Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 11
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 11 AKUREYRI Halldór Jónsson, stjórnarformaður Útgerðarfélagsins Messur HALLDÓR Jónsson, formaður stjórnar Útgerðarfélags Akur- eyringa, telur að lengri tíma en tvær vikur þurfí til að gera góða úttekt á svo viðamiklu máli sem að færa sölumál félagsins frá Söl- umiðstöð hraðfrystihúsanna yfir til íslenskra sjávarafurða. Spurning væri hvort slíkt væri gerlegt á svo stuttum tíma m.a. vegna þess hversu margir huglægir þættir tengdust málinu. Hann segir menn ekki skipta um söluaðila eins og skó og að hagkvæmast sé að fela þeim aðilum sem mestum árangri skili þau í hendur. Halldór sagði sölu á hlutabréfum ÚA ekki mál stjórnar félagsins, en allt er við kæmi sölu- og rekstrar- málum væri hreint málefni stjórnar og stjómenda félagsins. „Ég geri ráð fyrir að Akureyrarbær horfi til síns hags hvað hugsanlega sölu varðar og eins hvernig slíkt kæmi hagsmunum útgerðarfélagsins best Fagna áhugaá félaginu og þá verða menn einnig að skoða hvernig hagsmunum hluthafanna er best borgið," sagði Halldór en hluthafar í ÚA eru um 1.800 tals- ins. Fagna miklum áhuga Halldór sagðist fagna því að áhugi fyrir útgerðarfélaginu kæmi svo sterkt upp á yfirborðið, en greinilegt væri að fjölmargir hefðu áhuga á að gerast eignaraðilar i ÚA. „Ég hins vegar tel að hags- munum öllum væri best borgið með dreifðri eignaraðild, þannig að það sé ekki endilega einn stór meiri- hlutaeigandi sem ráði ferðinni. Ég tel að ekki sé verið að hætta einu eða neinu þó slíkt gerðist. Fyrir- tækið er með stóra verksmiðju á Akureyri og eru hagsmunir þess að hún gagni sem best. Ég hef heyrt þau sjónarmið að best fari á að heimamenn séu við stjórnvölinn í fyrirtækinu, það hefur komið mjög sterkt fram í þessari umræðu og í sjálfu sér hægt að finna fyrir því rök. Hins vegar hefur þessu fyrir- tæki ekki verið stjórnað sem bæjar- fyrirtæki um langan tíma, það hef- ur verið rekið út frá hagkvæmni- sjónarmiðum og eflst og vaxið. Ég hef sagt að ef bæjarfélagið hefur þörf fyrir fjármuni til að stuðla að annarri atvinnuuppbyggingu þá sé vel að nýta þá fjármuni sem bærinn á sínum tíma lagði í félagið og orðið hafa til þar,“ sagði Halldór. AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14.00. á morgun, sunnudag. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta í Glerárkirkju kl. 14.00. sunnudaginn 8. janúar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Imma og Óskar stjórna og tala. Heimilasamband fyrir konur kl. 16.00 á mánudag. Krakkaklúbbur kl. 17. ámiðviku- dag. H VIT ASUNNUKIRK JAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30. í kvöld, safnaðarsamkoma kl. 11.00 á morgun, sunnudag og vakningarsamkoma sama dag kl. 15.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26. Messa kl. 18.00 í kvöld og kl. 11.00 á morgun. SH vill tækifæri tíl jafns við aðra verði hlutabréfin seld ÞIMiHOLT Suðurlandsbraut 4A, sími 680666 Opið virka daga kl. 9 - 12 og 13 - 18. Opið laugard. kl. 11 -14. Friðrik Stefánsson viðsk. fr. Lögg. fasteignasali JÓN Ingvarsson, formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagðist vera ánægður með að bæj- aryfirvöld hefðu tekið jákvætt í þá málaleitan SH-manna að fá tæki- færi til jafns við aðra verði hluta- bréf bæjarins í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa seld, en fram á það fóru fulltrúar SH á fundi með fulltrúum meirihlutans í bæjarráði í gær. Skynja áhyggjur af atvinnuleysi Jón sagði að viðræður á fund- inum hefðu verið vinsamlegar og gagnlegar, en m.a. óskuðu fulltrúar SH eftir því að fá að leggja fram tillögur varðandi það með hvaða hætti Sölumiðstöðin gæti stuðlað Vilja efla atvinnulíf í bænum að eflingu atvinnulífs á Akureyri. „Það hefur verið tekið jákvætt í erindi okkar, að því leyti að við fáum tíma til að hugsa okkar mál, við munum nú strax fara að vinna að mótun tillagna um með hvaða hætti við gætum orðið atvinnulífi á Akureyri að liði. Við skynjuðum mjög vel á fundinum þær áhyggjur sem bæjaryfirvöld hafa af miklu atvinnuleysi á Akureyri,“ sagði Jón. ÚA er stærsti eigandi SH og stærsti framleiðandi og sagði Jón að SH-menn myndu harma það mjög ef viðskipti fyrirtækisins flyttust úr höndum SH, þannig að menn vildu mikið til vinna að slíkt gerðist ekki. Jón benti m.a. á að SH hefði tekið þátt í þróunarstarfi sem skilað hefði ÚA árangri. ÚA væri eitt öflugasta fyrirtæki lands- ins í framleiðslu í sérstakar pakkn- ingar fyrir Bandaríkjamarkað en þar væri staða SH í gegnum dóttur- fyrirtæki sitt, Coldwater, einkar sterk og ÚA hefði notið þess styrks sem SH hefði á þeim markaði. SMÁÍBÚÐAHVERFI - VERÐ 14,7 MILLJ. Einbýli um 310 fm með skjólgóðri lóð sem er afgirt með heitum potti. Góðar stofur með ami, 5 svefnherb. o.fl. Stór bllskúr. Getur losnað fljótlega. GRUNDARTANGI - MOS - VERÐ 8,9 MILLJ. Fallegt 100 fm endaraðhús með 3 svefnherb. og þvhús inn af eldhúsi. Parket og flísar á gólfum. Góður garður með suðurverönd. Áhv. langtlán 4, 7 millj. GRENIBYGGÐ - MOS - VERÐ 11,9 MILLJ. Nýiegt 140 fm parhús á tveimur hæöum nánast fullbúið. Sólskáli í stofu, suðurverönd og garður. 26 fm bílskúr. BRÆÐRABORGARSTÍGUR - VERÐ 6,9 MILLJ. Góð 100 fm íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi á horni Öldugötu og Bræðraborgar- stígs. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. HVASSALEITI — 3JA HERB. Snyrtileg 80 fm ibúð á 3. hæð með bflskúr. Áhv. 4,5 millj. húsbr. Verð 7,4 millj. RÁNARGATA - LAUS. Góð 2ja herb. ibúð á 2. hæð sem öll hefur verið endumýjuð. Lyklar á skrifstofu. BÁRUGATA - LAUS. Snotur 50 fm íbúð í kjallara sem er mikið end- umýjuð, þ.m.t. rafm. og hiti. Gróinn garður. Verð 4,9 millj. •œms *'*'•*'•'*' .......... í Smáranum í Kópavogi kl. 16.30 Id 1979 og síðar frítt. 2. leikur sunnudagmn 8. jan ^ , v.1 «■» ' —TTMBferr-TI . r*"' '•a«r í iflfeL *tas^ '< V r%eti -.M UeSjc r . s«, xm I .v-^HBjkkW feBK fefefefeH 1 y ' /CáiJ v,>%íá o ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.