Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Makaskiptasamningurínn um Holiday Inn og Sambandshúsið í höfn Baklóðin kostaði 60 milljónir ÞEIR Margeir Daníelsson, framkvæmdasljóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri lyá ís- landsbanka, sjást hér handsala makaskiptasamninginn. Hátt verð á málm- um helst London. Reuter. STAÐA málma verður ekki eins geysilega sterk og í fyrra, en fleiri hækkunum er spáð og meðalverð 1995 verður hærra en verðið 1994 sam- kvæmt könnun Reuters á áliti sérfræðinga. Þeir segja að málmar eins og kopar geti ekki haldið áfram að hækka um 75% eins og í fyrra og meiriháttar leiðrétting sé líkleg, en síðan muni verðið hækka aftur. Mikil eftirspurn er eftir málmum um þessar mundir vegna efnahagsbatans í heim- inum, en sérfræðingarnir eru ekki vissir um hvemig verðlag- ið muni þróast og telja að í sumum tifellum sé það of hátt. Eftirspum verður ekki eins mikil í ár og 1994 þegar hag- vöxturinn var um 7-8%, en þó er talið að hann verði 4-5%. Meira álframboð Búast má við aukabirgðum af áli, því að ekki hefur verið unnið með fullum afköstum í samræmi við samkomulag helztu álframleiðanda. Áhrifa áls frá 466,000 tonna Alusaf Hillside bræðslu Suður- Afríku fer að gæta í verulegum mæli í lok ársins. Sérfræðingar segja að markaðurinn þurfi nokkum tíma til þess að aðlag- ast þessu aukamagni, um tveimur milljónum lesta. En á móti kann að vega mikil eftir- spum, því ál nýtur vaxandi vinsælda í bílaiðnaði. SAMNINGAR voru undirritaðir í gær milli íslandsbanka hf. og dótturfé- lags hans, Sigtúns 38 hf., annars vegar og Samvinnulífeyrissjóðsins hins vegar um makaskipti á eignum. íslandsbanki yfirtekur húseign sjóðs- ins á Kirkjusandi þar sem Samband- ið var áður til húsa en lætur í stað- inn Hótel Holiday Inn og skrifstofu- húsnæði bankans í Húsi verslunar- innar, Kringlunni 7. Þær eignir sem hvor aðiii leggur fram eru metnar á yfír hálfan milljarð króna. Samhliða þessu var í gær gengið frá samningi Samvinnulífeyrissjóðs- ins við hlutafélagið Hótelið við Sigtún 38 í Reykjavík hf. um sölu á Hótel Holiday Inn. Þar með lauk þriggja mánaða samningalotu Samvinnulíf- eyrissjóðsins við íslandsbanka og ijölmarga aðra aðila. íslandsbanki hafði áður náð samn- ingum við Landsbankann um kaup á baklóðinni við Kirkjusandshúsið ásamt tveimur vöruskemmum og frystigeymslu sem er áföst skrif- stofubyggingunni. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins nemur kaupverð þessara eigna um 60 millj- ónum króna. Skemmumar verða rifnar en fry- stigeymslan áfram leigð út a.m.k. næstu árin. Þar að auki eru á lóð- inni skreiðarskemma og þróunarset- ur. Islandsbanki yfirtekur skreiðar- skemmuna en gert er ráð fyrir að íslenskar sjávarafurðir reki þróunar- setrið áfram. Fyrirhugað er að flytja höfuðstöðvar íslandsbanka og skrif- stofur dótturfélaga hans inn á Kirkjusand á næstu sex til sjö mán- uðum. Starfsemin er nú á fímm stöð- um víðs vegar um borgina. Ná fram verulegum sparnaði Samkvæmt frétt íslandsbanka þarf að gera nokkrar breytingar á húsnæðinu við Kirkjusand en þær verða þó hvorki miklar né kostnað- arsamar. Húsið sé búið öllum tölvu- lögnum og lausum milliveggjum sem auðvelt sé að flytja til. A jarðhæð- inni verður annaðhvort bankaaf- greiðsla eða útibú en eftir er að kanna hvor kosturinn er betri. „Það skiptir okkur mjög miklu máli að ná saman höfuðstöðvunum í eitt hús,“ sagði Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka. „Við erum að fækka fermetrum og mun- um fækka fólki nokkuð við flutning- ana. Þannig náum við fram veruleg- um spamaði í rekstri og fyrir bank- ann er þetta hagkvæm ráðstöfun. Aðalatriðið að mínu mati er það að við erum að auðvelda innri sam- skipti. Við höfum verið með okkar deildir og dótturfélög á fimm stöðum víðs vegar um bæinn og náum þeim þama saman undir eitt þak. Það auðveldar öll samskipti og gerir þjónustu deilda hverrar við aðra í höfuðstöðvunum, þjónustu við útibúin og við viðskiptavinina betri. Það held ég að sé stærsti ávinningur- inn.“ Þrautseigjan skilaði sér Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðs- ins, sagðist í samtali við Morgunblað- ið vera mjög feginn að samningunum væri lokið. \„Sé þessum samningum einhveijum að þakka þá er það Ás- mundi Stefánssyni. Þótt oft hafi syrt í álinn hefur hann aldrei gefíst upp. Af sinni þrautseigju náði hann þessu saman í samstarfi við okkur.“ Samningar Samvinnulífeyrissjóðs- ins við Þróunarfélagið um sölu á Hótel Holiday Inn voru komnir mjög langt í desember en félagið hugðist leigja hótelið til Flugleiða. Lifeyris- sjóðurinn ákvað þá skyndilega að hefja á ný viðræður við Kaupgarð og tengda aðila. Margeir sagði að viðræðum hefði verið hætt við Þróun- arfélagið vegna þess að fram hefði komið beiðni frá Flugleiðum um breytingar á því samkomulagi sem gert hafði verið. Stjórn sjóðsins hefði ekki talið sér stætt á því að verða við því og ákveðið að hefja viðræður við aðra aðila. Samvinnulífeyrissjóðurinn eignað- ist stærstan hluta hússins við Kirkju- sand í skuldaskilum við Sambandið en keypti húsnæði íslenskra sjávar- afurða í tengslum við makaskipta- saminginn. Samtals eru þetta 6.887 fermetrar. Margeir sagði aðspurður um útkomu sjóðsins í þessum við- skiptum það eitt að sjóðurinn mætti vel við una. Samvinnulífeyrissjóðurinn og Líf- eyrissjóður bænda munu flytja skrif- stofur sínar á þriðju hæðina í Húsi verslunarinnar en húsnæði á annarri hæð verður leigt út. íhuga kaup á Skíðaskálanum Samvinnulífeyrissjóðurinn selur Hótel Holiday Inn til fyrirtækisins Hótelið við Sigtún 38 í Reykjavík hf. sem er í eigu byggingafélagsins Mænis hf., Hótels Reykjavíkur, Kaupgarðs og Guðmundar Jónasson- ar hf. Byggingafélagið Mænir var stofnað í fyrra og keypti fyrir skömmu um 15% hlut í Borgarkringl- unni fyrir um 150 milljónir króna. Kaupgarður hf. seldi nýlega um tvö þúsund fermetra húsnæði í verslun- armiðstöðinni Engihjalla 8 en á auk þess verslunina Garðakaup, Hótel Reykjavík og um 80% af verslunar- miðstöðinni Garðatorgi 1. Þá hefur Kaupgarður átt í viðræð- um um kaup_ á Skíðaskálanum í Hveradölum. Ólafur Torfason, aða- leigandi Kaupgarðs, sagðist eiga von á því að hótelið yrði opnað á ný í mars. Það færi eftir því hversu mik- ill tími færi í endurbætur. Eftir væri að ákveða hvernig hótelið yrði mark- aðssett en til greina kæmi að end- urnýja samninginn við Holiday Inn- Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna sem skila ber á árinu 1995 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1994 verið ákveðinn sem hér segir: . 1. Tll og með 21. jamíar 1995: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Til og með 20. febrúar 1995: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI 3. Tll og með síðasta skiladegi skattframtala 1995: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteigna- róttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. laganna. ' 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma tipplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1994 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarieigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. Hluthafar Akureyrarbær Kaupfélag Eyfirðinga Hampiðjan hf. Lífeyrissj. Norðurlands Hlutafjár- eign, kr. 340.989.829 52.706.072 31.485.284 20.895.424 53,3: 8,2% Lífeyrissj. Verslunarmanna 17.871.230 Vátryggingaf. íslands 8.470.000 Jl,3% Verkalýðsf. Eining 7.604.269 1(1,2% Útgerðarf. Akureyringa hf. 7.531.735 (1,2% Draupnissjóðurinn 6.316.075 (1,0% Auðlind hf. 4.579.434 1 0,7% Samvinnulífeyrissj. 4.290.000 10,7% Hlutabréfasjóðurinn hf. 3.968.033 10,6% L. Dagsbr. og Framsóknar 3.880.132 10,6% Lífeyrissj. Vesturlands 3.725.150 10,6% Sameinaði lífeyrissj. 3.661.433 10,6% Aðrir hluthafar 121.432.603 Hluthafar 6. jan, 1995 Akureyri ogKEA eiga 61 % í ÚA AKUREYRARBÆR á langstærsta hluta Útgerðarfélags Akureyrar (ÚA), eða 53,3%. Kaupfélag Eyfírð- inga (KEA) er næststærsti eigand- inn, með 8,2% hlut. Hlutur bæjarfé- lagsins hefur minnkað nokkuð frá 1993, en í nóvember það ár átti Akureyri 58,35% hlut. Nafnvirði hlutabréfa ÚÁ er tæpar 590 millj- ónir króna, en markaðsvirði skráð á Verðbréfaþingi er 1.822 milljónir. Tölumar sem birtast á meðfylgj- andi töflu eru nýjustu upplýsingar um skiptingu hlutafjár, en þess ber að gæta að nokkrar minniháttar breytingar hafa orðið síðan, einkum þær að ÚA hefur selt bréf sem félag- ið átti í sjálfu sér. Útgerðarfélagið ereitt af 24 hluta- félögum og sjóðum sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands, sem þýðir að öll viðskipti með hlutabréf félags- ins fara fram í gegnum tölvukerfí Verðbréfaþings og gert er ráð fyrir að lágmarksfjárhæð í viðskiptum sé 125.000 krónur. Engar hömlur eru á viðskiptum með hlutabréf á þing- inu, séu kaupandi og seljandi ásáttir um verð. Fari þannig að Akureyrar- bær taki tilboði KEA um kaup á 30-35% hlut bæjarins mun KEA eiga 38-43% hlut, en bærinn 18-23%. i: í i r +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.