Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 9
•MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 9 > I I I > I I ► > ) ) I > > > > > > > > > > > > > > > FRÉTTIR PRAKKARINN og eldtungurnar. Prakkarimi í Opemraii Nýstárleg óperusýning verður í íslensku óperunni nk. þriðjudag, þegar þar verður boðið upp á Prakkarann eftir Ravel. Guðrún Guðlaugsdóttir fór á æfingu og sá þar 18 nemendur Söngskólans í Reykjavík breyta sér með látbragði og öðrum brögðum í hina ýmsustu hluti og dýr. Prakkarar hafa löngum verið vinsælt sögu- efni, jafnt i ræðu sem í riti. Um einn slíkan ætla nemendur Söngskólans í Reykjavík að fara að syngja nk. þriðjudagskvöld kl. 20. Um er að ræða óperu franska tónskáldsins Maurice Ravel, Töfraheim prakkarans, sem frumflutt var í Monte Carlo 21. mars 1925. Texta óperunnar, sem er eftir Colette, hefur Guð- mundur Jónsson óperu- söngvari þýtt og byggir þar að nokkru á handritsþýðingu Guðrúnar Guðmundsdóttur Prakkarann sjálfan leikur og syngur Eyrún Jónasdóttir. I samtali við blaðamann Morg- unblaðsins sagði Eyrún að hún hefði aldrei fyrr stigið á leiksvið og sér þætti þetta hin merkilegasta reynsla. „Mér finnst þetta erfitt en gaman, þetta er góð reynsla og lærdómsríkt hefur það verið að vinna með Halldóri E. Laxness leikstjóra," sagði Eyrún. Hún kvað tónlistina fallega þegar farið væri að vinna með hana. „Auðvitað er þetta nútímatónlist en þegar oftar er hlustað á verkið er þar að finna marga gullmola," sagði hún. Eyrún sagðist þegar hafa lokið áttunda stigi í söng frá Söngskólanum, og væri hún nú að vinna að burtfararprófi og sagð- ist stefna á söngkennaradeild að því loknu. Ásrún Davíðsdóttir skrifstofu- stjóri Söngskólans sagði að í sýning- unni tækju eingöngu þátt nemendur sem væru á sjöunda stigi og þar fyrir ofan í Söngskólanum. Hún kvað hlutverkin 25 í óperunni mjög áþekk, sönglega séð, eins og hún sagði. „Þau gera öll svipaðar kröfur. Söngvararnir eru inni á sviðinu allan tímann, þetta er búið að vera þeim á við besta leiklistarnámskeið," sagði Ásrún. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRÁ vinstri Garðar Cortes, Iwona Jagla og Halldór E. Laxness. NOKKRIR hinna svartklæddu, ungu söngvara. Umhverfið gerir uppreisn Unga fólkið á sviðinu er flest klætt svörtum fötum með hvíta hanska, allt hið gerðarlegasta og ekki eru hljóðin síðri. Eins og nafnið bendir til er óperan sem þau syngja byggð á barnasögu, en höfðar þó engu síður til fullorðinna áheyrenda. Sagan fjallar um dreng, sem er óþekkur við móður sína, vill ekki læra, brýtur allt og bramlar í kring- um sig, jafnt leikföng sem húsgögn og hlífir heldur ekki skólabókunum sínum eða dýrum og tijám úti í nátt- úrunni. Svo gerist það að umhverfið iifnar allt í einu við og gerir hrein,- lega uppreisn gegn prakkaranum. Hann flýr út í garð en dýrin taka honum ekki vel. Viðhorf þeirra breytist þó þegar prakkarinn gerir að sári á loppu íkorna eins, sem slas- ast hafði í öllum látunum. Drengur- inn slasast einnig og dýrin samein- ast í að hjálpa honum og kalla á mömmu hans honum til hjálpar. Að sögn leikstjórans, Halldórs E. Laxness, er þetta lítil Grand-ópera fyrir börn. „Eg hef séð þetta verk sett upp erlendis, þetta er í raun risaverk, skrifað fyrir stóra hljóm- sveit, ballett, söngvara o.fl. en við nýtum verkið þannig að við látum leikarana túlka breytingar með lát- bragðsleik, t.d. þegar veggfóðrið lifnar við. Þá mynda persónurnar úr veggfóðrinu stóran smalakór. Einfaldasta leikhúsbragðið er notað, mannslíkaminn tekur alls kyns breytingum á sviðinu, hann breytist úr hlutum, svo sem klukku, í íkorna og tebolla," segir Halldór. Tónlistin er skrifuð af hinum fræga Ravel og er talin ein af hans mestu perlum. Halldór leikstjóri kvaðst í samtali við blaða- mann hafa sett upp þijár óperur hjá Söngskólanum. „I Kanada var ég við stofnun sem setti upp nútímaóperur og hjá Borgarleikhúsinu setti ég upp söngleik. í Mennta- skólanum við Hamrahlíð setti ég upp Mahagony við tónlist eftir Brecht," sagði Halldór. „Víst er erfítt að vinna þetta verk með hóp algerra nýliða. Hópurinn þurfti að gera allt - og hann gerði það, vissu- lega er æskilegt að æfa fólk í uppsetningum sem þessari. Úti er tii margt fólk sem getur bæði dansað, leikið og sungið. Hér eru ekki gerðar eins miklar kröfur. Sam- keppnin er einfaldlega ekki eins hörð hér á landi. Það er nánast ótrúlegt hve fólk tók fljótt við sér í þessari sýn- ingu. Þetta er einskonar nemendaleikhús fyrir Söng- skólann. Það er i raun stór- kostlegt hve mikið sönglíf er hér á íslandi. Við eigum marga góða söngvara en það þyrfti að gera betur við óper- una sem slíka,“ sagði Halldór E. Laxness. Hann er kominn með hugann allan upp á svið- ið til leikaranna ungu sem nú sveifia í ákafa rauðum silkiborðum sem eiga að tákna heilan eldsvoða, sýnist mér. „Þetta hefur gengið vonum framar. Það var frábært að sjá hvað fólk getur tekið mikið inn á stuttum tíma,“ segir Halldór í flýti og fyrr en varir er hann kominn upp á svið- ið til þess að leiðbeina hinum ungu söngvaraefnum. Iwona Jagla píanó- leikari er tekin til við undirleikinn og skólastjóri Söngskólans, Garðar Cortes, sem stjórnar tónlistinni, hlustar með athygli á frammistöðu hinna ungu söngvara. Sem sagt, það stefnir allt í að um athyglisverða frumraun verði að ræða hjá nemend- um Söngskólans er Törfraheimur prakkarans verður færður upp nk. þriðjudagskvöld. Utsala — Utsala 40% afsláttur TBSS v I .....sími Ó22230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 MaxMara marjna rinaldi Glœsilegur vetrarfatnaður! Opið í dag 10-17. _____Marí_________ Hverfisgötu 52 -101 Reykjavik-Sími91-62 28 62 REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SIBS Simar: 628450 688420 688459 Fax 28819 EGLA -RÖÐ OG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.