Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 B 7 slíkum miðstöðvum um landið og Reykjavíkursvæðið. Til að hagnýta megi margmiðlun til fjarkennslu og upplýsingaöflunar þarf að auka fjölda og afköst notendatölva í skól- um, spítölum, bókasöfnum, fyrir- tækjum og heimilum. Stuðla þarf að aukinni notkun almennings á upplýsingatækninni og hvetja heim- ilin til að tengjast upplýsinganetinu. Takast þarf á við séríslensk mál- efni, einkum málefni íslenskunnar, þýðingar og aðlögun hugbúnaðar þannig að netið nýtist sem flestum. Efla þarf glorsoltinn Háskóla ís- lands til að hann megi þjóna hlut- verki sínu sem miðstöð þekkingar pg undirstaða þekkingariðnaðar á íslandi. Þó kvartað sé yfir kostnaði við Háskólann og kallað á niður- skurð er hámenntun þjóðarinnar að stórum hluta þegar á framfærslu annarra þjóða, sem fyrir frændskap pg hreina góðmennsku kosta fjölda Islendinga til náms. Auðvitað er sama hvaðan gott kemur, en tímar ' velmegunar á grundvelli hráefnis- sölu eru að líða, og þess í stað er það hugvitið sem verður í askana látið. Því er ekki bara þörf á að Háskóiinn fóstri þekkingu er varðar samnetið og upplýsingatæknina, heldur er rannsóknarvinna og öflug þekkingarmiðstöð í Háskóla Islands forsenda þess að þekkingariðnaður geti þrifist í landinu. Stefnumótun/Stefnubreyting Án stefnumörkunar stjórnvalda, og hagsmunaaðila verður samnetið tæplega reist svo vel gagnist. Til þarf að koma yfirlýst markmið og skuldbinding um að veita upplýs- ingarhraðbrautinni brautargengi. Uppbygging samnetsins er þjóð- þrifamál, og ekki óeðlilegt að kostn- aður við uppbyggingu og rekstur þess greiðist af almannafé, líkt og gildir um vegagerð, flugvelli og hafnarmannvirki. Marka þarf at- vinnustefnu þekkingar og upplýs- inga með Háskóla íslands í öndvegi. Hyggja þarf að þeirri hættu að á ísíandi myndist upplýsingaaðall þeirra sem hafa þekkingu og aðgang að netinu, meðan hinir þegnarnir dragast aftur úr í lífskjörum. Til að koma í veg fyrir að svo fari verður að tryggja öllum aðgang að upplýs- ingum á sem ódýrastan hátt, og að mestu án beinnar gjaldtöku fyrir notkun. Allt þetta kallar á umtalsverða stefnu- og viðhorfsbreytingu frá ráðamönnum og almenningi. Þó Póstur og sími veiji árlega stórfé til uppbyggingar á þessu sviði, greiðir hann nú áþekka upphæð í samneysl- una. Á meðan aðrar þjóðir veita gríðarlegum upphæðum í uppbygg- ingu upplýsingamála, erum við að hefta uppbyggingu þeirra hér með stórfelldri skattheimtu. Þessu verður tafarlaust að breyta, annaðhvort með lækkun gjaldskrár Pósts og síma, sem myndi örva notkun, eða þá að veita þessu fé á annan hátt beint aftur til upplýsingamála. Þá er áríðandi að hagsmunaaðilar, svo sem Verslunarráð, iðnrekendur og sveitarfélög, láti ekki sitt eftir liggja. Hagræði í rekstri, nýir möguleikar í markaðsmálum erlendis, og sam- netið sem auglýsinga- og sölumiðill ættu að vera nægilegir hvatar til að ýta úr vör. Lokaorð Þjóðir heims stefna nú af miklum krafti inn i nýja öld upplýsinga, þar sem markaðstorgin verða sýndar- kauphallir á vef upplýsingahrað- brauta. Helstu söluvörurnar verða þekking, upplýsingar og annað hug- vit. Hráefnin er að finna í mannauði og viskubrunnum hverskonar. Sam- keppnishæfni fyrirtækja og þjóða mun ráðast af þekkingu, aðgengi að upplýsingum og því hversu vel þeim tekst að hagnýta sér þá nýju upplýsingatækni sem ryður þessum breytingum braut. Hraðbraut upp- lýsinganna er kjörið tækifæri fyrir okkur íslendinga að minnka ein- angrun þjóðarinnar og virkja hina nýju tækni sem hvata framfara og nýsköpunar í atvinnulifi vaxandi velmegunar á komandi árum. Höfundur stundar doktorsnám í háhraða tölvunctum og dreifðuin kerfum við University of Californ- ia, Santa Barbara. Um 15-20% veltu- aukning á síðasta ári Tölvur Uppgangurinn í þjóðfélaginu skilar sér í aukinni veltu hjá seljendum tölvubúnaðar, segir Marinó G. Njálsson í grein sinni um íslenska tölvumarkaðinn á síðastliðnu ári. g hef haft það fyrir sið að líta um öxl við hver áramót og skoða hvaða áhrif nýlið- ið ár hefur haft á íslenska tölvu- markaðinn. Eftir mikil umbrot á árinu 1993, var 1994 ár innri vinnu og vaxtar. Stóru fréttirnar voru fáar. Væntingar ársins á undan hvað varðar hugbúnaðariðnaðinn rættust að nokkru leyti. Softis tókst að sanna sig, það gerðu einn- ig Tölvusamskipti, Fjarhönnun, Taugagreining, EJS International, SKYRR^-og Islensk forritaþróun svo nokkrir aðilar séu nefndir. Erlendis var þetta árið, sem Borland fór næstum undir græna torfu, Novell keypti WordPerfect og Microsoft fékk ekki að kaupa Intuit. IBM markaðssetti nýja kyn- slóð af AS/400 og nýja útgáfu af OS/2. Windows NT Advance Ser- ver hlaut mikið lof gagnrýnenda, en Chicago öðru nafni Windows 4.0 öðru nafni Windows 95 kom ekki á markaðinn. Intel varð fyrir áfalli vegna Pentium og PowerMac kom, sá og sigraði. íslensku tölvufyrirtækin Samkvæmt lauslegri samantekt var velta fyrirtækja, sem hafa tekj- ur af því að selja vörur og þjón- ustu tengda tölvum og tölvubún- aði, um 11 milljarðar króna árið 1994. Hún skiptist þannig, að selj- endur tölvubúnaðar veltu um 6 milljörðum króna, þjónustuaðilar um 1,9 milljörðum króna, tölvu- skólar (þar með talin tölvukennsla í skólakerfmu) um 550 milljónum króna og síðast en ekki síst veltu hugbúnaðarframleiðendur og tölvuiðnaður um 2,5 milljörðum króna. Er þetta veltuaukning upp á 15 til 20 af hundraði. Það sem meira er, að hagnaður flestra fyrir- tækjanna varð, að mati talsmanna þeirra, umtalsvert meiri 1994 en 1993. Flestir þeirra, sem ég ræddi við, voru mjög bjartsýnir um söl- una á nýju ári. 1994 hafi verið ár umskipta eftir mjög erfíða tíma næstu 18 mánuðina þar á undan. Efnahagsbatinn í þjóðfélaginu væri farinn að segja til sín og skil- aði vonandi góðu ári 1995. Innflytjendur Velta helstu innflytjenda og söluaðila jókst um 15-20% á milli ára, úr 5,1 milljarði í um 6 millj- arða. Þijú fyrirtæki fóru yfir 1 milljarð í veltu, þ.e. Nýhetji hf. með 1,5 milljarða, Einar J. Skúla- son hf. með tæpar 1.100 milljónir og Tæknival með rúmlega 1 millj- arð. Inn í tölunni hjá Nýheija hf. er sala á skrifstofutækjum, en á móti er eingöngu reiknað með sölu- launum af mið- og stórtölvum. Sé tekið tillit til þessara atriða má áætla að tölvuhluti Nýheija hafi velt um 1.300-1.400 milljónum. Næst kemur Örtölvutækni með veltu upp á 610 milljónir. Fyrirtæk- ið hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika síðustu árin, en virðist vera að ná jafnvægi. Starfsfólki var fækkað og kostnaði náð niður með aðhaldsaðgerðum. Á hæla Örtölvutækni koma HP á íslandi og Apple-umboðið. Bæði með veltu í kringum 500 milljónir eða um 30-35 milljónum á hvern starfsmann. HP á íslandi skilar enn eitt árið góðri ávöxtun á eigið fé og verður að teljast eitt best rekna tölvufyrirtæki landsins. Apple-umboðið er orðið sjálfstætt fyrirtæki, óháð Radíóbúðinni, og spjaraði sig ágætlega á eigin fót- um. Hástökkvari ársins kemur á óvart. Það er fýrirtækið Boðeind á Seltjamamesi. Veltuaukning fyrir- tækisins var um 100%, þ.e. veltan fór úr um 125 milljónum 1993 í 250 milljónir árið 1994. Á nýju ári verða vissar breytingar hjá fyrir- tækinu og mun það meðal annars flytja í eigið húsnæði í Mörkinni 6 í Reykjavík. Af öðrum söluaðilum er rétt að hafa góðar gætur á Aco hf., Heimilistækjum, HKH og Hugveri. Aco hefur tekið yfir söluumboð fyrir Compaq tölvur og afgreiðslu- kerfi frá ICL. Að lokum vil ég minnast á Computer 2000, en það er nýtt heildsölufyrirtæki með tölvubúr.að. Þar sem velta þess kemur fram í veltu annarra tölvu- fyrirtækja er hún ekki tekin sér- staklega út hér, en forráðamenn fyrirtækisins em himinlifandi yfír góðum viðtökum á markaðnum. Ilugbúnaðarframleiðendur og tölvuiðnaður Mjög erfitt er að átta sig á veltu hugbúnaðarframleiðenda einfald- lega vegna fjölda þeirra. Aðeins hluti fyrirtækjanna er innan Sam- taka íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja. Þar er haldið vel utan um veltu fyrirtækjanna, en þær tölur eru ekki opinberar. Fyrir árið 1993 áætiaði ég að velta hugbúnaðar- húsa hafi verið í kringum 1.500 milljónir og eftir að hafa rætt við _ forráðamenn nokkurra fyrirtækja virðist mér sem veltan hafi aukist um 5-10% árið 1994. Árið var fyr- ir mörg fyrirtæki tími viðurkenn- ingar, en uppskeran kemur síðar. Tölvuiðnaðurinn samanstendur af fáum fyrirtækjum og er hlutur Marel hf. þar langstærstur. Velta fyrir 1993 var um 516 milljónir og jókst hún um 40% á milli ára. Þjónustufyrirtæki Þjónustufyrirtækin stóru, þ.e. Reiknistofa bankanna og SKÝRR, eru örugg á meðal þeirra stærstu og veltu um 1.000 milljónum ann- ars vegar og 726 milljónum hins vegar, sem gefur þeim fjórða og fimmta sæti. Velta annarra þjón- ustuiyrirtækja er áætluð um 200 milljónir. (Bæta mætti við nokkur hundruð milljónum, ef tölvuráðgjöf er líka talin með.) Tölvusalan Samkvæmt áætlun seljenda seldust 16-17.000 nýjar einmenn- ingstölvur á þessu ári, fyrir utan sölu á notuðum tölvum. Þær skipt- astþannigsamkvæmtáætlunselj- enda (þeirra sem ég hafði tal af); Tæknival 4.300, EJS hf. 2.200- 2.300, Nýheiji hf. um 2.200- 2.300, Apple-umboðið 2.000, Ört- ölvutækni 1.700, HP á íslandi 1.500-1.600 (eitthvað talið hjá öðrum líka), Boðeind 1.000-1.200, Aco 4-500 og HKH 3-400. í aðra aðila náðist ekki vegna undirbún- ings þessarar greinar. Þetta er gríðarlegt magn og leyfí ég mér að vefengja að þessar tölur séu réttar. (Raunar vefengdu tölvusalar almennt þær tölur sem samkeppnisaðilar gáfu upp. Sýnir það þörf fyrir sjálfstætt sölueftir- lit, vilji menn á annað borð fá nákvæmari sýn yfír markaðinn.) 486 örgjörvinn var ráðandi PC megin, en PowerPC örgjörvinn kom sterkur inn hjá Apple umboð- inu. Eftir nýjustu uppákomuna með Pentium örgjörvann er vand- séð að 486 örgjörvanum verði ýtt til hliðar á komandi ári, nema að PowerPC örgjörvinn geri það. Höfundur er tölvunarfræðingur. Gæði Kodak ljósmyndapappírs Morgunblaðinu hafa borist eftirfar- andi athugasemdir frá Hans Peter- sen vegna fréttar í viðskiptablaði sl. fimmtudag um misjafna endingu ljósmyndapappírs: „1. Bókin „The Permanence and Care of Color Photographs" eftir Henry Wilhelm sem vitnað er í í umræddri grein er afar umdeild bók á ljósmyndamarkaðnum, ekki síst vegna þeirra aðferða sem H. Wil- helm beitir við prófanir sínar á ljós- myndapappír. Ástæða þess að bókin fær svo mikla umfjöllun er fyrst og fremst sú, að þetta er fyrsta bók sinnar tegundar um langt skeið, og einnig hitt, að þrátt fyrir að H. Wilhelm telji sig „óháðan“ aðila, hefur það vakið gífurlega athygli með hvílíku offorsi hann ræðst gegn Kodak fyrirtækinu í bók sinni. 2. Þrátt fyrir staðhæfíngar H. Wilhelms um að prófanir ætti ekki að framkvæma á aðeins einn máta, heldur samkvæmt ákveðnum stöðl- um og með mismunandi aðferðum, gerir hann einmitt hið gagnstæða, og notar aðeins eina aðferð við próf- anir sínar á pappír. Sú aðferð sem hann notar er umdeild, og telst ekki gefa raunsanna mynd af end- ingu ljósmyndapappírs, hvað þá að hún geti rökstutt að líftími mynda á Kodak pappír sé einungis tólf og hálft ár, og jafnvel enn skemmri á pappír frá öðrum framleiðendum. 3. H. Wilhelm heldur því fram, að svo til engar framfarir hafi orð- ið á endingu ljósmyndapappírs frá Kodak sl. 20 ár. Þetta er alrangt. Sífellt hafa komið fram nýjar og endurbættar pappírsgerðir frá Kodak, sem allar miða að betri litgæðum og lengri endingu pappírsins. Nægir þar að nefna nýjustu pappírsgerðina, Roy- al III, sem Kodak kynnti sl. sumar og er nú í notkun á öllum Kodak Express stöðum, en þessi pappír er þykkari en venjulegur Ijósmynda- pappír og hefur vakið athygli fyrir frábær litgæði. Ekki hefur minni áhersla verið lögð á þróun ljósmyndapappírs fyrir atvinnuljósmyndara. Nýjar, endur- bættar gerðir komu á markaðinn sl. haust, sem t.d. gefa eðlilegri húðtóna fyrir andlitsmyndir, og eru þær þegar komnar í notkun hér á landi. 4. Að halda því fram að Kodak standi á sama um áhyggjur hins almenna neytanda af endingu mynda sinna, er auðvitað alveg út í hött. Hjá Kodak og þeim fyrirtækjum sem starfa undir merkjum þess, eru óskir og þarfir viðskiptavinarins í fyrirrúmi, og einmitt í því skyni er viðamikið gæðaeftirlit á vegum Hans Petersen hf. á öllum Kodak Express framköllunarstöðum. Það er nefnilega ekki nóg að pappírinn sé endingargóður, hann verður einnig að vera rétt með- höndlaður til þess að gefa skýra og fallega liti, rétta húðtóna og til þess að tryggja endingu myndanna. Það er auðvelt að eyðileggja besta pappír með rangri, eftirlitslausri framköllun. Kodak hefur verið leiðandi á ljós- myndavörumarkaði i áratugi, og sífellt er unnið að endurbótum, nýj- ungum og framþróun hjá fyrirtæk- inu. Nægir þar að nefna nýjungar á borð við myndgeisladiskinn, sem er ein merkasta tækninýjung um ára- tuga skeið við miðlun og varðveislu mynda. ÖIl vöruþróun fyrirtækisins mið- ar að því að gera fólki auðvelt að varðveita minningar sínar um ókomin ár, hvort heldur sem er á ljósmyndum á hágæðapappír, eða með nýjustu tækni, á myndgeisla- diskum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.