Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Tommi og Jenni GREINARHÖFUNDUR nefnir m.a. Nesjavallavirkjun sem dæmi um framkvæmdir borgarinnar þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd. R-LISTINN ENN SEFUR Smáfólk Frá Gunnlaugi Eiðssyni: STUNDUM var haft á orði í síð- ustu borgarstjórnarkosningum, að R-iistinn væri hvorki nýr né fersk- ur. Þetta væri sama gamla og sjúsk- aða liðið, sem hefði lafað á mót- mælanöldri í borgarstjórn síðustu árin. Og þetta lið virðist eiga erfitt með að breyta þessu og fara að hefjast handa. Þrennu hefur verið komið í verk síðustu átta mánuði: 1) Ráðinn aðstoðarborgarstjóri (lík- lega vegna peningaleysis). 2) Rimp- að saman einhvers konar skýrslu um að borgin sé næstum gjald- þrota. 3) Samþykkt að selja bensín á fleírí stöðum í borginni. Skýrslunni var ætlað að sýna og sanna, að borgarsjóður sé í kalda- koli vegna óstjórnar sjálfstæðis- manna. Og allt frá því hún var birt hefur R-listinn hangið við sama heygarðshomið og þulið upp sömu romsuna aftur og aftur eins og bil- uð hljómplata. En dropinn holar steininn og þess vegna verður að svara. Á krepputímum minnka tekjurnar Hið rétta'er, að sjálfstæðismenn hafa farið afbragðs vel með borgar- sjóð: Greiðslubyrði af lánum í árslok 1993 og 1994 var um 3%. Af hveij- um 100 kr., sem borgin fær í tekj- ur, fara 3 kr. í afborganir af lánum og vexti af þeim. Spáin um greiðslu- byrði á árinu 1995 er 10%. Það er ekki mikið. Sveitarfélag verður að sinna mörgum verkefnum, sem eru lítið eða ekki arðbær. Á krepputím- um rýrna tekjur sveitarfélagsins og við það eykst greiðslubyrði. Jafn- framt verður að halda uppi fram- kvæmdum (fyrir lánsfé ef ekki vill betur) til að draga úr atvinnuleysi eða stemma stigu við því. Auðvitað rýrir þetta borgarsjóð. Það væri gersamlega ábyrgðarlaus sveitar- stjórn, sem á atvinnuleysistímum héldi að sér höndum og safnaði digrum sjóðum. Fróðlegt er að bera saman sveit- arfélög, t.d. Akureyri og Reykjavík: Á Akureyri voru nettóskuldir marg- falt minni en í Reykjavík og fram- kvæmdir talsvert minni. Hins vegar var greiðslubyrði af lánum Akur- eyringa þyngri en Reykvíkinga og atvinnuleysi mun meira. Borgarstjórinn í Reykjavík lítils- virðir borgarbúa með suði sínu um slæma stöðu sveitarfélagsins og vonda fjármálastjórn sjálfstæðis- manna. Staðreyndirnar tala sínu máli og Reykvíkingar skilja það án aðstoðar borgarstjórans. Ein síbylj- an um síðustu sveitastjórnarkosn- ingar var sú, að sjálfstæðismenn héldu uppi framkvæmdum og þenslu á góðæristímum. Meira að segja R-listamenn hljóta að vita, að hér hefur verið samdráttur og atvinnuleysi síðustu 6-7 ár. En hér á höfuðborgarsvæðinu hefur at- vinnuástand verið með skaplegra móti en víðast annars staðar vegna þess að sjálfstæðismenn sköpuðu góðæri með framkvæmdum og þenslu. Auðvitað hefur borgarsjóð- ur ekki gildnað við þetta. Og nú er boðskapur borgarstjórans þessi: Samdráttur, aukið atvinnuleysi. Og hann er svo ósvífinn að reyna að telja okkur trú um, að orsakanna sé að leita hjá sjálfstæðismönnum. Miklar framkvæmdir á vegum borgarinnar Framkvæmdir á vegum borgar- innar eru fleiri en Ráðhús og Perlan og líklega ekki pláss til að telja það allt upp hér, en t.d.: Nesjavallavirkj- un og kaup á útivistarsvæðum í Grafningi; stækkun Hitaveitunnar, nýir tankar á Grafarholti og Öskju- hlíð; uppbygging Grafarholtshverfis (nýjar götur, holræsi, skólar, dag- heimili o.s.frv. o.s.frv.); leikhús LR; skolphreinsistöðvar og hreinsun fjörunnar; endurbætur á Laugavegi og vaxandi trjárækt um alla borg; Húsdýragarður og Fjölskyldugarð- ur í Laugardal; fegrun miðbæjarins (Gijótaþorpið, Miðbakkinn, Ingólfs- torg, Arnarhóll); Sæbrautin og sjáv- arbakkinn þar; göngu- og hjólreiða- stígar (Öskjuhlíð, Skeijastígurinn o.fl.); endurnýjun tjarnarbakkanna og Tjarnargötu. Svo er allur hinn venjulegi rekstur, svo sem end- urnýjun holræsa, bygging dagheim- ila 'og leikskóla. Að öllu þessu og mörgu fleiru býr R-listinn. Hann er þreyttur og ætlar að hafa það náðugt, sofa og kenna sjálfstæðismönnum um framkvæmdaleysið. GUNNLAUGUR EIÐSSON, Lindargötu 42, Reykjavík. Allt efni :sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.