Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D &**0nnlfi$to$b 3.TBL.83.ARG. Gerviheili á teikni- borðinu London. Reuter. JAPANSKIR sérfræðingar hafa lýst því yfir að þeir hyggist setja saman gervi- heila, sem búi yfir álíka þróuðum hugsanagangi og kettlingur. Heilafrumurn- ar verða ekki raunveruleg- ar, heldur tölvueftirlíking- ar. Verða þær forritaðar til að mynda taugakerf i líkt og taugafrumur tengd- ar með taugamótum. Vísindamenn í Kyoto áf orma að þróa kerfi sem getur stýrt vélmenni með hegðunarmynstri sem er álíka þróað og í kettlingi. Það sem helst hefur vafist fyrir vísindamönnunum, er hvernig setja megi saman kerfi sem stýri flóknu at- ferli, á borð við að flýja eða elta bráð. Enn sem komið er eru viðbrögðin hæg. Til þess að takast á við þetta vandamál munu vís- indamennirnir nýta sér tölvu sem getur matað um 200 mihjón frumur á upp- lýsingum á einni sekúndu. Er vonast til að með aðstoð þessarar tölvu muni takast að setja saman þrívíðan gerviheila með um einum milljarði taugafruma fyrir árið 2001. Landstjórn Færeyja Vill fram seljanlega kvóta burt Þórshöfn. Morgunblaðið. IVAN Johannesen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, vinnur að því ásamt landstjórninni allri að af- nema tiltölulega nýsett lög um framseljanlega kvóta. Segir hann þau erfið í framkvæmd og vill taka upp sóknarmark í staðinn. Kemur þetta fram í viðtali við Johannesen í blaðinu Dimmalætt- ing og hann nefnir líka, að sjó- menn eigi erfitt með að framfylgja nýju lögunum hvað varðar auka- afla. Hann er hins vegar ekki sam- mála þeim, sem vilja taka upp einn heildarkvóta í stað kvóta á skip. „Það er einmitt heildarkvótinn, sem er vandamálið. Ég gæti hugs- að mér, að skip fengju til dæmis að veiða þorsk í ákveðinn daga- fjölda," segir Johannesen og full- yrðir, að landstjórnin öll stefni að því að afnema lögin um framseljan- lega kvóta áður en nýtt fiskveiðiár hefst 1. s'eptember nk. Það var danska stjórnin, sem krafðist framseljanlegra kvóta í Færeyjum, og setti þá sem skilyrði fyrir aðstoð vegna gífurlegra, er- lendra skulda landsjóðsins. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Repúblikanar taka við völdum á Bandaríkjaþingi í fyrsta sinn í 40 ár Gingrich boð- ar miklar ann- ir á þinginu REPÚBLIKANAR tóku í gær formlega við völdum á Bandaríkjaþingi en þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem þeir hafa meirihluta í báðum þingdeild- um. Hinn nýi forseti fulltrúadeildarinnar, Newt Gingrich, spáði annasömu þingi en hann hafði boðað miklar umræður um hina nýju áætlun repúblik- ana, „Samning við Bandaríkin". Það er 100 daga áætlun í 10 liðum sem repúblikanar lofuðu kjósendum, kæmust þeir til valda. „Þetta verður lengsti þingfundur á opnunardegi í sögu þingsins," sagði Gingrich í sjónvarpsvið- tali í gærmorgun. Sagði hann þingmenn ætla að fjalla um níu mál áður en fundi lyki, en hann hófst skömmu eftir hádegi. í upphafi þingfundar var Gingrich kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar með 228 atkvæðum gegn 202. í ræðu sinni sagði Gingrich að þingið yrði hið annasamasta frá árinu 1933. Kvaðst hann ekki myndu láta staðar numið við skattalækkanir, aukin útgjöld til varnarmála og nið- urskurð hjá hinu opinbera, heldur yrði þingið að koma á „samfélagi tækifæranna í stað núverandi vel- ferðarkerfís". Repúblikanar, sem unnu stórsig- ur í þingkosningum í nóvember sl., hétu því að minnka umsvif ríkisins og breyta starfsháttum þingsins. Verður eitt af fyrstu verkunum að fækka þingnefndum og starfsfólki um þriðjung. Þá. á fulltrúadeildin að fjalla um fjárlög, um tillögu þess efnis að formenn þingnefnda sitji ekki lengur en í sex ár, um bann við því að þing- menn geti látið staðgengla greiða atkvæði á nefndarfundum og tillögu þess efnis að þingið verði að lúta sömu Iögum og aðrar stofnanir en sú hefur ekki verið raunin svo ára- tugum skiptir. KallaðiHillary„tæfu" Staða forseta fulltrúadeildarinnar er valdamikil. Hann gengur næst varaforsetanum, falli forsetinn frá. Fyrsti dagur Gingrich í embætti var þó ekki áfallalaus, því mikil umræða hefur verið um viðtal við móður Gingrich, sem sjónvarpa á í dag. Þar hvíslar móðir hans því að þáttar- stjórnandanum að sonurinn telji Hillary Rodham Clinton forsetafrú vera „tæfu". Sagði Gingrich fram- komu þáttarstjórnandans „óhæfu". ¦ Bylting á 100 dögum/25 ¦ Finnst Hillary vera „tæfa"/19 Reuter NEWT Gingrich, forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar, ásamt eiginkonu sinni, Marianne, og móður, Kathleen, við messu fyrir fyrsta þingfund nýkjörins þings. Vestrænir ráða- menn gagnrýna stefnu Rússa Moskvu, London, Bonn. Reuter. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti gaf í gær skipun um að loftárásum á Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, yrði hætt frá miðnætti að staðartíma til að koma í veg fyrir frekara manntjón meðal almennings í borginni. Embættis- menn í Moskvu segja að ekki komí til greina að ræða Tsjetsjeníu-átökin við önnur ríki, deilan sé innanlandsmál. Á Vesturlöndum fer gagnrýni á framferði Rússa í Tsjetsjníju hratt vaxandi, íranir og Tyrkir gagnrýna einn- ig stefnu Jeltsíns harkalega. TSJETSJENAR hjóla með vopn sín inn í miðborg Grosní í gær til að berjast við Rússa. Svartaþoka var í borginni og hafði heldur dregið úr bardögum í gær. Atvinnuleysið verst Moskvu. Reuter. ATVINNULEYSI í Rússlandi er gott betur en þrisvar sinnum meira en opinberlega er uppgefið og mun brátt verða alvarlegasta vandamál- ið í landinu. Kom þetta fram í við- tali fréttastofunnar Ítar-Tass við Gennadí Melíkjan atvinnumálaráð- herra. Um 1,5 milljónir manna eru skráðar atvinnulausar í Rússlandi en Melíkjan sagði, að rétt tala væri um 5,1 milljón. Ef taldar væru með 4,8 milljónir manna, sem væru í ólaunuðu leyfí eða í hlutastarfi, væri talan næstum komin í 10 millj- ónir eða 13% vinnuaflsins. Sagði Melíkjan, að það gæfi til kynna það, sem í vændum væri. Ureltum og óarðbærum verk- smiðjum hefur víða verið lokað en búist er við, að ástandið eigi eftir að versna enn þegar lög um gjald- þrot, sem eru nýjung í Rússlandi, fara að hafa meiri áhrif. Akbar Hashemi Rafsanjani írans- forseti varaði Rússa við því í gær að stríð þeirra gegn Tsjetsjenum myndi skaða samskiptin við múslimalönd og „sá fræjum haturs og hefndarþorsta í hjörtu fólks". Einn helsti leiðtogi umbótasinna í Moskvu, Grígoríj Javlínskíj, krafð- ist þess að í gær að Jeltsín segði af sér vegna stefnunnar í málum Tsjetsjena. Fundur verður í fasta- nefrid Oryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu, ÓSE, 12. janúar og verð- ur Tsjetsjníju-málið tekið þar upp. Hvetja Frakkar til þess að Jeltsín verði krafinn skýringa á mannrétt- indabrotum gegn Tsjetsjenum. Talsmaður Helmuts Kohls Þýska- > landskanslara sagði að Kohl teldi ekki ástæðu til að hringja í Jeltsín vegna málsins en sagði kanslarann telja að mannréttindi hefðu verið brotin og Rússar hefðu beitt of mik- illi hörku. Talsmaður flokks Kristi- legra demókrata í utanríkismálum, Karl Lamers, sagði að átökin í hérað- inu gætu breiðst út og og svo gæti farið að samskipti Rússa við Vestur- veldin tækju stakkaskiptum. Bretar gegn sjálfstæði Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, hvatti í gær menn til að slíðra sverðin en sagði Tsjetsjena engan rétt hafa til að segja skilið við Rússland. Rússar fluttu í gær liðsauka flug- leiðis til nágrannahéraðsins Ingúset- íu og sögðu talsmenn hersins að Grosní, þar sem Tsjetsjenar virtust enn ráða miðborginni, yrði tekin í dag. Fyrri yfirlýsingar af svipuðum toga hafa þó reynst haldlausar. ¦ Verður í Grosní/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.