Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 1
1 branpararj leikir! þrautTr! Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðimj Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR4. JANUAR 1995 a Qára \ Gmsháqa^h Ævintýrahúsið Bestu vinir ÞARNA sjáið þið Rúnu Friðriksdóttur með góðri vinkonu sinni, henni Thalíu sem er af Dalmatíu-kyni. Friðurinn yfir myndinni sýnir vel hvað dýr og börn geta orðið góðir vinir. Myndin minnir á þekkta, danska myndastyttu af hundi og litlum dreng sem horfir með ástúð á vin sinn og spyr: „Af hverju getur þú ekki talað?" |ikið er þetta ævintýra- legt hús! Tveir útsýn- isturnar eins og á kastala, og bleikir álfasteinar á þaki og veggjum. Trén standa lauflaus, svo að það er greinilega vetur. Tunglið er að koma upp á bak við hús- ið og kisa sýnist vera að hefja ámátlegan kattasöng við húsvegginn. - Heyrið þið ekki í kisu, þegar þið horfið á nóturnar, krakkar? Pabbinn í húsinu kallar upp yfir sig, þegar hann mætir hreindýri á veginum. Og krakkarnir í húsinu koma hlaupandi til að sjá hreindýrið. Reykurinn liðast upp úr skorsteininum og myndar hjarta utan um nafn stelpunnar sem teiknar myndina. Þakka þér fyrir einstak- lega skemmtilega mynd, Hildur mín. Hamstur í jólakirkju HAMSTUR í jólaldrkju. ÞETTAerTrít- ill, hamstur- inn hans Atla Vals, sem skreið alltafinníjóla- kirkjuna í desem- ber.AtlaValþótti svo vænt um hann Trítil. En nú er buið að selja Trítil í dýrabúð vegna ofnæmis. Kveðja frá Atla Vali Arasyni, Álf- heimum 50, Lang- holtsskóla. V Síðasta jólasagan ENNÞÁ ERU eru tveir jólasveinar eftir í byggð. Þrettándinn á föstudaginn og síðasta jólasag- an fyrir jólin 1994 kemur frá Steinari Huga Sigurðarsyni, 9 ára, Furugrund 81, Kópavogi: Einu sinni var strákur sem hét Bjarki, hann var fímm ára. Einu sinni var hann svo óþæg- ur að hann fékk kartöflu í skó- Inn. Þá bað hann mömmu sína að keyra sig upp að Esju, þvi hann ætlaði að lemja jólasvein- inn. En mamma hans sagði: „Ef þú lemur jólasveininn, þá étur Grýla þig, svo þú skalt ekkert vera að fara upp að Esju." En Bjarki var ennþá svo óþægur að hann sagði: Jú, ég fer víst þangað!" Síðan náði hann í 60 krónur t sparibaukinn sinn, fór út og tók einhvern strætó. Þegar Bjarki var búinn að sitja í þrjá klukkutíma í strætó, spurði hann bílstjórann, hve- nær hann kæmi upp að Esju. Þá sagði strætóbilstjórinn: „Þessi strætó fer ekki upp að Esju, og af hverju ertu að fara^þangað einn?" „Ég ætla að lemja jólasvein- inn, af því að hann gaf mér kartöfiu í skóinn!" „En varstu ekki óþægur?" „Jú, svolítið.1' „Ég skal gefa þér skiptimiða svo að þú komist heim. Síðan skaltu reyna að vera. þægur, þá færðu örugglega eitthvað fínt í skóinn." Og það reyndust orð að sönnu, því Bjarki fékk fullt stigvél af nammi. Vonandi hefur Bjarka ekki orðið íllt í maganum af öllu sæigætinu, — Hafið þið nokkuð borðað of mikið sælgæti um jólin, krakkar? h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.