Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ _____________UR VERIIMU__________ Nord Morue kaupir flokkara frá Marel hf. Kaupverðið er um 34 milijónir íslenzkra króna MAREL hf. og Nord Morue í Frakk- landi hafa gert með sér samning um afhendingu á fjórum flokkara- kerfum í verksmiðju Nord Morue í Jonzac í Frakklandi. Heildarupp- hæð samningsins er um 34 milljón- ir króna. Nord Morue er dótturfyrir- tæki Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda og framleiddi um 9.000 tonn af ýmsum afurðum að söluverðmæti um 3 milljarðar króna á síðasta ári. Flokkunarkerfin fjögur byggjast öll á innmötunarbúnaði, vigtarein- ingu, útkastseiningu og frátöku- búnaði á flokkuðum afurðum. Einn flokkari er fyrir reykt síldarflök. Með honum fylgir hugbúnaður til að lágmarka yfirvigt. Afköst eru um 150 flök á mínútu með ná- kvæmni upp á eitt gram til eða frá. Annar flokkari er fyrir saltflök. Honum fylgir einnig hugbúnaður til að lágmarka yfírvigt, en afköst hans eru um 100 flök á mínútu með eins gramms nákvæmni. Þá er flokkari fyrir saltaða flakahluta. Afköst hans eru 120 stykki á mín- útu og nákvæmni sú sama og hinna. Tveir gæðaflokkar í einu Loks er flokkari fyrir þurrkaðan Saltfisk með innmötunarbandi ásamt pökkunar- og stýrikerfi fyrir saltfískpakka. Hægt er að flokka tvo gæðaflokka í einu og velja sam- an saltfisk til þess að lágmarka yfirvigt. Með þessum flokkara verða tvær Marel M2000 vogir og límmiðaprentarar. Allir flokkararn- ir verða afhentir með hugbúnaði sem tengist tölvu til að fylgjast með afköstum og vinnslu flokkaranna. Kaupin hluti endurskipulagningar Birgir Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Nord Morue, segir að kaupin á flokkurunum séu hluti endurskipulagningar, sem nú fer fram í verksmiðju fyrirtækisins, bæði á húsakosti og tækjum. Gert er ráð fyrir afhendingu tveggja flokkara í febrúar og tveggja í marz á þessu ári. Nord Morue valdi flokkunarbúað- inn frá Marel eftir að hafa kannað vandlega flokkunarbúnað frá öðr- um framleiðendum. Var það mat fyrirtækisins að Marelbúnaðurinn mætti tæknilegum og vinnslulegum þörfum þess á hagstæðasta verðinu. Við val á búnaði var, meðal ann- ars, tekið mið af hugbún'aði til að lágmarka yfirvigt í pakkningum, hraða, nákvæmni og rekstrarör- yggi- Birgir Jóhannsson segir, að nýju flokkararnir muni auka hagræð- ingu, spara vinnu og draga úr yfir- vigt, en hvert 1% í yfirvigt sé mik- ils virði, einkum þegar verið sé að tala um 9.000 tonna framleiðslu. Morgunblaðið/Þorkell LÁRIJS Ásgeirsson, markaðsstjóri Marel, og Birgir Jóhannsson, framkvæmdasljóri Nord Morue, undirrita samninginn. Fékk 205 krónur fyrir karfakílóið í Þýzkalandi Góð sala í síðasta túr Engeyjar til Þýzkalands ENGEY RE fékk 205 krónur fyrir kíló af karfa að meðaltali er skipið seldi afla sinn í Þýzkalandi í vik- unni. Alls seldi Engey 144,6 tonn fyrir 674.000 mörk eða 29.6 millj- ónir króna. Þetta er eitthvert hæsta meðalverð í krónum talið, sem feng- izt hefur á þessum markaði, sn nokkur dæmi eru um hærri heildar- sölu og verðmæti í mörkum, enda seldi Engey aðeins 144,6 tonn. Arinbjörn Sigurðsson er skip- stjóri á Engey og hefur hann verið með hana í nokkur ár. Þetta var þó væntanlega síðasti siglingatúr- inn hans, því hann er nú að láta af störfum hjá Granda hf., sem gerir Engey út, og verður skipinu lagt við heimkomuna. Sigurbjörn Svavarsson, útgerð- arstjóri Granda, segir að þessi glæsilega sala breyti engu um þá ákvörðun fyrirtækisins að leggja Engey. Venjulega borgar sig ekki að sigla „Sala af þessu tagi er algjör undantekning og auðvitað mjög ánægjuleg. Staðreyndin er hins vegar sú, að afli siglingaskipanna hjá okkur dróst mikið saman á síð- asta ári og verð á markaðnum í Bremerhaven var aðeins það sama og í hitteðfyrra að meðaltali, þrátt fyrir mikinn samdrátt í sölu karfa á árinu. Venjulega borga svona 150 tonna túrar sig ekki. Það fer 21 dagur að öllu jöfnu í „siglingar- hringinn" og til að standa undir kostnaði þarf aflaverðmæti að vera um milljón á dag. Þeir hafa verið afar fáir 150 tonna túrarnir á síð- asta ári, sem skiluðu meiri en 21 milljón í aflaverðmæti," segir Sigur- björn Svavarsson. Mikið af ufsa hjá Sveini Jónssyni Sveinn Jónsson KE seldi 125 tonn í bremerhaven í gær, en fékk mun lægra verð en Engey. Skýr- ingin á því er meðal annars hátt hlutfall ufsa í afla hans, en verð á ufsa er að öllu jöfnu mun lægra en verð á karfa. Heildarverð var 18,2 milljónir og meðalverð 145,71 króna. Þá seldi Skapti SK hluta afla síns í Hull í gær og var meðal- verð allt að 200 krónur. Mikið af grálúðu var í afla Skafta og er mjög hátt verð á henni um þessar mundir. ruuarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfiröi • Sími 651147 Útsalan er hafin Mikill afsláttur Opib á laugardögum frá kl. 10-14. FRÉTTIR: EVRÓPA NOKKRIR norrænir smákaupmenn tóku upp á því um áramótin fyrir ári, er EES-samningurinn tók gildi, að hefja sölu á áfengi í verslunum sínum. Þeir voru snarlega stöðvaðir enda ná ákvæði EES einungis til lieildsölu og dreifingu á áfengi, líkt og ESA hefur nú kveðið upp úrskurð um. Eftirlitsstofnun EFTA Norska áfengiseinka- salan ólögleg NÚVERÁNDI fyrirkomulag norsku áfengiseinkasölunnar stenst ekki ákvæði EES-samnings- ins, samkvæmt úrskurði Eftirlits- stofnunar EFTA. Telur ESA að einokun á innflutningi, heildsölu og útflutningi áfengis í Noregi stangist á við fjölmargar greinar samningsins. Norska ríkisstjórnin er ávítt fyr- ir að hafa ekki gert nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi áfengis- sölumála fyrir gildistöku EES- samningsins, þann 1. janúar 1994. Er norskum stjórnvöldum veittur sex vikna frestur til að uppfylla kröfur ESA ella verður málinu vís- að til EFTA-dómstólsins. „Við verðum að meta þetta,“ segir Hill-Marta Solberg, félags- málaráðherra Noregs í samtali við Aftenposten. Hún vildi ekki tjá sig um það hvort að ríkisstjórnin myndi láta reyna á málið fyrir dómstóln- um, en hann hefur þegar úrskurðað Finnum í óhag í svipuðu máli. Er talið næsta víst að norska stjórnin muni gefa sig og breyta reglunum. ESA sendi íslensku stjórninni áminningarbréf á síðasta ári um að stofnunin teldi íslensku einkasöl- una ekki standast ákvæði EES. Hún hefur hins vegar ekki fellt formlegan úrskurð í málinu ennþá og fyrir Alþingi liggur frumvarp, sem gerir ráð fyrir breytingum, sem uppfylla eiga skilyrði EES. Greint frá tollalækkunum • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur greint frá efnisatriðum sam- komulags við Bandaríkin um innflutningskvóta á lægri toll- um fyrir ýmsa vöruflokka til að bæta fyrir tollahækkanir á sænskum, finnskum og austur- rískum mörkuðum um áramót- in. Alls eru þessar tollalækkan- ir taldar nema nærri fimmtán milljörðum íslenzkra króna. Nokkur fleiri lönd en Bandarík- in munu njóta góðs af innflutn- ingskvóta með 0 - 3,6% tolli á t.d. tölvuvörum, plasti, áburði og Ijósmyndavörum. Tollar hafa hins vegar ekki verið lækkaðir á öðrum sjávarafurð- um en kröbbum, sem Bandarík- in flytja út í miklu magni. Enn er ósamið við íslendinga og Norðmenn á lækkun tolla á síld, sem flutt er út á Finnlands- og Svíþjóðarmarkað. • STJÓRNVÖLD í Slóvakíu hyggjast Ijúka undirbúningi fyrir umsókn um aðild að Evr- ópusambandinu fyrir júlílok á þessu ári. Ekki liggur hins veg- ar fyrir hvenær sótt verður um. Augustin Huska, varaformaður stjórnarflokksins Lýðræðis- hreyfingar Slóvakíu, sagði að eins og nágrannaríkin vonaðist Slóvakía til að geta fengið inn- göngu í ESB í kringum alda- mótin. Tékkar ætla að sækja um aðild á næsta ári og Pólland og Ungverjaland hafa þegar skilað inn umsóknum. • FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB hefur samþykkt sam- starfsverkefni franska símafyr* irtækisins France Telecom og þess þýzka, Deutsche Bundes- post Telecom. Framkvæmda- stjórnin telur samstarf fyrir- tækjanna ekki bijóta í bága við ákvæði evrópsks samkeppnis- réttar um markaðsráðandi að- stöðu. • NORSKI Seðlabankinn hef- ur tilkynnt að hann muni halda áfram vaxtaskiptum við seðla- banka í ESB-ríkjunum, þrátt fyrir að Norðmennhafi hafnað aðild að ESB. Vaxtaskipta- samningarnir gefa Norðmönn- um möguleika til að halda gengi krónunnar stöðugu ef þrýsting- ur á það eykst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.