Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D i 3. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gerviheili á teikni- borðinu London. Reuter. JAPANSKIR sérfræðingar hafa lýst því yfir að þeir hyggist setja saman gervi- heila, sem búi yfir álíka þróuðum hugsanagangi og kettlingur. Heilafrumurn- ar verða ekki raunveruleg- ar, heldur tölvueftirlíking- ar. Verða þær forritaðar til að mynda taugakerfi líkt og taugafrumur tengd- ar með taugamótum. Vísindamenn í Kyoto áforma að þróa kerfi sem getur stýrt vélmenni með hegðunarmynstri sem er álíka þróað og í kettlingi. Það sem helst hefur vafist fyrir vísindamönnunum, er hvernig setja megi saman kerfi sem stýri flóknu at- ferli, á borð við að flýja eða elta bráð. Enn sem komið er eru viðbrögðin hæg. Til þess að takast á við þetta vandamál munu vís- indamennirnir nýta sér tölvu sem getur matað um 200 milljón frumur á upp- lýsingum á einni sekúndu. Er vonast til að með aðstoð þessarar tölvu muni takast að setja saman þrívíðan gerviheila með um einum milljarði taugafruma fyrir árið 2001. Repúblikanar taka við völdum á Bandaríkjaþingi í fyrsta sinn í 40 ár Gingrich boð- ar miklar ann- ir á þinginu REPÚBLIKANAR tóku í gær formlega við völdum á Bandaríkjaþingi en þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem þeir hafa meirihluta í báðum þingdeild- um. Hinn nýi forseti fulltrúadeildarinnar, Newt Gingrieh, spáði annasömu þingi en hann hafði boðað miklar umræður um hina nýju áætlun repúblik- ana, „Samning við Bandaríkin“. Það er 100 daga áætlun í 10 liðum sem repúblikanar lofuðu kjósendum, kæmust þeir til valda. „Þetta verður lengsti þingfundur á opnunardegi í sögu þingsins," sagði Gingrich í sjónvarpsvið- tali í gærmorgun. Sagði hann þingmenn ætla að fjalla um níu mál áður en fundi lyki, en hann hófst skömmu eftir hádegi. í upphafi þingfundar var Gingrich kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar með 228 atkvæðum gegn 202. í ræðu sinni sagði Gingrich að þingið yrði hið annasamasta frá árinu 1933. Kvaðst hann ekki myndu láta staðar numið við skattalækkanir, aukin útgjöld til varnarmála og nið- urskurð hjá hinu opinbera, heldur yrði þingið að koma á „samfélagi tækifæranna í stað núverandi vel- ferðarkerfis". Repúblikanar, sem unnu stórsig- ur í þingkosningum í nóvember sl., hétu því að minnka umsvif ríkisins og breyta starfsháttum þingsins. Verður eitt af fyrstu verkunum að fækka þingnefndum og starfsfólki um þriðjung. Þá á fulltrúadeildin að fjalla um ijárlög, um tillögu þess efnis að formenn þingnefnda sitji ekki lengur en í sex ár, um bann við því að þing- menn geti látið staðgengla greiða atkvæði á nefndarfundum og tillögu þess efnis að þingið verði að lúta sömu lögum og aðrar stofnanir en sú hefur ekki verið raunin svo ára- tugum skiptir. Kallaði Hillary „tæfu“ Staða forseta fulltrúadeildarinnar er valdamikil. Hann gengur næst varaforsetanum, falli forsetinn frá. Fyrsti dagur Gingrich í embætti var þó ekki áfallalaus, því mikil umræða hefur verið um viðtal við móður Gingrich, sem sjónvarpa á í dag. Þar hvíslar móðir hans því að þáttar- stjórnandanum að sonurinn telji Hillary Rodham Clinton forsetafrú vera „tæfu“. Sagði Gingrich fram- komu þáttarstjórnandans „óhæfu“. ■ Bylting á 100 dögpim/25 ■ Finnst Hillary vera „tæfa“/19 Reuter NEWT Gingrich, forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar, ásamt eiginkonu sinni, Marianne, og móður, Kathleen, við messu fyrir fyrsta þingfund nýkjörins þings. Reuter TSJETSJENAR lijóla ineð vopn sín inn í miðborg Grosní í gær til að beijast við Rússa. Svartaþoka var í borginni og hafði heldur dregið úr bardögum í gær. Atvinnuleysið verst Moskvu. Reuter. Vestrænir ráða- menn gagnrýna stefnu Rússa Moskvu, London, Bonn. Reuter. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti gaf í gær skipun um að loftárásum á Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, yrði hætt frá miðnætti að staðartíma til að koma í veg fyrir frekara manntjón meðal almennings í borginni. Embættis- menn í Moskvu segja að ekki komí til greina að ræða Tsjetsjeníu-átökin við önnur ríki, deilan sé innanlandsmál. Á Vesturlöndum fer gagnrýni á framferði Rússa í Tsjetsjníju hratt vaxandi, íranir og Tyrkir gagnrýna einn- ig stefnu Jeltsíns harkalega. Landstjórn Færeyja Vill fram seljanlega kvóta burt Þórshöfn. Morgunblaðið. IVAN Johannesen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, vinnur að því ásamt landstjórninni allri að af- nema tiltölulega nýsett lög um framseljanlega kvóta. Segir hann þau erfið í framkvæmd og vill taka upp sóknarmark í staðinn. Kemur þetta fram í viðtali við Johannesen í blaðinu Dimmalætt- ing og hann nefnir líka, að sjó- menn eigi erfitt með að framfylgja nýju lögunum hvað varðar auka- afla. Hann er hins vegar ekki sam- mála þeim, sem vilja taka upp einn heildarkvóta í stað kvóta á skip. „Það er einmitt heildarkvótinn, sem er vandamálið. Ég gæti hugs- að mér, að skip fengju til dæmis að veiða þorsk í ákveðinn daga- fjölda,“ segir Johannesen og full- yrðir, að landstjórnin öll stefni að því að afnema lögin um framseljan- lega kvóta áður en nýtt fiskveiðiár hefst 1. september nk. Það var danska stjórnin, sem krafðist framseljanlegra kvóta í Færeyjum, og setti þá sem skilyrði fyrir aðstoð vegna gífurlegra, er- lendra skulda landsjóðsins. ATVINNULEYSI í Rússlandi er gott betur en þrisvar sinnum meira en opinberlega er uppgefið og mun brátt verða alvarlegasta vandamál- ið í landinu. Kom þetta fram í við- tali fréttastofunnar Ítar-Tass við Gennadí Melíkjan atvinnumálaráð- herra. Um 1,5 milljónir manna eru skráðar atvinnulausar í Rússlandi en Melíkjan sagði, að rétt tala væri um 5,1 milljón. Ef taldar væru með 4,8 milljónir manna, sem væru í ólaunuðu leyfi eða í hlutastarfi, væri talan næstum komin í 10 millj- ónir eða 13% vinnuaflsins. Sagði Melíkjan, að það gæfi til kynna það, sem í vændum væri. Ureltum og óarðbærum verk- smiðjum hefur víða verið lokað en búist er við, að ástandið eigi eftir að versna enn þegar lög um gjald- þrot, sem eru nýjung í Rússlandi, fara að hafa meiri áhrif. Akbar Hashemi Rafsanjani írans- forseti varaði Rússa við því í gær að stríð þeirra gegn Tsjetsjenum myndi skaða samskiptin við múslimalönd og „sá fræjum haturs og hefndarþorsta í hjörtu fólks“. Einn helsti leiðtogi umbótasinna í Moskvu, Grígoríj Javlínskij, krafð- ist þess að í gær að Jeltsín segði af sér vegna stefnunnar í málum Tsjetsjena. Fundur verður í fasta- nefnd Oryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu, ÓSE, 12. janúar og verð- ur Tsjetsjníju-málið tekið þar upp. Hvetja Frakkar til þess að Jeltsín verði krafinn skýringa á mannrétt- indabrotum gegn Tsjetsjenum. Talsmaður Helmuts Kohls Þýska- landskanslara sagði að Kohl teldi ekki ástæðu til að hringja í Jeltsín vegna málsins en sagði kanslarann telja að mannréttindi hefðu verið brotin og Rússar hefðu beitt of mik- illi hörku. Talsmaður flokks Kristi- legra demókrata í utanríkismálum, Karl Lamers, sagði að átökin í hérað- inu gætu breiðst út og og svo gæti farið að samskipti Rússa við Vestur- veldin tækju stakkaskiptum. Bretar gegn sjálfstæði Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, hvatti í gær menn til að slíðra sverðin en sagði Tsjetsjena engan rétt hafa til að segja skilið við Rússland. Rússar fluttu í gær liðsauka flug- leiðis til nágrannahéraðsins Ingúset- íu og sögðu talsmenn hersins að Grosní, þar sem Tsjetsjenar virtust enn ráða miðborginni, yrði tekin í dag. Fyrri yfirlýsingar af svipuðum toga hafa þó reynst haldlausar. ■ Verður í Grosní/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.