Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 5
NJ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 C 5 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Júlíusson háls-, nef- og eyrnalæknir. Bein tenging milli nefóþæginda og lungnasjúkdóma ÖNDUNARVEGIR mannsins ná frá nefbroddi og niður i lungnablöðrur. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma í lungum kvarta gjarnan um nef- óþægindi og komið hefur í ljós að bein tengsl eru milli einkenna frá nefi óg einkenna frá lungum. Sam- fara því að lungnasjúkdómar versni aukast nefóþægindi. Sjúkdómurinn getur jafnvel byijað í nefi og færst síðan niður í lungu. Til að bæta þjónustu á göngu- deild lungna- og ofnæmisdeildar Vífilsstaðaspítala var nýlega ráðinn þangað háls-, nef- og eyrnalæknir- inn Sigurður Júlíusson. Uppbygglng göngudeildar „Hugmyndin er að efla samstarf milli lungnalækna, ofnæmislækna og háls-, nef- og eyrnalækna og byggja upp göngudeild þar sem sérfræðingar frá ýmsum greinum læknisfræðinnar geti sameinað krafta sína. Með þessu er líka kom- ið til móts við þarfir sjúklinga sem geta þá gengið að öllum þeim sér- fræðingum sem þeir þurfa að hitta á einum og sama staðnum.“ Sigurður segir að erlendis séu ofnæmisstöðvar þekkt fyrirbæri og í framtíðinni segir hann vel hægt að ímynda sér hér á landi slíka deild þar sem vinna samán ofnæm- islæknar, barnalæknar, háls-, nef- og eyrnalæknar, húðsjúkdóma- læknar, lungnalæknar og gigtar- og ónæmissérfræðingar. Hlutverk háls-, nef- og eyrna- læknis í þessu ferli á göngudeild Vífilsstaðaspítala er að skoða sjúkl- ing, greina hvort eitthvað er að í nefi og í framhaldi af því gefa ráð- gjöf um lyfjameðferð. Síðar kann að koma til kasta hans aftur ef þörf er á skurðaðgerð á nefi. Asml betrl eftir meðferð á nefl Hlutverk nefsins er að hita og hreinsa innöndunarloftið og auka rakastig þess. Einkenni um kvilla í nefi eru nefstíflur, kláði, hnerrar og slímmyndun. Þessi einkenni geta verið byijunareinkenni sem síðar kunna að leiða til lungnasjúkdóma eða geta verið fylgieinkenni lungna- sjúkdóma. Að sögn Sigurðar hafa rannsóknir sýnt fram á að eftir I ':A ■ ONDUNARVEGIR mannsins ná frá nefbroddi og niður í lungnablöðrur. (Myndin er fengið að láni úr bókinni Mannslikaminn sem Setberg gaf útj indi VOru 1. ennisholur 2. sáldbeinsholur 3. kinnbeinsholur 4. nefhol 5. efsta nefskel meðferð á nefi batni asmasjúkl- ingi í lungum. Þannig sýna öndunarpróf að blásturs- gildi stór- batna eftir meðferð á \ nefi þó \ ekkert hafi verið átt við lungu. Sigurð- ur segir ennfrem- ur að börn með asma og sýk- ingu í kinnbeins- holum hafi náð bata þegar nefóþæg- 6. miðnefskel 7. neðsta nefskel 8. kokhlustin 9. miðeyra 10. táragöng meðhöndluð. Einna best hefur þó komið í ljós virkni þessarar með- ferðar hjá þeim sjúklingahópi sem er með allt í senn; asma, slímsepa í nefi og asperínóþol. Hjá þessum hópi kemur glögglega í ljós að ef sjúklingarnir eru með slæman asma er hann oft erfiður viðfangs nema nefið sé einnig meðhöndlað. Meöferðin meö tvennskonar hætti Meðferð á nefóþægindum er með tvennskonar hætti; lyfjameðferð, þar sem ofnæmis- og bólgudemp- andi lyf eru gefín bæði til inntöku og úðunar í nef og skurðaðgerðir þar sem reynt er að víkka nefið og uppræta sýkingu. Sigurður segir að mikil þróun hafi átt sér stað undanfarin ár á sviði greiningar, skoðunar, lyfja- meðferðar og skurðaðgerða á kvill- um í nefi. ■ grg Skemmtilegur jólapakki í Mogganum Lesblinda vegna veilu í krómósómlitningi HÚN Þórhildur Birgisdóttir, 14 ára yngismær úr Reykjavík, fékk fremur óhefðbundinn jólapakka frá litla frænda sínum Birgi Steini Stefáns- syni, 2 ára, nú um jólin. Anna Björk Birgisdóttir, þáttastjómandi á Bylgj- unni, átti hugmyndina, en hún er systir Þórhildar og móðir Birgis Steins. Anna Björk segist allt í einu hafa fengið þessa skemmtilegu hugmynd þegar hún sat með Myndasögur Moggans í höndunum eitt sinn og ætlaði að fara að pakka inn jólagjöf- inni til systur sinnar sem hún segir að sé í miklu uppáhaldi hjá sér, allt- af tilbúin til að passa hvenær sem í hana jV’f er kallað. „Ég notaði auð- vitað Morgunblaðið, klippti saman ýmis- legt efni úr blaðinu, aðallega skrítlur, brandara myndasögur, til ég var komin með nógu mikinn pappír utan um gjöfina. Því næst klippti ég saman litaauglýsingar og bjó til skreytingu í stað slaufu. Að lokum fann ég svo mynd af syst- ur minni nýfæddri og aðra af syni mínum og á þær skrifaði ég hver ætti að fá pakkann og frá hveijum hann væri.“ Anna Björk segist hafa passað upp á að hægt væri að lesa hveija skrítlu frá upphafi til enda ef systirin yrði óþolinmóð að bíða eftir jólanum. í pakkanum sjálfum var aftur á móti bókin „Enn fleiri athuganir Berts“, en Þórhildur er mikill Iestrarhestur og heldur mikið upp á bækumar um Bert. Morgunblaðið/Emilfa ÞÓRHILDUR Birgisdóttir var að vonum ánægð með pakk- ann sinn og gat stytt sér stundirnar með því að lesa brandara og skrítlur á meðan hún beið eftir jólunum. an af því að dunda sér við jólagjafirn- ar enda mikið jólabarn í sér. Hún segist taka góðan tíma í innpökkun- ina, þó þessi hafi reyndar verið sá eini óvenjulegi í ár, sökum tíma- skorts. „Stundum get ég verið alveg heilt kvöld með einn pakka. Einu sinni bjó ég t.d. til blómahatt handa mömmu með loki á og fyllti með alls kyns „gúmmelaði". Það uppá- tæki vakti mikla lukku.“ - Er þá eiginmaðurinn að föndra þetta með þér? „Nei, guð minn góður...Hann læt- ur mig algjörlega um að versla allar jólagjafirnar og pakka þeim inn, en hann sér aftur á móti um að koma þeim á leiðarenda á aðfangadag." UM 5-10% meðalgreindra barna þjást af sérstökum lestrarörðugleik- um; lesblindu. Sjúkdómsgreining liggur yfirleitt ekki fyrir fyrr en börn eru orðin átta ára. Þá hefur sjúkdómurinn valdið ómældum skaða á sjálfsímynd þeirra vegna sífelldra mistaka í skólanum. Á þessum aldri hjálpar sérfræði- meðferð einungis fjórðungi þessara barna. Nú hafa bandarískir vísinda- menn náð miklum árangri því þeim hefur tekist að greina veiluna löngu áður en börn hafa náð þroska til að læra að lesa — jafnvel fyrir fæðingu. Skýrsla sem nýverið birt- ist í tímaritinu Science tengir veil- una ákveðnu svæði í krómósómlitn- ingi, einum af 23 grunnerfðavísum líkamans. Þótt eftir eigi að rannsaka erfða- vísinn nánar, telja vísindamenn að uppgötvun þessi marki tímamót og búi í haginn fyrir frekara rannsókn- arstarf. „Þetta er í fyrsta skipti, sem erfðafræðileg tengsl á svo flókn- um eðlisþætti er staðfest," segir David Fulker yíð háskólann í Col- orado. „Við þurfum ekki lengur að leita að nálinni í öllum heystakknum, nú leitum við bara í bagganum. p Anna Björk segist hafa mjög gam- Úr myndasafni Morfi^inblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.