Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ísland og upplýs- ingahraðbrautin Sjónarhorn Með vaxandi afköstum tölva og gagnaneta er hlutverk upplýsingatækni að vaxa í þjóð- félaginu. í stað talsíma og bréfaskipta, koma myndsímar, talpóstur, og lifandi handbækur með tali og kvikmyndum. Gísli Hjálmtýsson skrifar hér um þá hlið upplýsingabyltingarinnar sem er hvað mest í kastljósinu um þessar mundir og hann telur breytingar á atvinnu- háttum og þjóðfélagsskipan verða gríðarlegar. Notkunarsvið Burðarþörf Stuðull Hratt upphringimótald b • bitar á sekúndu 14,4 Kb 0,2 Talsími 64 Kb 0,6 Tónlist, geisladiskgæði 128 Kb 1,2 Háhraðanet Pósts & síma 2 Mb 20 Dæmigert staðarnet 10 Mb 100 Myndsími 10 Mb 100 Sjónvarp 30-40 Mb 400 Hágæðasjónvarp 120-900 Mb 2.000 Samskipti ofurtölva 10 Gb 100.000 Afkastaþörf eftir notkunarsviði. Stuðull sýnir hinn gríðarlega mun á afkastakröfum eftir sviði. Gísli Hjálmtýsson ESS er skammt að bíða að íslenskir viðskiptajöfrar taka þátt í myndrænni símaráðstefnu með við- skiptavinum í Evrópu og Japan sam- tímis, án þess að yfirgefa eigin skrif- stofu. Grunnskólanemar fara í sýnd- arheimsókn í byggð mörgæsa á suð- urskautinu. Stúdentar sækja fyrir- lestra frá heimilum sínum, hvort sem er á Akureyri eða Garðabæ. í Há- skóla íslands mætir prófessor tii starfa um miðja nótt til ljúka við samstarfsverkefni með kollega sín- um á Fiji. Aðstoðarmaður forsætis- ráðherra í stjómarráðshúsinu hreytir fúkyrðum í frönsku samninganefnd- ina í París, sem þverskallast við að leyfa fijálsan innflutning á fersk- fiski. Þessar breytingamar eru ekki bara draumaheimur tæknisinnaðra tölvuskjárýna, þar sem tölvukassinn með tali, tónum og myndum mynd- hverfist í viðmælanda og samstarfs- mann, heldur er hér um að ræða gríðarleg tækifæri fyrir fyrirtæki og almenning í öllum löndum, ekki síst íslendinga. „ísland er eyja, langt frá öðmm löndum'." Þannig hófst mín bama- skólakennsla í landafræði. Til að vinna bug á þeirri einangrun sem því fylgir var gert þjóðarátak í byrj- un aldarinnar um stofnun skipafé- lags, er tryggja myndi siglingar til íslands og þar með samband við út- lönd. Um miðja öldina urðu flugsam- göngur þjóðbraut samskipta og færðu þjóðina nær miðpunkti sam- félags þjóðanna. Á sama tíma byggði þjóðin upp samgöngur innanlands, samhliða uppbyggingu símakerfis um landið og talsambands við út- lönd. Allt gerði þetta okkur íslend- ingum kleift að koma vörum okkar á markað erlendis, dreifa vamingi innanlands, og taka virkan þátt í alþjóðamálefnum. Úrbætur í sam- göngum og fjarskiptum hafa þannig verið einhver mikilvægasti þátturinn í stökki íslands frá sjálfsþurftar- bændamenningu síðustu aldar yfír í nútímaþjóðfélag með einhver bestu lífskjör í heimi. En hátekjustörf framtíðarinnar era hvorki í súráli, né þorskflökun; þess í stað verður framtíðarhagsæld þjóðarinnar að byggjast á mannauði. Þrautasaga orkufreks iðnaðar gefur litla von um veralega auðlegðtil þjóð- arinnar með orkusölu. Þróun í físk- vinnslu og fískleysi, sem engan endi sér fyrir, er ekki uppörvandi sem undirstaða framtíðarvelsældar á Is- landi. Heildarafrakstur af fiskm- okstri virðist minnkandi, og allavega ekki vaxandi miðað við það sem var. Á sama tíma er hugvit, s.s. þekking, hönnun og stjómvit að verða ein dýrmætasta verslunarvaran á al- þjóðamarkaði. Hraðbraut upplýsinganna Tæknileg forsenda upplýsinga- samfélagsins eru framfarir í ljós- tækni, öflugri örgjörvar og ódýrir geymslumiðlar. Flestir hafa orðið varir við gríðarlega afkastaaukningu tölva; nýr afkastahákur í dag er afd- önkuð snigilmaskína tveimur áram seinna. Færri vita að á síðustu árum hefur burðargeta glerþráða vaxið enn hraðar en afköst örgjörva. Þetta gjörbreytir forsendum í símtækni og tölvusamskiptum. Útbreiðsla ljós- rænna samskipta hnykkir auk þess endanlega á um að stafræn upplýs- ingamiðlun leysi af hólmi flaumræn- ar (e. analog) aðferðir við þráðræn samskipti. Vegna þessa er tækni sem beitt er við tölvusamskipti, dreifingu myndefnis og símtækni að verða nánast sú sama. Minnkandi sérstaða samskipta- tækni mismunandi miðla varð fyrir allmörgum áram kveikjan að um- ræðu um samnet allra gagna (ISDN). Á þeim tíma voru tölvusamskipti óveraleg, og mótaðist hönnun og staðlar samnetsins að mestu við þarf- ir símakerfísins. Hönnunin hentar ágætlega fyrir rólegri gagnaskipti en er óhentug fyrir meira krefjandi miðla, og kemur illa til móts við afar mismunandi afkasta- og þjónustukr- öfur sem gerðar era til samnetsins (sjá töflu). í lok síðasta áratugar hófst vinna við endurhönnun sam- netsins sem leiddi til rannsóknar-, hönnunar- og staðlavinnu sem enn er í gangi. Netið er hannað með til- liti til gríðarlegrar burðargetu gler- þráða og ætlað að mæta hinum margvíslegu og stundum þverstæðu kröfum um afköst og gæði sendinga. Ólíkt símanetum er hið nýja ofur- hraða samnet (B-ISDN) pakkanet sýndarrása. Netið er byggt á aga- lausum sendimáta og treyst á lík- indafræðina að gagnaflutningur gangi (stór)slysalaust. Samnetið er ólíkt hefðbundnum tölvunetum hvað það varðar að líta má á tengingu milli éndastöðva sem bindandi samn- ing milli netsins og notenda um til- tekin afköst og gæði sendingar. Þó hefðbundin símtenging sé í raun trygging á burðargetu sem svarar einni talrás, era skuldbindingar um gæði sendinga óþekkt í eldri upplýs- inganetum. Flestir notendur tölvu- kerfa þekkja tafir og jafnvel hrun á miklum álagstímum. Til að tryggja afköst og gæði er heildarálagi nets- ins stjómað jafnframt því sem lög- regla netsins fylgist með að sendend- ur sendi ekki umfram umsamin af- köst og yfirfylli þannig netið. Sam- netið býður litla sem enga sérþjón- ustu til notenda, en er þess í stað burðarnet fyrir hvað sem er. Pakkasendingar eru senditækni tölvuneta, og gefa samnetinu sveigj- anleika til að glíma við mismunandi markmið sendenda. í raun er pakka- sending svipuð gámaflutningum; sendandi setur hvað hann vill í pakk- ann en flutningsaðilinn - samnetið - tekur að sér að koma pakkanum á leiðarenda. Samnetið þarf ekki að vita neitt um innihald pakkans til flytja hann á áfangastað. Með þessu móti er samnetið ónæmt fyrir því til hvers verið er að nota það, og þann- ig von til að ný notkunarsvið (óþekkt í dag) geti nýtt sér netið í framtíð- inni. Til að einfalda hnúta netsins eru allar upplýsingaeindir samnets- ins jafn stórar. Agalaus sendimáti er líkt og rifr- ildi á kaffihúsi; hver sem vill tala hefur upp raust sína án tillits til annarra. I raun er þetta þó ekki ólíkt gámaflutningum, þar sem sendendur koma með gáma sína til flutningsað- ila eftir sínum hentugleik án ná- kvæms tillits til áætlunar skipa. Vandamál í samnetinu sem af þessu skapast stafa af notendum sem ekki mega bíða, svo sem sjónvarpi og síma. Af þessum sökum var talsvert rætt um að aga sendendur. í gáma- flutningum myndi slíkt samsvara að sendandi tæki frá pláss, óháð því hvort hann noti plássið eða ekki. Niðurstaða netspekúlanta varð sú að vegna vannýtingar flutningsmiðilsins sem hlýst af ónýttum plássum myndi slík aðferð reynast of dýr og óþjál. Þá telja menn að ef burðargeta nets- ins er gríðarleg, sé ólíklegt að tíma- næmar sendingar bíði lengi; í raun, ef skipið er stórt er ólíklegt að for- gangsgámar komist ekki um borð. Ávinningur íslendinga Möguleikar íslendinga sem „upp- lýsingaþjóðfélags eru margvíslegir. Mönnum er tíðrætt um aðstöðumun landsbyggðarinnar og Reykjavíkur, en ekki er minna um verður aðstöðu- munur framúrstefnumanna á íslandi og erlendis. Með ofurhraða samneti gefst okkur tækifæri að minnka þennan mun. Stórþjóðir heimsins gera nú áætlanir og tilraunir með fjarkennslu, fjarlækningar, stafræn bókasöfn, margmiðlun og fleira á sínum upplýsinganetum. Æ fleiri notendur um allan heim tengjast al- netinu, Internet, og fara þar hamför- um á vefnum mikla - World Wide Web. íslendingar eru engir eftirbátar annarra í að tengjast netinu, en markviss notkun fyrirtækja er óvera- leg og stefnumörkun stjórnvalda og hagsmunaaðila er hvergi að fínna. Fjarkennsla á landi sem Islandi er í senn hagkvæm leið til kennsiu og um leið sterk byggðastefna. Gildir þar einu hvort litið er innan lands eða utan. Hversu margir flytjast til Reykjavíkursvæðisins til skólagöngu, eða ílendast erlendis eftir að hafa árum saman dvalið þar við nám. Þá er í nútíma þjóðfélagi umróts og breytinga nauðsynlegt að hafa að- gang að símenntun. Fyrir flestar stéttir tækni- og menntafólks er slíka menntun einungis að fá erlendis. Fjarkennsla getur verið bæði á formi útgefíns námsefnis til sjálfnáms, þar sem tvinnað er saman texta, tali og myndum, en einnig í formi kennslu- varps, þar sem til dæmis nemendur sækja fyrirlestur í Háskóla íslands. Stafrænir viskubrannar, bókasöfn framtíðarinnar, era nú reist af kappi erlendis. Mikilvægt er að við íslend- ingar reisum okkar eigin, en þó jafn- vel enn meira áríðandi að geta kom- ist í erlend söfn. Þetta krefst öflug- rar samskiptabrautar yfir hafíð, samninga við aðrar þjóðir um að- gang, og íslenskun að einhveiju marki á hugbúnaði og leiðbeiningum til að nálgast þessi söfn. Við íslend- ingar erum nýbúnir að kyngja, stolt- ir, reikningnum fyrir glæsilegri þjóð- arbókhlöðu. F'yrir örsmátt brot af þeim fjárhæðum sem þar var eytt mætti koma íslendingum í samband við öll helstu upplýsingasöfn heims- ins. En alnetið og vefurinn mikli eru einnig mikilvæg fyrir almenna upp- lýsingamiðlun. Með aðstoð netsins dreymir ofríkishrædda Ameríkana um að minnka megi umsvif og kostn- að hins opinbera, gera stjórnsýslu- upplýsingar aðgengilegri og miðlun þeirra skilvirkari. Þó slíkur ofríki- sótti sé ekki eins áberandi hér á landi, er stjómsýsla hér gríðarlega dýr og dreifíst á fárra hendur. Stórlega mætti til dæmis draga úr prentunar- kostnaði, og skriffinnsku, með auk- inni notkun vefsins á alnetinu. Stór hluti vinnu hvarvetna í þjóðlífinu er endurskráning, afritun og endur- vinnsla upplýsinga. Hér er ekki átt við bókhaldsgögn, heldur alls kyns skýrslur, reglugerðir og fleira. Dæmi um slíkan vinnusparnað er lagasafn, sem nýverið var boðið á tölvutæku formi á geisladiski. Með stafrænum upplýsingabanka aðgengilegum lagagrúskurum hvarvetna, mætti gera safnið enn aðgengilegra og bjóða sýndarleiðir að safninu eftir þörf hvers notanda. Þó sumum kunni að virðast þetta gömul tugga um pappírslausa skrif- stofu framtíðarinnar, mun samnetið trauðla forða skógum heimsins frá frekari eyðingu. Hitt er annað mál að innan skamms verður það jafn sjálfsagt að skoða efni á alnetinu eins og að lesa blöð og bækur. Birt- ing á alnetinu mun innan tíðar ná til stærri hóps en birting í nokkra dagblaði. Ennfremur munu notendur vefsins mikla sía út efni úr þeirri ofgnótt sem þeim berst, sem fyrir útgefendur jafnast á við markhóps- dreifingu (e. direct mail) og gerir þannig vefínn að markvissari dreif- ingarmiðli en póstlista eða frétta- miðla. Fyrir einkafyrirtæki er nýting vefsins ekki minna mikilvæg. Líkt og með lagasafnið, gæti vefurinn leyst af hólmi stóran hluta pappírs- austurs, og gert sívirkt viðhald hand- bóka og vörulista á mörgum tungu- málum fýsilegt. Með hjálp margmiðl- unar á samnetinu munu fjarfundir - þ.e. myndrænir símafundir - fljót- lega leysa af hólmi stóran hluta sölu- og innkaupaferðalaga, og opna nýjar dyr á útflutningi fullunninna sölu- vara. íslenskum seljendum hvers kyns vélrænna og hugbúnaðarkerfa gefst kostur á að aðstoða viðskipta- vini sína á hagkvæman hátt til jafns við erlenda keppinauta með sýndar- heimsóknum og handleiðslu yfír sam- netið. Fyrir íslenska vísinda- og fram- úrstefnumenn er aðgangur að upp- lýsingum erlendis lykilatriði. I dag er rannsóknar- og þróunarstarf á íslandi í lágmarki og Háskóli íslands sveltur. Þó frumrannsóknir hérlendis verði seint viðamiklar er þörf á kröft- ugu starfi hagnýtra rannsókna og þróunar. Hér er þörf á algerri kú- vendingu í ijárveitingum og viðhorfi. Þá er grundvallarforsenda þess að slíkt starf geti skilað árangri að ís- lenskir hugvitsmenn hafí aðgang að upplýsingum erlendis frá og geti á auðveldan hátt fylgst með nýjungum. í dag er sambandið yfír hafið flösku- háls í nýtingu alnetsins og brani um vefínn mikla. Þörf er skjótra úrbóta, og um leið skilnings á að notkunar- þörfín vex veldisvexti og því þarf tengibrautin til útlanda að vaxa stöð- ugt á næstu árum. Islenskt hugvit er framtíð okkar allra. Á meðan flestir ráðamenn þjóð- arinnar einblína á þorsk og við dund- um okkur við að ergja frændur okk- ar Norðmenn í Smugunni, eru aðrar þjóðir heimsins að leggja grunninn að hálaunastörfum framtíðarinnar. Niðurstöður þeirra bollalegginga virðast einróma - hátekjugreinar næstu ára eru á sviði hugbúnaðar- gerðar, verkfræði og annarrar þekk- ingarþjónustu. Á íslandi þýðir þetta ekki algert fráhvarf frá sjávarsíð- unni, heldur leiðréttingu þess mis- skilnings að afrakstur hafsins sé bundinn við þorsk. Við búum yfir þekkingu og reynslu, og eigum auk þess hægt um tilraunir á ýmsum sviðum veiðitækni, fiskverkunar og fleiri greina er tengjast hafínu. Aðr- ar hugvitsgreinar sem eru vel sam- keppnishæfar eru á sviði orkumála og hugbúnaðargerðar. Án góðrar upplýsingabrautar minnkar sam- keppnishæfni þessara greina og þau fyrirtæki sem nú vinna brautryðj- endastarf munu annaðhvort dragast aftur úr samkeppnisaðilum erlendis, eða flytja úr landi. Hvað þarf að breytast Til að ísland verði virkur þátttak- andi í upplýsingasamfélagi hrað- nálgandi framtíðarinnar þarf kraft- mikil brautryðjendavinna að hefjast sem fyrst. Upplýsingasamfélagið knýr ekki dyra á Islandi, heldur verð- um við sjálfir að byggja upp heim- reiðar og tengivirki, og stuðla á annan hátt að hagkvæmri hagnýt- ingu tækninnar hér á landi. Þó að Póstur og sími hafi á síðustu árum fjárfest verulega í gagnaflutnings- kerfi landsins er enn meiri'fjárfest- inga þörf. Koma þarf upp ofurhröðu samneti á íslandi og geysiöflugum tengilínum til útlanda, langt umfram það sem nú er áætlað. Leggja þarf fleiri glerþræði og endurbæta högun glernetsins bæði á landsbyggðinni, en þó enn frekar í Reykjavík þannig að staðbundnar bilanir hafi lág- marksáhrif á þjónustu netsins. End- urnýja þarf heimæðar, þannig að' almenningur hafi greiðan aðgang að netinu, og að nemendur geti frá heimilum sínum hagnýtt sér netið við nám. Koma þarf á fót upplýsingamið- stöðvum með öflugum tölvum til að þjóna netinu og notendum. Til að jafna álag á netinu og lágmarka þjónustuáhrif bilana, þarf að dreifa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.