Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Melur, dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar og Meitilsins Sindri seldur utan LAUST fyrir áramót gekk Melur hf., dótturfyrirtæki Vinnslustöðvar- innar hf. í Vestmannaeyjum og Meitilsins hf. í Þorlákshöfn, frá sölusámningi á Sindra VE 60 til Noregs. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að Melur væri nú að leita að yngra og öflugra skipi, því Sindri hafi verið kominn á 16. ár, fram- leiddur árið 1979. Norðmennirnir greiddu, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, um 85 milljónir króna fyrir skipið og síðan fær Melur annað eins úr Úreldingarsjóði. Að frá- dregnum kostnaði, má því áætla að fyrirtækið fái um 160 milljónir króna fyrir Sindra. Sindri var, að sögn Sighvatar, seldur kvótalaus, en hann hefur haft um 1.200 tonna veiðiheimildir í þorskígildum. Sighvatur sagði að Melur leitaði nú að nýrra og öfl- ugra skipi í stað Sindra, til þess að senda á úthafskarfaveiðar. „Við höfum að undanförnu aukið mjög við okkar tækjabúnað og að- stöðu, til þess að geta unnið úthafs- karfann í landi, og höfum hugsað okkur að nýta nýtt, öflugra skip í slíkar veiðar fyrir landvinnsluna, samhliða Breka, sem er nógu öflug- ur til þess að stunda slíkar veiðar,“ sagði Sighvatur. Útsölur hafnar AÐ LOKNUM jólum hefjast út- sölur í verzlunum til að rýma fyrir nýjum árgerðum tækja og tóla og nýjum tízkulínum í fatn- aði. Þá er oft á tíðum hægt að gera reyfarakaup. Strákurinn fór í verzlanir með móður sinni, en leiddist greinilega búðaráp- ið. Hann beið því utan dyra á meðan kaupin fóru fram og fylgdist með því sem fram fór á Laugaveginum. Togararnir enn við bryggju Fiskverðsdeilan á Eskifirði í hnút HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar lagði fram tillögu að nýjum fískverðs- samningi við áhafnir togaranna Hólmatinds og Hólmaness í fyrradag. Sjómenn svöruðu með gagntilboði í gær og var því hafnað. Að mati málsaðila er fískverðsdeilan komin í hnút. Helstu ágreiningsefnin munu vera að sjómenn vilja að 25% afl- ans verði greidd eftir meðalverði á fískmörkuðum en útgerðin fellst á 15% markaðstengingu. Sjómenn vilja stærðarflokkun aflans, greiðslu fyrir utankvótategundir og fleira. Utgerðin leggur til aðra stærðarflokkun en sjómenn, en fellst ekki á nýjar kröfur um fisk- verðshækkanir. Egill Guðnason, sem er í samn- inganefnd sjómanna, segir sjó- menn vilja hafa viðmiðunarstærðir verðflokka minni en útgerðin vill. Agreiningurinn um viðmiðunar- stærðir nær til þorsks, ýsu, karfa, ufsa og grálúðu sem eru markaðs- tengdar. Sjómenn vilja og fá hærra verð fyrir aðrar fisktegundir innan og utan kvóta og taka þar mið af markaðsverði. Eftir að tilboði sjómanna var hafnað í gær segist Egill ekki sjá fram á að neitt gerist í málunum næstu daga. Hann segir útgerðina hafa ýjað að því í gær að ráða nýjan mannskap á skipin. Ekki fleiri tilboð Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir að hraðfrysti- húsið hafa komið til móts við ýmsar kröfur sjómanna en muni ekki leggja fram frekari tilboð til lausnar fískverðsdeilunni. Síðasta tilboð sé endanlegt og verði ekki hvikað frá því sem neinu nemi. Hann segir að í síðasta tilboði sjó- manna hafí falist hækkun frá fyrstu kröfum og nýjar kröfur. Ekki sé eftir neinu að bíða fyrir sjómennina nema að fara á sjó. Hraðfrystihúsið stopp Engin vinna hefur verið í Hrað- frystihúsi EskiQarðar frá 20. des- ember. Að sögn Hauks Björnsson- ar rekstrarstjóra má reikna með að vinna hefjist um viku eftir að togararnir halda til veiða, nema þá loðnan komi fyrir þann tíma. Tvö skip Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar, Jón Kjartansson og Hólma- borg, héldu til loðnuleitar í gær. Eldra barnið fundið ANNAÐ barnanna, sem lögreglan hefur leitað að undanförnu, er fundið og hefur verið afhent barnavemdaryfírvöldum. Að sögn Jónasar Hallssonar yfirlögregluþjóns, fannst eldra barnið í Seljahverfí um kvöldmat- arleytið í gær. Stuttu síðar hand- tók lögreglan föður bamanna og var hann í yfírheyrslu hjá Rann- sóknarlögreglunni í gærkvöldi. Fram eftir kvöldi var beðið ákvörð- unar frá móðurinni um að afhenda bamaverndaryfirvöldum yngra bamið. Er vonast til að foreldrarn- ir komi með barnið á Barnaspítala Hringsins í dag en þaðan var það numið á brott á Þorláksmessu. Morgunblaðið/Kristinn Notkun geðdeyfðar- lyfja hefur aukíst um 70% Landlæknir leitar skýringa hjá heimilislæknum NOTKUN svokallaðra flúoxetín- geðdeyfðarlyfja sem komu á mark- að hér á landi árið 1989 hefur aukist verulega upp á síðkastið. Er kostnaðurinn vegna lyfjanna á síðasta ári talinn um 150 milljónir króna miðað við útsöluverð úr apó- teki, sem er jafn mikið eða meira en allar gerðir geðdeyfðarlyfja kostuðu fyrir tveimur árum. Ólafur Ólafsson landlæknir, segir að aukn- ingin sé 70% á tæpum tveimur áram og að leitað hafi verið skýr- inga hjá heimilislæknum um hveij- ir taki lyfin. Að sögn Eggerts Sigfússonar, deildarstjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, er nú svo komið að notkun lyfjanna hér á landi er orðin talsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndum miðað við nýjustu tölur um notkunina þar. Að sögn Eggerts hefur notkun á 2-3 öðrum lyfjagerðum með svip- aða verkun og flúoxetín einnig ver- ið á hraðri uppleið upp á síðkastið, og notkun annarra geðdeyfðarlyfja hefur ekki minnkað. Samsvarar notkun flúoxetinlyfjanna því að 12 manns af hverjum þúsund noti þau daglega allan ársins hring. „Þetta er svolítið uggvænlegt þar sem þetta eru ekki gömul lyf og reynslan af þeim ekki löng neins staðar,“ sagði Eggert. Áhrif atvinnuleysis Ólafur Ólafsson landlæknir seg- ir að heimilislæknum hafi verið bent á að notkun vægra geðdeyfð- arlyfja hafi aukist um 70% á tæp- um tveimur árum. „Við erum hissa á þessu og reynum að leita orsaka þess,“ sagði hann. „Það er kannski tvennt sem kemur til. Þetta eru talin vera lyf sem hafi minni aukaverkanir en þau sem eru í umferð. Hitt er annað mál sem ekki má gleyma og það er að við höfum búið við verulegt atvinnuleysi og það gæti hugsanlega haft áhrif. Við höfum því leitað til heimilis- lækna um nánari skýringar á hveijir hafa þurft á þessum lyfjum að halda.“ INNLENT Sljórnunar- og eignatengsl Viðskipta- ráðuneyti fjallar um skýrsluna SKÝRSLA Samkeppnisstofn- unar um stjórnunar- og eigna- tengsl í íslensku atvinnulífi hefur verið send Sighvati Björgvinssyni, viðskiptaráð- herra, samkvæmt iögum þar að lútandi og mun væntanlega verða lögð fram á Alþingi þeg- ar það kemur saman að nýju. Þorkell Helgason, ráðuneyt- isstjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblað- ið að skýrslan hefði borist ráðu- neytinu frá Samkeppnisstofnun rétt fyrir áramót og væri þar til skoðunar. Hún yrði væntan- lega lögð fram á þinginu þegar Alþingi kæmi saman á nýjan leik síðar í þessum mánuði og kynnt þar fyrst eins og kveðið væri á um í lögum. Kennitala á greiðslukort- um til öryggis ÞAÐ HEFUR vakið athygli að þegar vörur voru sviknar út úr verslunum var gefíð upp númer greiðslukorts, nafn og kennitala korthafa, sem hvort tveggja er að fínna á afriti af greiðsluseðli sem svikarinn hafði undir höndum. Kennitala kemur fram á Visa-greiðslu- kortum en ekki Eurocard- greiðslukortum. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa íslands, segir það örygg- isatriði að hafa kennitölu á Visa-greiðslukortum. Af- greiðslufólk geti þannig borið saman hvort samræmi er á milli aldurs handhafa kortsins og kennitölunnar á kortinu. Við rafræn greiðslukorta- viðskipti ritast hvorki nafn né kennitala korthafa á kvittun eða afrit. Nú eru um 10% greiðslukortaviðskipta gerð með svonefndum þrykkivélum, sem taka afþrykk af öllum upplýsingum á kortinu. Gjaldþrot Hag- virkis - Kletts hf. Krafa bæjar- sjóðs rúmar 53,4 millj. BÆJARSJÓÐUR Hafnarfjarð- ar hefur lýst rúmlega 53,4 milljóna króna kröfu í þrotabú Hagvirkis - Kletts hf. Krafan er byggð á skulda- bréfi útgefnu 29. desember 1993 að nafnverði 45.219.855 krónur og er Hagvirki - Klett- ur hf. skuldari. Fyrsti gjalddagi var 15. júní sl. en ekkert hefur verið greitt af skuldabréfinu. Með verðbótum, samningsvöxt- um og dráttarvöxtum nemur skuldin 50.269.914 krónum. _ Jafnframt gerir bæjarsjóður rúmlega 3,2 milljóna króna kröfu ásamt dráttarvöxtum og kostnaði vegna álagðra og van- goldinna fasteignagjalda fyrir árið 1991 vegna eignarinnar Vesturgötu 9 til 13 er var þá eign félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.