Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ F FRETTIR Menntamálaráðuneyti telur að fræðslustjóri hafi ekki farið að logum Skólastjórinn í veikindafrí MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ metur sem svo að fræðslustjórinn í Reykjavík hafí ekki farið að lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þegar hann veitti skólastjóra Austurbæjarskóla tímabundið leyfi frá störfum í fyrradag. Meginþorri kennara og starfs- manna skólans óskaði skriflega eft- ir því við fræðslustjóra að skólastjór- inn yrði leystur frá störfum. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri brást við þeirri beiðni með því að veita skólastjóranum tímabundið leyfi. NOKKRAR breytingar verða gerð- ar á utanríkisþjónustunni á næst- unni samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Vegna breyttra forsendna í starfí EFTA verður Kjartan Jó- hannsson áfram framkvæmda- stjóri samtakanna. Hann mun því ekki taka við sendiherrastarfi í London um mitt þetta ár eins og áformað var. Við sendiherrastarfinu þar tekur Benedikt Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu. Jakob Magnússon verður áfram 1. sendiráðsritari í London, menn- ingarfulltrúi og staðgengill sendi- herra. Helgi Ágústsson, núver- andi sendiherra, flytur heim og SKIP, sem eru við loðnu- og síldar- leit norður og austur af landinu, hafa ekki fundið neitt ennþá. Fjög- ur skip eru við loðnuleit og fimm síldarbátar leita að síld. Skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæ- mundsson, komu á loðnumiðin í gær, en auk þeirra eru skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar; Jón Kjart- ansson og Hótmaborgin, á miðun- um. Skipin. byrja leitina í kantinum Hún sagði í samtali við Morgunblað- ið að hún gerði það á grundvelli 44. greinar grunnskólalaga sem heimil- ar fræðslustjóra að grípa til tafar- lausra aðgerða til lausnar málum sem upp koma. Úttekt gerð vegna kvartana Menntamálaráðuneytið fól fræðslustjóranum í Reykjavík 19. desember sl. að gera úttekt á stjórn- sýslu V Austurbæjarskóla vegna kvartana sem borist höfðu frá kenn- urum og foreldrum. tekur við starfi í utanríkisráðu- neytinu. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra í Bonn, verður sendiherra í Peking. Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi stjórnarformaður Heklu hf., verður settur sendiherra í Bonn til fjögurra ára. Benedikt Jónsson, skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu, fær titil sendiherra og verður stað- gengill ráðuneytisstjóra. Pétur G. Thorsteinsson, skrifstofustjóri al- þjóðaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, tekur við starfi lögfræðings ráðuneytisins, sem er nýtt starf. Loks tekur Grétar Már Sigurðsson við starfi skrifstofustjóra varnar- málaskrifstofu. austnorðaustur af Gerpi. Bræla er á miðunum og er spáin ekki góð fyrir næstu daga. Fimm skip hafa leitað að síld í Berufjarðarál og við Hvalbak frá áramótum. Ekkert hefur fundist enn. Þetta hefur komið síldarskip- stjórum nokkuð á óvart, en skipin fengu mjög góðan afla þegar þau hættu veiðum fyrir jól. Skipin hafa verið að færa sig austar í von um að finna síld þar. í fyrradag skilaði fræðslustjóri greinargerð um byijunaraðgerðir í úttekt á stjórnsýslu Austurbæjar- skóla. Jafnframt ákvað fræðslustjóri að leysa skólastjóra frá skólastjóra- störfum meðan mál hans væri í at- hugun í menntamálaráðuneytinu en þangað vísaði fræðslustjóri málinu til ákvörðunar. Ekki farið að Iögum í fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu segir að við þá ákvörðun fræðslustjóra að leysa EFTIR áramótin eru flugelda- spýtur út um allt og hafa strákar gaman af að safna spýtunum. skólastjórann frá störfum um stund- arsakir hafi hann ekki farið að lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954. Menntamála- ráðherra hafi hins vegar að ósk skóiastjórans veitt honum veikinda- leyfi þar sem hann þurfí að fara í aðgerð á sjúkrahúsi. Jafnframt hafí aðstoðarskólastjóra verið falin stjórn skólans í veikindaforföllum skóla- stjóra. Þá segir að þegar lokaskýrsla frá fræðslustjóra um stjórnsýsluút- tekt í Austurbæjarskóla liggi fyrir verði frekari ákvörðun tekin í málinu. Að því er líka hreinsun. Þessir strákar urðu á vegi ljósmyndar- ans við höfnina. ' Upphaf 21. aldar ^ Akvörðun hefur ekki verið tekin \ ÍSLENSK stjórnvöld hafa ekki tekið | ákvörðun um það hvenær miða eigi við að næsta öld hefjist, að sögn Ólafs Davíðssonar ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær telur framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og bresk stjórnvöld að ný- öld hefjist 1. janúar árið 2001. Skiptar skoðanir hafa verið um k það hér á landi sem víðar hvort telja eigi nýtt árþúsund hefjast 1. I janúar árið 2000 eða ári síðar. Hér } á landi var nítjánda öidin hins veg- ar kvödd og þeirri tuttugustu fagn- að með aldamótahátiðum að kvöldi gamlársdags árið 1900 og fram á morgun nýársdags 1. janúar 1901. Ólafur Davíðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að sér væri ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu tekið neina ákvörðun um 1 hvaða viðmiðun ætti að hafa. „Þær hugsanir sem helst hafa P verið uppi vegna ársins 2000 eru } þúsund ára afmæli kristnitökunnar og það er í undirbúningi og nefnd starfandi í því.“ -----» ♦ ♦--- Forseti ASÍ Staða samn- l ingamála \ óbreytt FORMENN landssambanda Al- þýðusambands íslands fóru yfir stöðu samningamála á fupdi í gærmorgun og miðstjórn ASÍ kom einnig saman til reglulegs fundar. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði að stefnan varðandi samn- * ingamálin væri . óbreytt og það } væru Iandssamböndin sem færu } með forræði viðræðna gagnvart vinnuveitendum hvert á sínu sviði. Aðspurður sagðist hann ekki vilja leggja mat á það hvort þessi að- ferð til að standa að samningum væri líkleg til árangurs, en benti á að ef viðræður hæfust af krafti milli forystu landssambandanna og VSÍ hlyti ASÍ og starfsmenn þess } að koma að þeim viðræðum meira og minna. Breytingar innan utanríkisþjónustunnar Ingimundur til Bonn Benedikt til London Morgunblaðið/RAX Safna flugeldaspýtum Fimm skip leita síldar austur af landinu Hissa á að finna ekki síld Skipsljórinn á Sigli viðurkennir að hafa beint ljóskastara að þyrlu norsku strandgæzlunnar Skipstjórar segja algengt að þyrlurnar komi ljóslausar NORSKA strandgæzlan telur áhafnir ís- lenzkra togara í Smugunni hafa stefnt lífi flugmanna þyrlna strandgæzlunnar í hættu með því að reyna að blinda þá með sterkum Ijóskösturum er þeir flugu að skipunum í venjubundnu eftirliti. Norska ríkisútvarpið greindi frá þessu í gærmorgun. Thorstein Myhre, yfirmaður norsku strandgæzlunnar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að tvö atvik af þessu tagi hefðu átt sér stað 23. nóvember síðastliðinn. Flugmenn þyrlna frá varðskipum strandgæzl- unnar hefðu blindazt er skipveijar á íslenzk- um togurum hefðu beint að þeim sterkum ljóskösturum. Þyrlurnar hefðu orðið að snúa frá og hætta eftirlitsferðum sínum. Mannslífum stefnt í hættu Myhre sagði að í öðru tilfellinu hefði verið um Hágang II, togara Úthafs hf. á Vopna- fírði, að ræða. „Skipstjórinn á Snorra Sturlu- syni veit hver hinn togarinn var, en um það vill hann ekki gefa upplýsingar," sagði My- hre í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að strandgæzlan hefði heyrt fjarskipti ís- lenzku togáranna um málið. Hann sagðist búast við að málið yrði tekið upp af norska utanríkisráðuneytinu við það íslenzka. Hins vegar hefði strandgæzlan aldr- ei ætiað með það í fjölmiðla. „Við ræddum í talstöð við skipin á svæðinu um að svona aðgerðir gengju ekki, því að með þeim væri mannslífum stefnt í hættu,“ sagði Myhre og bætti við að skipstjórar íslenzku togaranna hefðu fallizt á að hætta að reyna að hindra þyriuflugmennina við störf. Atvik af þessu tagi hefðu ekki hent síðan í Smugunni. Hann sagði að strandgæzlan hefði auð- kennt þyrlur sínar þannig að ekki færi á milli mála að um strandgæzluþyrlur væri að ræða. Norðmenn sýna mikinn yfirgang Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Hágangi II neitar því að hafa lýst á norska þyrlu. Hann segir að Norðmenn komi fram með miklum yfirgangi í norðurhöfum. Til dæmis nefnir hann að þegar Hágangur II var á heimstími þann 18. desember hafi Norðmenn sent þrjá menn um borð úr þyrlu, án síns samþykkis, og heimtuðu þeir að trollið yrði skorið af lengjunni. Þetta var á Svalbarða- svæðinu, norðan við norsku landhelgina. Engu að síður héldu Norðmennirnir því fram að sömu reglur giltu þar um búnað veiðar- færa og í norsku landhelginni. Eiríkur sagði að þeir á Hágangi II forðist að sigla inn í norska landhélgi á leið sinni í og úr Smug- unni. Komu ljóslausir í myrkrinu Kristinn Gestsson, skipstjóri á Snorra Stur- lusyni, sagðist vita af einu tilviki þegar ljósk- astara var beint að norskri gæzluþyrlu. Hann vildi ekki nefna skipið en staðfesti að um hvorugan Háganganna hafi verið að ræða. Hins vegar sagði Kristinn að þyrlumenn hafi beint kastljósi að togaranum Snorra Sturlusyni. „Þeir komu æðandi yfir okkur í svarta myrkri, ljóslausir, og stoppuðu beint fyrir framan og beindu kastaranum beint inn,“ sagði Kristinn. „Þú getur ímyndað þér hvað það hefur verið notalegt að sitja í mak- indum og svo allt í einu skellt á mann ljósi. Svo flaug hann í burtu. Það var þarna fullt af skipum. Við vorum langt inni í Smug- unni, 20 til 30 mílur frá öllum línum, og áttum ekki von á einum eða neinuin." Ekki ætlunin að valda hættu Blaðið fékk pata af því að skipveijar á togaranum Sigli hafi beint kastljósi að norskri gæzluþyrlu. „Það er ekkprt leyndarmál að við lýstum á þá,“ sagði Ragnar Ólufsson skipstjóri á Sigii. Hann segir að sér þyki leið- inlegt ef hann hefur með þessu valdið hættu og það hafi ekki verið meiningin. „Við sáum á radar hlut koma nálægt okk- ur. Reyndar vorum við búnir að sjá lýst á skip og við vildum sjá hvað þetta var,“ sagði Ragnar. Hann segir norsku gæzluþyrlurnar hafa leikið það trekk í trekk að koma ljós- lausar að skipunum „eins og þjófar á nóttu“. Ragnar telur það ekkert síður lögbrot en ef skip siglir án siglingaljósa. Ragnar segist ekki skilja hvers vegna Norðmenn séu að læðast að skipum utan þeirra tilsjónarsvæðis og lýsa á þau að óþörfu. „Maður á ekki von á því langt inni í Smug- unni að menn komi að okkur óvörum, án þess að gera nokkur boð á undan sér og lýsa upp. Það gera þeir eins þegar þeir koma og demba sér yfir skipin í lágflugi á stórum þotum. Maður nánast dettur niður í brúar- gólfið þegar þeir koma yfir skipin. Þeir þurfa ekkert að vera hissa þótt menn séu argir yfir því,“ sagði Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.