Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 33 Aðalbókari Fyrir einn af viðskiptavinum okkar, senr( er traust og vel staðsett fyrirtæki í Reykjavík, auglýsum við eftir aðalbókara. Um er að ræða merkingu og færslu á fjár- hagsbókhaldi ásamt hliðarkerfum, afstemm- ingum og mánaðarlegum skýrslum. Aðeins þeir, sem eru reglusamir, snyrtilegir, geta unnið sjálfstætt, hafa mikla reynslu og þekkingu á bókhaldi koma til greina. Umsækjendur verða að geta hafið störf sem allra fyrst. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknum er greini nafn, heimili, kennitölu, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum í síðasta lagi 11. janúar nk. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Endurskoðunarskrifstofa Guðmundar Sveinssonar, Hamraborg 1, 200 Kópavogi. Gestaíbúðin Villa Bergshyddan í Stokkhólmi íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi), er léð án endurgjalds til dval- ar á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember, þeim sem fást við listir og önnur menningarstörf í höfuðborgum Norðurlanda. Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby Slott, Box 520, S-162 15 Vállingby, fyrir 28. febrúar nk. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgar- stjóra, sími 632000. V/ö Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Öldungadeild Innritað verður í öldungadeild á vorönn 1995 á skrifstofu skólans: Fimmtudag 5. janúar kl.9-19 Föstudag 6. janúar kl.9-16 Laugardag 7. janúar kl.9-13 Mánudag 9. janúar kl.9-19 Nýnemum er bent á að deildarstjórar verða til viðtals fimmtudaginn 5. janúar frá kl. 16. Námsráðgjafar aðstoða við innritun alla dagana. Kennslugjald fyrir önnina, sem greiðist við innritun, er sem hér segir: Fyrir einn áfanga 9.000 krónur Fyrirtvo áfanga 12.000 krónur Fyrirþrjá áfanga 14.000 krónur og 1.000 krónur til viðbótar fyrir hvern áfanga, þó aldrei hærra gjald en 20.000 krónur. Kennsla í öldungadeild hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 10. janúar. Dagskóli Nýnemar eru boðaðir í skólann föstudaginn 6. janúar kl. 10 að hitta umsjónarkennara og fá stundaskrár. Aðrir nemendur eru boð- aðir í skólann mánudaginn 9. janúar kl. 13. Kennsla í dagskóla hefst þriðjudaginn 10. janúar og verður kennt skv. stundaskrá mánudags og þriðjudags. Rektor. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Móttaka nemenda fer fram mánudaginn 9. janúar kl. 9.00. Kennsla hefst að henni lok- inni. Kvöldnám kefst sama dag kl. 17.00. Kennarafundur verður haldinn föstudaginn 6. janúar kl. 10.00. Skólameistari. Námskeið í reykbindindi Hafin er hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur innritun á námskeið í reykbindindi sem hefst 17. janúar og lýkur 21. febrúar. Aðalleiðbein- andi á námskeiðinu er Bjarni E. Sigurðsson. Fundir verða vikulega á þriðjudagskvöldum og að auki mánudaginn 30. janúar. Fyrstu tveir fundirnir eru til undirbúnings reykbind- indinu sem ætlast er til að sé hafið 30. janúar. Fundirnir verða í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Reykjavík, og hefjast kl. 20.30. Námskeiðsgjald er 6.000,- kr. fyrir einstakl- inga en 10.500,- kr. fyrir hjón. Innifalin er persónuleg ráðgjöf fyrir þá sem þess óska. Innritun fer fram hjá Krabbameinsfélaginu í síma 621414 á skrifstofutíma (kl. 8.30- 16.30) og þar eru veittar nánari upplýsingar. Krabbameinsfélagið Vesturbær - Seltjarnarnes Traustur viðskiptavinur óskar eftir að taka á leigu stóra sérhæð, raðhús eða einbýlishús í Vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. Leiga til eins árs, greidd fyrirfram sé þess óskað. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Vinsamlega hafið samband við Eyþór Eð- varðsson. Húsið, fasteignasala, s. 684070. Tilboð í rekstur leikskóla Félagsmálastjóri Selfoss, f.h. byggðasam- lagsins Árbæjar, sem er í eigu Selfosskaup- staðar og Ölfushrepps, óskar eftir tilboðum í rekstur leikskólans Árborgar, Kirkjuvegi 3, Selfossi. Um er að ræða nýja starfsemi í fullbúnum leikskóla með um 48 hálfsdagsrýmum í ný- endurgerðu húsi. Óskað er eftir tilboðum í 16 mánaða rekstur með framlengingarmögulejkum. Starfsemin skal rekin á grundvelli ákvæða leikskólalaga undir faglegri umsjón leikskólafulltrúa Sel- foss en að öðru leyti á ábyrgð rekstraraðila. Útboðsgögn liggjá frammi á Félagsmála- stofnun Selfoss, Eyrarvegi 8, Selfossi, sími 98-21408, og verða þau send þeim sem þess óska. Tilboðum skal skila á sama stað föstudaginn 27. janúar 1995 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Selfossi, 4. jan. 1995, Ólöf Thorarensen, félagsmálastjóri. ATVINNUHUSNÆÐI Til leigu Til leigu 125 fm skrif- stofuhúsnæði í Ármúla 6, 3. hæð. Parket, lamp- ar og gluggatjöld fylgja. Húsnæðið ertvö herbergi, geymsla og salur. Upplýsingar gefur Leifur í síma 38750. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 8. janúar nk. kl. 16.00 á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600 fyrir börn og kr. 200 fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins 568-7100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. ÆSjjk Árleg fP§P álfabrenna hestamannafélagsins Fáks og Lionsklúbbsins Týs verður laugardaginn 7. janúar. Skemmtun fyrir börn á öllum aldri í Reiðhöllinni frá kl. 15.00-16.30. Kveikt verður í brennunni kl. 17.00 og verða álfakóngur og drottning, Grýla og Leppalúði og þeirra hyski á staðnum. Kakó og vöfflur seldar í félagsheimilinu frá kl. 16.00. Grímuball verður fyrir 18 ára og eldri í félags- heimilinu og hefst það kl. 22.00. Miðar seldir við innganginn. Fákur og Týr. Andleg heilun og ráðgjöf Andleg heilun, Ijósorkumyndir, áruteiknun - ráðgjöf, Leiðbeini með mataræði. Uppl. og bókun í síma 43364. Halla Sigurgeirsdóttir. Lífefli - Gestalt Námskeið í stjórn og losun til- finninga. Tekist á við ótta og kvíða. Sjö miðvikudagskvöld. Hefst 11. janúar. Sálfræðiþjónusta, Gunnars Gunnarss., simi 641803. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma kl. 20.30. Allir hjartan- lega velkomnir! Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Norrænn jólafagnaður í kvöld kl. 20.00 Sr. Ingunn Hagen talar. Dagskráin fer fram á norsku. Jólafagnaður fyrir heimilasam- band og hjálparflokk föstudag kl. 20.00. Anne Gurrine Óskars- son stjórnar. Elsabet Daníels- dóttir talar. Ailar konur velkomnar. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Aglow, kristlegt kærleiksnet kvenna Janúarfundurinn verður haldinn í kvöld kl. 20.00 í Stakkahlíð 17. Gestur fundarins er Þórdís Karlsdóttir. Allar konur eru hjartanlega vel- komnar. Þátttökugjald er 500 kr. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Föstudagur 6. jan. kl. 20.00 Þrettándaganga og blysför um álfabyggðir í Óskjuhlíð. Þréttándabrenna og flugelda- sýning á Valsvellinum. Ferðafólag Islands og Valur efna til sameiginlegrar blysfarar og fjölskyldugöngu á þrettándan- um, föstudagskvöldið kl. 20. Gengið verður um skógarstíga í álfa- og huldufólksbyggðum Öskjuhlíðar. í huliðsvættakorti sem Borgarskipulag Reykjavíkur gaf út fyrir nokkrum árum eftir tilsögn Erlu Stefánsdóttur er sýnd álfabyggð í Öskjuhlíðinni. Brottför frá anddyri Perlunnar kl. 20.00 og tekur gangan að- eins 30-45 mínútur og henni lýkur við þrettándabrennu á Valsvellinum. Blys á kr. 300 seld frá kl. 19.30. Veitingar seld- ar i Valsheimilinu. Fjölskyidufólk er sérstaklega hvatt til að mæta f þessa fyrstu göngu á nýbyrjuðu ári. Sunnudagsferð 8. janúar kl. 13 er gönguferðin: Heiðmörk - Skógarhlíðarkriki. Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.