Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ HANDKIMATTLEIKUR FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 D 3 KÖRFUKIMATTLEIKUR frábær Anfemee Hardaway skoraði 33 stig, Shaquille O’Neal 25 og Nick Anderson 20, átta af þeim á síð- ustu 3:45 mín. fyrir Orlando Magic, sem vann sinn fjórtánda heimaleik í röð þegar New Jersey Net kom í heimsókn, 113:110. Orlando hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum. Þess má geta að Hardaway hitti ellefu sinnum ofan í körfuna úr sextán skotum utan af velli og tíu af fjórtán skotum undir körf- unni. Hann átti auk þess átta stoð- sendingar og tók átta fráköst. Derrick Coleman skoraði 19 stig fyrir New Jersey og Kenny Ander- son og Chris Morris voru báðir með 18 stig Nets, sem vann Orlando síðast þegar liðin mættust, 128:101, 12. desember. David Wesley var hetja Boston, þegar hann skoraði sigurkörfuna, 117:113, gegn Miami með þriggja stiga skoti þegar 15,9 sek. voru eft- ir af framlengingu. Miami var yfir 113:108 þegar 1:53 mín. voru eftir, „PATRICK Ewing lék eins vel og hann hefur gert best áður,“ sagði Pat Riley, þjálfari New York, eftir að Ewing hafði farið á kostum gegn Atlanta Hawks, 89:80. Ewing skoraði 21 stig og tók tólf fráköst. Varnarleikur New York var geysilega sterk- ur, þannig að leikmenn Atlanta skoruðu ekki stig utan af velii síðustu sjö mín. leiksins, sem segir allt um varnarleikinn — leikmenn skoruðu aðeins með skotum undir körfu og úr víta- skotum. Anthony Mason var einnig sterkur ívörn New York — tók tíu f ráköst. Morgunblaðið/Einar Falur Patrlck Ewing ðttl snilldarleik með New York gegn Atlanta. en leikmenn Boston skoruðu níu- síð- ustu stig leiksins. Dominique Wilkins skoraði 31 stig fyrir Boston, en Glen Rice 37 stig fyrir Miami. Elliot Perry var í sviðsljósinu í Phoenix, skoraði sex af 21 stigum sínum á síðustu 89 sek. og átti stór- an þátt í sigri Phoenix Suns, 127:122, gegn Philadelphia 76ers. Charles Barkley skoraði 35 stig og tók 14 fráköst fyrir heimamenn. Clarence Weatherspoon skoraði 31 stig fyrir 76ers. Scottie Pippen skoraði 21 fyrir Chicago Bulls, Toni Kukoc 20 og B.J. Armstrong átján, sex af þeim á síðustu 1:50 mín., þegar Bulls lagði Denver Nuggets 86:80. Reggie Miller skoraði 20 stig fyrir Indiana Pacers gegn Washing- ton Bullets, sem tapaði sínum fimmta leik í röð 94:90, og þrett- ánda af síðustu fjórtán leikjum. Leikmenn Indiana hafa aftur á móti unnið tíu leiki í röð á heima- velli. Fjórtán sigurleikir Það vinna fáir á vörn New York, þegar hún hrekkur í gang. Atlanta var yfir 50:33 í leikhléi, þegar leikmenn New York sögðu; lok, lok og læs, þannig að gestimir skoruðu aðeins 30 stig í seinni hálfleik. Derek Harper skoraði 20 stig og Charles Smith 16 fyrir heimamenn, sem hafa unnið fjóra leiki í röð, en það er ekki langt síðan að New York tapaði fimm leikjum í röð, sem kemur ekki oft fyrir á þeim bæ. Gary Payton hjá Se- attle SuperSonics fór á kostum þegar hann og félagar náðu að koma í veg fyrir, 116:85, að Cleveland næði sigri á heimavelli. Hann skoraði 32 stig og setti met — hitti úr fjórtán skotum utan af velli í röð og bætti félagsmet Lonnie Shelton, sem skor- aði úr þrettán skotum í röð 1979, einnig gegn Cleveland. Gamla stjaman Wilt Chamberlain, Philad- elphia, á NBA-metið — hann skor- aði úr átján skotum í röð 1967. Skotnýting Seattle var 61% leiknum. Detlef Schrempf skoraði 20 stig, en fímm aðrir leikmenn skoruðu yfir tíu stig fyrirr Seattle, sem hefur unnið átta af síðustu tíu leikjum sínum. John Williams skor- aði 17 stig og Mark Price 13 fyrir Cavs. NBA Leikir 1 fymnótt: Boston- Miami........117:113 ■Eftir framlengingu. Charlotte - Portland.118:106 Cleveland - Seattle.. 85:116 Indiana - Washington .. 94: 90 New York - Atlanta... 89: 80 Orlando -New Jersey...113:110 Chicago - Denver..... 86: 80 Phoenix - Philadel 127:122 í kvöld Knattspyrna Reykjavíkurmótið f meistaraflokki karla í knattspymu innanhúss hefst með leik Fram og Víkings i a-riðli i Laugardalshöii á kl. 17, en átta leik- ir í riðlinum fylgja í kjölfarið. Auk þeirra eru Fylkir, Valur, ÍR og KR i a-riðli. Erfiður múrfyrir Wilkens LENNY Wilkens, þjálfari Atlanta Hawks, sem mátti sætta sig við tap, 80:89, fyrir New York, er í sviðsljósinu þessa dagana, því að hann þarf aðeins sigur í þrettán leikjum til að að slá út sigurleikja- met Red Auerbach, fyrrum þjálfara Boston Celtic, í NBA-deildinni. Wilkens hefur stjórnað liðum til sigurs í 939 leikjum. „Þetta er erfið- asti múr sem ég hef þurft að vinna á,“ sagði Wilkens. +i V" BJARNI Guðmundsson, einn kunnasti handknattleiksmaður íslands á árum áður, ákvað fyrir þetta keppnistímabil að leggja skóna á hilluna, eftir að hafa leikið með þýsku liðunum Nettelstedt og Wanne-Eickel í fjórtán ár, eða eftir að hann fluttist til Þýskalands 1981. Bjarni, sem er 38 ára gamall, hefur náð að festa rætur í Þýskalandi, þar sem hann vinnur við eigin fyrirtæki. Þessi snaggaralegi leikmaður lék 193 landsleiki fyrir Islands og þeir voru ófáir leikirnir sem hann fékk áhorf- endur til að standa upp yfir spenntir þegar hann brunaði fram með knött- inn í hraðaupphlaupi — til að skora jöfnunarmark eða tryggja íslandi sigur. Bjarni var ár eftir ár talinn einn besti hægri hornamaðurinn í þýskum handknattleik og var ófá árin í efsta sæti í kjöri þýska blaðs- ins Handball Magazin. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins var á ferð um Þýskaland á dög- unum lék honum forvitni á að vita hvar Bjarni Guðmundsson væri nið- urkominn og hvað hann hefði fyrir stafni. Lífið eftir handknattleikinn „Eftir að ég var búinn að leika í tuttugu ár sem meistaraflokksmað- ur, ákvað ég að breyta til — leggja skóna á hilluna og snúa mér að vinnu, fjölskyldu og lífinu eftir handknatt- leikinn. Ég er nú að átta mig á því hvort ég geti verið án handknatt- leiksins, fer öðru hvoru til að sjá leiki og hef gaman af — ég skoða leikinn frá annarri hlið. Það koma oft augna- blik þegar maður hugsar um og sér leiki í sjónvarpinu að mig langar að leika með. Ég sé til hvað gerist því að eftir þetta keppnistímabil veit ég hvar ég stend. Það getur verið að ég komi nálægt handknattleiknum næsta keppnistímabil. Þá verð ég að gera það upp við mig hvort ég geti hugsað mér að fara að þjálfa eða jafnvel að leika á ný, þá með liði í neðri deild til að hafa gaman af. Ég er mjög vel á mig kominn líkamlega — á engin vandamál með meiðsli, enda hef ég verið heppinn þau ár sem ég lék handknattleik. Þess vegna á ég möguleika á að leika lengur og ég er það vel á mig kominn að ég get leikið áfram í þriðju deildinni hér.“ ÁrsveKa 4,4 milljaröar ísl. kr. Bjarni rekur tölvufyrirtækið Megabite, sem hann stofnaði fyrir nokkrum árum með félögum sínum. „Ég sé um eitt verkefni á vegum fyrirtækisins — sé um annað stórt fyrirtæki, Spinnrad, þar sem ég stjóma tölvudeild í sambandi við inn- kaup og annað, þannig að mitt fyrir- tæki er fyrirtæki inni í fyrirtæki. Ég er þar með fimm starfsmenn í minni umsjá. Spinnrad er alltaf að vaxa og vaxa — fyrirtækið er með tilbún- ar snyrtivörur, gjafavörur. Vörur fyrirtækisins eru á náttúrusviðinu, efnagerð í kremum, hársápum og snyrtivörum sem unnar eru úr efnum úr náttúrunni. Vörumar hafa fengið mjög góða viðurkenningu. Mikið af vömnum kemur frá Asíu, þar sem Spinnrad er með fólk í vinnu til að framleiða hinar ýmsu vörur. Það eru um fjögur tii fimm hundruð manns, fjölskyldur, sem vinna á vegum fyrir- tækisins í Asíu við að búa til gjafa- vömr. Fyrirtækið á nú þegar með 120 verslanir í Þýskalandi, starfsfólk í þeim er yfir þúsund. Vöxtur fyrir- tækisins er svo mikill að áætlað er garðinn sinn í faðmi fjölskyldunnar Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Bjarni Guðmundsson, Gabi og DavíA við tjörnlna í garðinum góða. Bjarni hefur lagt skóna á hllluna eftir 20 ára keppnisferll og leggur áhersluna að rækta fjölskyldu og garðlnn sinn f smábænum Rheinhausen í út- jaðri Duisburg. „Það var kominn tími til að takast á við lífið eftir handknattleikinn." í gegnum símann. í svona stómm verslunarkeðjum er ekki annað hægt en vera með mjög fullkomið tölvu- kerfi — það er í svo mörg horn að líta, ýmis vandamál koma upp og því er það minnsta sem hægt er að gera að hafa tölvukerfið mjög full- komið.“ - Það er ekki annað að heyra en dagurinn sé bæði langur og strangur hjá þér. Attu nokkurn frítíma frekar en þegar þú lékst handknattleik af fullum krafti? „Það góða við þetta er að ef mað- ur nær að stjóma vinnu sinni og skipuleggja vel, eins og mér hefur tekist, er vinnudagurinn mjög eðli- legur. Hvað er eðlilegur vinnudagur? Jú, ég byija að vinna á morgnana klukkan átta og ég er kominn heim klukkan hálfátta á kvöldin. Það er eins og maður þekkir á íslandi — eðlilegur vinnudagur. Um helgar á ég frí, en það er þó alltaf hægt að ná í mig þegar eitthvað kemur uppá, í farsíma." AA rækta garðinn sinn Bjami, sem hefur verið í Þýska- landi frá 1981, hefur komið sér fyrir ásamt eiginkonu sinni, Gabi, og fimm ára syni, Davíð, í skemmtilegu rað- húsi í Rheinhausen í útjaðri Duis- burg. „Það var kominn tími til að koma sér vel fyrir, því á síðustu þrett- án árum hef ég búið á fimm stöðum. Við erum loksins komin heim, eins og má segja, því að konan mín fædd- ist og ólst upp á þessu svæði. Okkur líður sérstaklega vel, enda er alltaf gott að vera stutt frá mömmu og pabba. Mamma mín er heima á ís- landi, en mamma Gabi er hér og við fínnum vel hvað er gott að vera rétt hjá æskuheimilinu. Þá er mjög stutt fyrir mig að fara í vinnuna — ég keyri þetta þrjátíu kílómetra, en þar sem umferðarkerfið í Þýskalandi er mjög fullkomið, er það ekkert vanda- mál,“ sagði Bjarni, sem kann mjög vel við sig í Þýskalandi. „Þó að ég sé búinn að eiga heima í Þýskalandi í jfjóifán ár, veit ég vel að ég kem frá íslandi, er með íslensk- an ríkisborgararétt og er stoltur af að vera íslendingur. Þrátt fyrir mik- ið útlendingahatur í Þýskalandi er ekkert vandamál að vera íslendingur hér. Ég veit að eyjan heima hverfur ekki, ef eitthvað kemur uppá get ég alltaf farið heim. Það er alltaf skemmtilegt að koma heim, en hér líður okkur mjög vel — erum búin að byggja upp stóran vina- og kunn- ingjahóp. Ég verð hér í framtíðinni.“ Bjarni hefur lagt skóna á hilluna og það má með sanni segja að hann sé farinn að rækta garðinn sinn. Við hús Bjarna er skemmtilegur garður með lítilli tjörn sem hann hefur út- búið og í henni má sjá físka synda um. „Það má segja að eftir mörg ár í handknattleik, hafi maður loksins gefíð sér tíma til að lifa fullkomnu fjölskyldulífí. Á árum áður vann ég mikið í garðvinnu og hafði gaman af. Nú hef ég eignast eigin garð og það hefur farið mikill tími í að vinna í garðinum. Þar sem húsið okkar er svo að segja nýtt, hef ég getað skipu- lagt hvemig garðurinn á að vera. Ég er búinn með helminginn, en mun ljúka við garðinn næsta sumar. Þetta er skemmtileg tilbreyting, þar sem íþróttin hefur verið númer eitt svo lengi — ég hef fórnað miklu fyrir handknattleikinn. Þrátt fyrir það hef ég alltaf verið með hugsun- ina, sem ég vona að aðrir íþrótta- menn hugsi sem eru komnir í íþrótt- ir sem borgaðir eru peningar fyrir, að þeir gleymi ekki að eftir íþróttim- ar kemur annað líf sem þeir verða að takast á við. Þá er maður fljót- lega gleymdur og grafínn — er ekki lengur í sviðsljósinu. Þá geta íþrótta- mennirnir skoðað myndir, en það er ekki hægt að lifa á minningunni, þannig að maður verður að hugsa um að byggja upp sitt líf á þeim tíma sem maður er á fullum krafti í íþrótt- unum. Þetta er hugsun sem allir ættu að hafa hugfasta, vegna þess að íþróttamenn sjá mjög eftir því ef þeir hafa gleymt að hugsa um fram- „Maður verður að hlúa að árunum sem koma eftir íþróttirnar. Það er alltaf gaman að lifa lífinu létt á meðan á þeirri skemmtun stendur, en menn verða að hafa það hugfast að það er líf eftir íþróttimar, því að eftir að menn hverfa úr sviðsljósinu em þeir fljótlega gleymdir og grafnir. Þá geta menn skoðað myndir, en það er ekki hægt að lifa á minningunni,“ sagði Bjami Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, þegar Sigmundur Ó. Steinars- son sótti hann heim við Rínarbakka. Bjami hefur lagt skóna á hilluna eftir 20 ár á vellin- um, en hann tekur nú þátt í uppbyggingu á fyrirtæki sem veltir 4,4 milljörðum ísl. kr. á ári, rekur 120 verslanir í Þýskalandi, er með hundmð manns í vinnu í Asíu og ætlar að opna 400 nýjar verslanir í Þýskalandi og víða um Evrópu á næstu fimm ámm. Fljótasti maðurinn í íslensk- um hand- knattleik ÞAÐ vakti mikla athygli þegar Birgir Björnsson, landsliðsþjálfari, valdi hinn 17 ára leikmann úr Val, Bjarna Guð- mundsson, í landsliðið 1974. Hvað segir Birgir um Bjarna?: „Hann er ftjótasti maður sem hef- ur verið í íslenskum handknattleik, afskap- lega samviskusamur og sannaði það í því hlut- verki sem hann var í — að vera hornamaður og hraðaupphlaupsmaður. Þá var hann mjög góður í vörn, enda las hann leikinn vel — var alltaf í góðu jafnvægi í horn- inu og léttur á sér. Þó að hann væri grannur bætti hann það upp með því hvað hann hafði góða snerpu. Þegar ég tók hann inn í landsliðið á sínum tíma, sem ung- an dreng, þótti mörgum ég vera að gera ein- hverja bölvaða vitleysu, en ég var einmitt þá að leita eftir manni með þá eiginleika sem Bjarni hafði — fljótum, með góða knattmeðferð." Bjarni GuAmundsson í leik með Wanne Elckel (Þýskalandl — kominn á auðan sjó og skorar örugglega. að það opni á næstu fímm árum um fjögur hundruð verslanir í Þýskalandi og víða um Evrópu. Ársvelta fyrir- tækisins er um hundrað milljónir þýskra marka [4,4 milljarðar ísl. kr]. Hluti af veltunni fer í tölvubúnað sem ég sé um. Það þýðir fyrir mig enn meiri vinnu og þess vegna verð ég að ieggja áhersluna á vinnu mína. Ég hef mjög gaman af því að taka þátt í þessari uppbyggingu og það gengur vel. Eins og ég sagði þá er ég farinn að lifa lífinu eftir hand- knattleikinn, sem er mjög þægilegt og virkilega gaman að lifa,“ sagði Bjami, sem sér um hið fullkomna tölvunet fyrirtækisins — hann hefur alfarið séð um að forrita tölvukerfið síðustu sex árin. „Tölvukerfíð er mjög fullkomið og í því sér maður allt — nýjustu tölur á hverju augna- biiki, hveija hreyfingu í hinum fjöl- mörgu verslunum, þangað liggja sí- malínur og fullkomnar tölvur eru í öllum verslununum. Allar upplýs- ingar um veltu og annað eru sóttar Oftar með lands- liðinu en Val ÞEGAR Bjarni Guðmundsson var búinn að leika fjóra landsleiki, var hann búinn að leika oftar með lands- liðinu heldur en Yalsliðinu. Bjarni var valinn til að leika með landslið- inu 1974,17 ára leikmaður úr 2. flokki Val, sem hafði aðeins leikið þijá meistaraflokksleiki með Val í Reykjavíkurmótinu. Bjarni fór með landsliðinu til Lúxemborgar og Sviss. Axel Axelsson, sem lék þá með Dankersen í Þýskalandi, kom á móts við landsliðið í Lúxemborg — þá varð að kynna hann fyrir Bjarna, sem hann hafði aldrei séð áður. Bjarni lék við hlið Axels í fyrsta sigurleik Islands gegn V- Þýskalandi, 18:15, í Ziirich. tíðina á meðan þeir eru í íþróttum. Það er alltaf gott og gaman að þéna peninga á íþrótt sinni og geta lifað lífinu létt á meðan á þeirri skemmtun stendur, en eftir á kemur annar harð- ur tími — menn verða að vera vel undirbúnir fyrir þann tíma. Ég kom ungur hingað til Þýska- lands og fékk tækifæri til að iæra af „gömlu refunum" sem höfðu verið hér úti á undan mér, eins og Ólafi H. Jónssyni, Axel Axelssyni og Ein- ari Magnússyni. Þegar ég talaði við þá heyrði ég hvernig lífið gekk fyrir sig og ég reyndi að setja þeirra skoð- anir og eigin hugmyndir um hvernig væri best að lifa lífinu öðruvísi en allir aðrir íþróttamenn — ég var ákveðinn að gera allt til að byggja upp atvinnulífíð með handknattleikn- um. Menn verða að hlúa að árunum sem koma á eftir íþróttirnar. Sá pen- ingur sem menn vinna sér inn í íþrótt- um, er sá peningur sem hjálpar þeim í framtíðinni, ekki þeir peningar sem menn lifa fyrir eftir íþróttimar," sagði Bjarni Guðmundsson. A MORGUN „Við vorum ekki stórstjörnur“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.