Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óánægja með framboðsmál Aiþýðubandalagsins í Reykjavík Rætt um sérframboð VR leggur kröfugerð fram eftir helgi VERSLUNARMANNAFÉLAG Reýkjavíkur vinnur enn að mótun kröfugerðar sinnar í komandi kjarasamningum, að sögn Magn- úsar L.. Sveinssonar, formanns félagsins, og mun kynna viðsemj- endum sínum kröfugerðina í næstu viku. Hann segir frétt Ríkis- útvarpsins í gær um að félagið muni kreíjast allt að fjórðungs hækkunar lægstu launa en 6,7% meðaltalshækkunar taxta ekki rétta. í frétt Ríkisútvarpsins í gær sagði að á fundi með starfsgreina- fulltrúum í fyrradag hefði VR kynnt kröfugerð sem gerði ráð fyrir allt að 25% hækkun lægstu launa í þremur áföngum á 2 ára samningstíma, þar sem laun hækkuðu um 4 þúsund krónur hveq'u sinni. Á laun yfir 95 þúsund krónur krefðist félagið 3% hækk- unar en kröfumar jafngiltu 6,7% launahækkun að meðaltali. Úr lausu lofti gripið Magnús L. Sveinsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta væri úr lausu lofti gripið; engar tölur lægju enn fyrir í kröfu- gerðinni og enn væri unnið að mótun krafnanna m.a. á fundum með trúnaðarmannaráði og full- trúum starfsgreina. Sumar fyrr- greindra talna hefðu e.t.v. komið upp í tengslum við þá vinnu en aðrar væru rangar. HUGMYNDIR hafa verið um að stofna til sérframboðs alþýðubanda- lagsfólks í Reykjavík sem er óánægt með hvemig staðið hefur verið að framboðsmálum flokksins fyrir al- þingiskosningamar. Oánægjan beinist einkum að því að hætt var við að halda prófkjör í Reykjavík en þess í stað valið á fram- boðslistann. Nokkrir forustumenn innan Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík (ABR) hafa lýst því yfír að þeir muni ekki starfa með flokkn- um í komandi kosningabaráttu. Þá heldur Sósíalistafélagið, eitt aðildarfé- Iaga Alþýðubandalagsins, fúnd á mánudagskvöld þar sem tekin verður afstaða til þess hvort félagið standi að framboði flokksins í Reykjavík eða hvort fulltrúi félagsins verði dreginn út úr kjömefnd kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsfélaganna í Reykjavík. Þorvaldur Þorvaldsson, stjómar- maður í Sósíalistafélaginu, staðfesti að innan félagsins hefðu verið uppi hugmyndir um sérframboð, en það yrði þó væntanlega ekki bundið við félagið, ef af yrði, heldur byggt á breiðari grunni vinstri manna. Nærveru ekki óskað Þær Auður Sveinsdóttir, sem er fyrsti varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, Stefanía Traustadóttir, fyrrverandi formaður ABR, og Álflieiður Ingadóttir, einn af fomstumönnum ABR, hafa allar lýst því yfir að þær muni ekki starfa fyrir flokkinn í komandi kosninga- baráttu, en þær vom allar fylgjandi prófkjöri. Auður, sem stefndi á 2. sætið í fyrirhuguðu prófkjöri, sagði við Morgunblaðið að hún túlkaði þau skilaboð sem hún hefði fengið þann- ig, að nærvem sinnar væri ekki ósk- að við undirbúning framboðsins og það ætlaði hún að virða. Hún sagðist þó ekki ætla að segja sig úr flokknum heldur taka sér frí. Stefanía sagðist ekki ætla að vinna í Alþýðubandalaginu að framboðs- málum fyrir kosningamar vegna óánægju með stöðu mála. Hins vegar myndi hún áfram vinna fyrir Alþýðu- bandalagið innan Reykjavíkurlistans í borgarstjórn. Húsdýrin fagna gestum BÖRNIN á mölinni hafa mörg sáralítil kynni af þeim dýrum sem gefið hafa okkur mjólk, ull og kjöt i gegnum aldirnar. Sum nútímabörn þykja jafnvel lík- legri til að bera kennsl á út- lenskar tölvuleikjahetjur en ís- lensku sauðkindina. Systkinin Sara Sjöfn, fjögurra ára, og Ingi Hilmar Sigurðsson, tveggja ára, eru þó vart í hópi þeirra fáfróðu, að minnsta kosti ekki eftir heimsóknina í Húsdýra- garðinn í gær. Gimbrin og ærin á myndinni virtust kunna vel að meta heimsókn barnanna og ekki siður ilmandi heytugguna sem börnin réttu að þeim. Hópur að myndast um Ogmund Jónasson Við mótun kröfugerðarinnar hefði ýmsum tölum verið varpað fram og lagðar fyrir sérfræðihópa sem enn hefðu þær til skoðunar og breytingum undirorpnar. -----------» ♦ ♦ Tveir hrygg- brotnir eftir bílveltu FÓLKSBÍLL valt um kl. 18.30 við Garðsvík á Svalbarðsströnd. Þrennt var flutt með sjúkrabíl á slysadeild og sá fjórði kom þangað með fólksbíl. Tveir hinna slösuðu voru hryggbrotnir og sá þriðji axlarbrotinn og voru þeir lagðir inn á FSA. Sá fjórði fékk að fara heim að lokinni skoðun. Að sögn læknis voru beinbrotin ekki talin alvarlegs eðlis. Slysið varð við framúrakstur í mikilli hálku og hvassviðri auk þess sem djúp hjói- för voru á veginum. ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segist hafa átt í viðræðum við fjölda fólks um framboð í tengsl- um við Alþýðubandalagið en undir öðrum formerkjum en flokksins eins. Víðar um land er rætt um að óflokks- bundnir menn tengist framboði Al- þýðubandalagsins. Ögmundi hefur verið boðið 3. sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins i Reykjavík og er nú gert ráð fyrir að ef af verði komi hann til liðs við framboðið ásamt hópi stuðnings- manna sinna, og einhveijir þeirra taki einnig sæti á listanum. Ögmundur segist reikna með að niðurstaða fáist í næstu viku um hvort hann taki sæti á listanum. „Þetta er meðal annars háð því að Alþýðubandalagið sé tilbúið að bjóða fram undir öðrum formerkjum en Alþýðubandalagsins eins, því ég hef ekki í hyggju að ganga í flokkinn. Hins vegar hef ég átt i viðræðum við fjölda fólks sem er með svipaðar þenkingar og sem vill leita leiða til að auka áhrif launafólks á stjórn og stefnu í samfélaginu og þá með til- liti til komandi alþingiskosninga," sagði Ögmundur við Morgunblaðið. Breikkun G-lista Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagins, segir í grein í Vikublaðinu í gær, að rætt sé um að breikka heiti G-listanna í alþingis- kosningunum og þar komi ekki að- eins fram nafn Alþýðubandalagsins heldur einnig liðsinni óháðra ein- staklinga sem aðhyllist félagshyggju og jafnaðarstefnu. Í þessu sambandi hafa farið fram viðraeður milli Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra og Áma Steinars Jóhannssonar, formanns Þjóð- arflokksins, um samvinnu í kosning- unum, þannig að Ámi Steinar skipi hugsanlega 2. sætið á listanum á eftir Steingrími J. Sigfússyni. Ámi Steinar sagði við Morgunblað- ið, að um væri að ræða óformlegar þreifíngar, og þær væm ekki annars eðlis en aðrar þreiflngar sem hefðu verið í gangi undanfama mánuði. Morgunblaðið/Sverrir Níu bæir án raf- magns UM TVEGGJA milljóna króna tjón varð á rafveitukerfínu á Áusturlandi á fimmtudag þeg- ar um sjö til átta sentimetra þykk ísing og mikið hvassviðri olli því að lína í Helgustaðar- hreppi utan við Eskifjörð slitn- aði á nokkmm stöðum. Ellefu staurar og fjórtán slár brotn- uðu og fór rafmagn af- níu bæjum. Einnig urðu rafmagns- tmflanir vegna ísingar á stofn- línu til Seyðisqarðar, en um samslátt var að ræða. Viðgerð stendur nú yfír og kveðst Sigurður Eymundsson, umdæmisstjóri Rafmagnsveitu ríkisins á Austurlandi, vænta þess að henni ljúki í kvöld, en í seinasta lagi á sunnudags- morgun. Bæir við öllu búnir Samslátturinn sem varð á línunni til Seyðisfjarðar olli 10-15 mínútna rafmagnsleysi í bænum, tví- eða þrívegis á fimmtudagskvöld. Varaafl var sett á og varð ekki teljandi ami af, að sögn Sigurðar. Vegna skemmdanna á lín- unni í Helgustaðarhreppi hefur verið rafmagnslaust á níu bæj- um frá því á fimmtudagsmorg- un, þar af er heilsársbúseta á fimm bæjum. Takist að Ijúka viðgerð í kvöld nær rafmagns- leysi á bæjunum tveimur sólar- hringum. Sigurður segir að við- gerð miðist ekki við neyðar- ástand, enda hafi línan í Helgu- staðarhreppi slitnað margoft áður og séu bæimir vel útbúnir með olíukyndingu og jafnvel varaaflstöðvum. Bílum í bótaskyldum tjón- um fækkaði á milli ára ÁÆTLAÐUR kostnaður tryggingafélaga vegna fjöldra skemmdra bíla í umferðaróhöppum var um 100 milljónum króna lægri frá mars til ársloka 1994 en á sama tíma árið 1993, samkvæmt upp- lýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga. A tímabilinu skemmdust 866 færri bílar í bóta- skyldum tjónum árið 1994 en 1993. Samkvæmt upplýsingum sem Daníel Hafsteins- son, tæknifræðingur Sambands íslenskra trygg- ingafélaga, hefur tekið saman urðu alls 16.782 bflar fyrir skemmdum í bótaskyldum árekstrum á árinu 1994 og var kostnaður tryggingafélaganna vegna þeirra áætlaður 2.048 milljónir króna. í árslok 1992 voru skráð rúmlega 136 þúsund öku- tæki á landinu öllu, samkvæmt tölum frá Hag- stofu íslands. Sé sá bílafjöldi lagður til grundvall- ar hafa rúmlega 12% bfla landsmanna skemmst í umferðaróhöppum á liðnu ári. Skráning upplýsinga um fjöida skemmdra öku- tækja í árekstrum hófst hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga um mánaðamótin febrúar-mars 1993 og er þvf til samanburður fyrir síðustu 10 mánuði áranna tveggja. Endurspegla ekki fjölda umferðarslysa Frá níundu viku ársins 1994 til ársloka skemmd- ust 13.733 bílar í bótaskyldum umferðaróhöppum, sem kostuðu tryggingafélögin um 1.679 milljónir króna en á sama tíma árið 1993 skemmdust 14.599 bílar og kostuðu óhöppin tryggingafélög 1.777 milljónir króna. Ifyrra árið skemmdust í hverri viku að meðaltali 332 bílar í óhöppum en á liðnu ári að meðaltali 323 bílar á viku. Kostnaður var að meðaltali 121.700 krónur á hvem bíl árið 1993 en 122.000 krónur 1994. Þessar upplýsingar taka að sögn Daníels Haf- steinssonar aðeins til þess tjóns sem orðið hefur á ökutækjum í umferðaróhöppum og endurspegla ekki fjölda eða kostnað tryggingafélaga vegna umferðarslysa, þar sem fólk verður fyrir meiðsl- um. Kostnað vegna þeirra slysa er erfitt að áætla, m.a. þar sem nokkur ár geta liðið frá slysi þar til varanlegt heilsutjón liggur fyrir. Dýrustu tjónin sem skráningin nær til eru aft- anákeyrslur, sem að sögn Daníels kostuðu að meðaltali um 350 þúsund krónur á hvem bíl. Um 53% óhappanna urðu við aftanákeyrslur eða þegar ökumenn voru að bakka bílum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.