Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 4
URSLIT IÞROmR KORFUKNATTLEIKUR Keflvíkingar jöfnuðu á ævintýralegan háft - og sigruðu síðan KR-inga í framlengdum leik „VIÐ getum fyrst og fremst þakkað Lenear Burns fyrir að okkur tókst að sigra í leiknum og þessi úrslit sýna að leikur er ekki tapaður fyrr en honum er lokið," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga eftir æsispenandi lokamínútu og fram- lengingu í leik KefIvíkinga og KR i Keflavík í gærkvöldi. Þegar minna en mínúta var til leiksloka var staðan 97:91 fyrir KR-inga, fátt virtist geta komið fyrir sigur þeirra í leiknum og stuðnings- menn Keflvíkinga voru farnir að yfirgefa húsið vonsviknir á svip. En þá gerðist það óvænta, Einar Einarsson setti 3ja stiga körfu - Burns náði boltanum af KR-ingum og jafnaði með 3ja stiga körfu 97:97. Þá voru eftir um 15 sekúndur og á þeim tíma fengu bæði liðin möguleika á að knýja fram sigur og aftur kom Burns við sögu þegar hann á glæsilegan hátt varði skot KR-inga á loka- sekúndum leiksins. KR-ingar áttu sér aldrei viðreisnarvon ífram- lengingunni og Keflvíkingar sigruðu örugglega 114:103. í hálfleik var staðan 53:46. Björn Blöndal skrífar frá Keflavík Keflvíkingar höfðu lengstum frumkvæðið í gærkvöldi. Leik- urinn bauð þó lengstum ekki uppá mikla spennu. Flestir voru famir að bóka sigur heimamanna þegar vesturbæjarl- iðið sneri dæminu við. KR-ignar náðu með góðri baráttu að jafna 74:74 um miðjan hálfleikinn og héldu eftir það forystunni þar til Keflvíkingum tókst að jafna á loka- sekúndunum. „Við komum til Kefla- víkur til þess að sigra og það munaði ekki miklu að það tækist," sagði Axel Nikulásson þjálfari KR-inga sem að vonum var vonsvikinn með úrslitinn. Lepear Bums í liði Keflavíkinga og Falur Harðarson í liði KR-inga vom menn þessa leiks. Bums setti 36 stig og var að öðmm ólöstuðum maðurinn á bak við sigur sinna manna. Falur setti 34 stig þar af vom 6 3ja stiga körfur. Hann var sá sem hélt KR-ingum á floti og kom þeim inn í leikinn í síðari hálfleik. Keflvíkingar gættu hans vel í fram- lengingunni og þá náði hann ekki að setja stig utan af velli. ÍR-vömin skellti í lás móti Tindastólsmönnum á heimavelli sínum í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik i gærkvöldi. Heima- menn keyrðu lengst af á fullum krafti og sigmðu með 21 stigs mun, 84:63, en vom mest með tæplega fjörtíu stiga forskot um miðjan síðari hálfleik. Heimamenn klámðu leikinn um miðj- an fyrri hálfleik. Þegar fjórar mínút- ur vom liðnar af leiknum skellti ÍR- vömin í lás og gestimir komu ekki knettinum í körfuna fyrr en átta mfnútum og tuttugu ÍR-stigum síðar. Munurinn jókst í sífellu og var orðinn 37 stig þegar lykilmenn í liði heima- manna fengu hvfld og óreyndari menn fengu að spreyta sig. Þá náðu gestimir að rétta sinn hlut, gerðu 16 stig á móti tveimur á stuttum tíma, sem nægði þó engan veginn til að koma f veg fyrir yfirburðasigur IR- inga. John Torrey, Bandaríkjamaðurinn í liði Tindastóls var í banni, og mun- ar um minna. John Rhodes þjálfari og leikmaður ÍR sagði að þrátt fyrir Stefán Eiríksson skrífar það hefði leikurinn ekki verið auð- veldur. „Þeir léku vel miðað við að- stæður en leikurinn hefði orðið allt annar ef Torrey hefði verið með,“ sagði Rhodes. Hann tók þó undir að lið sitt hefði leikið vel. „Við vomm hreyfanlegir í vöminni, menn hjálp- uðust mikið að og á tímabili áttum við öll fráköstin." ÍR-ingum hefur gengið vel í deildinni í vetur, einkum á heimavelli þar sem þeir hafa ekki tapað leik. „Við einbeitum okkur að einum leik í einu. Héma styðja áhorf- endur frábærlega við bakið á okkur og allir sem era í kringum þetta Iið era að vinna mjög gott starf. Liðið sjálft er gott, strákamir era tilbúnir til að leggja mikið á sig og andinn er góður,“ sagði John Rhodes. Hjá ÍR-ingum áttu Herbert og Jón Örn góðan leik, Rhodes var fírna- sterkur í vöminni og Eiríkur Önund- arson gerði fjölmarga fallega hluti. Táningamir í liði Tindastóls reyndu að beijast, en vora full kæralausir, baráttan var lítil lengi vel og mistök- in mörg, of mörg. Áttum möguleika á sigri Við áttum ágætis möguleika þar til Jonathan Bow var rekinn útaf,“ sagði Ragnar Þór Jónsson leik- maður Vals, sem tek- Stefán inn er við stjóm liðs- Stefánsson ins °S stjórnaði sínu skrifar fyrsta leik. Valsmenn stóðu upp í hárinu á næst efsta liði deildarinnar, Grinda- vík, en vonir um sigur urðu hverf- andi þegar Bow var rekinn útaf ásamt Franc Booker er 6 mínútur vora til leiksloka. Möguleiki á sigri var samt til staðar því lokatölur urðu 100:104, Grindavík í vil. Leikmenn vora þunglamalegir í byijun og hittnin afleit enda fyrsti leikur eftir jólafrí. Eftir tíu mínútna leik var staðan 11:18. Grindvíkingar náðu fljótlega 10 stiga forskoti og er Valsmenn minnkuðu bilið í 2 stig, tóku gestirnir viðbragð. Barátta Vals- manna kostaði sitt því liðið lenti fljót- lega í villuvandræðum. Valsmenn geta verið sáttir við sína frammistöðu, flestir leikmenn spjöraðu sig ágætlega en enginn betur en Bow. Grindvíkingar tóku á þegar þess þurfti við og hefðu tæplega gefið eftir á endasprettinum. Pétur Guð- mundsson og Helgi Guðfinnsson vora góðir og Guðmundur Bragason stend- ur alltaf fyrir sínu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Slappað af á bekknum JOHIU Rhodes og Herbert Arnarson höfðu það gott á bekknum hjá ÍR-ingum í síðarl hálflelk, eftlr að hafa lagt grunnlnn að örugg- um slgrl helmamanna á Tlndastól. Borgnesingar burstaðir Borgnesingar urðu að láta í minni pokann á heimavelli fyrir sterku liði Njarðvíkinga er lið- gm in mættust þar. „Ég Theodór er alltaf ánægður Þórðarson með að ná tveimur skrífar stigum hérna,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga. „Annars bjóst ég við meiri baráttu og átti ekki von á svona auðveldum leik. Það var ströggl framan af en síð- ustu þrjár til fjórar mínútumar í fyrri hálfleik gerðu útslagið, við komumst yfír og vorum fjórtán stig- um yfír í hálfleik. Mér fannst hvor- ugt liðið spila sérstaklega vel.“ „Við vorum virkilega inni í leikn- um framan af,“ sagði Tómas Hol- ton, þjálfari og leikmaður Skalla- gríms. „En undir lok fyrri hálfleiks þá hleyptum við þeim of langt frá okkur og fjórtán stig í hálfleik er of mikið til að vinna upp gegnn svo góðu liði sem Njarðvík er. Þeir hafa mjög mikla breidd í liðinu hjá sér og léku mjög örugglega á móti okkur og við gátum lítið truflað þá og náðum engum hraðaupphlaup- um.“ Leikur liðanna var mjög jafn nær allan fyrri hálfleikinn. Liðin sýndu skemmtilega takta og léku góðan körfubolta. Síðan þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum náðu Njarðvíkingar að gíra hraðan upp og sigla örugglega fram úr Borg- nesingunum og gera nær út um leikinn með því að komast í 14 stiga forustu í hálfleik. Liðsmönnum Skallagríms tókst að halda sjó fram undir miðjan seinni hálfleik en þá datt botninn úr leik liðsins og munurinn kominn í 20 stig fyrir Njarðvík. Þá var varamönnum skipt inná hjá báðum liðum og var leikurinn eftir það frekar litlaus og daufur. Slakt í Firöinum Haukar unnu auðveldan sigur á Snæfellingum, 106:85, Strandgötunni í gærkvöldi í slökum leik. Þeir tóku foryst- una í upphafí leiks og leiddu allan leik- hlutan af öryggi. Þegar flautað var til leikhlés munaði níu stigum, 56:47. Snæfellingar komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og náðu þeir að minnka forskot Hauka í þrjú stig, 69:66, og allt leit út fyrir spennandi leik. En þá kom að Pétur þætti Ing- ívar Benediktsson skrifar varssonar. Hann skoraði ellefu sti í röð fyrir Hauka án þess að Snæfell- ingar fengju nokkra við ráðið. Eftir það var allur vindur úr leiknum og formsatriði að ljúka honum. Fátt var um fína drætti í leiknum af beggja hálfu og þá sérstaklega af hálfu gestanna. Varnarleikurinn var slakur og leikmönnum beggja liða var oft mislagðar hendur. Pétur Ingvarsson og Sigfús Gizu- rason voru bestir í liði Hauka en Hjörleifur stóð upp úr í liði Snæfells. Þá átti ungur leikmaður Snæfells Jón Þór Eyþórsson góða spretti. ÍR - Tindastóll 84:63 íþróttahúsið Seljaskóla, Úrvalsdeildin f körfuknattleik, fimmtud.-5. janúar 1995. Gangur leiksins: 3:0, 7:6, 27:6, 34:14, 43:22, 49:24, 68:35, 77:40, 79:56, 84:63. Stig ÍR: Herbert Amarson 22, Eiríkur Önundarson 18, Jón Örn Guðmundsson 16, Hjöm Steffensen 8, Gfsli Hallsson 8, John 1. Rhodes 8, Eggert Garðarsson 4. Fráköst: 12 í sókn - 29 í vöm. Stig Tindastóls: Amar Kárason 13, Atli B. Þorbjömsson 10, Hinrik Gunnarsson 10, Láms D. Pálsson 8, Stefán Hreinsson 6, Óli Barðdal 5, Páll Kolbeinsson 5, Halldór Halldórsson 4, Ómar Sigmarsson 2. Fráköst: 9 í sókn - 24 í vöm. Villur: iR 20 - Tindastóll 20. Dómarar: Leifur Sigfinnur Garðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson, mjög góðir. Áhorfendur: 300. Valur-UMFG 100:104 Hiíðarendi: Gangur leiksins: 7:7, 13:26, 24:35, 38:41, 38:48, 41:51, 45:59, 58:62, 63:67, 72:84, 89:98, 98:102, 98:104, 100:104. Stig Vals: Jonathan Bow 33, Bragi Magn- ússon 23, Bárður Eyþórsson 21, Ragnar Þór Jónsson 9, Hjalti Jón Pálsson 4, Bjarki Guðmundsson 4, Sveinn Zoega 2, Guðni Hafsteinsson 2, Bergur Már Emilsson 2. Fráköst: 8 í sókn- - 22 f vöm. Stig UMFG: Helgi Guðfinnsson 24, Guð- mundur Bragason 22, Guðjón Skúlason 14, Marel Guðlaugsson 13, Pétur Guðmundsson 13, Unndór Sigurðsson 8, Franc Booker 8, Páll Vilbergsson 2. Fráköst: 9 í sókn - 25 í vöm. Dómarar: Þorgeir Jón Júlíusson og Einar Einarsson voru góðir, þrátt fyrir nokkra vafadóma. Villur: Valur 28 - UMFG 15. Áhorfendur: Um 180. Haukar - Snæfell 106:85 íþróttahúsið við Strandgötu: Gangur leiksins: 2:0, 11:5, 23:15, 33:23, 40:26, 56:47, 64:53, 69:66, 82:69, 90:74, 97:78, 106:85. Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 25, Óskar Pétursson 20, Sigfús Gizurason 20, Jón Amar Ingvarsson 19, Vignir Þorsteinsson 10, Þór Haraldsson 6, Baldvin Johnsen 2, Björgvin Jónsson 2, Steinar Hafberg 2. Fráköst: 11 í sókn - 22 í vöm. Stig Snæfells: Hjörleifur Sigurþórsson 19, Karl Jónsson 16, Raymond C. Hardin 15, Jón Þór Eyþórsson 14, Tómas Hermannsson 12, Veigur Sveinsson 5, Atli Sigurþórsson 2, Daði Sigþórsson 2. Fráköst: 5 i sókn - 22 f vöm. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Georg Þorsteinsson. Villur: Haukar 29 - Snæfell 22. Áhorfendur: 150. Skallagrímur -Njarðvík 59:84 Iþróttahúsið í Borgamesi: Gangur leiksins:2:0, 6:4, 10:10, 19:19, 23:23, 25:30, 27:37, 29:43 35:49, 39;57, 44:63, 47:67, 51:71, 57:79 59:84 . Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskij 18, Gunnar Þorsteinsson 13, Sveinbjöm Sig- urðsson 9, Sigmar Egilsson 5, Tómas Holton 5, Grétar Guðlaugsson 4, Ari Gunnarsson 2, Þórður Helgason 2, Ragnar Steinsen 1. Fráköst:17 í vöm, 7 í sókn. Stig NjarðvíkingaAstþór Ingason 15, Val- ur Ingimundarson 14, Rondey Robinson 14, Kristinn Einarsson 12, Teitur örlygsson 8, Jóhannes Kristbjömsson 7, Páll Kristinsson 5, Rúnar Amason 3, Isak Tómasson 2. Fráköst:26 i vöm og 8 í sókn. Villur:Skallagrímur 14, Njarðvík 20. DómaranKristinn Albertsson og Héðinn Gunnarsson, hafa báðir dæmt betur í Borg- amesi. Ahorfendur:469. Keflavík-KR 114:103 íþróttahúsið í Kefiavík ■Framlengdur leikur. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:4, 12:4, 19:15, 30:15, 40:30, 53:46, 62:54, 72:63, 74:74, 74:80, 87:88, 91:97, 97:97, 101:97, 105:99, 114:103. Stig Keflavfkur: Lenear Bums 36, Einar Einarsson 19, Jón Kr. Gíslason 17, Davíð Grissom 15, Kristján Guðlaugsson 7, Sig- urður Ingimundarson 7, Gunnar Einarsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 5, Birgir Guðfinns- son 2. Fráköst: 14 í sókn - 21 í vöm. Stig KR: Falur Harðarson 34, Ólafur Jón Ormsson 19, Birgir Mikaelsson 14, Brynjar Harðarson 10, Ingvar Ormsson 10, Ósvald Knudsen 10, Þórhallur Flosason 3, Atli Ein- arsson 2, Óskar Kristjánsson 1. Fráköst: 8 f sókn - 19 í vöm. Dómarar: Helgi Bragason og Jón Bender. Villur: Keflavík 24 - KR 21. Ahorfendur: Um 350. Frestað Leik Þórs og ÍA sem átti að vera á Akur- eyri var frestað vegna veðurs. Næstu leikðr Sunnudagur: Grindavík: UMFG - Skallagrímur.........20 Keflavík: Keflavík - Snæfell...........20 Sauðárkrókur: UMFT - Njarðvík..........20 Seþ'askóli: ÍR - Haukar................20 Seltjn.: KR-Þór.......................20 Hlíðarendi: Valur - f A...............20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.