Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 19
Verzlunarskóli íslands Öldungadeild Innrítað verður í öldungadeild Verzlunarskóla íslands 5.-11. ja Öldungadeildin gefur einingar sem um sem jafnframt gefa irtalin prófstig: lingar) Ekki er nauðsynlegt að miða að ákveðnu prófi og algengt er að fólk ieggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnumöguleika sína eða sér til ánægju. Við ■ 96 í'1??? tölvunámskeið og 1—wc — ■ — ,a: 104 tíma bókfærslu- og tölvunámskeið Eftirtaldar námsi M V ' / boði á vorönn: Bókfærsla Enska íslenska Líffræði Milliríkjaviðskipti Ritvinnsla (Word for Win Saga Sálarfræði Skapandi ritun Skattabókhald Stærðfræði Tölvubókhald I \l Tölvunotkun Verslunarréttur I Vélritun (á tölvur) Þjóðhagfræði Þýska Kennsla í öldungadeild fer fram kl. 17.30-22.00 mánudaga-fimmtudaga MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 19 Átökin ekki til Frakklands Beirút. Reuter. ALSÍRSKIR, múslimskir bókstafs- trúarmenn sögðu í yfirlýsingu á þriðjudag að það væri lögmætt að hvetja til stríðs við Frakka en neit- uðu að þeir hefðu sagst myndu færa átökin til Frakklands. Yfirlýs- ingin var birt í al-Hayat arabísku dagblaði, sem gefið er út í London. I dagblaðinu segir að yfirlýsingin sé stefnubreyting Islömsku frelsis- fylkingarinnar gagnvart þætti Frakka í átökunum í Alsír. Þá seg- ir að fýrri yfirlýsingar fylkingarinn- ar hafi verið mistúlkaðar, hún hafi aldrei hvatt til að færa átökin til Frakklands. Hins vegar sé fyllilega réttlætanlegt að hvetja til stríðs við Frakka vegna hernaðarlegs- og fjárhagslegs stuðnings þeirra við stjórn landsins, sem bókstafstrúar- menn berjast gegn. Framtíð Kim Jong-ils Búistvið biðstöðu fram í apríl Seoul. Reuter. SVO getur farið að Kim Jong-il taki formlega við leiðtogaembætti í kommúnistaflokki Norður-Kóreu á árinu en láti hjá líða að ná undir sig forsetaemb- ættinu sem faðir hans gegndi einnig. Suður- kóreskir heimildarmenn álíta að Kim sé talinn of heilsuveill og ófram- færinn til að gegna for- setaskyldunum en hann muni þó geta ráðið mestu bak við tjöldin. Kim eldri, sem lést í júlí sl., var alger einvald- ur í landi sínu í 46 ár og gegndi báðum fyrrnefndum embættum. Að sögn heimildarmannanna er búist við því að ráðandi öfl í landinu geri upp hug sinn varðandi forseta- embættið á fundi miðstjórnar flokksins í apríl er fimm ára kjör- tímabili forseta lýkur. „Fullorðinn stjórnmálamaður gæti hlotið emb- ættið, maður sem getur sinnt hefð- bundnum skyldum eins og því að flytja ávörp á opinberum vettvangi og hitta erlenda sendimenn", sagði Koh Tae-woo, er starfar hjá N-Kóreustofnuninni í Suður-Kóreu. Lengsta ræða sem Kim yngri hefur flutt opinberlega eftir lát föðurins er ein setning og hann var afar þreytulegur við útförina í fyrra. Sjónvarp lands- ins sendi frá sér frétta- mynd þar sem sýnt var frá heimsókn Kims til hersveitar í grennd við höfuðborgina Pyongy- ang á nýársdag. Virtist arftakinn vera fölur en samt betur á sig kom- inn en í sumar. Falsanir? Stjórnandi N-Kóreustofnunar- innar, Kim Chang-soon, taldi koma til greina að fölsunum hefði verið beitt. „Það er fáránlegt að sýna myndir þar sem hann segir ekkert þegar hvarvetna eru miklar vanga- veltur um heilsufar hans og þetta eykur enn grunsemdir mínar um að hann eigi við mikinn vanda að stríða". FANGAR í Everthorpe-fangelsinu í Norður- Englandi gerðu uppreisn aðra nóttina í röð í fyrrinótt. Fangaverðir urðu að grípa til sér- staks búnaðar til að bæla niður óeirðir af þessu tagi. Slösuðust fangi og fangavörður áður en yfir lauk í gær. Þá sluppu þrír hættulegir fang- ar úr rammgerðu fangelsi á eynni Wight í fyrrinótt og var gerð gífurleg leit að þeim í gær. Atburðirnir virkuðu sem olía á deilur stjórnmálamanna um ástand fangelsismála í Bretlandi. Stjórnarandstaðan hefur kennt Michael Howard innanríkisráðherra um og jukust kröfur um að hann yrði látinn segja af sér. Móðir Newts Gingrich vitnar í ummæli sonarins í sjónvarpsviðtali Finnst Hillary vera „tæfa“ Washington. Reúter. NÝR forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, repúblikaninn Newt Gingrich, sagði það í gær vera „óhæfu“ að CBS-sjónvarps- stöðin skyldi birta viðtal við móð- ur sína þar sem hún var tæld til að vitna í einkaviðtal við son sinn. „Móðir mín er einföld kona sem elskar son sinn“, sagði Gingrich. Hann sagðist ekki myndu and- mæla móður sinni á opinberum vettvangi, hann vildi ekki ræða um mál sem komið hefði fram í átta stunda löngu viðtali og verið blásið upp. Kathleen Gingrich er 68 ára gömul og var það þekkt sjón- varpskona, Connie Chung, er tók viðtalið sem verður birt í dag, fimmtudag. Chung spurði hvað sonurinn segði um Bill Clinton forseta og svaraði Kathleen Gingrich því til að hann hefði eingöngu sagt að Clinton væri snjall og afar greindur maður en ef til vill ekki mjög hagsýnn. „Ég get ekki sagt þér hvað hann sagði um Hillary [eiginkonu Clintons]“, bætti móðirin síðan við. „Hvers vegna hvíslarðu því ekki að mér, svo að þetta verði bara á milli okkar?“ spurði þá Chung. „Hún er tæfa“ hafði Gingrich þá eftir syni sínum: og sagði hann nánast ekkert annað hafa sagt um for- setafrúna. Candace Gingrich, systir þing- deildarforsetans, er lesbía og segist hún ekki vera mjög hrifin af hinum hægrisinnaða bróður sínum, efast um að hún gæti kosið hann. Er hún var spurð hvort kynhegðun hennar ylli ágreiningi við bróðurinn sagðist hún i reynd aldrei hafa rætt þau mál við hann. „Sennilega finnst honum enn vandræðalegra að ég skuli vera demókrati". Bókstafstrúarmenn í Alsír Reuter Fangelsismál í brennidepli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.