Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sophia yfirskvísa leikur tískuóða auðkonu. KVIKMYND leikstjórans Roberts Altmans, Pret-á-Porter, þar sem spjótum er beint að tískuheimin- um, verður sýnd hér á landi innan skamms en tökurnar hófust í mars á liðnu ári. Nafn myndarinnar er dregið af heiti sýninga á tilbúnum tískufatnaði í París og mætti Alt- man til leiks þegar þær stóðu sem hæst með fjöl- mennt lið stór- stjarna sér til fulltingis. Meðal leikara eru Sophia Loren, Lauren Bacall, Kim Bas- inger, Julia Ro- berts, Tim Robb- ins, Lyle Lovett, Tracey Ullman, Sally Kellerman, Stephen Rea, Danny Aiello og Marcello Mastr- oianni, svo ein- hveijir séu nefnd- ir, og olli nærvera hópsins á sýning- um nokkru upp- námi meðal við- staddra. Boðflennur Leið ekki sá dagur að úrillir hönnuðir og tísku- fréttamenn gerðu ekki athugasemd- ir og líktu sumir fjöldanum við ölv- aðar boðflennur í sveitabrúðkaupi. Mislíkaði mörgum svo athyglin sem Altman og lið hans fékk að þeir neituðu að vera með í myndinni og til dæmis bannaði Karl Lagerfeld tökur á tískusýningum sínum. Þegar falast er eftir upplýsing- um um misjafnar viðtökur í París segir Tracey Ullman sem leikur ritstjóra breska Vogue: „Ég þoli ekki húmorslaust fólk. íbúar Hollywood mega sætta sig við það að litið sé á þá sem hálfgerðar skepnur en hjálpi mér hamingjan, þetta lið er að búa til föt á lystar- stola táningsstúlkur." Hamskipti Pjöldi leikara hafði samband við Altman og falaðist eftir hlutverki Richard E. Grant rennir fyrir einn í neðan- jarðarlestinni. í myndinni og voru margir ráðnir án þess að búið væri að finna þeim persónur til þess að túlka. Þar að auki eru laun þeirra fyrir framlagið miklu lægri en þeir eiga að venjast. „Ekkert okkar kemur til með að raka inn peningum fyr- ir að leika í myndinni," segir Danny Aiello en hann leikur and- styggilegan innkaupastjóra sem jafnframt er klæðskiptingur. Aiello stígur stórt skref frá því sem við eig- um að venjast eftir túlkun sína í kvikmynd Spik- es Lee, Do The Right Thing. „Getur einhver sagt mér hvort ég er of sveittur í framan?“ kallar hann spyrjandi og segir þvínæst frá því hvað hon- um brá við að sjá sjálfan sig í Chanel-fötum. „Það var tekin af mér polaroid mynd í kjól með hárkollu og minnstu munaði að ég kastaði upp,“ segir hann hikandi en bætir við: „að vísu fannst mér sætt hvað ég var líkur mömmu.“ Öllum fellur við Bob En þótt Aiello sé tilkomumikill á hann ekkert í Richard E. Grant, sem lék handritshöfund- inn í The Player. Hann er í hlut- verki Courts Romney og þykir draga mikið dám af breska hönn- uðinum Vivienne Westwood. Grant situr settlega á stól meðan varir hans eru málaðar fjólubláar á þykkpúðrað andlitið. Hann á ekki orð ti! að lýsa því hvað hann er ánægður með hiutverk Romneys, tvíkynhneigðs glaumgosa sem hannar úr flúruðum og mynstruð- um efnum og gengur helst ekki í öðru en fötum úr krumpuðu flau- eli. „Því miður er myndin ekki ein- vörðungu um Court Romney," seg- Björk og Gaultier á sýningu þess siðarnef nda. Fyrirsætan Eva Savail fær sér hænublund baksviðs. ir Grant sem dáir Altman, líkt og allir aðrir. „Bob kemur fram við mann eins og fullorðinn og það er ansi sjaldgæft, þótt það kunni að hljóma kjánalega." Ekkert val Það er sama við hvern er talað, allir bera Altman vel söguna og segjast hafa dáðst að verkum hans svo árum skiptir. Stephen Rea leikur vafasaman tískuljósmynd- ara, Milo O’Brannigan, leður- klæddan. „Bob var fyrsti banda- ríski leikstjórinn sem hafði sam- band við mig þegar ég fór til New York,“ segir Rea og fiktar í stórum svörtum sólgleraugum, sem hann gengur gjarnan með innandyra. „Hann gekk að mér og sagði: „Hæ, ég heiti Bob Altman og mér fánnst þú góður í The Crying Game, ég hafðí dáð hann árum saman og þegar hann hringdi og sagði mér að ég yrði að vera í myndinni kom annað vart til greina.“ Nokkuð er liðið á eftirvinnslu kvikmyndarinnar og Altman situr í mestu þægindum í skrifstofu sinni í SoHo í New York. Leikstjór- inn, sem er 69 ára, skartar léttari kroppi en hefur ekki látið á sjá að öðru leyti eftir átökin við tísku- heiminn. Fatasmekkurinn hefur ekki breyst. Sem fyrr er hann á Nike tennisskóm, bómullarskyrtu og kakí buxum. Brjálæði tökudag- anna er langt að baki og óhætt að rýna í fortíðina. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég fór að þessu. Enga hugmynd um af hverju ég lét vaða og ekki viss um að ég hefði átt að gera það.“ Hann er sáttur við útkomuna og með þijár eða fjórar myndir í bí- gerð. Samt sem áður er hann ekki viss um að Prét, eins og hún er gjarnan nefnd, fái góðar viðtökur. „Eg er ekki viss um að gagnrýn- endur „nái henni“,“ segir Altman en víst er að myndin verði borin saman við sýrubaðið The Player, þrátt fyrir mildina. „Prét er miklu mýkri mynd. Fólk mun segja: „Hún er kjánaleg“ og það hefur rétt fyrir sér. Það er engin alvara í henni. Ef myndin gengur vel, gleymi ég henni. Ef ekki, mun ég veija hana með kjafti og klóm,“ segir Altman en er engu að síður sallarólegur. „Þetta er eins og með börnin. Maður hefur tilhneigingu til að þykja vænst um þau sem gengur verst að fóta sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.