Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHtotQMii&Mkib 1995 VIÐURKENNING FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR BLAÐ D Elskar að synda - æfirfimm tíma á dag og syndir um 12 km EYDÍS Konráðsdóttir, 16 ára stúlka úr Keflavík hefur verið útnefnd íþróttamaður Suðurnesja árið 1994 í árlegu kjöri sem iþróttasamtök á svæðinu standa að. Hún hefur náð einstaklega glæsilegum árangri í sundi og á síðasta ári settí hún sex ný tslandsmet í sinum greinum sem eru bak- og flugsund. Eydís, sem er nemandi á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefur æft og keppt í sundi í níu ár. Hún sagðist í samtali við Morgunblaðið æfa í um fimm tíma og synda um 12 km á venjulegum æfingadegi - og að hún elskaði að synda. Morgunblaðið/Björn Blöndal EYDÍS Konráösdóttlr úr Keflavík setti sex ís- landsmet 1994 HANDKNATTLEIKUR Rússneskur blak- maður til KA RÚSSNESKUR blakmaður er væntanlegur í herbúðir KÁ-manna á Akureyri innan tíðar, og leysir þar með af hólmi Bandaríkjamanninn Mike Whitcomb sem kvaddi hvorki kóng né prest áður en hann hvarf frá Akureyrarfélag- inu á haustdögum. Rússinn, Alcxandr Korneev, 25 ára íþróttakennari, kemur frá Murmansk. Akureyri og Murmansk hafa nýverið tekið upp vinabæjatengsl og í framhaldi af því var það eitt fyrsta verk borgarstjóra þessa nýja vina- bæjar höfuðstaðar norðurlands þar ytra, að útvega KA-mönnum góðan leikmann. Þess má geta að Jakob Björnsson, bæjarstióri á Akur- eyri, kom einnig nálægt málinu — var í sam- bandi við starfsbróður sinn fyrir KA-menn. Alexandr Korneev er sóknarmaður, 1,90 metr- ar á hæð og 82 kíló. Aðsóknarmet í háskólafótbolta YFIR 36 milljónir áhorfenda mættu á leiki í háskólakeppninni í ameríska fótboltanum, sem er nýtt met. Alls komu 36.495.896 áhorfendur til að sjá leiki hinna 568 skólaliða. Flestir áhorf- endur komu á leiki The University of Michig- an, eða 106.217 áhorfandi að meðaltali á leik, sem met í 21 árs sögu skólaliðsins. Næstur kom Penn State með 96.289 áhorfendur að meðal- tali á leik. Þess má geta til gamans að 56.837 áhorfendur komuá 90 leiki í 1. deildarkeppni knattspyrnunni á íslandi sl. keppnistímabil, sem er 631 áhorfandi að meðaltali á leik. Peter Shilton leyst- urfrástörfum PETER Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, sem á landsleikjamet í heiminum — 125 landsleikir, var leystur frá störfum sem framkvæmdastíóri 2. deildarliðsins Plymouth í gær, eða þar tíl hann getur gert grein fyrir ógreiddum sköttum af 50.000 pundum. Shilton fær frest fram á miðvikudag tíl koma sínum málum í lag. Sigurður og Wis- lander bestir SIGURÐUR Sveinsson, aldursforsetí norrana mótsins og Magnus Wislander, leiksljórnandi og fyrirliði Evrópumeistara Svía, voru útnefnd- ir bestu menn leiksins í gærkvöldi. HANDKNATTLEIKUR Þjóðverjar lögðu Egypta Llandslið Þjóðverja, sem leikur tvo landsleiki gegn íslendingum um helgina hér á. landi, lögðu Egypta að velli, 30:21, í æfmgaleik í Fulda í Þýskalandi í gærkvöldi. Þjóðverjar gerðu út um leikinn í seinni hálfleik ér þeír skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaup- um. "Stefan Kretzschmar, félagi Júlíusar Jónassonar hjá Gum- mersbach, 21 árs og eitt mesta efhi í þýska handknattleiknum, skoraði 9 mörk. Leikurinn þótti ekki góður. Fyrirliðinn hávaxni Volker Zerbe, Lemgo, sem hefur leikið 140 lands- leiki, iék ekki rneð þar sem hann er meiddur á olnboga og mun hann ekki koma til ísland. Hornamaðurinn Kay Rothenpieler hjá Diisseldorf er einnig meiddur. Landsliðsþjálfarinn Arno Ehret ákvað að kalla á Martin Schwalb, Wallau/Massenheím, aftur til liðs við landsiiðið, en hann hefur ekki leikið lengi með liðinu. Schwalb, sem hefur leikið 141 landsleik, lék vel og skoraði fimm mörk. Ég vildi hafa Sig- urð í mínu liði sagði Bengt Johansson, þjálfari Svía Sigurður Sveinsson, sem verðu 36 ára í mars, sýndi það og sann- aði enn einu sinni á norræna mótinu í Svíþjóð að hann er ein besta skytta í heimi. Hann var markahæsti leik- maður mótsins með 26 mörk, tveimur mörkum meira en Svíinn Staffan Ols- son. Þetta var reyndar annað mótið í röð sem hann fær markakóngstitil- inn því hann var einnig markahæstur á Reykjavíkurmötinu í nóvember, skoraði þá 28 mörk. Þjálfari Svía, Bengt Johansson, sagði eftir leikinn að Sigurður væri í heimsklassa. „Hann var erfiður fyr- ir okkur í þessum leik, ótrúlega góð- ur íeikmaður. Þó svo að hann hafi ekki alla kosti alhliða handknatt- leiksmanns eru plúsarnir miklu fleiri en mínusarnir því það eru fáar betri skyttur enn hann. Ég hefði gjarnan vilja hafa hann í mínu liði. Það er ótrúlegt að hann skuli vera 36 ára gamall. Ykkur íslendinga vantar kanski fleiri Sigurða í liðið," sagði Johansson. Sigurður var mjög öruggur í víta- köstunum og skoraði úr 14 vítum í röð, en klúðraði því fímmtánda og síðasta gegn Svíum. „Boltinn var fastur í hendinni á mér og því fór hann þriá metra framhjá. Það var alla vega ekkert varið frá mér," sagði Sigurður um vítið og brosti. Sigurdur Sveinsson. I KÖRFUKNATTLEIKUR: URVALSDEILDIM í TÖLUM / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.