Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 C 5 LAUGARDAGUR 7/1 MYNDBÖIVID Sæbjöm Valdimarsson SÚ GAMLA KEMUR í HEIM- SÓKN HROLLVEKJA Sijúpan (“The Stepmother") kk Leikstjóri Jorge Montesi. Hand- rit Julie Moskowitz og Gary Stephens. Aðalleikendur Diane Ladd, Wendel Meldrum, Geraim Wyn Davies, Illya Woloshyn, Ingrid Veninger. Kanadísk kapalmynd. Hearst Entertainm. 1993. Myndform 1994.90 mín. Aldurstakmark 16 ára. Það leikur allt í lyndi hjá Susan og Jack Nolan. Hann er læknir, hún listfræðing- ur, alin upp hjá elskandi stjúp- foreldrum. En dag nokkurn hringir síminn, hin raunveru- lega móðir hennar er komin til skjalanna eft- ir öll árin. Heitir hún Edie (Diane Ladd) og von bráðar er hún sest að á heimilinu, búin að koma stjúð- móðirinni fyrir og berst við að fylla hennar pláss. En doktor Jack fer að gruna ýmislegt miður gott hvað snertir hinn nýja, dularfulla fjölskyldumeðlim. Þetta væri notalegasta hroll- vekja ef The Hand That Rocks The Cradle, og allar þær systur, hefðu aldrei verið gerðar. Hand- ritshöfundarnir fingralangir í meira lagi. Myndin hefur þó eitt- hvað til síns ágætis, einkum hina ágætu skapgerðarleikkonu Diane Ladd, sem fer sérdeilis vel að leika kexruglaðar, miðaldra konur, allar hinar undarlegustu. Hún fær tals- verðan stuðning frá leikonunni í hlutverki Susan og tónlistin skemmir ekki stemmninguna, þó kunnugleg sé. Sem sagt, fátt um frumlegheitin en engu að síður á Stjúpan (ath. að nafngiftin og textinn aftan á kápunni er gjör- samlega útí hött, verið að reyna að tutla inná vinsældir annarrar, kanadískar myndar - semsé The Stepfather) á sín augnablik, heldur a.m.k. öllum hrollvekjuvinum bærilega við efnið, þó svo að okk- ur sé boðið hér í ferðalag á fornar slóðir. DREKARAUIMIR BARNAEFNI Drekaheimur (“DragonworId“) k Vi Leikstjóri og handrit Ted Nicol- aou. Aðalleikendur Sam Mack- enzie, Brittney Powell, John Calvin, Lila Kaye, John Wood- vine, Courtland Mead, Andrew Keir. Bresk. Moonbeam Prod., 1993. CIC myndbönd 1994.83 mín. Öllum leyfð. Litlum, bandarískum dreng er komið fyrir hjá óðalseigandan- um, afa sínum í Skotlandi, er hann missir for- eldra sína í slysi. Þar kynnist hann litlu dreka- barni (já, dreka- barni, þið vitið að það er margt dularfullt á slæðingi hjá skotum, á láði sem legi!) sem er þarna á vappi um heiðamar og tekst vinátta með þeim einstæðingunum. Árin líða. Sveinninn orðin gjafvaxta, óðal feðra hans á hvínandi kúpunni, kvikmyndatökumaður kemur í heimsókn ásamt undurfríðri dóttir sinni. Uppgötvar drekann, skuld- imar og er nú skrýmslið selt fyrir sköttum og skuldum, en samviskan nagar vin hans í sveitinni. Það er engin spurning að dreka- garmurinn hefði umsvifalaust lent í ruslatunnunni hjá Spielberg, en það er ólíku saman að jafna. Drekaheimur er ósköp lítil og lágk- úruleg, bresk barnamynd, þar sem er blandað saman leiknum atrið- um, brúðum í nokkrum stærðum og teikningum. Aðalstjarna mynd- arinnar er þó engu að síður svip- fagurt og búsældarlegt umhverfíð í Skotlandi og nokkuð reffilegur leikur Andrew gamla Keirs í hlut- verki vonda bísnesskallsins sem selja vildi aðgang að drekasköm- minni. Lítilfjörlegt ævintýri, efnið álappalegt en meiningin góð og hugnast örugglega yngri börnun- um á bænum. VARASAMUR TÖLVULEIKUR SPENNUMYND Sýndarveruleiki (“Brainscan “) k Vi Leikstjóri John Flynn. Handrit _/Mitchel Roy. Aðalleikendur Edward Furlong, Frank Lan- gella, Amy Hargreaves, T. Ryd- er Smith. Bandarísk. Summit Ent., 1994. Myndform 1994.90 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Pilturinn Michael (Edward Furl- ong) hefur fjár- fest í nýjasta leiktækjaundr- inu, tölvuleik sem byggist á sýndarveruleik- anum. Fljótlega kemur í ljós að hann er einskon- ar galdratæki og reynist ekki síð- ur raunverlegur en veruleikinn sjálfur. Einkum og sér í lagi þegar að líkin fara að hrannast upp. Myndir byggðar á tölvuleikjum sem taka uppá þeim skratta að blanda sér í raunveruleikann, ger- ast æ algengari og þessi er nánast ein, samfelld klisja. Reynt að dubba uppá framleiðsluna með nýrri útgáfu af karlófétinu sem kennt er við Álmstræti - Harry Krueger. Hálf dapurt að sjá að stráknum úr hinni feykivinsælu Terminator 2, Edward Furlong, hefur ekki tekist að fylgja því ágæta hlutverki eftir. Þá eru enn meiri vonbrigði að sjá til Frank Langella í svona dóteríi, þegar maður hélt hann væri loks farinn að ná fótfestu á ný á hvíta tjaldinu. BÍÓMYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Hetjan hann pabbi („My Father the Hero“) kk 'A 87 mín. Öllum leyfð Gerard Depardieu stelur þessari laufléttu gam- anmynd með húð og hári í hlutverki föður fjórtán ára stelpuhnátu sem hyggst slá um sig á réttum stöðum með því að segjast vera viðhald karlsins. Það er nú einu sinni svo að Depardieu er víðs fjarri því að vera á heimavelli í Banda- rískum myndum og kemur það til með að hindra það að hann verði ámóta stórstjarna í Vesturheimi sem í Evrópu. Sem fyrr segir, er hann þó augnagaman að vanda þó annað sé heldur slakt. ÆSKUMYNDIN BER einhver kennsl á eftirfarandi einstaklinga sem þekktir eru fyrir söng eða kvikmyndaleik? U3ddl3dd 3H3H3IIN U3NUm VNIl 3NO±S NOUVHS QUOd NOSIUUVH QOOJVU.SV3 INIIO NOS10H3IN MOVf UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Karl Sigurbjörns- son flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni. Þulur velur og kynnir tðnlist. 7.30 Veðurfregn- ir. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Með morgunkaffinu - Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 Frá liðnum dögum. Kathleen Ferrier syngur, — Frauenliebe und. leben, Bruno Waiter leikur með á píanó. Hljóðritað á Edinborgarhátið 1949. — Þjóðlög frá Bretlandseyjum, Phyllis Spur ieikur með á pianó. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 I vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Islenskt mál. Umsjón: Jón Aðalsteinn Jónsson. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50.) 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Portrett af Hauki Tómas- syni. — Eco del passato, fyrir flautu og sembal. Áshildur Haraldsdóttir og Anna Magnúsdóttir leika. — Kvartett II Caput sveitin leikur. — Strati, verðlaunaverk Tónvak- ans 1993, Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 17.10 Krónika Þáttur úr sögu mannkyns. Umsjón: Þorgeir Kjartansson og Þórunn Hjartar- dóttir. (Endurfluttur á miðviku- dagskvöldum kl. 21.00.) 18.00 Djassþáttur Jóns Múla Árnasonar. (Einnig útvarpað á þriðjudagskvöld kl. 23.15.) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Frá uppfærslu Metropolitanóper- unnar í New York 17. desember si. Rigoletto eftir Giuseppe Verdi. Flytjendur: Gilda: Sumi Jo. Maddalena: Wendy White. Hertoginn af Mantúu: Ramon Vargas. Rigoletto: Juan Pons. Sparafucile: Sergei Koptchak. Kór og hljómsveit Metrópólit- anóperunnar; Christ.ian Badea stjórnar. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. 22.07 Tónlist á síðkvöldi. — Harmónikkulög úr ýmsum átt- um. Bragi Hlíðberg leikur. 22.27 Orð kvöldsins: Kristtn Sverrisdóttir fiytur. 22.35 Norrænar smásögur: Sóttin í Bergamo eftir l.P.Jacobsen. Eyvindur P. Eirfksson les þýð- ingu sína. (Áður á dagskrá 9. desember sl.) 23.40 Dustað af dansskónum. 0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar Eddu- dóttur. (Áður á dagskrá í gær) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Fróttir ó RÁS I og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Barnatónar. 9.03 Laugar- dagslif. Umsjón: Hrafnhildur Hall- dórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lisa Páls. 16.05 Heims- endir. Margrét Kristín Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt f vöngum. Gestur Einar Jón- asson. 19.30 Veðurfréttir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu BBC. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Hennings- son. NÆTURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur.4.30 Veður- fréttir. 4.40 Næturlög halda'áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Ro- bertu Flack. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stef- ánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. AÐALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 Jenný Jóhannsdótir. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni. 12.10 I jólaskapi, Valdís Gunnarsdóttir og Jón Axel Ólafsson. 16.00 íslenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugar- dagskvöld á Bylgjunni. Umsjón: Halldór Backman. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Nætur- vaktin. Frétlir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Lára Yngvadóttir. 12.00 Ókynnt tónlist. 13.00 BöðvarJóns- son og Ellert Grétarsson. 17.00 Ókynnt tónlist. 22.00 Næturvakt- in. 3.00 Næturtónar. FM 957 FM 95,7 9.00 Steinar Viktorsson. 11.00 Sportpakkinn. Hafþór Sveinjóns- son og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Sigvaldi Kaldalóns og Haraldur Daði. 17.00 American top 40. 21.00 Ásgeir Kolbeinsson. 23.00 Á lífinu. TOP-BYLGJAN , FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Ragnar Blöndal. 14.00 X- Dómínóslistinn. l7.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt .03.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.