Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 1
64 SIDUR LESBOK/C/D wttunlifaMfe STOFNAÐ 1913 5. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Atvinnu- lausum fækkar Washington. Reuter. ÓVÆNT dró úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum í desember. Þá reyndust 5,4% atvinnubærra vera án vinnu og hefur atvinnuleysi ekki mælst minna þar í landi í hálft fimmta ár. Atvinnuleysið minnkaði úr 5,6% í nóvember og þykir lækkunin umtalsverð. Atvinnuleysið var 6,7% í ársbyrjun og hefur því fallið um 1,3% prósentustig. Þá urðu til 488.000 ný störf í öðrum greinum en landbúnaði í nóvember. Hafa ekki verið sköpuð fleiri ný störf á einum mánuði frá í október 1987. Alls fjölgaði launafólki utan land- búnaðargeirans um 3,5 milljónir allt árið í fyrra. Er aukningin meiri en á nokkru öðru ári frá 1984 en það ár nam hún 3,9 milljónum. Bati í Kanada Þá voru birtar tölur í Kanada í gær sem sýndu að 362.000 ný störf voru sköpuð þar í Iandi í fyrra eða fleiri á einu ári en næstu sjö ár á undan. Það stuðlaði að því að atvinnu- leysi í Kanada mældist að meðal- tali 10,3% allt árið 1994, en það var 9,6% í desember. Jeltsín vill að töku Grosní verði hraðað Clinton vill málamiðlun Washington. Moskvu. Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti sendi Borís Jeltsín Rússlandsforseta bréf í gær þar sem hann lét í ljós þungar áhyggjur af mannfalli í röðum óbreyttra borgara í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju. Hvatti hann Jeltsín til að leysa deiluna við Tsjetsjena með samningum og lagði til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) miðlaði málum. Minnast Presleys Memphis. Reuter. ÞÚSUNDIR aðdáenda Elvis Presleys, konungs rokksins, komu til heimabæjar hans, Memphis í Tennessee, til þess að minnast þess að á morgun, sunnudag, hefði goðið orðið sextugt, væri það í tölu lifenda. Presley lést í ágústmánuði árið 1977 og er andlátsins minnst með mikilli tónleikahá- tíð ár hvert. Að þessu sinni verður mikið um dýrðir í Memphis en hátíðahöldin ná hámarki við Graceland, stórhýsi Presleys. Hvorki Lisa Marie Presley- Jackson, dóttir rokk-konungs- ins, né ekkja hans Priscilla verð- ur viðstödd minningarhátíðina. Ongþveiti í snjónum ÖNGÞVEITI var víða í Evrópu í gærdag vegna snjókomu. Er Hollendingar vöknuðu var 10 sm jafnfallinn snjór yfir öllu. Setti það allar samgöngur úr skorð- um. Það sama var uppi á teningn- um í Brussel. Daglegt líf fór einn- ig úr skorðum vegna snjóa í Frakklandi, allt frá París til Ríví- erunnar. Snjóaði í Marseille í fyrsta sinn í áraraðir. í Júrafjöll- um fór frostið niður í 30 stig á Celcius í gær. Kornbændur fögn- uðu snjókomunni þar sem mjöllin verndar græðlinga sem tóku að vaxa í mildu veðri í nóvember og desember. í París var margur snjókarlinn skapaður í gær en þar var myndin tekin. Reuter Rússneski herinn herti stórskota- liðsárásir á Grosní í gær en tókst ekki að lina tök hersveita Tsjetsjena á borginni. Mikill fjöldi fallhlífarher- manna var sagður á leið til Grosní í gær sem talið var til marks um að stórsókn inn í borgina væri í uppsiglingu. Jeltsín krafðist þess á fundi rúss- neska öryggisráðsins í gær, að sér yrði gefin upp sú dagsetning þegar hernaðaraðgerðum ætti að vera lok- ið í Tsjetsjníju og sveitir innanríkis- ráðuneytisins tækju þar við lög- gæslu. Jafnframt krafði hann Pavel Gratsjev varnarmálaráðherra svara við því hvort herinn hefði farið að fyrirmælum sínum á miðvikudag um að hætta loftárásum á Grosní. Sagð- ist Jeltsín hafa ástæður til að halda að við þeim hefði ekki orðið. í ljósi atburða síðustu daga eru vaxandi efasemdir um hvort Borís Jeltsín fari með raunveruleg völd í Rússlandi. Sergei Kovaljov þingmaður, fyrr- verandi bandamaður Jeltsíns sem mótmælt hefur hernaðinum í Grosní harðlega, sagði í gær að forsetinn væri leiksoppur harðlínumanna í valdakerfinu. Kovaljov dvaldist um skeið í Grosní og átti hálftíma fund með forsetanum í gær. Hafnaði Jeltsín beiðni hans um að stöðva bardaga um helgina vegna jólahalds rússneskra rétttrúnaðarmanna. Kovaljov hefur sagt, að ráðamenn ljúgi til um atburðina í Tsjetsjníju. „Ég ætlaði að horfa framan í leið- togana og sjá hvaðan stórlygarnar kæmu," sagði hann. Reyndi hann að lesa úr svipbrigðum Jeltsíns en sagðist óklár á því hvað þar mátti sjá. Forsetinn hefði þagað nánast allan tímann. „Augun sögðu lítið. Jeltsín var fámáll. Það brá fyrir áhyggjusvip, stundum óánægju." LKi^ Reuter Fjárlagafrumvarp stjórnar jafnaðarmanna í Svíþjóð lagt fram í næstu viku Velferðarmál undir hnífinn Stokkhélmi. Reuter. BÚIST er við róttækum niðurskurði á opinberum útgjöldum í fjárlaga- frumvarpi sænsku stjórnarinnar en það verður lagt fram í næstu viku. Verður hann mestur í heilbrigðis- og félagsmálum og í þeim mála- flokkum, sem jafnaðarmönnum hafa verið heilagastir, barna-, trygginga- og húsaleigubótum. Er um að ræða fyrsta meiriháttar niðurskurðinn í sænskum velferðarmálum. Fyrirtækið Moody's, sem fylgist meðal annars með lánstrausti ríkja, lækkaði í gær einkunn Svía úr AA-2 í AA-3 og Göran Persson fjármála- ráðherra sagði, að það væri rétt mat á slæmri stöðu ríkisins og réttlætti um leið róttækan niðurskurð. „Nú þegar efnahagslífið er á upp- leið er lag til að skera niður. Ef við bíðum næstu niðursveiflu mun það hafa enn alvarlegri afleiðingar fyrir velferðarkerfið og festa fjöldaat- vinnuleysi í sessi," sagði Persson. Alls stendur til að skera útgjöldin niður um 185 milljarða ísl. kr. og þar af um 73 milljarða kr. í heilbrigð- is- og félagsmálum. Sem dæmi má nefna, að barnabætur verða lækkað- ar um rúm 16% og fæðingarorlof og sjúkradagpeningar um fjórðung. Skuldir sænska ríkisins eru gífur- Iegar og fjárlagahallinn er meira en 1.800 milljarðar ísl. kr. á ári. Segir í áliti Moody's, að skuldirnar aukist hraðar en þjóðarframleiðslan og muni vaxtagreiðslurnar einar binda hendur ríkissjóðs næsta áratuginn eða leng- ur. Efnahagssérfræðingar segja, að vandi Perssons sé hins vegar sá að skera niður án þess að kæfa um leið hagvöxtinn í landinu. Samkvæmt heimildum hefur náðst víðtækt sam- komulag á þingi um aðgerðirnar. Jökulköld þrettánda- dýfa FJÖLDI búlgarska fullhuga steypti sér í vök á ísilögðu vatni í höfuðborginni Sófíu í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Til- gangurinn var að finna kross sem fleygt hafði verið í vatnið. Atburðurinn er árviss og sá sem finnur krossinn hlýtur sérstaka blessun kirkjunnar hjá presti sem bíður á vakarbakkanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.