Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 C 7 FERÐALÖG Ljósmynd/Jón R. Hjálmarsson LITLA Dímon, sú eina af eyjunum átján I Færeyjum þar sem ekki er mannabyggð. KRISTJÁNSKIRKJAN í Klakksvík á Borðey, næststærsta kaupstað í Færeyjum. NORÐURLANDARÁÐSHÚSIÐ í Þórshöfn ber ótvíræð einkenni fomrar byggingarlistar. leitu og fjöllóttu eyjar, er hve allar samgöngur eru þar góðar og greið- ar og hve auðvelt er þar að ferð- ast. Víðast hvar liggja malbikaðir, tveggja akreina vegir milli byggða og mun samaniagt vegakerfi eyj- anna vera meira en 600 km að lengd. Svo sem áður var getið, tengir brú Straumey og Austurey saman og uppfyllingar í þröngum sundum setja Viðey og Konuey í vegasamband við Borðey. Til að auðvelda bifreiðaakstur hafa víða verið gerð jarðgöng gegnum fjöllin og sum þeirra eru jafnvel nokkrir kílómetrar á lengd. En á ýmsum stöðum hagar svo til að hvorki er hægt að gera brýr né uppfyllingar til að tengja eyjarnar saman og verður að nota skip til að komast leiðar sinnar. Víða ganga ágætar bílfeijur milli eyja og eru þær tengdar áætlunarferðum lang- ferðabíla, svo að næsta auðvelt er að komast leiðar sinnar ýmist á sjó eða landi til flestra staða á eyjunum. Afskekktustu og fá- GÖTUMYND frá Þingnesi við höfnina í Þórshöfn. mennustu eyjamar eru þó að mestu utan þessara skipulögðu sam- gangna og njóta í staðinn þyrlu- þjónustu á tilteknum dögum. Vingjarnleg þjóö Þessar ágætu samgöngur ásamt með stórbrotnu, fjölbreytilegu og fögru landslagi gera Færeyjar að sannkallaðri paradís fyrir ferða- menn. Þá eru Færeyingar einstak- lega vingjarnlegir og leggja metn- að sinn í að gestum þeirra líði sem allra best, meðan þeir standa við og ferðast um. Það er því enginn svikinn sem leggur leið sína til þessara tiltölulega afskekktu eyja. Þetta vita líka margir og fara þangað til lengri eða skemmri dvalar. Þangað er auðvelt að kom- ast í seinni tíð og eru greiðar og tíðar samgöngur við nálæg lönd með flugvélum og skipum. Um aldir voru Færeyjar ákaflega ein- angraðar frá umheiminum, en sá tími er nú liðinn og það kunna ferðamenn svo sannarlega að meta, því að sívaxandi fjöldi sæk- ir þessar tignarlegu eyjar heim á sumri hveiju. Færeyjar liggja fjarri öðrum löndum og því hafa engin villt landdýr komist þangað til að setj- ast þar að. Að vísu er hérinn orð- inn þar fastur dvalargestur, en hann var fluttur til eyjanna frá Noregi á 19. öld. En þótt landdýr séu þar fá er fuglalífið þeim mun meira og merkilegra. Tjaldurinn er þjóðfugl Færeyinga og sama má eiginlega segja um lundann. En auk þessara tveggja litskrúð- ugu fugla er mikill fjöldi annarra tegunda, bæði landfugla og alveg sérstaklega ýmissa sjófugla. Af þeim sökum má segja að Færeyjar séu tilvalinn staður allra þeirra sem áhuga hafa á fuglaskoðun. Má þá benda á Vestmannabjörgin og fleiri sjávarhamra sem einstök náttúrufyrirbæri. Þá er eitt í Færeyjum sem sér- staka athygli vekur og það er þjóð- legur byggingarstíll landsmanna. Mikið hefur varðveist þar af göml- um húsum frá 18. og 19. öld og jafnvel eldri tímum og eru bygg- ingarnar í Þingnesi í Þórshöfn eitt gleggsta dæmið um það. En svipuð forn mannvirki finnast úti um all- ar eyjar, svo að unun er að virða þær fyrir sér. Ræktarsemi við þjóðlegar hefðir er líka áberandi í mörgum nýlegum húsum, þar sem hlaðnir veggir og grasi gróin torf- þök sjást víða. Merkasti staðurinn í þessu tilliti er þó Kirkjubær, bisk- upssetrið forna, þar sem bjálka- hús, kirkjur og aðrar minjar frá miðöldum blasa við augum ferða- manna hvert sem litið er. ■ Jón R. Hjálmarsson. Um sðgustaði EUíópiu til Svartaskfigar Þýskalands FLU GFELAGSBLAÐ Ethiopian Airlines, Selamta, birtist eftir æði langt hlé inn á borð Ferðablaðsins. Þar eru greinar um Kenýa, fjár- __ hættuspil og sú sem hvað fig mestan áhuga minn vakti: um •O Eþíópíu sem ferðamannaland. 2Í Flestum verður sjálfsagt á að tengja Eþíópíu hungursneyð og hörmungum en sannleikur- 53 inn er sá að í þessu stóra og JjJ fallega landi eru auðsýnilega ótrúlega margir spennandi staðir þrungnir fornri sögu, menn- ingu og náttúrufegurð. Sky Lines frá Austrian Airlines er alltaf noþkuð pottþétt blað með góðu efni. I þetta skipti t.d. vika í Köln, skrifað um aðventuna sem er mikill hátíðartími í Austurríki og jóladýrð í London. Frá Air New Zealand kemur Pacific Way með forkunnargóðri grein um uppruna og sögu bangs- ans Teddy. prýdd skemmtilegum myndum, grein um fjallaklifur á Nýja Sjálandi og sagt frá vínrækt í landinu, helstu menningarviðburð- um og bent á góða lesningu fyrir fólk á flakki. Wingspan All Nippon Ainvays er þykkt og mikið að vanda enda um helmingur þess prentaður á jap- önsku. Ýmsir fróðleiksmolar fram- arlega í blaðinu hafa oft ratað inn á síður Ferðablaðsins, grein um heimsókn í Svartaskóg í Þýska- landi, myndir eftir japanska ljós- myndarann Katsuhiko Kudo, draugasögur eftir Donald Richie og grein um listskurðarmanninn Ikuo Takaesu og lífleg frásögn um Thai- land. Air Lanka sendir Serendib sem er aldrei ýkja þykkt en þar eru góðar frásagnir um Sri Lanka en sjaldan annars staðar frá. Nú er skrifað um Colombo og sögð saga viðskipta og verslunar, önnur um krydd- og ávaxtaræktun og ýmsar hefðir sem Lankar telja örva upp- skeru, svo sem að láta slöngur dansa til hjálpar gróðrinum og loks er sagt frá fyrstu gufulestinni á Sri Lanka sem Bretar stjórnuðu og hóf ferðir árið 1864. í flugblaði KLM, Holland Herald, er persónuleg og skemmtileg grein um Marokkó, um bók mánaðarins Mr. Vertigo eftir Paul Auster, grein um Mílanó og sagt frá konum einum á ferð fyrr og nú. í öllum blöðunum eru svo upplýs- ingar af ýmsu tagi, svo sem almenn- ur fróðleikur um landið, það sem selt er um borð og hvaða afþreying er á boðstólum. I flestum eru einnig ágætis kort þar sem flugleiðir eru merktar inn á og fjarlægðatöflur. Þau eru afar vönduð og vel úr garði gerð. Og flestir flugfarþegar þekkja af eigin reynslu að lestur skemmtilegra flugblaða getur stytt flugferðina til muna og gert hana mun skemmtilegri. ■ j.k. 550 milliónir ganga snltnar til svetns á hverju kvnldi YFIRGNÆFANDI meirihluti fá- tæks fólks býr í þróunarlöndunum. I Asíu þar sem búa 3,6 milljarðar manna eru flestir fátæklingar og fólk er þar án brýnustu lífsnauð- synja og meðaltekjur eru innan við þijú þúsund krónur á mánuði. í heiminum öllum býr 1,1 milljarð- ur við sára fátækt og telst lifa undir fátækramörkum. Á hveiju kvöldi ganga 550 milljónir manna til svefns soltnir og millj- ónir deyja úr sjúkdóm- um végna mengaðs drykkjarvatns og vönt- unar á nauðsynlegri hreinlætisaðstöðu. Af 5,6 milljörðum jarðarbúa er einn millj- arður fullorðinna sem hefur ekki lágmarks- þekkingu á lestri og skrift og 500 milljónir barna ganga ekki í skóla af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru ekki fyrir hendi. Þetta kemur fram í ársskýrslu Sameinuðu þjóðanna um efna- hags- og félagsmál um ástandið í Austurlöndum fjær - ESCAP. Þar segir að nær þrír fjórðu af þeim röska milljarði manna sem býr við neyð séu í Austurlönd- um fjær og er þar eink- um átt við þéttbýl lönd eins og Bangladesh, Kína, Indland, Indó- nesíu og Pakistan, en neyð er einnig í ýmsum öðrum löndum heims- hlutans. Augljóst er að staða kvenna er mjög bágborin og í þessum heimshluta eru konur 7 0% þeirra sem búa við skort og fá ekki menntun. Þó meirihluti þeirra sem lifir undir fátækramörkunum sé bú- settur í dreifbýli eða allt að 80 prósent hefur fólki í borgum fjölg- að sem hefur ekki í sig og á. Á hverju kvöldi ganga 550 milljónlr manna til svefns soltnir og milljónir deyja úr sjúk- dómum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.