Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 48
AMERICAN POWER CONVERSION MEST SELOU VARAAFLGJAFARNIR CQ> NÝHERJI HPA ÍSLANOI H F Höfdabakka 9, fíeykjavík, sími (91)671000 Frú möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ávöxtunarkrafa ríkisvíxla hækkar uni 0,8 prósentustig .mörkuðum og fjárþarfar ríkissjóðs vegna innlausnar á næstunni. Hins vegar kalli opnun fjármagnsmark- aðarins á það að kjarasamningar séu ekki lengi lausir og auki þrýst- inginn á að það verði samið. Tilboð í þriggja mánaða ríkis- víxla voru alls 41 að upphæð 2.736 milljónir króna. Tekið var 35 tilboð- um að upphæð 2.640 milljónir og var hæsta ávöxtunarkrafan 6,40% og _sú lægsta 5,97%. Ávöxtunarkrafan hefur ekki ver- ið þetta há frá því 22. nóvember 1993 en þá var hún 6,26% og hafði þá lækkað um tæplega tvö pró- sentustig á einum mánuði í kjölfar þess að stjórnvöld rnörkuðu þá stefnu í lok októbermánaðar að taka ekki tilboðum í langtímaverðbréf með hærri ávöxtunarkröfu en 5%. Ávöxtunarkrafan fór síðan jafnt og þétt lækkandi þar til í aprflmánuði að meðalávöxtunin í útboði var 4,41%. Ávöxtunarkrafan síðan þá hefur síðan sigið upp á við hægt og bítandi lengst af en hefur í tveimur síðustu útboðum frá því um mánaðamótin nóvember/des- ember hækkað um eitt prósentu- stig. Dag tekið að lengja SVARTASTA skammdegið er nú að baki og dag tekið að lengja. Þótt enn sé dimmt, eink- um í hryðjunum, reynir sólin að glenna sig í gegnum snjó- komuna. Meðan sól er lágt á lofti er vissara að gæta sín svo hún blindi ekki og ekki má gleyma hálkunni í umhleyping- unum. Aldurs- forsetinn marka- kóngur Ávöxtunarkrafan 6,27% og hefur ekki veriö hærri frá í nóvember 1993 ÁVÖXTUNARKRAFA á þriggja mánaða ríkisvíxlum hækkaði um 0,80 prósentustig í útboði í gær. Meðalávöxtunin hækkaði úr 5,47% í 6,27% og hefur ávöxtunarkrafan ekki verið jafnhá síðan síðla árs 1993. Engin tilboð bárust hins veg- ar í ríkisvíxla til 6 og 12 mánaða í útboðinu í gær. Eiríkur Guðnason, seðlabanka- stjóri, sagði að þessi hækkun væri mjög eðlileg, en með henni væri markaðurinn að bregðast við þeim kjörum sem væru í boði á skamm- tímamarkaði erlendis. Frá síðasta útboði ríkisvíxla um miðjan desem- ber hefðu vextir erlendis haldið áfram að þokast upp og á eftir- markaði hér einnig. Með 6,27% ávöxtunarkröfu væru vextir hér komnir upp fyrir flest viðmiðunar- löndin, þó ekki Bretland né heldur Svíþjóð þar sem vextimir væru til- tölulega háir. Hér eftir gætum við reiknað með, vegna greiðs aðgangs að erlendum fjármagnsmörkuðum, að vextir á innlendum markaði yrðu miklu næmari fyrir vaxtabreyting- um erlendis en verið hefði hingað til. Friðrik Sophusson, íjármálaráð- herra, sagði að þessi vaxtahækkun ætti rót að rekja til þeirrar þróunar sem hefði átt sér stað á eftirmark- aði á undanfömum vikum og mán- uðum og þeirrar opnunar sem hefði. orðið milli íslenska fjármagnsmark- aðarins og þess alþjóðlega. Það kæmi eðlilega í ljós að það væri ekki hægt að halda skammtíma- vöxtum hér á landi undir því sem gérðist annars staðar. Því hefði mátt búast við þessari breytingu, en það ylli vonbrigðum að ekki skyldu koma fram tilboð í 6 og 12 mánaða ríkisvíxla. „Það er engum vafa undirorpið að eftir að fjár- magnsmarkaðurinn opnast verða vextir miklu næmari fyrir allri óvissu í efnahagsmálum ekki síst vegna lausra kjarasamninga og það má búast við að það færist ekki kyrrð yfir markaðinn fyrr en eftir að kjarasamningalotunni lýkur,“ sagði Friðrik ennfremur. Meðalávöxtun 3ja mán. ríkisvíxla í útboðum, frá júlí 1993 til jan. 1994 % 10 Vaxtaákvörðun ríkis- stjórnar í nóv. 1993: Úr 8,11% 16,92% 6,27% Lægst4,41%, 8. apríl 1994 1993 1994 95 I I J 0 J ^ 1 1 A J 0 J Ahyggjuefni Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, sagði að þessi vaxtahækkun væri áhyggju- efni, en hún væri ekki aðeins til komin vegna þeirrar óvissu sem væri á vinnumarkaði heldur ekki síður vegna óvissu á fjármagns- * Islenskt-franskt eldhús hf. Sala sex- faldast á milli ára ÚTFLUTNINGUR á matvörum frá fyrirtækinu Islensku-frönsku eldhúsi hf. nam átta milljónum króna árið 1993, en í fyrra, árið 1994, seldi fyrirtækið matvörur til útlanda fyrir um 50 milljónir króna. Þegar íslenskt-franskt eldhús hf. var stofnað fyrir um ellefu árum fólst framleiðslan í fjórum patéteg- undum. Nú skipta tegundirnar tug- um auk þess sem fyrirtækið hefur ýmsar nýjungar á ptjónunum, en ekki hefur verið unnt að sinna inn- anlandsmarkaði sem skyldi vegna mikillar eftirspurnar erlendis. Eigendur fyrirtækisins segja ástæður söluaukningarinnar margar, ekki síst afrakstur kynningarátaks erlendis, en fyrirtækið flytur aðaliega út unnar matvörur til Bretlands, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Forsvarsmenn fyrirtækisins bíða nú spenntir eftir því að sjá hvað GATT- samkomulagið hefur í för með sér. Þar kunni að vera að opnast miklir möguleikar. Fram til þessa hefur fyrirtækið nær eingöngu selt fiskrétti til útlanda og sömuleiðis hefur það framleitt tilbúinn mat í flugvélar flugfélaga. ■ íslenskur matur/15 Selja gjald- eyri utan banka NOKKRIR útflytjendur hafa notfært sér aukið fijálsræði í gjaldeyrismál- um og selt erlendan gjaldeyri beint til innflytjenda án miliigöngu banka. Þessi viðskipti eru lögleg að mati fyrirtækjanna og viðskiptaráðuneyt- isins, en eru á „gráu svæði“ í gjald- eyrislögum, að sögn Barða Árnason- ar, aðstoðarbankastjóra Landsbank- ans. Talsmaður fyrirtækis sem hefur selt gjaldeyri beint til innflytjenda sagði að með því sparaðist munur á kaup- og sölugengi, sem er um 0,3%, og svokölluð yfirfærsluþóknun, sem er 0,5%. ■ Selja gjaldeyri/Bl SIGURÐUR Sveinsson, ald- ursforsetinn á norræna hand- knattleiksmótinu í Svíþjóð, en hann verður 36 ára í mars, varð markakóngur mótsins með 26 mörk. Þetta er annað alþjóðamót- ið í röð sem Sigurður er markakóngur, en hann skor- aði flest mörk, 28, á Reykja- víkurmótinu á dögunum. Bengt Johansson, landsliðs- þjálfari Svía, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að Sigurður væri ótrúlega góður leikmaður. „Það eru fáar betri skyttur enn hann. Ég hefði gjaman viijað hafa hann í mínu liði. Það er ótrúlegt að hann skuli vera 36 ára gamall,“ sagði Johansson. ■ Vildi hafa/Dl ESA gerir athugasemdir við 35% aukagjald á erlendan bjór Átti að afnemast með EES EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur sent fjármálaráðuneytinu formlegt bréf, þar sem gerð- ar eru athugasemdir við þá mismunun, sem erlend- ir bjórframleiðendur sæta við verðlagningu hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Ofan á cif- verð innflutts bjórs er lagt 35% aukagjald, áður en önnur álagning kemur til. Innlend bjórfram- leiðsla nýtur því verndar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins segir ESA þetta bijóta í bága við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Leggst af við afnám einkaréttar Gjaldið á innfluttan bjór var upphaflega 72% en hefur verið lækkað í áföngum. Ætluriin er að það verði lækkað áfram og leggist endanlega af í árslok 1996. ESA sættir sig hins vegar ekki við þá áætlun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stofnunin bendir á að afnámi gjaldsins hefði átt að vera að fullu lokið 1. janúar 1994, við gildis- töku EES-samningsins. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að aukagjaldið á innfluttan bjór hljóti að leggjast af, verði frumvarp ijármálaráðherra um afnám einka- réttar ríkisins á áfengisinnflutningi að lögum. „í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allir megi flytja inn áfengi til landsins, þótt smásöludreifingin sé áfram í okkar höndurn," segir Höskuldur. „Þessir aðilar ljúka sínum skilum til ríkissjóðs við innflutn- inginn, eins og þeir væru að borga toll. Það eru engin bein lagaákvæði til stuðnings þessari gjald- töku okkar, hún er hluti af álagningu okkar. Við getum ekki haft 35% aukaálagningu á erlendan bjór, ef allir aðrir, sem flytja bjór inn, eru ekki háðir slíkri gjaldtöku." Frumvarp fjármálaráðherra er lagt fram vegna athugasemda ESA við fyrirkomulag áfengisinn- flutnings hér á landi. Fyrir stuttu gaf EFTA-dóm- stóllinn það álit vegna finnsks dómsmáls, að einka- réttur ríkisins á áfengisinnflutningi bryti í bága við EES-samninginn. í gær úrskurðaði ESA að núverandi fyrirkomulag áfengiseinkasölu í Noregi væri ólöglegt, samkvæmt EES-samningnum, en Norðmenn hafa enn ekki brugðizt við athugasemd- um stofnunarinnar. Stjórnvöld fá sex vikna frest til að kippa málum sínum í lag eða áfrýja til EFTA-dómstólsins. ■ Norska áfengiseinkasalan/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.