Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERKFALLSBOÐ- UN ER FRÁLEIT STÉTTARFÉLÖG kennara, Kennarasamband ísland og Hið íslenska kennarafélag, hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls, sem heflist 17. febr- úar. Samningar við kennara losnuðu um áramót og fara þeir fram á verulegar kjarabætur. Þessar aðgerðir kennara hafa verið gagnrýndar af við- semjendum þeirra hjá ríkinu og segir fjármálaráðherra að verkfallsboðun geti haft áhrif á og truflað samningavið- ræður á almennum markaði. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir í Morgunblaðinu í gær að þetta sé líklega rétt mat hjá ráðherranum. „Allir taka nokkurt mið hverjir af öðr- um. Enginn er einn. Það er ekki óeðlilegt að fjármálaráð- herra vilji sjá meira af heildardæminu um breytingar á vinnumarkaðnum en samning einnar starfsgreinar,“ seg- ir Benedikt. Það væri í raun fráleitt ef kennarar boðuðu nú til verk- falls í upphafi kjaraviðræðna. Auðvitað er eðlilegast að aðilar vinnumarkaðarins leggi drögin að þeirri stefnu sem fylgt verður í kjarasamningum en ekki opinberir starfs- menn. Þarfir og geta atvinnulífsins eiga að ráða ferðinni en ekki ákvarðanir um aukinn hallarekstur ríkissjóðs! Fyrri reynsla af verkföllum kennara er að auki slæm, jafnt fyrir kennara sem nemendur þeirra og þjóðfélagið í heild. Þau hafa litlum kjarabótum skilað og valdið mik- illi röskun á framtíðaráformum fjölda ungmenna. Það er mikill ábyrgðarhluti af hálfu kennara að stefna að boðun verkfalls einungis nokkrum dögum eftir að samningar þeirra runnu út, ekki síst þar sem flest bend- ir til að slíkt verkfall gæti dregist verulega á langinn. Verkfall myndi raska námi fjölda nemenda, tefja almenna kjarasamninga og ógna þeim efnahagslega stöðugleika sem við búum við. Eru kennarar reiðubúnir að bera ábyrgð á því? ÚA OG HAGSMUNIR BÆJARBÚA FRAM KOM í Morgunblaðinu í gær að Kaupfélag Ey- firðinga á Akureyri væri tilbúið að kaupa 30-35% hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa af Akureyrarbæ. Jafn- framt kemur fram að KEA vilji með þessum kaupum tryggja að kvóti ÚA haldist áfram í bænum. I blaðinu er aukinheldur sagt frá því að stjórnarformað- ur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem nú fer með sölu á afurðum ÚA, enda að hluta í eigu þess, telji koma til greina að SH beiti sér fyrir því, að einhverjir fjárfest- ar kaupi hlut í fyrirtækinu ef Akureyrarbær vilji selja. Akureyrarbær á 53% hlut í ÚA, sem ætla má að sé meira en milljarðs króna virði miðað við markaðsverð- mæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það yrði því um umtals- verða einkavæðingu að ræða, ef bærinn ákvæði að selja stóran hluta eignar sinnar í fyrirtækinu. Það er jákvætt að opinberir aðilar, hvort sem er ríki eða sveitarfélög, vasist sem minnst í rekstri atvinnufyrir- tækja. Sala á hlutabréfum Akureyrarbæjar í ÚA væri því af hinu góða. Hins vegar verður að tryggja eins og við alla aðra einkavæðingu að hagsmunir eigenda hluta- bréfanna, í þessu tilviki bæjarbúa á Akureyri, séu tryggð- ir. ÚA er stöndugt fyrirtæki og hefur gengið vel. Hluta- bréf í því eru þess vegna eftirsóknarverð og gott verð á að geta fengizt fyrir þau. Tæplega er við því að búast að nokkur kaupandi, sem yrði ráðandi í fyrirtækinu, færi að flytja kvóta þess í annað byggðarlag. Ef menn greiða hundruð milljóna króna fyrir hlut í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hlýtur það að vera í því skyni að ávaxta það fé sem bezt innan fyrirtækisins. Það eru fyrst og fremst hagsmunir Akureyrarbæjar og Akureyringa að fá sem hæst verð fyrir hlut sinn í ÚA. Þess vegna dettur væntanlega engum bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í hug að ganga beint til samn- inga við KEA heldur er eðlilegt að þeim sem áhuga hafa sé gefinn kostur á að bjóða í hlutabréfin þannig að þau verði seld hæstbjóðanda. Önnur aðferð við að selja þessa verðmætu eign bæjarbúa er auðvitað óhugsandi. TILVÍSUN Á SÉRFRÆÐINGA Morgunblaðið/Kristinn Vörður við opinn krana Nýtt tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu er sett í þeim tilgangi að ttyggja árangursríka læknis- þjónustu og nýta-betur takmarkað fé til heil- brigðisþjónustu; Helgi Bjamason kynnti sér hugmyndir heilbrigðisráðherra og gagnrýni sérfræðinga en talsmaður þeirra segir að tilvís- anakerfi henti til að takmarka aðgang að dýrri sérfræðiþj ónustu og eigi ekki við hér þar sem íslenskir sérfræðingar séu ódýrir. Tilvísanakerfi var í gildi hér á landi fram til ársins 1984. Trygg- ingastofnun og sjúkrasamlögin áttu ekki að greiða reikninga sérfræð- inga nema þeir hefðu tilvísun heim- ilislæknis. Sighvatur Björgvinsson Gestur Þorgeirsson AGREININGUR er meðal lækna um tilvísanir. Ekki hefur verið deilt um að almennt eigi fólk að leita fyrst til heimilislæknis vegna heil- brigðisvanda, og er Gestur Þorgeirs- son, formaður Læknafélags Reykja- víkur, þeirrar skoðunar. Agreining- urinn snýst um það hvort setja eigi almenningi skorður við að leita beint til sérfræðinga. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ríkið hætti greiðsl- um á þjónustu sérfræðinga nema gegn tilvísun heimilislæknis. Sjúkl- ingum er þó frjálst að snúa sér beint til þeirra gegn því að greiða kostn- aðinn að fullu. Pappírsvinna sem engu skilaði í reynd voru undantekningar marg- ar og menn eru sammála um að framkvæmdin hafi verið með þeim hætti að kerfið hafi nánast verið hætt að virka, eftir hafí setið pappírsvinna sem ------------------ engu skilaði. Allir reikning- Sighvatur Björgvins- ar sem berast son, heilbrigðis- og trygg- eru greiddir ingaráðherra, segir að . erfiðleikar með gamla til- greina hvort ástæða sé til að senda sjúkling til framhaldsmeðferðar hjá sérfræðingi og þá hvert. Þá er búið að byggja upp fullkomnar heilsu- gæslustöðvar á flestum stöðum landsins og allar læknisstöður full- mannaðar.“ vísanakerfið hafi stafað af lækna- skorti í heilsugæsluþjónustunni. „Hún réð ekki við það verkefni sitt að taka við fólki og vísa því áfram. Síðan hafa orðið miklar breytingar. Heimilislækningar eru orðnar sér- fræðilæknisgrein og hún felst fyrst og fremst í því að veita leiðbeining- ar um meðferð, þar á meðal að Algerlega frjálst kerfi Frá 1984 hefur öllum landsmönn- um verið frjálst að leita til sérfræð- inga að vild, án samráðs við heimilis- lækna. Hér hefur að mati heilbrigðisráðherra verið frjálsasta kerfi heims að þessu leyti. Til þess að sérfræðing- ur geti opnað lækninga- stofu þarf hann aðeins að sýna fram á að hann hafi fullgild sérfræðiréttindi og tilkynna Trygg- ingastofnun hvar hann opnar stof- una. Gestur Þorgeirsson telur að þetta fyrirkomulag sé gott fyrir heilbrigðisþjónustuna. Mikilvægt sé að hafa sérfræðinga á sem flestum sviðum í landinu. Oft sé ekki full vinna fyrir þá á sjúkrahúsunum en þeir geti haft aukaverk á stofu. Með þessu móti hafi verið mögulegt fyrir unga sérfræðinga að koma heim. Þeir renni síðan blint í sjóinn með það hvað þeir fái að gera á stofunum. Sighvatur segir að er- lendir heilsuhagfræðing- ar sem hingað komi furði sig á þessu kerfí. Þeir bendi á að sjúklingar geti ekki ákveðið að láta gera á sér rannsókn eða leggjast inn á spítala, þeir þurfi að leita til læknis með þær ákvarð- anir og ef læknir neiti sé ekkert við því að gera. Og hann spyr: Hvers vegna á sjúklingur að geta tekið ákvörðun um það sjálfur, án samráðs við heimilislækni, að leita til sérfræðings? Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa stjórnendur í heil- brigðiskerfinu talið að einhver mis- notkun ætti sér stað í þessu opna kerfí. Til dæmis hefur komið upp að sérfræðingar hafi notað sér að- stöðu sína á spítala til að vísa sjúk- Iingum á einkastofur, sem þeir reka í samkeppni við göngudeild spítal- ans. Gestur Þorgeirsson segist ekki vita dæmi um slíkt. Hann bendir á að enginn eigi sjúklingana og mikið sé um að læknar leggi fólk af stof- um sínum inn á sjúkrahúsin. Galopinn krani „Ég tel að versti gallinn við nú- verandi kerfi sé að þar er engin trygging fyrir því að fá árangurs- ríka læknisþjónustu. Menn segja að heimilislæknar, sem eru þó með sérfræði í því að sjúkdómsgreina fólk og senda áfram til sérfræðinga, séu ekki nógu vel menntaðir til að taka ákvarðanir um það hvert senda eigi sjúklinga. Skyldi þá allur al- menningur sem enga læknisfræði- menntun hefur vera í stakk búinn til að sjúkdómsgreina sjálfan sig og ákveða hvert eigi að fara? Segja má að þama sé galopinn krani í íslenska heilbrigðiskerfinu," segir heilbrigðisráðherra. Og það renna peningar um kran- ann. „Sérfræðingur þarf ekki annað að gera en að tilkynna Trygginga- stofnun að hér með opni hann læknastofu til þess að geta byijað að skrifa reikninga á ríkissjóð. í allri annarri heilbrigðisþjónustu eru föst fjárlög, spítalar og heilsugæslu- stöðvar verða að starfa innan þess ramma. í þessu tilviki er hins vegar um verktakastarfsemi að ræða og enginn veit í upphafí árs hvað ríkið þarf að borga, það verður bara að greiða alla þá reikninga sem til þess berast.“ Sighvatur segir að tilvís- anakerfið breyti þessu ekki í eðli sínum en setji upp kranaverði. Kostnaður hefur minnkað Formaður Læknafélags víkur segir að tal um greiðslu Iækna á pening- um skattborgaranna sé léttvægur málflutningur og áróðurskenndur. Hann bendir á að læknar megi ekki auglýsa þjónustu sína opinberlega. Þeir fái Reykja- sjálfsaf- GERT er ráð fyrir því að greiðslureglur sjúkratrygginga Tryggingastofnunar ríkisins vegna sérfræðilæknisþjónustu samkvæmt nýju tilvísanakerfi taki gUdi 1. mars næstkomandi. Heimilt verði að gefa út tilvísan- ir eftir 15. janúar. I drögum að reglugerð koma eftirfarandi atr- iði m.a. fram: • Tilvísun til sérfræðings verður skilyrði greiðslu sjúkratrygginga fyrir sérfræðilæknisþjónustu nema við heimsóknir til augn- lækna. Ekki skiptir máli þó fólk hafi afsláttarkort. • Eingöngu heilsugæslu- og heimilislæknar geta fyllt út og afhent sjúklingi tilvisun á með- ferð. • Ef ágreiningur verður milli heimilislæknis og sjúklings um þörf á tilvísun er gert ráð fyrir því að lækninum verði skylt að gefa út tilvísun eða að sjúklingur- inn hafi kærurétt til sérstakrar nefndar. verkefnin annaðhvort vegna tilvís- unar frá heimilislækni eða öðrum lækni eða vegna þess að fólk sem á þjónustunni þuríT að halda leiti beint til þeirra. Ef einhver tiltekinn sérfræðingur hefði ekki verið til staðar hefði fólkið væntanlega leitað til annars sérfræðings. Gestur segir að læknasamtökin telji að möguleikar séu litlir til aukn- ingar sérfræðiþjónustu og bendir á að ekki hafí orðið nein kostnaðar- aukning í sérfræðiþjónustu síðustu þrjú árin. Komum til sérfræðinga hafí þvert á móti fækkað síðustu árin, einnig unnum verkum fyrir Tryggingastofnun og þar með hefur kostnaður ríkisins lækkað. Sighvat- ur segir í þessu sambandi að þegar byijað var að innheimta hlutdeild fólks í lækniskostnaði í hlutfalli við raunverulegan kostnað ------------------- hafi útgjöld ríkisins Komum til minnkað en einnig hafi sérfræðinga fóik farið að leita meira hefur fækkað til heimilislækna en áður. ' „Alltaf er hægt að gera betur í heilbrigðisþjón- ustu,“ segir Sighvatur, „hún ræðst fremur af framboði þjónustu en eft- irspurn. Það er ekkert jafnaðar- merki á milli mikilla útgjalda og góðrar þjónustu. Það er hins vegar nauðsynlegt að nýta það takmark- aða fé sem við höfum til að gera þjónustuna eins góða og nokkur möguleiki er á. Og það hefur sýnt • Tilvísunarlæknir á að tilgreina grein sérfræðilækninga á tilvís- un, ekki nafn sérfræðings. Sjúkl- ingur ákveður sjálfur til hvaða læknis hann fer. • Læknir sem gefur út tilvísun ákveður gildistíma hennar. Há- markstími er eitt ár. • Telji sérfræðingur sem sjúkl- ingur leitar til samkvæmt tilvísun nauðsynlegt að annar sérfræð- ingur skoði sjúklinginn er honum heimilt að vísa honum einu sinni áfram til annars sérfræðings. • Ef heilsugæslu- eða heimilis- læknir veitir enga aðra þjónustu en að gefa út tilvísun verður komugjald 200 kr. (í stað 600 kr.). Handhafar afsláttarkorta greiða ekkert í þessum tilvikum. • Kostnaður vegna sérfræði- læknisþjónustu án tilvísunar kemur ekki til álita, hvorki vegna afsláttarkorta né endurgreiðslu vegna mikils lækniskostnaðar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. sig að nýting fjármuna er miklu betri hjá löndum sem eru með tilvís- anir og heilbrigðisþjónustan alls ekki verri. Ég tel því enga hættu á að þjónustan versni.“ Ódýr sérfræðiþjónusta Sérfræðingar eru ánægðir með fyrirkomulagið eins og það er og telur Gestur að sjúklingar séu það einnig. „Megintilgangur tilvísana- kerfa er að takmarka aðgang fólks að dýrri sérfræðiþjónustu," segir Gestur. „Hér á þetta ekki við vegna þess hvað sérfræðiþjónusta er ódýr, raunar með því lægsta sem þekkist á Vesturlöndum vegna samninga okkar við Tryggingastofnun." Hann telur mikið vafamál að tilvísanakerf- ið leiði til sparnaðar, vegna þess hvað sérfræðiþjónustan er ódýr. Aðeins 4% af útgjöldum ríkisins til heilbrigðismála séu vegna sérfræði- þjónustu og það þurfi að liggja fyr- ir góður hagfræðilegur stuðningur við slíkar grundvallarbreytingar. Heilbrigðisráðherra segir að nú- verandi fyrirkomulag geri þjón- Getur munað 700 krónum TILVÍSANAKERFIÐ er eingöngu fjárhagsleg takmörkun á greiðsl- um úr ríkissjóði, því er ekki ætl- að að koma í veg fyrir að fólk geti snúið sér beint til sérfræð- inga ef það kýs svo. En þá verður að greiða reikning sérfræðings- ins að fullu. Samkvæmt neðan- greindum áætlunum gæti munur- inn hugsanlega orðið 700 kr. Komur til sérfræðinga kosta að meðaltali 3.300 krónur, sjúkl- ingar greiða 2.000 krónur og rík- issjóður 1.300. Vilji fólk snúa sér til sérfræðings, án samtals við heimilislækni, þarf að greiða 3.300 kr. Þar sem þetta er meðal- talsgreiðsla má búast við að sæmilega heilbrigt fólk sem að- eins þarf að leita til sérfræðings- ins í eitt skipti sé að biðja um verk sem kostar heldur minna, til dæmis 3.000 krónur, og er þar með að greiða 1.000 kr. meira en það hefði þurft að gera með tilvísun. Komugjald á heilsugæslustöð er 600 kr. en í drögum að reglu- gerð um tilvísanir er gert ráð fyrir að gjald vegna tilvísunar verði 200 kr. Talað hefur verið um að erfitt verði í framkvæmd að skilja þannig á milli og er hugsanlegt að þetta breytist. Ef það verður t.d. 300 kr. þá sparar maðurinn sem ekki taldi þörf á að koma við hjá heimilislækni, eða gaf sér ekki tima til þess áður en hann fór til sérfræðings, þessa upphæð og greiðir þá nettó 700 kr. aukalega fyrir að snúa sér beint til sérfræðingsins. Ljóst er að kostnaður þeirra sjúklinga sem þurfa á sérfræði- læknisþjónustu að haida en hefðu með núgildandi reglum getað snúið sér beint til réttra sérfræð- inga, eykst sem nemur kostnaði við heimsókn til heimilislæknis. Hins vegar getur kostnaður ann- arra lækkað, til dæmis þeirra sem fá úrlausn mála strax hjá heim- ilislækninum, og losna við heim- sókn til sérfræðings. Tilvísanakerfið ustuna dýrari en hún þyrfti að vera. Mögulegt væri að spara útgjöld með tilvísunum, auk þess sem betri nýt- ing fengist á því fjármagni sem til heilbrigðisþjónustu er varið. Starfs---- menn ráðuneytisins hafa gefíð sér að hægt verði að spara að minnsta kosti 100 milljónir á ári þegar fram í sækir. Hann segir erfitt að átta sig á því hvernig almenningur bregðist við og hugsanlegt að sparnaðurinn verði meiri í upphafi eins og áður hefur gerst við skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu. Tilvísanakerfið á að stuðla að því að færa fleiri læknisverk til heilsu- gæslustöðvanna þar sem kostnaður- i inn er minni. „Þegar kerfið er jafn | opið og nú leitar fólk oft til þeirra með vandamál sem hin almenna heilsugæsla á að sinna. Talsvert stór hluti sjúklinga þarf aðeins að koma einu sinni til sérfræðings og bendir það til þess að þar séu ekki alvarlegir sjúkdómar á ferðinni,“ segir Sighvatur. Hann segir að heilsugæslukerfíð sé mun ódýrara en sérfræðiþjónusta lækna, þó hann viðurkenni að sér- fræðilæknishjálp sé hér mun ódýr- ari en í öðrum löndum. „Sérfræðing- amir eru oft með mun lengri sér- menntun og fá greitt sem verktakar þar sem innifalinn er kostnaður við laun aðstoðarfólks og húsnæði svo. og annar rekstrarkostnaður. Þessi útgjöld eru hvort sem er að mestu leyti nú þegar á heilsugæslustöðv- unum og þær þurfa litlu að bæta við til að taka við þessum verkefn- um.“ Gestur telur eðlilegt að fyrsta viðtal hefjist hjá heimilislækni ef upp komi nýtt vandamál hjá fólki. Hins vegar sé ástæðulaust að binda það niður í fast kerfi. Hann segir að boðskipti milli lækna séu yfírleitt mjög góð, þeir ræði til dæmis mikið saman í síma um verkefnin og bend- ir á að fjölda heilsugæslulækna úti um landið hafi ekki aðgang að sér- fræðiþjónustu í nágrenninu og verði að ráðfæra sig við sérfræðinga á höfuðborgarsvæðinu. „Það er hætt við að svona kerfi geri samskiptin stífari," segir hann. Taxtarnir þyrftu að hækka Gestur Þorgeirsson segir að ef íslendingar ætluðu að líkja eftir öðrum þjóðum sem nota tilvísana- kerfi til að draga úr ásókn í dýra sérfræðiþjónustu yrði að hugsa dæmið til enda. Sérfræðiþjónustan yrði fyrir færri og hún yrði dýrari. Heilsugæslulæknar gætu leyst úr stærri hluta vandamálanna og vís- uðu aðeins erfíðustu málunum áfram til sérfræðinga. Hvert og eitt tilvik myndi verða sérfræðingum erfíðara viðfangs og taka lengri tima. Hann segir að það kalli á uppstokkun samninga og hækkun taxta. Sighvatur segir að þetta geti leitt til þess að sérfræðingar gæfu í meira mæli en nú er kost á sér til að vinna alfarið inni á sjúkrahúsun- um. Hann segir að það sé líka til hagsbóta fyrir ríkið að meiri göngu- deildarþjónusta sé veitt á þeim sjúkrahúsum sem hana er að finna. „Ég hef engan áhuga á að þrengja að sérfræðingum. Allt verður þetta að þrífast samhliða. Það er til dæm- is miklu ódýrara fyrir þjóðfélagið að láta vinna minniháttar aðgerðir á læknastofum en dýrum hátækn- ispítölum," segir ráðherra. Vanda verður undirbúning Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að vanda verði allan undirbúning tilvísanakerfisins og eru m.a. fyrir- hugaðir fundir með læknum í næstu viku til að fjalla um tæknilega útf færslu kerfisins. Hann segir að fylgjast verði vel með framkvæmd- inni og leiðrétta stefnuna ef eitthvað fari öðruvísi en ætlað er. „Ef álagið verður svo mikið að heilsugæslan ræður ekki við verkefnið eða ef menn fara að gefa út tilvísanir í síma án þess að ræða við fólkið, þá brestur kerfíð," segir Sighvatur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.