Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 • MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Im verður ekki skoðuð á einum degi HLUTI af loftinu í „Litlu Paradís", kapellunni í Santa Prassede. Morgunblaðið/Hildur FJÖLDI ferðamanna heimsækir Róm árlega. Hér sést niður Via Condotti. Við enda hennar er spænska torgið og tröppurnar frægu. RÓM ER yndisleg og ein af þeim borgum sem kallar á endurkomu. Sagan er greypt í hvem stein og andrúmsloftið er sérstakt. Mið- borgin, þar sem geysilega margt er að sjá af fornum minjum, fögr- um húsbyggingum og iðandi mannlífi, er ekki mjög stór, sem gerir það að verkum að maður er tiltölulega fljótur að átta sig á umhverfinu, þó það virki ruglings- legt í fyrstu. Ef fólk er vel á sig komið er ráðlegast að fara í góða gönguskó og ferðast gangandi milli staða. Þegar þreytan segir til sín er allt- af hægt að setjast inn í kirkju eða á kaffihús. Að kvöldi er síðan hægt að taka „metróinn" til baka, strætisvagn eða leigubíl. Bílamenningin Það sem kom mér einna mest á óvart í Róm, fyrir utan Péturs- kirkjuna, var hin sérkennilega umferðarmenning ítala. Ætli maður yfir götu þýðir lítið að bíða eftir að bílstjórarnir stöðvi farar- tæki sín til að hleypa fólki yfir, jafnvel við gangbraut. Vænlegra til árangurs er að draga djúpt andann og vaða út á götuna, mis- munandi varkár eftir því hversu umferðarhraðinn er mikill. Þá gerist hið undarlega; bílstjóramir stöðva bílana eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það tók ótrúlega stuttan tíma að venjast þessari aðferð og vaða út á götuna eins og hver annar Rómarbúi. Sýna þarf varkárni Einna neinkvæðast við borgina fannst mér vera hversu þjófnaðir og prettir virðast algengir. Leið- sögumaður okkar lagði ríkt á við okkur að gæta fjármunanna mjög vel fyrir sígaunum og öðrum þjóf- um, sem hann sagði að væru með þeim slyngustu í heimi. Gætti hann þess gjarnan þegar við gengum framhjá tveimur eða þremur sígaunum að standa á milli þeirra og okkar. „Ef þið eruð fá saman og þeir nálgast ykkur skuluð þið búast til atlögu, því það er betra að verða fyrstur til að beija þá en að þeir ráðist á ykkur,“ sagði hann af stóískri ró þegar við horfðum stjörf á hann. Þegar ég lýsti þessu síðar fyrir íslendingi sem býr á Ítalíu gerði hann ekki mikið úr þjófnuðum og sagði Róm ekki frábrugðna öðrum stórborgum. „Auðvitað á að fara varlega, en leiðsögumenn gera alltaf of mikið úr þessu að mínu mati.“ Frá öðrum íbúa borgarinnar höfðum við fengið þá viðvörun að kæmu sígaunabörn í hópum til að biðja um pening skyldum við öskra á þau í því skyni að bregða þeim og jafnvel slá höndunum á lærin til að auka hávaðann. Til þessa kom þó aldrei, en við urðum vitni að tveimur sígaunabörnum ræna mann á mjög lúmskan hátt. Verðlagning er mjög mismunandi ítalskir veitingamenn eru einnig mjög slyngir gagnvart útlendingum, því þegar spurt er um verð til dæmis á bjór eiga þeir til að nefna verð á litlum bjór án þess að taka fram ákveðna stærð en bera síðan stórt glas á borð. Þegar kvartað er yfir verðlagningu yppta þeir öxlum og allt í einu kunna þeir ekki stakt orð í ensku! Bæði vegna þess að allar upphæðir eru óeðlilega háar í aug- um okkar Islendinga og af því að alltaf er verið að reyna að svindla á viðskiptum, hvort sem er í farmiðasölu „met- rósins" eða hjá kaup- manninum á horninu, var reynsla okkar sú að við vorum einlægt í vörn og breyttumst nánast í aurapúka, sem var óþægileg tilfinning. Sérstakar kirkjur í Róm eru um 500 kirkjur og erfítt að velja hverjar eigi að skoða. ítalir eru mjög siðvandir þegar kemur að klæðaburði og kirkjum og því verða karlmenn að vera í síðbuxum og ekki má sjást í berar axlir kvenna né hné. Þetta á við í öllum stærri kirkjum að minnsta kosti. Sjálfgefið er að skoða Péturs- kirkju, Postulakirkjuna (St. Gio- vanni in Laterano), Maria Maggi- ore og að því er okkur var sagt en náðum ekki að skoða: Páls- kirkju utan múra (Basilica di S. Paolo fuori le mura), en þá er tekin B-lína metrósins að stöðinni S. Paolo. Af smærri kirkjum má nefna Basiliku di Santa Prassede, sem er í lítilli hliðargötu skammt frá Maria Maggiore. Ekki hef ég STIGINN í Vatíkansafninu er ótrúlega vel hannaður. Þeir sem eru á íeiðinni upp sjá ekki þá sem koma niður, því stigarnir liggja á misvíxl. götunafnið en hún er á milli breiðgöt- unnar Via Merul- ana og Via dell’Ol- mata. í kirkjunni er örsmá kapella skreytt einstaklega fallegum mósaik- myndum. Gengur kapellan undir nafninu Litla Para- dís meðal íbúa. Basilikan Inferiore di S. Cle- mente, sem er ekki langt frá Co- losseum, er byggð ofan á gamalli kirkju, þar sem ennþá má sjá freskur, þótt litirnir séu farnir að dofna. Þessi kirkja er þekkt og því auðvelt að spyija til vegar. Þegar komið er út úr henni er tekin stefnan til hægri og síðan upp bratta brekku á vinstri hönd. Á leið upp hæðina er komið að tröppum til hægri og þegar þær hafa verið gengnar blasir við klaustrið Monace Agostiniane hægra megin. Skemmtilegt er að heimsækja það og fá að skoða klausturgarðinn. Einnig má fá leyfí til að skoða gamla kapellu, en þar eru afar fallegar gamlar freskur. Er fólki bent á að hringja bjöllu í anddyrinu og fá þar leyfi hjá klaustursystrum. Símarnlr ómissandi Það vakti einn- ig athygli okkar að sjá Italana sem skilja farsímana aldrei frá sér. Eitt sinn þegar við vorum á leið í kirkju var brúð- kaupi að ljúka. Ekki voru gestirnir fyrr komnir út en sími eins hringdi og hófust miklar samræður með viðeigandi handapati. Sagði leiðsögumaður okkar þetta vera daglegt brauð og að stundum kæmi fyrir að sími einhvers kirkjugests hringdi í miðri messu ög þá mætti heyra „Pronto, pronto...“ eða „Fljótur, fljótur". í annað skipti sátum við á kaffi- húsi í hádegi og fólkið á næsta borði var greinilega í viðskiptaer- indum. Fyrr en varði dró fólkið upp úr pússi sínu sinn símann hvort sem það spjallaði í. Við lítt veraldarvanir íslendingarnir velt- um því hins vegar fyrir okkur hvort það væri ef til vill að ræða saman! ■ Hildur Friðriksdóttir MARGAR tilkomumiklar byggingar eru í Róm. FERÐIR UM HELGINA FiNNFf/R ri Finnair kaupir notaðar MD-80 vélar ÚTIVIST AÐ VENJU verður fyrsta dagsferð Útivistar á nýju ári nýárs- og kirkju- ferð. I tilefni af því að 23. mars nk. eru liðin 20 ár síðan Ferðafélagið Útivist var stofnað er ferðin hafin á því að ganga gamla þjóðleið að Krísu- víkurkirkju, en hún er fyrsta kirkjan sem heim- «ótt var í árlegum nýárs- og kirkjuferðum fé- iagsins. Að því loknu verður ekið til Hafnar- fjarðar og fjallað um kirkj- ur - sem Hafnfírðingar hafa sótt gegnum aldir. Komið er við á kirkju- stæðum og kirkjur heim- sóttar. Kl. 14 er farið í messu í Görð- um hjá sr. Braga Friðrikssyni pró- fasti og þaðan er gengin gömul alf- araleið niður í bæinn. Farið verður kl. 10.30 á sunnud. 8. janúar frá Umferðarmiðstöðinni og rúta fylgir hópnum allan tímann. Stansað er á Kópavogshálsi, við Ás- garð í Garðabæ og við Sjóminjasafn- ið í Hafnarfirði. Þar kemur Kristján Bersi Ólafsson skólameistari í rútuna og verður fylgdarmaður í ferðinni. Áætlað er að koma til baka um kl. 18. Fí FÖSTUDAG 6. jan. verður þrett- ándaganga og blysför Ferðafélags- ins og Vals um álfa- og huldufólks- byggðir í Öskjuhlíð. Brenna og flugeldasýn- ing í lok göngunnar. Brottför er frá Perl- unni kl. 20 og er gengið um skógarstíga í Oskju- , hlíð. Á huliðsvættakorti sem Borgarskipulag gaf út fyrir nokkrum árum, eftir tilsögn Erlu Stefánsdóttur, er sýnd álfa- byggð í Öskjuhlíðinni. Gangan tekur um 30-45 mín. og verður þá brenna og sungnir álfasöngur. Að flugelda- sýningu lokinni eru veitingar, vöfflur og kakó i Valsheimilinu. Sunnud. 8. janúar kl. 13 verður gengið um Skógarhlíðarkrika í Heiðmörk. Létt og þægileg göngu- leið. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni og Mörkinni 6. ■ Snjóþykkt á austurrískum skíðastððum í í Staður.............dal fjalli Badgast./Bd Hofgast...20 100 Bad Kleinkirchen.....10 50 Flachau/Wagr/St.Joh.. 15 45 Innsbruck/Igls......... 15 50 Kitsbuhel/Kirchb.... 10 30 Lech/Zurs...............20 100 Obertauern..............70 110 Saalbach/Hintergl... 15 20 Sölden/Höchsölden.....5 30 St.Johann,Oberndorf.... 10..30 Zell /Kaprun............ 5 25 Heimild: Ferðamálaráð Austurríkis 28. des. 1994. STJÓRN Finnair hefur ákveðið að skipta út 17 vélum af gerðinni DC-9 og fá í staðinn notaðar MD- 80 flugvélar og er þetta fjárfesting upp á 1,7 milljarða finnskra marka. Þá hefur stjórn Finnair birt reikn- ingstölur fyrsta helming fjárhags- ársins, þ.e. frá 1. apríl til 30. sept- ember, sem sýnir bætta stöðu fyrir- tækisins. Hagnaður var um 300 milljónir marka á móti 100 milljón mörkum á sama tíma í fyrra. Elstu DC-9 vélarnir verður að taka úr umferð ekki seinna en árið 2002 og fimm þeirra þegar á næsta ári því þær hafa þá náð 25 ára markinu. Antti Potila, frkv.stj. Finnair, segir að mikið framboð sé af notuðum MD-80 vélum og þær sem Finnair hafi þegar á að skipa í flota sínum hafi reynst vel og séu hagkvæmar í rekstri. Finnair ætlar að auka hlutafé á næsta ári og erlendum fjárfestum er heimilt að kaupa hlutabréf. Finnska ríkið hefur ákveðið að auka ekki eignarhluta sinn og mun hann minnka ef nýja hlutabréfasalan gengur upp úr 71,5% í 57,5%. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.