Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Vinsæl dægradvöl Komdu og láttu sjá þ>ig í einum fullkomnasta tækjasal landsins Ný hlaupabraut ► Ný bakvél Ný handlóð ► Nýjar lóðaplötur TJÖRNIN í miðbæ Reykjavíkur hefur löngum dregið að sér íbúa borgarinnar og nágrannabyggð- arlaga. Tjörnin er ómissandi við- komustaður ferðamanna til borg- arinnar, jafnt innlendra sem er- lendra. Þá er hún bústaður fjölda fugla, jafnt sumar sem vetur, sem lifir þar góðu lífi, enda veit yngsta kynslóðin fátt skemmti- legra en fylgjast með öndunum og svönunum bítast um brauðið. TÆKJASALUR- POLFIMI -LJÓSABEKKIR Frostaskjóli 6 • Sími: 551 2815 og 551 2355 Ólafur Árni Ólafur Vignir Bjarnason Albcrtsson Islensk sönglög í Lincoln Center ÓLAFUR Árni Bjarnason tenór- söngvari og Ólafur Vignir Alberts- son píanóleikari flytja íslensk og norræn sönglög í boði Marily Horne Foundation í Alice Tully Hall í Lin- coln Center í New York 16. janúar nk. Þetta er að öllum líkindum í fyrsta sinn sem íslensk sönglög heyrast í Lincoln Center. Auk Ólafs Árna og Ólafs Vignis koma fram margir heimsþekktir tónlistarmenn á tónleikunum. Má þar t.d. nefna sænska baritónsöngv- arann Hákon Hagegárd og ísra- elska fiðluleikarann Pinchas Zuck- erman ásamt Marilyn Horne sjálfri. íslensku sönglögin sem flutt verða eru Heimir og Leitin eftir Sigvalda Kaldalóns, Lindin og Bik- arinn eftir Eyþór Stefánsson og Vor eftir Pétur Sigurðsson. íslenskur texti og þýðingar á ensku verða í söngskránni. F&A mun hætta smásölu eftir helgina. F&A hefur fengið nýtt verkefni sem felst í því að styðja við kaupmanninn á horninu, þannig að hann verði ekki undir i samkeppninni við stórmarkaðina. Næstu þrjá daga mun F&A bjóða viðskiptavinum sínum þær vörur sem eftir eru í versluninni á vildarkjörum. Allt á að seljast! Verð á okkar vörum voru þau jafnlægstu á landinu en nú gerum við enn betur og veitum 30% aukaafslátt af fatnaði og búsáhöldum og 20% afslátt af öllu öðru. Þessi lokasala stendur aðeins yfir í þrjá daga þ.e. föstudag frá kl. 12-19 i laugardag frá kl. 12-19 I sunnudag frá kl. 13-18 1 Við viljum nota tækifærið og óska viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og vonum að þeir hafi skilning á breyttu hlutverki okkar og að þeir sjái hag sinn í því að versla við kaupmanninn á horninu í framtíðinni. F&A birgöaverslun F&A Fosshálsi 27,110 Reykjavík sími 873211, fax 873501. Við erum sunnan við Ölgerðarhús Egils og norðan við Osta- og smjörsöluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.