Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 1
Innsæi eða rökhyggja SKYLDI skýringin á iðnveldi Jap- ana vera sú að þeir hika ekki við að taka ákvarðanir samkvæmt eigin innsæi? Japanir lentu í fyrsta sæti í nýlegri rannsókn á innsæi hjá 1.300 stjórnendum í iðnaðar- og þjónustufyrírtækjum í níu löndum. Fjallað er um niðurstöðurnar í Dag- legu lífí og rættvið tvo íslenska 'forstjóra um þátt innsæis í rekstri fyrirtækja þeirra. _ ¦ Innsæi/2c Námsbraut fyrir heyrnarlausa og heyrnar- skerta í Menntaskólanum við Hamrahlíð Leiguflug til Marokko í f yrsta skipti MJÖG góðar undirtektir hafa ver- ið við tveimur ferðum til Marokkó á vegum ferðaskrifstofunnar Úr- val-Utsýn í samvinnu við Visa til i Agadir í Marokkó og voru í gær, fimmtudag, seld yfír 250 sæti af þeim 306 sem bjóðast. Farið verður til Marokkó 29. janúar og 5. febrúar og verður Boing 737-vél Flugleiða notuð til {ferðanna. Goði Sveinsson hjá Úr- val/Útsýn sagði að ákveðið hefði verið að prófa að setja þessar tvær ferðir inn, því veður í Agadir sem er helsta báðstrandarborg lands- ins, væri mjög þægilegt á þessum árstíma. Einnig eru nokkrar mjög áhugaverðar skoðunarferðir, m.a. upp í Atlasfjöll sem eru svip- mikil og hrikaleg. Dagsferð er líka í boði til til Marrakech og efnt verður til svokallaðs Berbakvölds þar sem verður marokkanskur matur og danssýning. Er þetta haldið í ævagömlu Berbavirki um 60 km frá Agadir. Þá væri verðið hagstætt, eða 46.940 kr. og mörg- um þætti gott að komast nokkra daga í sól og blíðu. I Marokkó er konungsstjórn og hefur Hassan II þótt sýna stjórn- kænsku í samskiptum við ' aðra Arabaleiðtoga og friðsamlegra hefur verið í Marokkó en ýmsum öðrum Arabalöndum og hefur ekki bólað á að öfgatrúarmenn næðu þar fótfestu. ¦ IMENNTASKÓLANUM við Hamrahlíð er verið að setja á stofn sérstaka náms- braut fyrir heyrnarlausa og heyrnar- skerta. Innritun fer fram eftir helgi og kennsla hefst síðar í þessum mánuði. Til að byrja með verður boðið upp á íslenskt táknmál, íslensku fyrir heyrn- arlausa og ensku. Um tíma hefur íslenskt táknmál ver- ið kennt í dagskólanum og að undan- förnu hefur staðið yfir þróunarverkefni í íslensku- og enskunámi fyrir heyrnar- lausa. Ágústa U. Gunnarsdóttir náms- ráðgjafi hefur ásamt Berglindi Gunn- arsdóttur táknmálskennara og Sverri Einarssyni konrektor farið til Svíþjóðar til að kynna sér kennsluaðferðir fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Þá hef- ur Ágústa einnig farið til Bandaríkj- anna í sama tilgangi. Núna fékkst fjármagn til stofnunar þessarar námsbrautar og Ágústa segir að þau hafi verið tilbúin til að takast á við þetta spennandi verkefni. Hún segir mikinn áhuga innan skólans á þessari námsbraut, bæði hjá stjórnendum, kennurum og nemendum, því fram til þessa hefur þessum hópi ekki staðið til boða framhaldsmenntun sem tekur mið af þeirra þörfum. Hópur kennara hefur ásamt stjórn- endum skólans verið á táknmálsnám- skeiði og stendur til að halda fleiri slík námskeið á næstunni. Vegna þrengsla í skólanum verður kennt eftir dagskóla eða frá klukkan 16 á daginn og kynningarfundur verður haldinn hjá Félagi heyrnarlausa 10. jan- úar næstkomandi klukkan 20. MENNTASKOLINN við Hamrahlíð Á ári umburðarlyndis skal tekið á misrétti og fordómum Á 50 ÁRA afmælisári sínu hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst árið 1995 „Ár umburðarlyndis". Af því tilefni og sér í lagi vegna svo- kallaðrar Vínaryfirlýsingar, sem samþykkt var á leiðtogafundi Evr- ópuráðsins á haustdögum 1993, hefur menntamálaráðherra skipað landsnefnd um misrétti og mis- munun sem í eiga sæti níu fulltrú- ar. Starf hennar mun aðallega beinast að öflun gagna um að- stæður og afstöðu nýbúa hér á landi sem og afstöðu íslendinga í þeirra garð. Vínaryfirlýsingin fjallar m.a. um vernd minnihlutahópa og sam- búð fólks af mismunandi kynþátt- um. Yfirlýsinguna undirritaði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fyrir íslands hönd. Þar er kveðið á um að Evrópuráðinu verði falið að beita sér fyrir aðgerðum til að sporna gegn kynþáttafordómum, útlendingaótta, gyðingahatri og almennu skilningsleysi í garð ann- arra kynþátta. Ákveðið var að efna til sérstakr- ar framkvæmdaáætlunar, sem einkum á að beinast að ungu fólki og ráðherrum æskulýðsmála var falið að fylgja eftir. Evrópska átakinu var formlega hrint úr vör 10. des. sl. í Finnlandi. Á sama tíma var send út sjónvarpsdagskrá um sambúð fólks af ólíku bergi brotnu og náði hún til fjölda Evr- ópuráðsríkja. Verkefninu verður stjórnað af Evrópuráðinu en unnið í náinni samvinnu við æskulýðs- samtök. Þá hafa landsnefndir tekið til starfa og skulu þær setja fram tillögur um forgangsverkefni sem miðast við aðstæður og vandamál í hverju landi. Verkefninu er eink- um ætlað að opna augu Evrópubúa fyrir auknu kynþáttahatri, óvild í garð ókunnugra og auka um- burðarlyndi til að minnka líkur á togstreitu milli hópa af ólíkum uppruna. Guðmundur Árnason, deildar- stjóri í forsætisráðuneytinu og for- maður íslensku landsnefndarinn- ar, segir að þessa dagana sé verið að leggja drög að því í hverju starf nefndar- innar hér á landi muni felast á ári umburðar- lyndis. Hann telur þó fullvíst að hún muni beita sér fyrir því að kanna hagi nýbúa hér og afstöðu þeirra til nýs samfélags þar sem af- skaplega lítið sé til af áreiðanlegum upplýs- ingum um þetta efni. Morgunblaðið/Árni Sæberg VERKEFNINU er ætlað að sporna gegn kynþáttahatri og óvild í garð ókunnugra sem og að boða umburðar- lyndari þjóðfélög. Við lítum á það sem fyrsta skref að skjóta traustari stoðum þekkingar undir umræðu um málefni nýbúa og vilj- um að umræður verði skýrar og upplýsandi en á það hefur skort. Nýbúar verða einnig spurðir álits á ýmsum þáttum, sem varða þá með beinum hætti." Að sögn Guðmundar ráðast önnur verkefni að sjálfsögðu af fjárhag nefndarinnar. Þar eð fjár- magni hefur ekki enn verið veitt til verkefnisins, vildi hann engu spá um frekari aðgerðir. Hann sagði þó að íslendingar mundu taka þátt í sameiginlegri norrænni dagskrá, sem kynnt yrði í Reykja- vík í tengslum við þing Norður- landaráðs í marsmánuði. Einnig væri freistandi að stofna til verk- efnasjóðs sem æskulýðssamtök og aðrir gætu sótt í vegna verkefna sem gætu stuðlað að því að ná markmiðum yfirlýsingarinnar. Þá er fyrirhuguð æskulýðsvika í Strassborg í júlímánuði sem verð- ur hápunktur átaksins. Kannað verður hvort íslensk æskulýðs- og félagasamtök hafi hug á þátttöku með einhverjum hætti. Áfram maka- afslátturá Saga farrými FLUGLEIÐIR hafa tekið upp á ný tilboð um 90% afslátt til maka far- þega sem borgar fullt fargjald á SAGA farrými. Tilboðið gildir í flugi til Evrópu og Bandaríkjanna og gildir til 15. mars. Margrét Hauksdóttir hjá upplýs- ingadeild Flugleiða sagði að þetta fyrirkomulag hefði mælst mjög vel fyr- ir. Til að gefa hugmynd um hvað slík ferð kostar má nefna að fullt verð til London á Saga farrými er 89.990 og mundi maki þá greiða 8.990 kr.eða hjón samtals 98.890 kr. Sams konar fargjald til New York kostar 117.200 og maki greiddi 11.720 kr.þ.e. 128.920 kr. fyrir hjón. Tekið skal fram að inni í verðinu eru ekki flugvallarskattar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.