Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR - Davíb Oddsson, forsœtisrábherra oq formabur Siálfstcebisflokksins: Nítján framhaldsskólar taka þátt í Gettu betur Kostnaður fyrir 100 nemendur að norðan sagður 750 þúsund ALLS munu nítján framhaldsskólar taka þátt í spumingakeppni RÚV, Gettu betur, sem hefst með for- keppni í útvarpinu 17. janúar en þeir munu hafa verið 28 í fyrra að sögn Sveinbjöms I. Baldvinssonar dagskrárstjóra innlendrar dag- skrárdeiidar hjá Sjónvarpinu. Tíu framhaldsskólar utan af landi hafa hætt við þátttöku í keppninni vegna kostnaðar. Sveinbjörn segir keppnina verða haldna sem áður og hafí engar sér- stakar breytingar verið gerðar á framkvæmd hennar. Nemendur hafí hins vegar verið beðnir um að auglýsa ekki einstök fyrirtæki á peysum sem þeir klæddust eða með skiltum í sjónvarpssal. Greiða rútu- og ferðakostnað „Við fengum bréf í nóvember með ýmsum athugasemdum en kus- um að fara ekki út í að ræða ein- stök atriði vegna þess að það er ekki á þeirra verksviði að skipu- leggja hvemig eigi að haga keppn- inni,“ segir Sveinbjörn. Skólarnir hafa meðal annars gert athuga- semdir um kostnað vegna keppn- innar og segir Sveinbjörn að þeim sé veittur svokallaður rútustyrkur og einnig sé ferðakostnaður og uppihald kappliðs og fararstjóra greitt. Útlagður kostnaður 3,9 miiy. Samkvæmt upplýsingum frá Sjónvarpinu var útlagður kostnaður vegna keppninnar í fyrra 3,8 milljónir og samkvæmt upplýsing- um frá Útvarpinu kostaði forkeppn- in um 440.000 í fyrra. Heildar- kostnaður Sjónvarps vegna rútu- ferða var 245.000 og 175.000 vegna gistingar og flugferða kepp- enda utan af landi. Greitt er fyrir hverja ferð í sjónvarpssal og fá skólar að norðan, austan og vestan 70.000 krónur og skólar að sunnan 35.000 krónur samkvæmt upplýs- ingum frá Sjónvarpinu. Forsvarsmenn nemenda Verk- menntaskólans og Menntaskólans á Akureyri segja kostnað vegna ferða 100 áhorfenda til Reykjavíkur vera um 750.000 þúsund, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, og lendi lið skólans í úrslitum keppn- innar sé kostnaðurinn rúmar tvær milljónir. „Auðvitað er það kostn- aðarsamt ef hundruð nemenda kjósa að fylgja liði sínu í keppni til Reykjavíkur. En við eigum ekki að greiða þann kostnað frekar en KSÍ sem ekki borgar undir áhorfendur á leiki’í íslandsmóti svo dæmi sé tekið,“ segir Sveinbjörn. Aðspurður hversu miklar aug- lýsingatekjur Sjónvarpið hefði vegna keppninnar sagði hann: „Það er ekki reiknað þannig að tekjur fyrir auglýsingar séu tengd- ar ákveðnum dagskrárliðum. En þær eru ugglaust töluverðar og nýtast í aðra dagskrárgerð. Ég held að um þetta gildi svipað og aðra vinsæla dagskrárliði.“ Útsvar verði 9,2% í Hafnarfirði BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að útsvar verði 9,2% fyrir árið 1995. Fasteignaskattur verði 0,375% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis, 1,25% af atvinnu- húsnæði og öðru húsnæði og fast- eignaskattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði verði 1,25% af fasteignamati. Þá var samþykkt að gjalddagar fasteignagjalda verði sex. Fasteignagjaldið í sex hlutum I samþykkt bæjarráðs um álagningu gjalda í Hafnarfirði kemur fram að álagt vatnsgjald verður 0,2% af heildarfasteigna- mati og að holræsagjöld verða 0,1% af heildarfasteignamati. Lóð- arleiga verður 1% af fasteigma- mati allra lóða í Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR: Reglur um lækkun fasteigna- skatts hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum árið 1995 Tekjur Tekjur gefa einstaklings hjóna lækkunum allt að 742 1.162þús.kr. 100% 886 1.389 70% 1.136 1.574 30% hærri tekjur gefa engan afslátt Hjón séu bæði lífeyrisþegar. Tekjuviðmiðun eru árstekjur 1994 skv. skattframtali 1995. Gjalddagar fasteignagjalda verða sex. Þann 15. janúar,*15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí og 15. júní og greiðist sjötti hluti gjaldsins hverju sinni. Ein- dagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Þá var samþykkt að leggja á sérstakt sorpeyðingargjald á hveija íbúð í Hafnarfirði árið 1995. Gjaldið skal vera 3 þúsund krónur á hvetja íbúð. Er það í samræmi við sérstaka gjaldskrá, sem um- hverfismálaráðuneytið staðfestir. Innheimta skal gjaldið með fast- eignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu. Þjónustugjald á hesthús Loks var samþykkt að leggja á sérstakt þjónustugjald á hesthús í Hlíðarþúfum sem nemur 5 þús- und krónum fyrir fjögurra hesta hús og 7.500 krónum fyrir sex hesta hús. Gjaldið skal innheimta með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu. Nýskipaður ríkissáttasemjari Mestu skiptir að aðilar sjái sam- eiginlega hagsmuni Þórir Einarsson ÓRIR Einarsson tók síðastliðinn þriðjudag við störfum ríkissáttasemj- ara af Guðlaugi Þor- valdssyni. Þórir hefur verið prófessor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Islands frá ár- inu 1974 í greinum sem varða stjómun og þar á meðal samningatækni og starfsmannamálum og hefur auk þess verið umsjónarniaður á stjóm- unarsviði innan Háskól- ans. „Starfsmannamál og samningar eru mér ekki ókunnugt fyrirbæri," segir Þórir. „Ég hef einn- ig fengist við sáttastörf í afmörkuðum deilum á vinnumarkaðinum," segir hann en Þórir var sérstakur sáttasemj- ari í kjaradeilu bankamanna á árinu 1992 og var formaður tveggja nefnda sem störfuðu á ámnum 1992 og 1993 til að kanna kjarabreytingar hjá toll- vörðum og lögreglumönnum. - Nú tekur þú við störfum rík- issáttasemjara um áramót á sama tíma og kjarasamningar lang- flestra stéttarfélaga landsins eru lausir og flestir gera ráð fyrir að erfið samningalota sé framundan. Hvernig leggst í þig að taka við undir þessum kringumstæðum? „Það leggst í sjálfu sér vel í mig og ég er bjartsýnn maður að eðlisfari. Staðan er kannski flóknari nú en oft áður. Það er nokkur geijun í þjóðfélaginu og margt sem fer saman. Menn sjá uppsveiflu í efnahagslífínu, flestir samningar eru lausir og það má draga þá samlíkingu að kjósendur séu líka að endumýja sína samn- inga við stjórnmálamennina í kosningunum í vor. Mestu máli skiptir þó að allir aðilar sjái að hagsmunir þeirra fari saman. Það er forsendan fyr- ir farsælli lausn sem ég er bjart- sýnn á að fínnist," segir Þórir. - Er líklegt að sáttasemjari þurfi fljótlega að koma að kjara- viðræðunum? „Ég held að kröfugerðir fari að koma inn til sátta- semjara í þessum mánuði. Aðilar munu byija á að ræða saman en svo er það háð aðil- um sjálfum hve fljótt þeir vísa deilunni til ríkissátta- semjara." - Hvert er meginhlutverk rík- issáttasemjara? „Hlutverk hans er að vera verkstjóri í samningaviðræðum og vera með sáttaviðleitni gagn- vart aðilum. Það er þekkt stað- reynd, að eftir því sem nær dreg- ur á milli samningsaðila þeim mun erfíðari verða samningamir sjálfir. Það er viss mótsögn sem felst í því, að þegar menn eru mjög langt hvorir frá öðmm, er mjög auðvelt að hreyfa sig' eitt- hvað en eftir því sem nær dregur í samningum fer hver hreyfíng að skipta miklu máli. Þá getur sáttasemjari liðkað til og beðið menn að líta betur á ákveðin at- riði og reynt að þreifa á deiluaðil- um um allsheijar samkomulags- flöt. Mestu skiptir að aðilar sjái og viðurkenni sameiginlega hags- muni. Ríkissáttasemjari hefur lít- ið formlegt vald en getur haft talsverð óbein áhrif. Þessi sátta- störf eru meira unnin baksviðs. ►Þórir Einarsson er fæddur 2. október 1933, sonur hjón- anna Laufeyjar Guðmunds- dóttur og Einars Óskars Þórð- arsonar. Þórir lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953, Cand.oecon frá Háskóla íslands 1957 og hann stundaði síðan fram- haldsnám og rannsóknir í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann hefur verið prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ frá 1974. Þórir hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan Háskólans sem utan. Eiginkona hans er Renate Scholz Einarsson og eiga þau tvo syni, Martein og Einar Gunnar. Ríkissáttasemjari er ekki í fjöl- miðlum að flíka sínum skoðunum um framgang vinnudeilna. Þegar vinnudeila er komin til hans getur hann sem verkstjóri samninga- viðræðnanna haft áhrif á gang þeirra, þó gerir hann það meira eða minna leyti í samráði við aðila. Það hefur reynst farsæl- ast,“ segir hann. Aðspurður segir Þórir að í störf- um sáttasemjara fari að nokkru saman fagleg þekking, skapgerð og aðrir persónulegir eiginleikar til að miðla málum og halda trausti beggja deiluað- ila, sem hann segir að sé mjög mikilvægt. Skv. lögum um sátta- störf í vinnudeilum skal ríkissáttasemjari einn- ig fylgjast með ástandi og horfum í atvinnulífi og á vinnumarkaði um allt land og honum er ávallt heimilt að taka í sínar hendur stjórn samningaviðræðna, ef hann telur það heppilegt. „Þetta er vandasamt verk að því leyti til að það verður að leikast af fíngr- um fram,“ segir Þórir. Sáttasemjarar hafa oft haft úrslitaáhrif á lausn kjaradeilna og er m.a. heimilt að leggja fram miðlunartillögu til lausnar. Oft eru fremur lagðar fram óformleg- ar en formlegar miðlunartillögur og segir Þórir að Guðlaugur Þor- valdsson hafi oftar haft þann háttinn á og kveðst hann telja að Guðlaugur hafí verið sérstak- lega farsæll í sínu starfi. Ríkissáttasemjari hefur sér til aðstoðar vararíkissáttasemjara. En því starfi gegnir Geir Gunn- arsson. Þá er ríkissáttasemjara heimilt að skipa aðstoðarsátta- semjara við lausn einstakra vinnudeilna og hefur það einstaka sinnum verið gert. Verðurað leikast af fingrum fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.