Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN D. THORARENSEN, verður jarðsett föstudaginn 6. janúar 1995 frá Garðakirkju, Garðabæ, kl. 13.30. Erla Thorarensen, Ólafur Sveinsson, Jónína G. Thorarensen, Gunnar Pálsson, Benedikt Thorarensen, Guðbjörg M. Thorarensen, Bryndís G. Thorarensen. t Föðursystir okkar, STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR frá Skammadalshóli, verður jarðsungin frá Reyniskirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hjallatún í Vík. Stefán Þ. Kjartansson, Guðfinna Kjartansdóttir. t Elskuleg trúsystir okkar og frænka okkar, ÞÓRHILDUR BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Hátúni 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fíladelfíu, Hátúni 2, mánudaginn 9. janúar ki. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Ásmundar Eiríks- sonar. Fíladelfíusöfnuðurinn og frændfólk. Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, GUÐNÝ ÓLAFSDÓTTIR, Skólagerði 37, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Ásta Jónsdóttir, Ólafur Guðjónsson, Jónfna Vilborg Olafsdóttir, Karl Olsen og börn, Oddur Ólafsson, Elsa Sigtryggsdóttir og dætur. Lokað vegna jarðarfarar ÞORGRÍMS BRYNJÓLFSSONAR fimmtudaginn 5. janúar, frá kl. 12.00. Tösku- og hanskabúðin, Skólavörðustíg 7. ÁLFHEIÐ UR MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR + Álfheiður er fædd á Akur- eyri 27. júlí 1939, dáin 16. desember 1994. Foreldrar hennar voru Magn- ús Alberts hús- gagnasmiður, f. 28. mars 1903 á ísafirði, d. 31. maí 1967 á Akureyri, og Sveinbjörg Krist- jana Pálsdóttir, f. 28. febrúar 1918 á Vatnsenda, Eyja- firði, d. 25. septem- ber 1987 á Akur- eyri. Systkini henn- ar eru Páll Albert, f. 10. október 1937, Magnús Sveinn, f. 25. desember 1940, og Sigrún Pálína, f. 6. júní 1952. Eig- inmaður hennar sem lifir hana er Helgi Sigfússon frá Grímsey, f. 17. nóvember 1931. Börn þeirra eru Snjólaug Kristín, f. 17. júlí 1958, Svein- t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, dóttur, ömmu og systur, EYGLÓ MARGRÉTAR THORARENSEN, Grenigrund 8, Kópavogi. Runólfur Þór Jónsson, Elísabet Bjarnadóttir, Hilmar Jónsson, Sóley Elfasdóttir, Guðný Jónsdóttir, Ástríður Eyjólfsdóttir, barnabörn og systkini. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SÆVARS GUÐMUNDSSONAR, Hamratanga 18, Mosfellsbæ. Hrefna Sigurðardóttir, Vigdís Ámundsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDÍU ELÍSABETAR PÁLSDÓTTUR, frá Sjávarhólum, Kjalarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvíta- bandsins. Árni Pálsson, Elín Árnadóttir, Ingvar Ernir Kjartansson, Baldvin Árnason, Catalini Tangelanos, Margrét Árnadóttir, Guðmundur Gústafsson, Alexander Árnason, Ólafur Árnason, Málfri'ður Arna Arnórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. björg Kristjana, f. 17. nóv- ember 1959, Magnús Jón, f. 30. júlí 1961, Sigfús Ólafur, f. 29. september 1963, Helgi Heiðar, f. 18. júní 1965, Karl Simon, f. 14. apríl 1969, og Ásdís Elva, f. 25. febrúar 1973. Þau eignuð- ust einn dreng er lést skömmu eftir fæðingu. Álfheiður var jörðuð frá Akureyrarkirkju 27. desember sl. ÞEGAR ég fékk þá frétt að kvöldi 16. desember að Alla systir væri dáin settist ég niður og hugsaði í fyrstu, þetta getur ekki verið. Þó að ég vissi að hún var búin að vera veik undanfarið og hún hafði sagt mér nokkrum dögum áður frá því hvert stefndi, þá hélt ég að hún fengi að vera hjá okkur lengur, en það er eins og sagt er „enginn ræður sínum næturstað“. Þegar maður lítur til baka flæða minning- amar inn í hugann, sumar dökkar en aðrar bjartar og verða þessar bjartari oftast ofan á. Það er margs að minnast þegar við vorum að alast upp á Grandargötu 3. Þær minningar er best að geyma í hug- anum. Sumarið er liðið og tíminn sem rósirnar springa út og skörtuðu sínu fegursta. Haustið og veturinn kominn með frosti og kulda. Rós- irnar búnar að fella fallegu blöðin sín. Sumarið: Tíminn hennar Öllu er liðinn, haustið gengið í garð og rósin okkar er dáin. En við munum hana eins og hún var í blóma lífs- ins. Baráttunni við manninn með ljáinn er lokið. Hún lést á heimili sínu í Borgarsíðunni og var það henni ábyggilega mikils virði að fá að ljúka baráttunni þar heima með fjölskyldu sinni þar sem hún naut ómælds styrks og hjálpar síð- ustu stundimar með sínum nán- ustu. Mér finnst það oft svo fallegt þegar það er sagt um látna mann- eskju að hún hafi fengið „friðinn" því þá sé ég alltaf fyrir mér veg- ferð mannsins í gegnum lífið eins og ferðalag, sem hefst í lítilli lækj- arsprænu, sem hoppar og skoppar þar til hún sameinast stóra fljóti þar sem era margir fagrir og lygn- ir stórir hylir, en straumurinn er þungur og hættur leynast í flúðum og fossum. Þegar ferðinni lýkur sameinast fljótið svo úthafinu, ómælisdjúpinu, þar sem hvfld er að fá og svö fást við_ öllum spurn- ingum. Árin hennar Álfheiðar vora ekki alltaf lygn og friðsæl, heilsa hennar var ekki alltaf góð, en hún átti gott heimili, góðan mann sér við hlið og myndarlegan barnahóp og barnaböm. Þeirra naut hún í ríkum mæli og þau munu sakna hennar sárlega. En minningin um hana mun sefa sorgina og lýsa þeim fram á veginn. Helgi minn og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur og blessa. Sveinn Magnússon og Kolbrún Ásta Jóhannsdóttir, Ólafsfirði. ATVI NNU/\ UGL YSINGAR RANNÍS Rannsoknarrað íslands auglýsir eftir ritara Ritari óskast til aðstoðar við almenn skrif- stofustörf; símvörslu, ritvinnslu, Ijósritun, fundaþjónustu o.m.fl. Krafist er góðrar almennrar menntunar, málakunnáttu (ensku) og helst ritvinnslu- kunnáttu. Áhersla er lögð á góða samskipta- hæfileika og lipurð í framkomu. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rannsóknarráði íslands, Laugavegi 13, Reykjavík, fýrir 12. janúar nk. Kleppsvegi 64 Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa. Starfshlutfall getur verið samkomulag. Um er að ræða öldrunarhjúkrun í heimilislegu umhverfi. Starfsaðstaða er góð. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 688500. *sLo Framhaldsskólinn á Húsavík Kennara vantar til að kenna trésmíði á verknámsbraut, 6 kennslustundir á viku á næstkomandi vorönn. Upplýsingar gefur skólameistari í símá 96-41344.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.