Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 13 AKUREYRI Útköll hjá slökkvi- liði 73 á liðnu ári SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kall- að út 73 sinnum á nýliðnu ári, þar af 11 sinnum utanbæjar, en útköll- in voru 67 árið 1993 og voru 5 utanbæjar. Þetta kemur fram í árskýrslu um útköll og eldsvoða 1994 á Akureyri og nágrenni. Stærstu brunatjónin á árinu urðu þegar íbúð í Brekkugötu 7 skemmdist í eldi í lok september og þegar eldur varð laus í íbúðar- húsinu Hraunhdti 6 fyrir áramót, 29. desember. Á svæði Slökkviliðs Akureyrar og nágrennis varð ekk- ert manntjón í bruna á árinu. Af útköllunum 73 voru 27 án elds, en þar er m.a. um að ræða björgun úr bílflökum, hreinsun hættulegra efna, vatnsdælingu, grun um eld eða gabb. í þeim 46 útköllum sem urðu vegna elds voru flest í íbúðarhús eða 16 tals- ins og 12 vegna elds í rusli, mosa eða sinu. Flest útköllin voru í maí og september. Upptök elds voru í flestum tilvikum þau að óvarlega var farið með eld eða kviknaði í í kjölfar notkunar t.d. tækja. í 8 skipti var um íkveikju að ræða. Ekkert eða nánast ekkert tjón var í flestum tilfellum eða 29 sinnum. Aðeins var um mikið tjón að ræða í 2 eldsvoðum. • Fleiri sjúkraflutningar Sjúkraútköll voru 1.135 á árinu 1994, þar af 203 utanbæjar, en voru 1.086 árið áður og 196 utan- bæjar. Af þessum 1.135 sjúkraút- köllum voru 225 bráðatilfelli og í 36 skipti voru ferðirnar lengri en 50 kílómetrar, þar af 18 lengri en 100 kílómetrar. Varabíll var notaður í 60 sjúkra- flutninga þar sem sjúkrabíll reynd- ist upptekinn í öðrum sjúkraflutn- ingi. Morgunblaðið/Rúnar Þór HARÐUR árekstur varð á Þingvallastræti síðdegis í gær. • • Okumaður fiuttur á slysadeild ÞRÍR árekstrar urðu í umferðinni á Akureyri í gær, tveir minnihátt- ar en einn þeirra nokkuð harður. Sá varð um kl. 16.30 þegar bíl var beygt af Þingvallastræti inn á innkeyrslu við Hrísalund í veg fýr- ir bifreið sem ekið var niður Þing- vallastræti. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri en meiðsl voru ekki talin alvarleg að sögn varðstjóra lögreglunnar. Báðir bílarnir skemmdust töluvert mikið og þurfti að fjarlægja annan af slysstað með kranabíl. Þá rákust tveir bílar saman við Fjórðungssjúkrahúsið í gærmorg- un og skömmu eftir hádegi skullu tveir bílar saman við gatnamót Hlíðarbrautar og Merkigils. PRISCILLA: TILNEFND TIL G0LDEN GL0BE VERÐLAUNA SEM BESTA MYNDIN 0G TERENCE STAMP SEM BESTI AÐALLEIKARINN. HÁSKÚLABÍÓ LANDIÐ Veður- athugun í 55 ár Húsavík - Friðjón Guðmunds- son, bóndi á Sandi í Aðaldal, hefur um þessi áramót gert veð- urathuganir þrisvar á dag í 55 ár fyrir Veðurstofuna og munir fáir eða enginn hafa gert það svo lengi. Friðjón er athugull og eftir- tektarsamur maður og fyrir Landsmót UMFI, sem haldið var á Húsavík 1987, spáði hann fyr- ir veðri dagana 10.-12. júlí það ár og var spá hans byggð á veð- urathugunum. Hann spáði hag- stæðu veðri og það rættist því þá daga var sú veðurblíða sem ekki hafði komið um árabil. Sandur er ekki við þjóðbraut en þekktastur af skáldinu Guð- mundi Friðjónssyni sem þar bjó og var alltaf kenndur við Sand, sem er fyrir botni Skjálfanda. Morgunblaðið/Silli Þúsundir tómatplantna farnar að teygja úr sér í fræbökkum Laxamýri - Tómatplönt- urnar eru farnar að koma upp hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga, en fræinu var sáð í bakka viku fyrir jól. Smáplönturnar eru síð- an settar í potta og eru ræktaðar við rafljós fram í byijun febrúar þar til útp- löntun í húsin hefst. Þá byijar vertíðin og fjölga þarf starfsfólkinu. Tómatar eru 80% af heildarframleiðslu fyrir- tækisins og ræktaðir á 4.300 fm. Alls verður plantað um 12.000 plönt- um. Yfir sumarið skapast allt að 15 heil störf hjá Garðræktarfélaginu og hefur bændafólk og sumar- unglingar í nágrenninu jafnan haft næga vinnu við garðyrkjuna. Morgunblaðið/Atli Vigfússon ÓLAFUR Atlason, framkvæmdasljóri Garðræktarfélags Reykhverfinga, byrjar nýja árið með því að setja þúsundir tómat- plantna í potta. Ólafur Atlason, fram- kvæmdastjóri, segir að grænmeti sé Sú matvara sem hefur lækkað hvað mest í verði en eins og kunnugt er nýtur atvinnu- greinin engra styrkja frá ríki ólíkt því sem gerist í Evrópu þar sem styrkir nema 20-30% af fram- leiðsluverði. Ólafur segir öruggt að nágrannaþjóðirnar muni veija garðræktina falli í löndum sínum en hér hafi atvinnugreininni þegar ver- ið fórnað að hluta fyrir aðra hagsmuni. Þá liggur ekki fyrir hvað muni gerast þegar tollvernd fellur en líklegt er að tollfijáls inn- flutningur muni hafa ófyr- irséðar afleiðingar. afsláttur HHEYSTi SKEIFUNNI 19 - S: 68 17 17 - FAX: 81 30 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.