Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 28
* 28 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR Móðir okkar, + AUÐUR TRYGGVADÓTTIR, Gerðavegi 1, Garði, er látin. Björg Björnsdóttir, Finnbogi Björnsson. + Ástkær eiginmaður minn og faðir, GÍSLI JÓNSSOIM, Laugarnesvegi 74, lést að morgni 3. janúar í Landspftalanum. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigrfður Sveinsdóttir, Guðrún Gísladóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EMIL OTTÓ BJARNASON járnsmíðameistari, Reykjavegi 76, Mosfellsbæ, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinns látna. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild E Reykjalundi fyrir einstaka umönnun og elskusemi í veikindum hans og einn- ig þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug. Þuríður Guðrún Ottósdóttir, Gunnar Ólafsson, Emma Ottósdóttir, Geir Þorsteinsson, Leó Ottósson, Guðrún Sumarliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Minningarathöfn um ástkæra móður mína, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐI ZAKARÍASDÓTTUR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, Reykjavík, 30. desember sl. verður í Fossvogskapellu föstudaginn 6. janúar kl. 16.30. Jarðsett verður á Akureyri þriðjudaginn 10. janúar. Ingólfur Oddgeir Georgsson, Karin Birgitta Axelsdóttir, Zakarías Ingólfsson, íris Rut Ingólfsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Axel Davíð Ingólfsson, Marta Elísabet Ingólfsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI MAGNÚSSON, Garðavegi 2, Hnífsdal, verður jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu 7. janúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Sæunn Guðmundsdóttir, Ingunn Jónasdóttir, Ragnar Jens Bjarnason, Gyða Kristin Aðalsteinsdóttir, Magnús Ingi Bjarnason, Hrefna Magnúsdóttir, Oddur Páll Bjarnason, Rúna Gunnarsdóttir, Kristín H. Vignisdóttir, Þorkell Sigurlaugsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON frá Málmey, Vestmannaeyjum, bifreiðastjóri Engjavegi 9, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 7. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Brúnhild Pálsdóttir, Guðmundur Paul Jónsson, Helga Jóhannesdóttir, Kolbrún Jónsdóttir Petersen, Anton Heinsen, Olgeir Jónsson, Bára Gisladóttir, Birgir Jónsson og barnabörn. + Vigfúsína Guð- laugsdóttir var fædd í Vestmanna- eyjum 27. nóvem- ber 1934. Foreldrar hennar voru Guð- laugur Halldórsson og Ragnhildur Friðriksdóttir. Vig- fúsina bjó í Vest- mannaeyjum til 16 ára aldurs og flutt- ist þá búferlum til Reykjavíkur. í Reykjavík starfaði hún við ýmis störf, m.a. rak hún eigin verzlun í fjölda ára, starfaði við ræstingar í skólum Reykja- víkurborgar, og var stoð og stytta Sigríðar Guðmundsdótt- LILLA er dáin. Fyrir nokkrum mánuðum hefði engum dottið í hug að hún ætti eftir að sjá nýtt ár. Hugrekki hennar síðustui mánuði var með ólíkindum og neitaði hún að mestu meðferð er hún sá hvern- ig komið var. Eg var svo lánsamur að kynnast þessari konu fyrir nokkrum árum er hún starfaði í Bókabúðinni Vedu og síðar eitt sumar í Kópavogs apó- teki þar sem ég starfaði. Ég dreg það í efa að ég eigi nokkru sinni eftir að kynnast svo góðhjartaðri manneskju sem Lilla var. Hún var stöðugt að bjóðast til að hjálpa fólki eða gera því greiða án þess nokk- urn tíma að ætlast til nokkurs í staðinn. Elsta syni mínum var hún mjög góð og nú síðast í ágúst bauð hún honum og dóttursyni sínum með sér til Vestmannaeyja að heim- sækja skyldmenni sín. Sú ferð verð- ur honum lengi minnisstæð. Lilla eins og hún vildi láta kalla sig var tíguleg kona með mikinn sjarma og naut hún sín vel við afgreiðslu þar sem persónuleg tengsl við við- skiptavini eru svo mikils virði. Börnum Lillu ogÆttingjum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Guðni Kristinsson. Á hátíð ljóss og friðar lauk Lilla þrautagöngu sinni. Á huga minn sækja minningar um liðnar sam- verustundir. Fyrir 17 árum hófum við að starfa saman. Liila var þá nýhætt eigin atvinnurekstri og ég að hefja minn. Með ráðum og dáðum hefur hún síðan stutt mig, vakin og sofin yfir minni velferð og fyrirtækisins. Ég minnist allra stundanna sem við sátum saman eftir lokun og spjöll- uðum um liðinn dag, um allt það góða og einnig um það sem betur hefði mátt fara. Ailtaf hafði Lilla nægan tíma. Á erfiðum stundum lífs míns var hún þar fyrir mig og ur í Vedu, bóka- verslun í Kópavogi, allt til dauðadags. Vigfúsína giftist Pétri Hamar Thor- arensen 1952 og eiga þau eftirlif- andi börn: Anita Patterson, f. 3. ág- úst 1957, gift Greg Patterson. Þau eiga 2 börn. Sigurður Hamar Péitursson, f. 14. júlí 1970, í sambúð með Hrund Guðmundsdóttur. Þau eiga 1 barn. Vigfúsína lést í Landspítalan- um 26. desember sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. á gleðistundum hrókur alls fagn- aðar. Börnunum mínum var hún besta mamma, hlý en um leið ákveðin, og barnabörnin áttu hjarta hennar, „öll heimsljósin". Sárþjáð átti hún síðasta sumrið með einu heimsljósa sinna, Pétri Hamar, og vissi ég að það gladdi hana. Elsku vinkona, orð eru lítils megnug, ég sest í stólinn þinn og hugsa til orða þinna: „Það gleymd- ist að setja í mig stresstaugina." Vaki vaki ljós í stjaka og stjömur á skjá. Ómi í draumi orðsins tíma. Eilífir söngvar heilagra jóla Vaki vaki ljós í stjaka og stjömum á skjá. (Þorst.Valdim.) Far þú í friði. Sigga. Hún nafna mín er látin. Þessi góða og örláta kona sem aldrei mátti neitt aumt sjá og reynst hefur svo mörgum vel á lífsleið sinni. Hún varð vinkona móður minnar heitinnar Unnar Árnadóttur þegar nafna og Pétur versluðu með verslun á horni Sundlaugavegs og Laugarnesvegar. Nafna sagði mér að þær hefðu kynnst af því mamma kom oft með Kristján bróðir minn með sér. Nafna veitti honum mikla ástúð í gegnum tíðina. Þegar ég fæddist var hún viðstödd og fékk þá litla nöfnu. Ég gisti oft hjá henni og þótti það mikil sæla, því fylgdi henni alltaf froðubað, notalegheit og öryggi. Þá fékk ég að vera hjá henni tímabundið á meðan mamma var á spítala og létti það óöruggri barnssálinni sem vissi ekki hvað myndi gerast því barnið fann á sér alvarleika sjúkrahússdvalarinnar. Mér þótti alltaf gott að koma til nöfnu, þar fann maður alltaf til ástúðar og hlýju. Ég vil þakka nöfnu minni fyrir hvað hún hefir verið mér góð og reynst mér vel í móðurmissinum og fyrir að fá að vera nafna hennar. Pétur, Anita, Siggi og barnabörn, öll hafíð þið misst ómælanlega mik- ið. Ég vil biðja ykkur að muna í sorginni þá huggun að nú er hún hætt að þjást og líður nú vel í hönd- um þess sem öllu ræður og við trú- um og treystum á. í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálmur 4:9.) Nafna, Björg Vigfúsína Kjartansdóttir (Lilla). Okkur langar til þess að minnast góðrar vinkonu, sem nú hefur fallið frá eftir harða, æðrulausa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Lilla, eins og við kölluðum hana, hefur alla tíð frá því við hjónin kynntumst henni verið okkur eins og verndarengill. Hún var alltaf til staðar fyrir okk- ur, hvar sem er og hvenær sem er, alltaf tilbúin til þess að rétta hjálp- arhönd. Hún var mjög traust vin- kona og væntumþykjan sem hún bar fyrir okkur og okkar börnum var með ólíkindum. En lífið er breytilegt og nú er Lilla í Guðsríki. En minninguna um fallega brosið hennar, traustíeika og glaðværðina ætlum við að geyma í hjarta okkar. Ættingjum og vinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðrún Pétursdóttir, Benedikt Guðmundsson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast frænku minnar Vigfúsínu Guðlaugsdóttur frá Vestmannaeyj- um eða Lillu eins og hún var alltaf kölluð. Lilla átti heima í Reykjavík mestan hluta ævi sinnar. Átti hún heima á nokkrum stöðum í borginni áður en hún flutti í Vesturbergið. Það var einmitt þangað sem ég heimsótti hana mest, enda þá kom- inn á þann aldur að óvæntar skreppiferðir í borgina dúkkuðu upp á borðið annað slagið. Var þá sama hvort maður kom að nóttu eða degi, alltaf var jafn vel tekið á móti manni. Oft bar svo undir að félagar voru með í för og þótti Lillu lítið mál að hýsa þá einnig. Mér er minn- isstætt er við fjórir félagarnir kom- um frá Bandaríkjunum 1984, kom- um við til Lillu um miðnættið. Var hún þá búin að dekka borð fyrir okkur með allskyns krásum og lét okkur vita að hún væri að fara til vinkonu sinnar að sofa svo við gætum verið í ró og næði. Svona var Lilla alltaf, alltaf tilbúin til að gera allt fyrir alla. Oft þegar ég gisti hjá Lillu sátum við langt fram á nótt og spjölluðum um heima og geima. Gott var einnig að spjalla við Lillu um hluti sem maður vildi ekki að færu lengra, og því ekki að ástæðulausu að ég kallaði hana mína uppáhaldsfrænku. Elsku Lilla mín, Guð geyrni þig og varðveiti. Takk fyrir mig. Laugi. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR SIGURJÓNSSON, Keldulandi 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 3. janúar. Guðný Nikulásdóttir og fjölskylda. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DANÍEL KRISTINN KRISTINSSON, Hjaltabakka 6, lést í Landspítalanum að kvöldi 2. janúar. Dýrley Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. VIGFÚSÍNA GUÐLA UGSDÓTTIR Erfidrykkjur Glæsiieg kaffi- hladborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÍiTEL LOFTLEIBIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.