Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Hafa skal það sem sannara reynist Leiðrétting á bréfi til blaðsins Frá Páli Matthíassyni: MÉR BRÁ heldur í brún þegar ég las í Morgunblaðinu í dálkinum „Bröf til blaðsins" 3. janúar síðastliðinn bréf eftir sjálfan mig! Rétt er það að ég skrifaði meginefni þeirrar klausu sem þar birtist, en alls ekki sem bréf til Morgunblaðsins. í júní síðastliðnum fór ég í ferð ásamt fleirum úr útskriftarhópi læknakandídata til Thailands á veg- um Heimsklúbbs Ingólfs. Sú ferð tókst vei í alla staði, alla vega að því er okkur læknakandidata varðar. Þar sem ég var einn af skipuleggjendum hópsins kom Ingólfur Guðbrandsson að máli við mig og bað hann mig um að skrifa nú endiiega einhveija nótu fyrir sig þar sem ég segði álit hóps- ins á ferðinni. Gerði ég það og taldi í sjálfu sér ekkert að því að þau skrif yrðu í hluta eða heild notuð af Ing- ólfi sjálfum til kynningar á ferðum Heimsklúbbsins. Þetta bréf/skýrsla til Ingólfs Guðbrandssonar var hins vegar af minni hálfu aldrei sent dálk- inum „Bréf til blaðsins“ hjá Morgun- blaðinu og stóð ekki til. Því síður kannast ég við myndatexta þann sem var undir myndum er fylgdu „bréf- inu“, eins og það birtist í Morgunblað- inu. Ingólfur hafði við annað tæki- færi sagt að hann vildi gjarna senda fréttatilkynningu til Morgunblaðsins um heimsókn hópsins á Cliatabura- spítalann í Bankok, Heimsklúbbnum til auglýsingar. Bað hann mig um að semja myndatexta með myndum frá heimsókninni sem hann hefði undir höndum. Þar sem ég hafði engu öðru en góðu kynnst af hálfu Ingólfs og sjálfsagt að einhver sem á staðn- um hefði verið skrifaði textann, fannst mér rétt að verða við þessari beiðni. Átti myndatextinn að vera á formi fréttatilkynningar frá Heims- klúbbnum, án þess að mitt nafn kæmi þar undir, hvað þá mynd af mér. Skrifaði ég svohljóðandi texta: „í júní síðastliðnum var útskriftarhópur lækna og hjúkrunarfræðinga frá Háskóla Islands í heimsókn á Chata- bura-spítalanum í Bankok, stærsta spítala Thailands. Þessi viðkoma á spítala var hluti af útskriftarferð lækna og hjúkrunarfræðinga, sem Heimsklúbbur Ingólfs skipulagði. Mjög vel var tekið á móti hópnum og var lærdómsríkt að sjá heilsuvemd í svo ólíku umhverfi." Aldrei var á það minnst af Ingólfs Guðbrandsson- ar hálfu að umsögn sú sem ég hefði gefið ferðinni í heild ætti að birtast með myndum þessum. Mér finnst það mjög miður að send séu inn skrif til blaðsins með þessum hætti, án samráðs við mig. Það er líka áhyggjuefni ef ekkert eftirlit er með því af hálfu Morgunblaðsins að bréf sem berast blaðinu séu raunveru- lega birt með samþykki hlutaðeig- andi. Vona ég að betra eftirlit verði haft með þessum málum af hálfu blaðsins í framtíðinni. PÁLL MATTHÍASSON, . cand. med. Öldugötu 5,101 Reykjavík. P.S. Þótt menn hafí lokið emb- ættisprófi í læknisfræði, hafa þeir ekki leyfi til að kalla sig lækna fyrr en kandídatsári þeirra lýkur og þeir hafa fengið lækningaleyfi, svo að í þokkabót var ég oftitlaður í fyrr- nefndu „bréfi“. Aths. ritstj. Birting á bréfi Páls Matthíassonar er augijóslega á misskilningi byggð og biður Moigunblaðið hann velvirðingar á því. Opið bréf til Bryndís- ar Schram Frá Alberti Jensen: HEIL OG sæl ágæta Bryndís! Þó langt sé um liðið, vil ég þakka þér brautryðjendastarf í umsjón barnatíma sjónvarps. Þú náðir til allra aldurshópa. Gárungarnir köll- uðu þá pabbatíma. En eins og þú veist, leggja menn misjafnar mein- ingar í orð og athafnir. Að ná ekki aðeins í meiralagi vel til hinna eigin- legar bama, heldur líka til bamsins í þeim fullorðnu, var vel af sér vik- ið, enda á fárra færi. Þú mundir líka heyrnarlausa. í þáttunum komstu, sem í dag, þjóðinni fyrir sjónir sem listræn og skemmtileg mannkostakona sem kemur til dyr- anna eins og þú ert klædd. Á aðfangadag var í Morgunblað- inu birt bréf frá þér, þar sem þú telur þér sýnda lítilsvirðingu af rík- isfjölmiðli. Þú líktir þér við ómaga. Allt útaf þurrum bókhaldstölum. Af skiljanlegum ástæðum þarf utanríkisráðherra í fleiri utanlands- ferðir en aðrir ráðherrar og meiri aðstoð. Öllum er ljós sá hagur að eiga þig að, svo góða í málum og framkomu. Öfund er gjarnan fylgifiskur smásálar. Þú lætur vonandi ekki slíkar sálir hrekja þig út í horn. Reiði leiðir stundum gott fólk til frumhlaups. Til lengdar mundi þér leiðast að vera í fýlu við þjóð þína. Ég spái að þú nennir því ekki og haldir áfram að vera þú sjálf. Ég óska þér og þínum farsældar á nýju ári. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu - kjarni málsins! R Æ K T U m L I i k a ra a n n — oxj |xd/ Eí áyiia ^ d í i n n i 11 íc i££a *í ciÁc! oic iua j'ij xta aauinoi NÝjUNG - fRÚARTÍmAR (jö l i) umsUÁ [ ímuin oaj íemuwum líja ^ C ^ c)o lei)jn aÁ C‘-''nt))aíeu.) i I. CI !\c> xc. I< 7'*] ■ \ P J • (/ • * ^ y II V io lcyniuini iu)|inu) li|ci C.iole.i))u, oe/iUaícci (túcnlunci ci ino.acjnana. \lc/iAua ci ( xci 111 (V L Hní iii oc) jiieíc, ^i^cec) i(ecj múo í(cíeiíc(imi meÁ poMÓnu - olj)ilcjcmcli ccjurcjtM (j)TÍ'i luilc, inacju, (ecjitíeiÁoöcjn. jíenitóiC ítejó I 9. jcm. tuoo oc) (ceii, öíolcun acj unclli loíeilcj) um. vJantadii ltinan(<?tju! Xiíílu | iu II i o lcemmlilo.cjum oc.) (jöi’- íiTeijllum límunt jtui ocm imlci l’ulVuS QJÍ ío C) cY V1 ÍcY 1(2 11U l ( (o ö C) 11. «3 í lltU1 j 1) 1Í1 (i'i)ijenclui ou (enuiu lcontin. ENGJATEIGI 1 • SÍMI 568-7701 S f 0 D i O r i Oll GO u EY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.