Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR * Fyrirtækið Islenskt-franskt hf. seldi fyrir 50 milljónir árið 1994 Islenskur matur um borð hjá KLM og British Airways Útflutningur á matvör- um frá fyrirtækinu ís- lensku-frönsku hf, nam 8 milljónum árið 1993, en í fyrra, árið 1994, seldi fyrirtækið matvör- ur til útlanda fyrir um 50 milljónir. SÖLUAUKNINGIN neinur mörg hundruð prósentum og starfsmenn fyrirtækis- ins hafa haft í nógu að snúast á þessu ári við að anna aukinni eftirspurn. Þegar fyrirtækið var heimsótt fyrir skömmu var lagerinn fátæk- legur, allt hafði klárast fyrir jólin. Fyrir jól og áramót fóru 1,2 tonn af fiskipaté á hollensk veitingahús. Þar seldust allar birgðir upp á tveimur dögum. Á síðasta ári varð _________ einnig mikil söluaukning til ýmissa flugfélaga og hafa margir farþegar með KLM og British Airways snætt íslenska _ fiskrétti í háloftunum frá íslensku- frönsku hf. íslendingar aldrei borðað eins mikið af patéum Auk þess sem útlendingar hafa sóst eftir matvörum frá fyrirtæk- inu hefur landinn líka tekið við sér og aldrei segjast forsvarsmenn fyr- irtækisins hafa selt íslendingum jafn mikið af paté og fyrir síðustu jól. Fyrir ellefu árum ákváðu þeir Erik Calmon og Gunnlaugur Guð- mundsson matreiðslumeistarar að stofna fyrirtækið Íslenskt-franskt eldhús og framleiða paté. Þeir höfðu unnið saman á veitinga- staðnum Ráninni og verið af og til að kynna þessa frönsku matar- hefð þar. Til að byija með buðu þeir viðskiptavinum upp á fjórar patétegundir og ári síðar fóru þeir að framleiða innbökuð sælkera- paté. Fyrst var framleiðslan hugs- uð fyrir veitingahús en fyrir jólin 1984 buðu þeir nokkur paté til sölu í verslunum. Kaupmenn voru vantrúaðir á að hægt væri að selja þessa vöru í búðum sínum og það var fyrst í sælkeraborði Vörumark- aðarins á Seltjamarnesi sem varan fór að seljast eitthvað að ráði. Afrakstur kynningarátaks Þráinn Þorvaldsson er einn eig- enda fyrirtækisins og fram- kvæmdastjóri þess. Hann segir að ástæðurnar fyrir söluaukningunni síðastliðið ár séu margar en ekki síst afrakstur kynningarátaks sem fyrirtækið hefur verið með erlend- is. Núna er framleiðsla fyrir mark- að erlendis orðin fyrirferðarmeiri en framleiðsla fyrir innlendan markað og búist er við að á þessu ári geti salan erlendis aukist til muna. íslenskt-franskt hf. flytur aðallega út unnar matvörur til Bretlands, Belgíu og Hollands, en Lúxemborg er að bætast í hópinn og eflaust fleiri lönd í kjölfarið. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru með ýmsar hugmyndir að nýjung- um og bíða spenntir eftir því að sjá hvað GATT-samkomulagið hef- Morgunblaðið/Þorkell ERIK Calmon og Gunnlaugur Guðmundsson. Erik er með sýnis- horn af hráskinku sem þeir eru að þróa um þessar mundir. Fiskréttir á innlendan markað. ur í för með sér. „Þar kunna að vera að opnast miklir möguleikar og við erum með ýmislegt í huga og erum áhuga- samir að hrinda ótal hug- myndum í framkvæmd, geri samkomulagið okk- ur það kleift. Fram til þessa höfum við ekki fengið leyfi fyrir inn- flutningi á landbúnaðarvörum til EB-landa. Þetta kann að vera að breytast," segir Gunnlaugur. Nýjungar á markað hérlendis Forsvarsmenn fyrirtækisins tala um að ýmissa nýjunga sé að vænta frá fyrirtækinu á innanlandsmark- að á nýju ári. „Vegna þessarar miklu söluaukningar erlendis höf- um við ekki komist í að sinna öllu því sem við hefðum viljað gera hér heima. En með hækkandi sól er að bjóða í neytendapakkningum heitreyktan og gufusoðinn lax og eflaust fleiri rétti,“ segir Erik. Þeir segjast þegar vera komnir með reynslu af þessum réttum, sem hafa verið seldir erlendis. Fram til þessa hefur fyrirtækið eingöngu selt fískrétti til útlanda, fylltar sandkolarúllur með spínat- fyllingu, laxafyllingu, dilli og svo- framvegis, gufusoðinn lax og aðra tilbúna rétti, unna úr fiski. Tilbúinn matur í réttum skömmtum Þráinn segir að í samdrætti und- anfarinna ára hafi verið að reynt að hagræða í veitingahúsarekstri og hjá flugeldhúsum. Flugfélög t.d. kaupa þessvegna í auknum mæli tilbúinn mat í réttum skömmtum í vélar sínar og fyrirtækið íslenskt franskt hf. hefur selt mikið til flug- félaga á síðastliðnu ári. „Við skil- um vörunni frá okkur fullunninni í réttum skömmtum og þannig fer hún beint á bakka flugfélaganna. Réttirnir fram til þessa hafa ein- göngu verið unnir úr sjávarafurðum, en meiningin er að prófa að fíkra sig áfram með kjöt- meti á nýju ári.“ „Við erum með afbui'ðagott villt hráefni, hreindýr, villigæsir, endur og svo framvegis og þetta villta bragð fæst hvergi annars staðar í heiminum,“ segir meiningin að bjóða neytendum Erik. „Það ættu því allir vegir að fylltar fiskrúllur, a.m.k. sex teg- vera færir þegar á annað borð er undir. Réttirnir eru þá tilbúnir í búið að koma útlendingum upp á ofninn með sósu. Síðan ætlum við bragðið.“ í UPPHAFI framleiddi fyrirtækið 4 patéteg- undir. Nú skipta tegundirnar tugum og til að mynda er von á nýjungum í viðbót á þessu ári. Humall fiskborgarar 4 stk. eða Humall fiskbollur 390 g. Tilboðsverð: 119 kr. pakkinn. Tómatar Tilboðsverð: 129 kr. kílóið. AB mjólk 1 Itr. og 1/2 Itr. Tilboðsverð: 96 kr. lítrinn og kr. hálfur lítri. Axamúsli 4 teg. Tilboðsverð: 149 Mylluheilhveiti Grönbrauð Tilboðsverð: 99 kr. brauðið. HK-safi 6 x 250 ml. Tilboðsverð: 169 kr. pakkinn. FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.