinn sænski þjálfari Norðmanna, eftir leikinn. „Þetta var spennandi leikur og ég held að sigur okkar hafí verið sanngjam þó svo að hann hefði alveg eins getað endað með jafntefli. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og klaufar að missa forskot okkar niður í upphafí síðari hálfleiks. Gömlu jaxlamir, Havang, Erland og Kjendalen, em liðinu mikilvægir og það kom í ljós í þessum leik hve gott er að hafa reynslumikla stráka sem kunna leikinn vel. Ég er sáttur við fyrstu tvo leikina, naumt tap gegn Svíum og sigur gegn íslendingum er meira en ég bjóst við. Nú ætlum við okkur að vinna Dani þó ég viti að það verði erfítt. Við viljum fara héðan með fjögur stig í bakpokanum," sagði þjálfarinn. Guðjón og Hákon stóðu í ströngu ÍSLENSKU dómararnir Hákon Sig- uijónsson og Guðjón L. Sigurðsson stóðu í ströngu er þeir dæmdu leik Svía og Dana í Eskilstuna í gær- kvöldi. Mikil spenna og harka var í leiknum og áhorfendur vel með á nótunum, en Svíar unnu með eins marks mun 24:23. Þeir sýndu Ulf Schevert, þjálfara Dana, gula spjaldið fyrir að mótmæla dómgæsl- unni og þegar 15 sek. voru til leiks- loka fékk Magnus Wislander rauða spjaldið fyrir að bijóta gróflega á línumanni Dana þegár hann fór inn af línunni og víti dæmt. Áhorfendur voru ekki ánægðir með þennan dóm og púuðu á íslensku dómarana, en tóku gleði sína aftur er Tomas Svensson, sem er frá Eskilstuna — fór í markið og varði vítið og tryggði sænskan sigur. Islensku dómararnir héldu ró sinni allan leikinn og létu áhorfendur ekki hafa áhrif á sig. Dæmdu vel — voru einbeittir og ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Staffan Olsson var besti leikmað- ur Svía, gerði 10 mörk og er marka- hæstur í mótinu með 19 mörk. Per Carlén og Erik Hajas komu næstir með 4 mörk hvor. Jesper Holmris Hansen var markahæstur Dana með 6 mörk og Jan E. Jörgensen gerði fjögur. HANDKNATTLEIKUR/NORRÆNA MOTIÐ I SVIÞJOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.