Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 29 GUÐMUNDA JENSÍNA BÆRINGSDÓTTIR + Guðmunda Bæringsdóttir fæddist í Furufirði á Ströndum 22. október 1904. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 26. desember sl. Hún var dóttir hjón- anna Guðrúnar Tómasdóttur og Bærings Bærings- sonar, fyrri kona Bærings var Hall- dóra Friðgerður Gísladóttir, börn þeirra: Bæring Míagnús, f. 26. október 1890, d., Guðrún Helga, f. 11. febrúar 1892, d. Halldóru missti hann frá börnum sínum ungum. Þau bjuggu í Furufirði fyrst og seinna að Faxastöðum í Grunna- vík þar sem Guðmunda ólst upp. Systkini hennar: Halldóra, f. 4. aprO 1895, d., Guðni, f. 30. des- ember 1896, d., Bæring, f. 4. nóvember 1897, d., Tómas, f. 6. apríl 1898, d., Hólmfríður, f. 10. nóvember 1901, d., Sveinn, f. 18. ágúst 1906, Helga, f. 27. ágúst 1908, og fósturbróðir Eyþór, f. 15. júní 1916, d., sonarsonur föður Guðmundu af fyrra hjóna- bandi hans. Guðmunda giftist 22. september 1925 Sigurði Guð- mundi Sigurðssyni frá Bæjum á Snæfjallaströnd, skipstjóra fyrrum á ísafirði í mörg ár og síðar togarasjómanni uns hann lést 21. maí 1969. Hann var elst- ur 15 systkina hjónanna Maríu R. Ólafsdóttur og Sigurðar Ólafssonar sem lengi bjuggu í Bæjum á Snæfjalla- strönd. Börn Guð- mundu og Sigurðar urðu átta. Hermann, f. 12. júlí 1926, d. 18. desember 1986, hans kona Gréta Jónsdóttir, börn þeirra: Helgi, Krist- ján, Kristinn, Her- dís, Víkingur, Jón og Hermann; Arnór, f. 4. október 1927, d. 14. september 1993, hans kona Hulda Jónsdóttir, börn þeirra: Gunnar, Jóna, Sigurður, Sölvi og Marinó; Jóna Sigríður, f. 12. febrúar 1929, d. 24. desember 1929; Marinó, f. 23. mars 1931, sambýliskona hans Jóhanna Jensdóttir; Kristinn, f. 3. sept- ember 1934, d. 31. desember 1953; Baldur, f. 1. nóvember 1935, hans kona Sigríður Ing- varsdóttir, börn þeirra: Jónas, Lilja, Linda, Sigríður og Ingvar; Guðrún, f. 8. júlí 1938, maður hennar Böðvar Daníelsson, börn hennar: Ragnheiður og Kristr- ún; Kristín, f. 9. mars 1942, maður hennar Hergeir á Mýr- inni, börn þeirra: Sigurður, Jó- hanna, Kristinn og Guðmunda. Guðmunda og Sigurður fluttust til Hafnarfjarðar 1955 á Austur- götu 36 þar sem þau bjuggu síð- an. Guðmunda verður jarðsung- in frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. MIG LANGAR hér að minnast ást- kærrar móður minnar með nokkrum fátæklegum orðum, en hún lést 26. desember sl. eftir snarpa baráttu seinustu dagana sína. Hún fæddist 22. október 1904 í Furufírði á Ströndum, í þeirri harð- býlu en stórbrotnu sveit, þar sem úthafsaldan brotnar við kletta, víkur og sker, drangar og Hornbjarg prýða sjóndeildarhringinn. Selir og fuglar gleðja augað og hugann svo þúsundum skiptir. Þarna sleit hún barnsskónum, en fárra ára fluttust þau að Faxastöð- um í Grunnavík við Jökulfirði þar sem hún óx og dafnaði í faðmi ijöl- skyldu sinnar við leiki og sveitastörf. Faðir hennar var með búskap, kýr, kindur og hesta, og svo var sótt björg í bú í greipar ægis sem oft var gjöfull en tók líka stundum sinn toll. Hún og Fríða systir hennar voru samrýndar mjög og léku sér saman að legg og skel eins og þá var, enda var ekki nema rúmt ár á milli þeirra. Svo bættust Sveinn og Helga í þenn- an glaða systkinahóp er þau uxu úr grasi. Hún fermdist að Stað í Grunna- vík hjá þeim merka presti Jónmundi Halldórssyni sem lengi var þar prestur. Undir tvítugt fer hún í vist til Halldóru systur sinnar sem þá var byijuð að búa á ísafirði. Eftir það ár fer hún sem fanggæsla í Hnífs- dal en þar var mikil útgerð. Þar kynntist hún og verður ástfangin af verðandi manni sínum Sigurði G. og ræður sig þá sem kaupakonu í Bæi á Snæfjallaströnd til Sigurðar Ólafssonar tilvonandi tengdaföður síns sem kappkostaði mjög að fá hana til sín svo hann gæti haldið sem lengst í elsta son sinn við bú- störfin. Þau voru ung og ástfangin og 1925, 22. september, ganga þau í hjónaband og árið eftir eignast þau sitt fyrsta barn, Hermann Bæring, sem fæðist í Bæjum. Pabbi var þá farinn að stunda sjómennskuna og orðinn formaður á árabátum bæði úr Ögumesi og Bolungarvík. Þau flytjast þá til Hnífsdal árið 1927 á Brekkuna sem kölluð var, í hús sem kallaðist Skemman. Þau eignast þá Arnór 1927 og 1929 stúlkubam sem skírð var Jóna Sigríður en þau missa hana úr bráðalungnabólgu á jóladag sama ár og var það mikið áfall og sorg fyrir þau. Síðan eignast þau Marinó 1931, Kristin 1934 og Bald- ur 1935. Faðir okkar stundar sjósókn og er þá búinn að eignast trilluna Nonna, síðan kaupir hann 10 tonna bát, Guðmund, og gerir hann út á línu og færi. Árið 1938 flytjast þau á ísafjörð þá nýbúin að eignast dóttur, Guð- mnu, leigðu fyrst íbúð í húsi sem kallað var Þórustaðir við Silfurgötu hjá Bjarna heitnum Hávarðssyni sem þau bundust góðum vináttu- böndum. Árið 1940 kaupa þau sér íbúð í Sundstræti 27 þar sem þau bjuggu lengi, þar fæddist yngsta systirin, Kristín. Eftir stríðið í kringum 1945 selja þau bátinn Guðmund og pabbi verð- ur skipstjóri á ýmsum bátum, Dís- unum hjá Nirði, þá á Morgunstjörn- unni hjá Munin. En þegar nýsköp- unartogararnir byrja að koma fer hann á ísborgina fyrst en síðar á Sólborgu með Páli heitnum Páls- syni. Þá verða þau fyrir því áfalli að missa son sinn Kristin á sviplegan hátt, mikinn efnispilt, námsmann mikinn og þýðan dreng. Tveim árum eftir þessa miklu sorg, sem Iagðist mjög þungt á mömmu, tóku þau sig upp og fluttu suður í Háfnarfjörð á Áusturgötu 36. Pabbi stundaði sjómennsku, tog- arana Röðul, Surprise, Júní, Maí og seinast var hann á Sigurði úr Reykjavík. Þau taka við uppeldi tveggja dótt- urdætra er eldri dóttir þeirra fer að glíma við erfið veikindi. Árið 1966 veiktist pabbi af illvíg- um sjúkdómi sem hann berst við í þijú ár, og eftir nokkra uppskurði og erfiða baráttu missir móðir mín hann 21. maí 1969. Hún berst áfram með dótturdæturnar og kemur þeim á legg af sínum alkunna dugnaði. Þegar hún er 75 ára dettur hún í hálku, lærbrotnar og lendir á spít- ERFIDRYKKJUR sími 620200 p E RLAN MINIMINGAR ala, hún nær sér á strik og kemst á fætur aftur. Árið 1986 verður hún fyrir þeirri miklu sorg að eisti sonurinn ferst í hörmulegu sjóslysi ásamt syni sín- um og öðrum manni til í Jökulfjörð- um skammt fyrir framan þar sem hún ólst upp til fulloqjinsára að Faxastöðum í Grunnavík. Mikil var sorgin og söknuðurinn og enn sem fyrr er það guðstrúin sterka sem veitir henni þann styrk sem kemur henni yfir það erfiða tímabil. Árið eftir verður hún fyrir því að eldur kemur upp í húsinu hennar á meðan hún er að sækja sér nauð- synjar í búið því hún átti von á gestum til sín þann dag. Þar missti hún mest-alla sína persónulegu muni, myndir, bækur og annað sem kært var og það sem best nýtist við að ylja sér við minningar liðinna ára. Áfram brýst hún, fær Hergeir tengdason sinn, sem er smiður, og okkur til að lagfæra og loka húsinu sínu, og níu mánuðum eftir brunann héldu henni engin bönd, í húsið sitt fór hún á jóladag þó ekki væri kom- ið neitt rafmagnið og kerfið sem hún kallaði oft þjóðfélagið sjálft væri þá búið að hirða af henni símalínuna sem oft telst vera jafnvel líflína fólks í dag ef eitthvað kemur upp á. Áfram er haldið því alltaf vill hún vera sjálfs sín og með Guði sínum sem hún trúði á óbifanlega. I fyrra, 14. september 1993, missir hún svo Arnór næstelsta soninn sinn úr ill- vígasta sjúkdómi sem marga leggur að velli, en hún treysti sér þá ekki til að ferðast vestur til að fylgja honum til hinstu hvílu. Síðastliðinn vetur um það bil er hún minnist 92. fæðingardags mannsins síns sáluga veikist hún af slæmri flensu og þarf á spítala og er hún nær sér á strik aftur í vor fer hún á hjúkrunarheimilið Sólvang og heldur þar upp á 90 ára afmælið sitt furðu hress og glöð með fólkinu sínu en þá voru teknar síðustu myndirnar af elsku mömmu. Hálfum mánuði fyrir jólin veiktist hún alvarlega og á annan í jólum kveður hún þessa jarðvist með aug- un sín opin og bros um vör og vor- um við hjá henni systkinin. Við viljum þakka elskulegri móð- ur okkar allar góðar minningar er hún söng okkur lítil í svefninn og kenndi okkur þulur, vísur og bænir og var alltaf þessi öruggi, fasti og reglusami miðpunktur til staðar þegar við þurftum mest á að halda, því alltaf gat hún af styrk sínum miðlað okkur af trúnni á Guð al- máttugan. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þess biðjum við, Baldur, systkinin og aðrir ástvinir og afkomendur. + Elín Daníels- dóttir, f. 21. september 1908, d. 26. desember 1994. Foreldrar hennar voru Ágústa Jónat- ansdóttir og Daníel Jónatansson. Elín fæddist að Kollu- fossi í Miðfirði, en fluttist 10 ára göm- ul að Bjargshóli í sömu sveit, þar sem fjölskylda hennar bjó æ síðan. Elín var elst ellefu systkina. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. ELÍN bar nafn föðurömmu sinnar, Elínar Sakaríasdóttur, ljósmóður. Elín var ákaflega farsæl í sínu starfí og sagt var að hún hefði læknishendur. Þegar við systurnar fréttum lát Elínar, sem sannarlega kom ekki á óvart, leituðu margar minningar á huga okkar. Áleitnar voru glað- ar og góðar minningar frá bemskuárum okkar. Með foreldr- um okkar og foreldrum Elínar var einlæg og traust vinátta, og leiddi það til þess að samgangur varð mikill milli þessara systkinahópa. Öllum fannst okkur efalaust sveitin okkar vera fallegasta sveit á landinu, gróðursæl og veðrátta mild, að ógleymdum silfurtærum laxveiðiánum, þar sem við lékum okkur mikið bæði sumar og vetur. Einhver fyrstu ferðalög, sem við minnumst, voru sendiferðir milli þessara bæja. Stundum var verið að skila bók eða fá bók að láni. Fyrir kom, að senda þurfti kaffí- baunir í pinkli, ef slíka munaðar- vöru hafði þrotið á öðru hvoru heimilinu. Elín naut ekki menntunar ann- arrar en farkennslu heima í sveit- inni og eins vetrar náms við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli. 16 ára gömul veiktist Elín af lömun- arveiki og telja þeir sem best þekkja til, að eftir þau veikindi hafi hún aldrei náð sér til fulls. Innan við tvítugt lá leið Elínar til Reykjavíkur. Þar vann hún fyr- ir sér með því að vera í vist, en lengst af í fiskvinnu. Þetta hvoru tveggja voru nú ekki létt störf á þeim árum og hentuðu áreiðanlega ekki konu, sem frá 16 ára aldri hafði búið við skert vinnuþrek. Þannig liðu árin eitt af öðru. Þegar Elín var rúm- lega fímmtug var hún þrotin að kröftum til að vinna áðurtalda erfíðisvinnu og var þá fátt til bjargar fyrir fólk með skert vinnu- þrek. Þá fékk hún vist á Litlu-Grund. Þar átti hún allmörg góð ár. „ Þrátt fyrir það að heilsa og starfsþrek þessarar gáfuðu og glæsilegu konu væri á mörgum sviðum þrot- ið, sat hún ekki aldeilis auðum höndum. Hún heklaði og pijónaði og gaf börnum vinafólks síns, en margir höfðu nú ekki neina ofg- nótt á þeim árum. Hún las feikn- arlega mikið, jafnt skáldverk, fræðirit og afþreyingarbókmennt- ir. Elín las bækur á öllum Norður- landamálunum, þrátt fyrir stutta skólagöngu. Elín hafði frá barn- æsku verið mikill ljóðaunnandi og kunni alveg ótrúlegt safn af kvæð- um, bæði fornum og nýjum. Vinkona hennar, Sigrún Sigurð- ardóttir frá Hvammstanga, sýndi Elínu óvenjulega tryggð og hugul- semi allt til hinstu stundar. Hún færði henni m.a. erlend tímarit og blöð, sem urðu þessari fróðleiks- þyrstu konu mikill fengur. Oft veltir maður því fyrir sér hvar Elín mundi skipa sér í sveit ef hún væri ung núna á tölvuöld. Stundum fínnst okkur sjálfgefið, að hún hefði skipað sér í sveit s heilbrigðisstéttanna og hafí hlotið í vöggugjöf margt af hæfíleikum Elínar ömmu sinnar. Stundum hugsum við okkur hana ekki síður í hópi sagnfræðinga eða annarra fræðimanna á því sviði. Þegar Elín er nú kvödd hinstu kveðju, er okkur systrunum þakk- læti efst í huga. Systkinunum hennar sendum við hlýjar kveðjur. Þessa vísu Sigurðar Júl. Jóhannes- sonar, eitt af uppáhaldsskáldunum hennar, heyrðum við Elínu stund- um fara með: Hjá þér fékk ég þráfalt að læra hve þögnin á fullkomið mál. Hvert bros er þú gafst mér ég geymi ** sem guðsmynd frá óspilltri sál. Blessuð sé minning Elínar Daní- elsdóttur. Svanborg Sigvaldadóttir, Gyða Sigvaldadóttir. BREFABINDI OG MÖPPUR fæst í öllum betri ritfangaverslunum ELÍN DANÍELSDÓTTIR t ÖRKIN 2010-99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.