Morgunblaðið - 05.01.1995, Side 1

Morgunblaðið - 05.01.1995, Side 1
FYRIRTÆKI Globus hf. skerpir áherslurnar/3 fjármAl Samkeppnisstaðan í upphafi aldar/4 SJÓNARHORN ísland og upplýs- ingahraðbrautin/6 Hlutabréf Hlutabréfaviðskipti hafa verið sáralítil nú eftir áramótin og verð lækkað í flestum tilvikum. Þannig áttu sér stað viðskipti með hlutabréf í íslandsbanka fyrir röskar 300 þúsund krónur í gær á genginu 1,15. Þetta er töluverð lækkun frá því fyrir áramót þegar gengið fór í 1,22 eftir miklar hækkanir á árinu. Álverð Verð á áli lækkaði lítilllega á málmmarkaðinum í London í gær. Daginn áður hafði verðið farið í hæstu hæðir í liðlega fjög- ur ár eða í 2,042 dollara tonnið. Þegar síðustu viðskipti áttu sér stað í gær stóð verðið í 1,999 dollurum. Veitingastaðir Allir þekkja þá sprengingu sem orðið hefur í veitingarekstri í miðborginni. í fréttabréfi Þróun- arfélags Reykjavíkur er áætlað að vínveitingastaðirnir í þessum borgarhluta séu nú á áttunda tug og rúmi alls um 16 þúsund gesti. í borginni allri séu hins vegar um 140 vínveitingastaðir sem rúmi um 26 þúsund gesti. SÖLUGENGI DOLLARS Erlendir ferðamenn á íslandi 1993 og 1994 ###### Heildarfjöldi Frá Norðurl. samtals 47.083 Finnlandi Hollandi Danmörku Svíþjóð Noregi Bretlandi Frakklandi Þýskalandi Japan Bandaríkjunum Sviss 1993 1994 157.326 179.241 Breyting +14% Tæplega 180 þúsund ferðamenn Erlendir ferðamenn voru 179.241 talsins á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum frá Ferðamálaráði og er þetta um 14% aukning frá árinu 1993. Nemur aukningin um 25% á undanförnu tveimur árum en einkum er um að ræða aukinn straum ferðamanna frá nágrannalöndum okkar eins og sést á töflunni. Verði um svipaða aukningu að ræða á þessu ári munu koma hingað til lands um 200 þúsund erlendir gestir. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, benti á hér í blaðinu á gamlársdag að meira en helmingur gestanna á sl. ári eða um 90 þúsund manns hefðu komið hingað utan háannatimans. Þannig hefði skilað sér árangur af nýjum áherslum í vöruþróun og markaðssetningu á undanförnum árum. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum á sl. ári verða alls á bilinu 16 til 17 milljarðar króna sem er um 30% aukning á undanförnum tveimur árum. Nýstárleg viðskipti milli fyrirtækja Selja gjaldeyri milliliðalaust framhjá bönkum ÞAÐ FÆRIST nú í vöxt að fyrirtæki versli með gjaldeyri sín á milli án milligöngu bankanna og sleppi þannig við þóknun og mun á kaup- og sölugengi, sem nemur tæpu 1% af gjaldeyrisviðskiptum í banka. Þessi viðskipti eru á „gráu svæði“ í gjaldeyrislögum, að sögn Barða Árnason- ar, aðstoðarbankastjóra og yfirmanns alþjóðadeildar Landsbankans. Hann sagði að bankarnir myndu væntanlega mæta þessarri samkeppni með því að minnka svokallaða yfirfærsluþóknun. Talsmaður útflutningsfyrirtækis sem Morgunblaðið ræddi við sagði að það hefði selt gjaldeyri beint til inn- flytjenda síðan í september, eftir að hafa gengið úr skugga um lögmæti þess við Seðlabankann. Skipt væri við örfá innflutningsfyrirtæki og samið við þau um gjaldeyriskaup 2-3 daga fram í tímann. Báðir aðilar tækju áhættu um gjaldeyrisbreytingar. Þessi heimildarmaður vildi ekki geta fyrirtækisins til að forðast ásókn þeirra sem vildu kaupa gjald- eyri, en ekki vegna þess að menn væru að pukrast með þessa sölu, enda væri hún fyllilega lögmæt. Þóknun kann að minnka Hann sagði að þessi sala væri enn sem komið er tiltölulega lítil, eða upp á kannski um 300 milljónir króna af nokkurra milljarða veltu. Það munaði þó um að sleppa fram hjá bankakerfinu, því munur á kaup- og sölugengi dollarans væri um 0,3% og síðan bættist við þóknun, sem hefur verið 0,5%. Miðað við 300 milljón króna sölu sparast því tæpar 2,5 milljónir með beinum viðskiptum út- og innfiytjenda, en bankarnir tapa sömu upphæð. Barði Árnason sagði að bein við- skipti milli fyrirtækja væru á „gráu svæði“ þar sem þau virtust stangast á við ákvæði gjaldeyrislaga um hand- hafa gjaldeyrisleyfa, sem hingað til hafa verið bara bankar. Hann sagði að bankarnir hefðu tekið 0,5% yflr- færsluþóknun, en af henni hafi allt að 60% farið til ríkisins. Hlutur ríkis- ins af þóknuninni hefði þó farið stigminnkandi, væri nú 15% og félli niður um næstu áramót. Bankarnir væru ekki lengur skyldaðir til að inn- heimta þetta gjald og því væri liklegt að það yrði minnkað eða fellt niður til að mæta samkeppni fyrirtækj- anna. Kjartan Gunnarsson, deildar- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, sem var formaður nefndar um breytingar á gjaldeyrisreglum, sagði að bein við- skipti milli fyrirtækja væru ekki ólög- leg, en hins vegar þyrfti að útfæra nánar starfsreglur um slík viðskipti til að eyða öllum „gráum svæðum". Fyrirtækin yrðu að inna af hendi upplýsingaskyldu um þessi viðskipti, en hún ætti ekki að hindra aukið frelsi í gjaldeyrismálum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins stunda fleiri en eitt fyrir- tæki gjaldeyrisviðskipti utan banka- kerfisins, en ekki er víst hve mikil þau umsvif eru. Til dæmis sögðu talsmenn Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna og íslenskra Sjávaraf- urða að þau fyrirtæki hefðu ekki tekið þátt í slíkum viðskiptum. ISLENSKI LÍFEYRISSJÓÐURINN fyrir betri framtíð Islenski lífeyrissjóðurinn hf, séreignasjóður í umsjá Landsbréfa, hefur sýnt bestu ávöxtun séreignasjóða sl. prjú ár. • Félagar í sameignarsjóðum geta greitt viðbótariögjald í íslenska lífeyrissjóðinn og aukið þannig framtíðarlífeyri sinn • Fullgildur lífeyrissjóður og öllum opinn. • Innborganir með vöxtum og verðbótum eru séreign sjóðfélagans Ráðgjafar Landsbréfa hf. og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land veita allar frekari upplýsingar Inneign í sjóðnum erfist Taka lífeyris getur hafist þegar sjóðfélagi er 60 ára Inneign er greidd út við varanlega heilsubilun 10 LANDSBREF HF. Landsbankinn stendur með okkur SUOURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, S 91 5889200, BREFASÍMI 91 5888 5 98

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.