Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 B 5 Coca-Cola í auglýsinga- stríði vegna ísbjarnar Bosíon. Morgunblaðið. keppni ríkti í nýju starfsumhverfi þeirra. Þetta er dæmi um þann hag sem breskir skattgreiðendur hafa haft af frjálsri og eðlilegri samkeppni á síðustu árum, jafn- virði alls um 11 ma.kr. á viku eða um 600 ma.kr. á hveiju ári. Á síðustu misserum hefur verið deilt um afnám samkeppnishafta í landbúnaði. Innflutningur á land- búnaðarvörum er að mestu leyti bannaður nema á afurðum sem alls ekki er hægt að framleiða á íslandi og íslenskir neytendur greiða því hæsta verð í heimi fyr- ir landbúnaðarvörur sínar. Og ekki er nóg með að frumframleiðsla bænda njóti nærri fullkominnar einokunar heldur er úrvinnsla mjólkurafurða að heita má án samkeppni enda óhóflega dýr. Loks verður að nefna sjúkrahús og skóla en þjónusta þeirra er ásamt almannatryggingakerfinu viðamesti hluti opinberrar þjón- ustu þar sem engrar samkeppni nýtur. Oft er deilt um það hvort hagkvæmt sé að fela einkaaðilum þjónustu í mennta- og heilbrigði- skerfi. Þetta er alls ekki mergurinn málsins. Aðalatriðið er að fullkom- in einokun eða hömlur á sam- keppni hafa jafnskaðvænleg áhrif til að hækka kostnað og draga úr framleiðni í þessum greinum þjón- ustu eins og á öllum öðrum sviðum atvinnulífsins, hérlendis og erlend- is. Laun geta hækkað eðlilega og án verðbólgu eftir því sem framleiðni eykst Á íslandi hafa kennarar farið fram á 25% launahækkun og boð- að til atkvæðagreiðslu um verkfall til að knýja fram kröfur sínar. Laun kennara eins og annarra stétta geta hækkað eðlilega og án þess að valda verðbólgu eftir því sem framleiðni í störfum þeirra eykst. í kunnri skýrslu um sænsk efnahagsmál sem kennd er við Assar Lindbeck hagfræðiprófessor og út kom fyrir einu og hálfu ári er lagt til að framleiðni í skólum sé aukin með því að fjölga nem- endum á hvern kennara. Til að bæta menntun í Svíþjóð og auka framleiðni í skólakerfinu þar er jafnframt lagt til að skólar starfi fleiri daga á ári og kennt sé í fleiri klukkutíma á dag. Það hefur löngum verið talinn vottur um styrk efnahagslífsins hve vel hefur gengið að halda fullri atvinnu á íslandi. Atvinnuleysi var aðeins 3% árið 1992, 4,3% árið 1993 og í september sl. var hlut- fallið aftur aðeins 3,2%. Til saman- burðar er atvinnuleysi í mörgum ríkjum Evrópu um 10 til 12% eða hærra og um 7% í Bandaríkjunum en nokkru minna í Japan. Neðsta myndin til vinstri sýnir hvernig atvinnuleysi hélst nokkurn veginn stöðugt um sjö til tíu milljónir manna í ríkjum OECD árin frá 1950 til 1970 en þá tók við skyndileg aukning. Á áttunda áratugnum riðu tvær hækkanir olíuverðs yfir, Bretton Woods gjaldeyriskerfið brast og gengi gjaldmiðla tók að fljóta, verðbólga fór vaxandi og margar þjóðir misstu tökin á ríkisfjármálum sín- um um skeið. Allt þetta hafði áhrif til að auka atvinnuleysi. Þyngst vegur þó vafalaust stóraukin vinna kvenna utan heimilis á þessum árum. Þar sem konur eru jafnvíg- ar körlum í störfum í flestum greinum mætti segja að með auk- inni atvinnuþátttöku hafi konur rutt óhæfari körlum úr vegi og yfir á framfæri ríkisins. Um tíu þúsund manns atvinnulausir á íslandi á fullum launum? Á íslandi leiddi aukin þátttaka kvenna í framleiðslu og þjónustu utan heimilis ekki til vaxandi at- vinnuleysis á áttunda og níunda áratugnum. Sá árangur er þó ef til vill ekki allur þar sem hann er séður. Framleiðni íslenskra fyrir- tækja og stofnana er í mörgum tilvikum mun minni en sambæri- legra fyrirtækja og stofnana í öðr- um löndum og sú niðurstaða bend- ir til þess að þau kunni að vera ofmönnuð. Með því að binda fólk við störf með minnkandi fram- leiðni er dregið úr orku þjóðarbús- ins til að nýta vinnuaflið þar sem það skilar mestu. Til viðbótar við þá fjögur til fimm þúsund íslend- inga sem skráðir eru atvinnulausir nú kynnu að vera um tíu þúsundir vinnandi manna sem eru í reynd atvinnulausir en þó á fullum laun- um. Þeir eru atvinnulausir í þeim Skilningi að framleiðsla fyrirtækja þeirra eða stofnana eða atvinnu- greina þyrfti ekki að minnka þótt þeir hyrfu úr starfi. Arðsemi íslenskra fyrirtækja er aðeins um fjórðungur til helmingur af því sem algengt er meðal við- skiptaþjóðanna. Launakostnaður er mun hærra hlutfall í rekstri fyrirtækja á íslandi en annars staðar. Launin eru þó síst hærri hér og skýringin er lág fram- leiðni. Þessi samanburður nær til atvinnufyrirtækja þar sem hægara er um vik að bera saman árangur en sama niðurstaða fengist líklega einnig við ef unnt væri að bera saman framleiðni í opinberri þjón- ustu hér og annars staðar. Samkeppnisstaða er mælikvarði á árangur við að auka framleiðni Þjónustugreinarnar eru raunar sérstaklega áhugaverðar í ljósi samkeppnisstöðu íslands í fram- tíðinni, opinber þjónusta ekki síður en þjónustufyrirtæki í einkaeigu. Um 62% vinnandi manna starfa við verslun, þjónustu og samgöng- ur. Það skiptir því miklu máli hvernig til tekst við að auka fram- leiðni í þessum greinum. Um 11% vinnuaflsins starfa við fiskveiðar og fiskvinnslu. Til að sýna mikil- vægi þjónustugreina fyrir sam- keppnisstöðu þjóðarinnar í fram- tíðinni mætti nefna að 1% fram- leiðniaukning þar vegur nú þyngra en 5% framleiðniaukning í sjávar- útvegi. Það þyrfti 1,7% fram- leiðsluaukningu á mann í þjón- ustugreinunum til að skila þjóðar- búinu 1% tekjuaukningu á mann en hvorki meira né minna en 9,4% framleiðsluaukningu á mann í sjávarútvegi til að ná sama ár- angri. íslendingum hefur ekki tekist eins vel að auka tekjur á mann í þjóðarbúskapnum eins og þær þjóðir sem við jöfnum okkur sí- fellt saman við. Samkvæmt ofan- greindri skilgreiningu á sam- keppnisstöðu er hún því lakari hér en víðast í nágrannalöndunum. Þess vegna er mikilvægt að halda þannig á næstu árin að við náum að framleiða jafnmikið eða meira á mann og aðrar þjóðir og að hver vinnandi hönd auki við framleiðslu sína ár frá ári í sama takti og aðrir. Samkeppnisstaðan er mæli- kvarði á það hvernig þetta tekst. í ríkjum OECD er um 2,5% hagvöxtur árlega hið eðlilega ástand. Þróunarríkin og nýiðnað- arríkin búa við hagvöxt sem er miklu meiri en í iðnríkjunum en mismunurinn stafar m.a. af reikn- ingshaldslegum ástæðum. Mikill hluti atvinnustarfsemi í þróunar- ríkjum er utan markaðskerfisins, t.d. vinna á heimilum. Á hærra stigi þróunar er meiri þjónusta keypt að og oftast eru tvær fyrir- vinnur á hveiju heimili. Mun hærra hlutfall framleiðslu og þjónustu er þannig talið með í þjóðhags- reikningum og jafnvel þótt fram- leiðslustigið sé í sjálfu sér ekki miklu hærra mælist framleiðsla og þar með tekjur hærri. Keppi- kefli íslendinga ætti að vera að jafna tekjumissinn síðan árið 1988 og halda síðan líkum hagvöxti og í iðnríkjunum. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Vcrðbréfamarkaðs íslands- banka hf. FYRIRTÆKIÐ Coca-Cola er nú kom- ið í auglýsingastríð við lítinn gos- drykkjaframleiðanda, Polar, í borg- inni Worcester í Massachusetts vegna auglýsingar með ísbirni ekki ósvipuð- um þeim, sem Coca-Cola hefur notað í auglýsingum sínum í hartnær tvö ár. Auglýsingar Coca-Cola sýna tölvu- teiknaða ísbirni drekka mest selda svaladrykk heims undir norðurljósum og jólatijám. í auglýsingu Polar er hins vegar hent gaman að auglýs- ingaherferðinni. Þar sést rymjandi ísbjörn henda kókdós í ruslatunnu, sem merkt er „höldum heimskautinu hreinu“, og velja síðan sæll á svip sódavatn frá Polar í staðinn. „Okkur finnst ekki hægt að líða þessa auglýsingu," sagði Bob Bert- Hoogovens spáirmeiri bata 1995 tjmuiden, Reuter. HOLLENZKA stál- og álfyrirtækið Hoogovens NV kveðst búast við að fjárhagsleg afkoma fyrirtækisins haldi áfram að batna. í yfirlýsingu frá Hoogovens segir að stál- og álumsvif fyrirtækisins muni njóta góðs af áframhaldandi hagvexti, sem gera megi ráð fyrir í Evrópusambandinu og Bandaríkjun- um, og því megi búast við að afkom- an haldi áfram að batna á árinu. Hoogovens segir að nettóhagnað- ur af venjulegum umsvifum hafi aukizt talsvert síðari hluta árs 1994 samanborið við fyrri hluta ársins, eins og áður hafi verið spáð. Árið 1993 varð halli upp á 172 milljónir gyllina (98.5 millj. dollara) á venjulegum umsvifum Hoogovens, en fyrri hluta árs 1994 skilaði fyrir- tækið 63 millj. gyllina (36.1 millj. doljara) nettóhagnaði. I nóvember hermdi Hoogovens að áldeildin hefði aftur farið að skila hagnaði síðari hluta árs 1994, en tap yrði þó á rekstrinum allt árið. Stál- deildin fór aftur að skila hagnaði síðari hluta árs 1993. -----♦ ♦ ♦ Luxair- maður tekur við AEA Briissel. Reuter. STÆRSTU flugfélög Evrópu hafa skipað forstjóra eins minnsta flug- félags álfunnar, Roger Sietzen frá Luxair, forstöðumann þrýstihóps þeirra — sambands evrópskra flug- félaga (Association of European Airlines). Sietzen tekur við af landa sínum Jacques Santer, tæpum mánuði áður en Santer tekur við starfi for- seta framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins. Sietzen tekur við að forstjóra KLM, Pieter Bouw. Eitt fyrsta verk Sietzens verður að setja sig í samband við fram- kvæmdanefndina. AEA beitir sér fyrir því að nefndin komi á hag- kvæmara flugumferðareftirliti í Evrópu. ----.♦ ♦ ♦---- Stokkhólmur Vel að vígi STOKKHÓLMUR stendur best að vígi í baráttunni um að verða mið- stöð verðbréfamiðlunar á Norður- löndum. Ef verðbréfamarkaðurinn í Kaupmannahöfn á að laða að meiri viðskipti þurfa menn þar að vinna saman að því stefnumáli, en lítil eining virðist vera um það mál, segir í danska viðskiptablaðinu Borsen. ini, talsmaður Coca-Cola. „Venjulega virðum við máttlausar eftirhermutil- raunir að vettugi vegna þess að neyt- endur vita að Coca-Cola er sér á báti... Polar fyrirtækið hefur hins vegar farið yfir strikið og við ætlum að veija vörumerki okkar og fram- leiðslu af harðfylgi fyrir dómstólum." Réttur Coca-Cola er hins vegar ekki jafn skýlaus og talsmaðurinn vildi vera láta. Fyrirtækið Polar var stofnað fyrir 112 árum og mest allan þann tíma hefur ísbjörninn Orson verið lukkudýr fyrirtækisins. Myndir af Orson eru á gosdrykkjaílátum Polar og tíu metra hár uppblásinn ísbjörn situr á þaki höfuðstöðvanna. „Allar okkar pakkningar, okkar markaðsstefna [felst í] ísbirninum," sagði Christopher Crowley, varafor- seti Polar, í samtali við fréttastofuna AP. Að sögn Crowleys voru viðskipta- vinir Polar ráðvilltir þegar ísbjamar- auglýsingar Coca-Cola voru fyrst sýndar í febrúar árið 1993, en stjórn- endur fyrirtækisins ákváðu að aðhaf- ast ekkert um sinn. Þótti fyrirtæki, sem seldi framleiðslu sína fyrir 75 milljónir Bandaríkjadollara á ári, eiga lítið í hrammana á fyrirtæki með 13,9 milljarða dollara árssölu að sækja. Ný auglýsing Coca-Cola hefði verið dropinn, sem fyllti mælinn. Byijað var að sýna auglýsingarnar rétt fyrir jól. Coca-Cola krafðist þess þegar að sett yrði dómsbann á sýn- ingar Polar-auglýsingarinnar. Polar svaraði með gagnstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.