Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 4
ifiRmR HANDKNATTLEIKUR/NORRÆNA MÓTIÐ í SVÍÞJÓÐ Stórleikur Sigurðar Ijósið í myrkrinu íslenska liðið átti aldrei möguleika gegn sterku liði Svía Bjöm Tilly/Bildbyran Patrekur Jóhannesson sæklr að vörn Svía, þar sem Staffan Olsson er til varnar. SVÍAR tóku íslendinga enn einu sinni í kennslustund á handboltavellinum í síðasta leik norræna mótsins sem lauk í Linköping í Svíþjóð í gær- kvöldi. Svíar sigruðu með sjö marka mun, 28:21, eftir að staðan í hálf leik haf ði verið 14:9. Eina Ijósið í leik íslenska liðsins var stórleikur Sigurðar Sveinssonar, sem gerði 11 mörk eða rúmlega helming marka liðsins og var um leið markahæsti leikmaður mótsins með 26 mörk. Nú þegarfimm mánuðir eru fram að heims- meistarakeppninni á íslandi er útlitið ekki bjart og því mikil vinna framundan hjá Þorbergi og félögum. ÆT Islenska liðið byijaði leikinn ágætlega eða þar tii staðan var 5:4 og 12 mínútur liðnar. Þá kom afleitur kafli, ■■■■■■ allt gekk á afturfótun- ValurB. um og menn skutu í Jónatansson tíma og ótíma og léku skrífarfrá ekki Hðsheild. Sviþjóð Svíar voru fljótir að refsa og skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 10:4 á aðeins sex mínútna kafla. Það hafði einnig sitt að segja að að dómaramir voru ís- lenska liðinu óhliðhollir á þessum tíma og ráku menn útaf fyrir minnstu brot. íslenska liðið náði síðan að hanga í Svíum fram að hálfleik, 14:9. Svíar byijuðu seinni hálfleikinn tveimur leikmönnum færri og íslend- ingar nýttu sér það og minnkuðu muninn í 14:11 og síðan í tvö mörk 17:15 og 21:19 þegar 12 mínútur voru eftir. En þá sögðu Svíar hingað og ekki lengra — settu í fluggírinn og hreinlega keyrðu yfir vængbrotna íslendinga sem áttu sér ekki viðreisn- ar von og gerðu ekki mark síðustu sjö mínútur leiksins og lokatölur urðu 27:21. Þetta var 40. landsleikur þjóð- anna frá því fyrsti landsleikurinn fór STAÐAN Norræna handknattleiksmótið: ísland - Danmörk 26:24 Svíþjóð - Noregur 27:24 ísland - Noregur 23:24 Svíþjóð - Danmörk 24:23 Danmörk - Noregur 21:26 Svíþjóð - ísland 28:21 Staðan Svíþjóð 3 3 0 0 79:68 6 Danmörk 3 10 2 73:71 2 ísland 3 1 0 2 70:76 2 Noregur 3 10 2 69:76 2 Markahæstir: Sigurður Sveinsson, íslandi 26 Staffan Olsson, Svíþjóð 24 ClausJ. Jensen, Danmörku 15 Roger Kjendalen, Noregi.... 15 C. Hjermind, Danmörku 14 Dagur Sigurðsson, islandi.. 12 E. Wingstemaes, Noregi.... 11 fram í Lundi 1950 og hafa Svíar unnið 33 þeirra. íslenska liðið var slakt, átti í raun aldrei möguleika. Vömin var óþétt og leikmenn staðir. Svíar hirtu flest fráköst frá íslenska markinu, höfðu frekjuna og útsjónarsemina fram yfir okkar menn. Sóknin var einhæf og byggðist mest í kringum Sigurð Sveinsson, sem var reyndar það eina í leik liðsins sem gladdi augað. Hann er eini leikmaður liðsins sem er í svipuðum gæðaflokki og þeir sænsku. Hann skoraði nánast þegar hann vildi eða alls ellefu mörk, átti tvær línu- rátt fyrir stórleik Sigurðar Sveinssonar varð íslenska liðið að sætta sig við sjö marka tap gegn Svíum. Sigurður var að vonum ánægður með eigin frammistöðu enda markahæsti maður mótsins. „Það var ekki hægt að láta Svíana vinna allt,“ sagði Sigurður er það var Ijóst að hann vann markakóngstitil- inn á mótinu, gerði 26 mörk í þremur leikjum. Geir Sveinsson var ekki ánægður með leikinn. „Þetta var ekki góður leikur og fór of mikið, út í slagsmál. Við föllum alltaf í það samá, þegar við eigum möguleika á að jafna ger- um við hluti sem við eigum alls ekki að gera. Þegar tólf mínútur voru eft- ir var staðan 21:19 og þá hentum sendingar sem gáfu mörk og fiskaði eitt vítakast. Gunnar Beinteinsson fékk að spreyta sig í fyrsta sinn í mótinu og komst vel frá leiknum og eins varði Guðmundur þokkalega og þá er það líka upptalið. Dagur fann sig ekki, Konráð átti fjögur mis- heppnuð skot áður en honum var skipt út fyrir Gunnar og Jón og Pat- rekur voru ekki vandanum vaxnir. íslenska liðið bar alltof mikla virðingu fyrir Svíum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Svíar eru með ótrúlega sterkt lið og breiddin er fyrir hendi. Þeir hafa við þessu frá okkur. Ég get ekki kennt reynsluleysi um því við erum með leikreynt lið. Við erum einfald- lega ekki nógu klpkir. Ég er alls ekki sáttur við þetta. Við getum ekki leyft okkur að missa svona niður einbeit- inguna," sagði Geir, sem var óhress með árangur liðsins á mótinu. Þorbergur Aðalsteinsson var ekki ánægður með leikinn gegn Svíum. „Leikurinn byijaði ágætlega en þegar staðan er 5:4 snýst leikurinn í hönd- unum á okkur vegna þess að við missum menn útaf. Þá náðu Svíar góðu forskoti en við náðum að narta í þá aðallega fyrir góða frammistöðu Sigurðar og Gunnars Beinteinssonar. Hinir skiluðu ekki hlutverki sínu nægilega vel. Ég hefði verið ánægður mikla tækni, hraða og eru líkamlega sterkir. Þeir léku þennan leik mjög agað og virtust geta sett { annan gír ef íslenska liðið var að nálgast of mikið. Styrkleikamunurinn á liðinum er mikill og langur vegur í að brúa það bil. Wislander fór á kostum og skoraði mörk í öllum regnbogans lit- um. Annars er enginn veikur hlekkur í liðinu, frábærir handknattleiksmenn í hverri stöðu enda árangurinn eftir því. Liðið hefur unnið 17 æfingamót í röð og því ætti sigur í þessu móti engum að koma á óvart. Svíar eru fæddir sigurvegarar. með fimmtíu prósent árangur út úr þessu móti.“ Bengt Johansson, þjálfari Svía, sagði að þetta hefði ekki verið neitt sérstaklega góður leikur af hálfu Svía. „Við erum alls ekki að spila eins og við getum best, en það kom ekki að sök. Við vorum með leikinn í höndun- um allan tímann og ég var aldrei í nokkrum vafa um að við myndum sigra. Við eigum að vera með besta liðið og sýndum það í þessari keppni. Það er margt sem hægt er að bæta í leik okkar og það verður gert í lo- kaundirbúningi okkar fyrir HM á ís- landi. Markmiðið þar er að leika til úrslita og vinna aftur heimsmeistara- titilinn sem við töpuðum { hendur Rússum 1993,“ sagði Johansson. ■ ROGER Carlsson, fyrrum landsliðsþjálfari Svía, var að- stoðarmaður í útvarpslýsingu sænska útvarpsins frá leik Svía og Dana í fyrrakvöld. Hann sagði m.a. að Svíar væru _að leika langt undir getu og að lið íslands, Dan- merkur og Noregs væru ekki að sýna neitt nýtt enda sæktu þau alla sína vitnesku um handknatt- leik í smiðju hjá Svíum. En málið væri að þessar þjóðir hefðu ekki nægilega hæfileikaríka handknatt- leiksmenn til að ná Svíum að styrkleika. ■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari, er þekktur hér í Linköp- ing þar sem hann lék með SAAB um árabil. En það er annar Islend- ingur, Guðmundur Sveinsson, sem er jafnvel enn hærra skrifaður en Þorbergur hjá aðdáendum SAAB. „Guðmundur var mjög hæfileikaríkur og dáður hér. Hann sagði 4nér að hann hefði kennt Sigurði Sveinssyni, bróður sínum, allt sem hann kann,“ sagði einn aðdáandi SAAB-liðsins. ■ SÆNSKIR fjölmiðlar fjalla ekki mikið um handboltann í miðl- um sínum. Sænska sjónvarpið sýndi aðeins þijár mínútur frá leikjum Svía í norræna mótinu. Á sama tíma eru beinar sjónvarpsút- sendingar frá HM U-21 árs liða í Kanada þar sem Svíar eru meðal keppenda. Dagblöðin eyða ekki miklu plássi í umfjöllum af leikjum mótsins og liggur við að það þurfi stækkunargler til að finna úrslit úr leikjunum. ■ MAGNÚS Andersson, sem var kosinn besti leikmaður HM í Sví- þjóð 1993, er frá Linköping og því lék hann á heimavelli í gær. Ibúar Linköping segjast eiga hann þó svo að hann leiki nú með Drott. Andersson er 28 ára og hóf keppnisferilinn með RP frá Linköping og síðan með SAAB. ■ SIGURÐUR Sveinsson var elsti leikmaðurinn á norræna mót- inu, 36 ára. Svíamir Mats Olsson og Per Carlén eru einu ári yngri. Dagur Sigurðsson var næst- yngstur, 21 árs. ■ RÓBERT Sighvatsson og Ja- 1 son Ólafsson hvfldu í leiknum gegn Svíum í gærkvöldi. Jason og Júlíus hvíldu gegn Norðmönn- um og Patrekur og Júlíus í fyrsta leiknum gegn Dönum. ■ DAGUR Sigurðsson gerði sjö mörk í leiknum gegn Norðmönn- um í fyrrakvöld en ekki sex eins og sagt var í blaðinu í gær. Svíþjóð - Island 28:21 Linköping, norræna handknattleiks- mótið, miðvikudaginn 4. janúar 1995. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:2, 5:4, 10:4, 10:7, 14:8, 14:9, 14:11, 16:12, 17:13, 17:15, 18:16, 21:16, 21:19, 23:20, 24:21, 28:21. Mörk Svía: Magnus Wislander 7, Erik Hajas 5, Magnus Andersson 4/3, Pi- erre Thorsson 3, Per Carlén 3, Tomas Sivertsson 1. Varin skot: Peter Gentzel 8 (þar af 2 til mótherja). Mats Olsson 5 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar: 12 mín. Mörk íslands: Sigurður Valur Sveins- son 11/5, Gunnar Beinteinsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Geir Sveinsson 2, Jón Kristjánsson 1, Dagur Sigurðs- son 1, Patrekur Jóhannesson 1. Aðrir í liðinu: Konráð Olavson, Rúnar Sig- tryggsson og Júlíus Gunnarsson. Þeir tveir síðastnefndu komu ekki inná í leiknum. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14 (þar af 3 til mótheija. Bjami Frosta- son kom einu sinni inná til að reyna að veija vítakast. IJtan vallar: 10 mín. Dóniarar: Mohammed Yousef Al-Holy og Khalaf Naser Al- Enizi frá Kúveit. Voru afspyrnuslakir og hafa ekki þá kunnáttu sem þarf til að dæma svona leiki. Áhorfendur: 2.138 - uppselt. „Ekki hægt að láta Svíana vinna allt“ VÍKINGALOTTÓ: 11 13 18 33 40 43 + 7 22 39 ENGINN VAR MEÐ SEX RÉTTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.