Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Jltttirjputlilafrifr D 1995 FOSTUDAGUR 6. JANUAR BLAD KNATTSPYRNA Kulda- bolif París KNATTSPYRNUGOÐIÐ Diego Maradona var heiðrað sérstak- lega af knattspyrnublaðinu France FootbaU í vikunni, blaðið rakti glæsilega sögu kappans í máli og myndum í fyrsta tölu- blaði ársins, sem var tileinkað honum — 30 síður af 48. Þó að kalt hafi verið í veðri brá Mara- dona (myndir) sér á völlinn, til að sjá París St. Germain leika gegn bikarmeisturum Auxerre. Parísarliðið fagnaði sigri, 1:0, og er komið í 16-liða úrslit bikar- keppninnar. Bow og Franc Boo- ker í leikbann? ILEIK Vals og Grindavíkur í gærkvöldi lenti Grindvikingurinn Franc Booker og Valsmaðurinn Jonathan Bow í stimpingum þegar sex mín. voru til leiksloka og fengu báðir brottrekstrarvillu — urðu að yfirgefa völlinn og eiga yfir höfði sér leikbann. Bannið kæmi sér illa fyrir bæði lið þar sem Bow er lykilmaður hjá Valsmönnum sem eiga í baráttu í neðri hluta deildarinnar og Booker á fyrir höndum undanúrslita leik í bikar- keppninni sunnudaginn 15. janúar. Aganefndin kemur saman á þriðjudaginn kemur. Valsstrákar fermast í Friðrikskapellu TÓLF strákar úr 5. flokki Vals í handknattleik verða fermdir i Friðrikskapellu að Hlíðarenda, félagssvæði Valsmanna í Reykjavík. Það verður séra Vigfús Þór Árnason sem fermir strákana, sem ganga þó til prests í sóknum sínum, þó svo að þeir fermast að Hlíðarenda. Danir ekki með sína bestu menn í Saudi Arabíu DANSKA landsliðið i knattspyrnu tekur þátt i sex þjóða keppni í Saudi Arabíu, sem hefst um helgina — leikur í riðli með Saudi Arabíu og Mexíkó, en í hinum riðlinum leika landslið Arg- entínu, Japans og Nígeríu. Brian Laudrup kom til liðs við liðið í gær og leikur með gegn Saudi Arabiu opnunarleikinn á sunnudag. Bróðir hans Michael getur ekki leikið þann leik, þar sem hann er að leika með Real Madrid gegn Barcel- ona á laugardaginn, en hann fer eftir helgina til móts við danska liðið. John Jensen hjá Ars- enal, Ronnie Ekelund hjá Southampton, Jakob Kjeldberg hjá Chelsea og Peter Schmeichel, Manchester United, sem er meiddur, leika ekki með Dönum i mótinu. Marlow hefur alltaf verið með ENSKA undandeildarliðið Marlow er eina liðið í Englandi sem hefur alltaf verið með í ensku bikarkeppninni frá upphafi, eða frá 1871. Það hefur þó aldrei komist í 3. umferð fyrr en nú og aldrei náð að leggja deildarlið að velli fyrr en Oxford i vetur. Þess má geta að það munaði ekki miklu 1882 að liðið léki til úrslita um bikar- inn, tapaði þá í undanúrslitum. Marlow leikur gegn Swindon á laugardaginn og eru möguleik- ar liðsins ekki taldir miklir. AIKhefuráhugaá Guðmundi Ben. SÆNSKA félagið AIK frá Stokkhólmi hefur sýnt mikinn áhuga á að fá Guðmund Benediktsson, leikmann 21 árs landsliðsins úr Þór, til liðs við sig. Þeir hafa boðið honum að koma til Stokk- hólms og kanna aðstæður. Stoichkov vill fara til halíu Hristi Stoichkov, landsliðsmiðhetji Búlgaríu, sem var útnefndur knatt- spyrnumaður ársins 1994 í Evrópu á dögunum, segir að það sé hans æðsti draumur að leika á Ítalíu þegar samningur hans við Barcei- ona rennur út í sumar. Þó það sé draumur hans, er ekki víst að Johan Cruyff, þjálfari Barcelona, vilji sleppa kappanum. Stoichkov og félagar verða heldur betur í sviðsljósinu á Spáni á morg- un, en þá ieika þeir gegn Real Madrid í Bernabau-leikvellinum í Madrid. Þá mæta þeir Michael Laudrup í fyrsta sinn, eftir að hann fór frá Barc- elona, þar sem hann lék í fimm ár. Jordi, sonur Cruyff, mun að öllum líkindum vera í byijunarliði Barcelona gegn Real Madrid, eins og faðir hans var fyrir 20 árum. „Við þurfum á sigri að halda, til að Reai Madrid nái ekki fimm stiga forskoti á okkur," sagði miðvallarspilarinn Amor, sem skoraði sigur- mark Barceiona, 0:1, í Madrid á sl. keppnistímabili. HANDKNATTLEIKUR Japanir til Islands - tryggðu sérsíðasta HM-farseðilinn í Frakklandi JAPANIR tryggðu sér síðasta farseðilinn á heimsmeistarakeppni í handknattleik, sem fer fram hér á landi 7.-21. maí. Þeir lögðu Saudi Arabíu að velli, 31:19, á hlutlausum velli — í Thiais í Frakk- landi um sl. helgi. Japanir leika í C-riðli, sem fer fram í Smáranum í Kópavogi, ásamt Frökkum, Þjóðverjum, Dön- um, Rúmenum og Alsírsmönnum. Aðrir riðlar í HM eru þannig skipaðir: A-RIÐILL: Sviss, ísland, Ung- veijaland, Túnis, Suður-Kórea og Bandaríkin. Leikið er í Laugardals- höll. B-RIÐILL: Rússland, Tékkland, Króatía, Kúba, Slóvenía og Ma- rokkó. Iæikið er í Kaplakrika í Hafnarfirði. D-RIÐILL: Svíþjóð, Spánn, Egyptaland, IIvíta-Rússland, Brasilía og Kuwait. Leikið er í íþróttahöllinni á Akureyri. Fyrsti leikur HM verður leikur Sviss og Túnis í Laugardalshöllinni kl. 15. sunnudaginn 7. maí. Úr- slitaleikurinn verður leikinn á sama stað sunnudaginn 21. maí kl. 15. IHEIMSOKN HJA BJARNA GUÐMUNDSSYNIIÞYSKALANDI / D2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.