Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 MINIMIIMGAR SVANDIS UNNUR SIG URÐARDÓTTIR ■4- Svandís Unnur ■ Signrðardóttir fæddist 31. októ- ber 1988 í Vest- mannaeyjum. Hún lést af slysförum 28. desember 1994. Foreldrar hennar eru Sigurður Frið- rik Karlsson og Sólrún Helgadótt- ir. Yngri systir hennar er Sylvía Dögg. Útför Svan- dísar Unnar fer fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum í dag. NÚ ER ég í þeirri undarlegu stöðu að setja á blað nokkur orð til að kveðja litlu fræknu mína. Elsku litla Svandís okkar. Það er bæði svo óvænt og sárt að þurfa að kveðja þig svona snögglega og spurningar vakna. Heldur verður fátt um svör en með þessum orðum viljum við minnast Svandísar. Það var svo gaman að hitta Svandísi vegna þess hversu glöð og -skemmtileg hún alltaf var. Gjarnan vildi hún klæða sig í' sína fínustu kjóla en af þeim átti hún nóg. Kjóla sem amma hennar og alnafna saumaði af miklum myndarskap. í minningunni verður Svandís alltaf mikil dama og hún klæddi sig í samræmi við það. í hennar augum voru íþróttagallar bara fyrir stráka. í myndasafni fjölskyldunnar er mynd af Svandísi þar sem hún stendur á stól við eldhúsvaskinn og er að vaska upp. Hún var klædd í rauðleitt pils og gúmmíhanska sem voru að sjálfsögðu alltof stórir. Það var aukaatriði í hennar augum, það sem skipti máli var að hanskamlr voru í stíl við pilsið, þ.e. rauðir. Þá var ekki síður skemmtilegt þegar Svandís kom í heimsókn til ömmu og afa á Kirkjuveginn. Henni fýlgdi svo mikið Iíf og fjör. Þar hitti hún oft frændsystkini sín til að leika Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. 1 Séifræðingar í hloiiiiisLrryliiigiini vi<) öll (;rLil.i‘«-i Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, síini 19090 við og iðulega kom fyr- ir að amma og afí tóku þátt í leikjunum. Var yndislegt að sjá hvað þau gátu leikið sér skemmtilega saman. Á þessari erfiðu stundu kemur upp í hugann sú samstaða og vinátta sem ein- kennt hefur systur mínar, Sólrúnu móður Svandísar, Jónu og Hólmfríði. Þessi sam- staða og vinátta hefur svo sannarlega skilað sér til barna þeirra, Helga, Rafns, Sjafnar Kolbrúnar, Guðrúnar og litlu systurinnar Sylv- íu Daggar sem nú ásamt frænd- fólki og vinum megja sjá á eftir systur, frænku og vinkonu með söknuði. Svandís naut mikils ástríkis for- eldra sinna, Sólrúnar systur og Sigga. Gott dæmi um umhyggju þeirra er þegar Siggi var í skóla í Reykjavík lét hann sig ekki muna um að koma heim um nánast hveija helgi til að vera með fjölskyldunni og alltaf hafði hann eitthvað með- ferðis til að færa Svandísi. I dag sér hann ekki eftir því að hafa lagt þetta á sig. Á aðfangadag fórum við upp á land og á Þorláksmessu sáum við Svandísi í hinsta sinn. Það verður okkur alltaf eftirminnilegt því hún var svo glöð yfir því að það voru að koma jól. Þá gat hún ekki setið á sér að stríða okkur frekar en endranær en stríðni var eitt af hennar einkennum og gerir hana svo minnisstæða. Elsku Svandís okkar, við kveðj- um þig með söknuði, en minningin um þig mun ætíð lifa. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Elsku Siggi og Sólrún, Sylvía Dögg, mamma og pabbi, Svandís og Kalli, við biðjum Guð um að veita ykkur og okkur hinum stuðn- ing sem þið og við þurfum á að halda í sorginni. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvili sætt, þótt hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildinka náðarvemdan þína, og ættlið mitt, og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta bami gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum þvi, sem böl og voði grandar. (M. Jochumsen) Kristó frændi og Jóna Dóra. Það voru mörg tárin sem féllu eftir að Siggi, pabbi Svandísar Unnar, hringdi og sagði okkur þess- ar hræðilegu fréttir. Og sjálfsagt hafa margir koddar verið blautir þegar fólk gekk til náða þennan örlagaríka dag. Á hátíð ljóss og friðar slokknar á skæru ljósi sem var umvafið ást og kærleika af foreldrum og lítilli systur sem skilur ekkert í því að Svandís Unnur keyrir hana ekki lengur í kerrunni og leikur ekki meir. Það var alltaf stór hópur af krökkum í kringum Svandísi Unni. Alltaf var verið að hringja dyrabjöll- unni og spyija um hana. Og þegar hún kom heim úr skólanum beið hópur eftir henni og það voru alltaf allir velkomnir til hennar, stórir sem smáir. Drottinn hefur ætlað henni stórt hlutverk handan móðunnar miklu fyrst hún fékk bara að vera hjá okkur í 6 ár. Einhver hefur þurft á mikilli ástúð, hlýju og kærleika að halda, eiginleikum sem hún átti svo ríkulega og gat svo auðveldlega gefið af sér. Elsku Sólrún, Siggi, litla Sylvía Dögg, afar, ömmur og aðrir ástvin- ir, sorg ykkar er meiri en orð fá lýst. Megi Guð styrkja ykkur í ykk- ar miklu sorg. Við fjölskyldan fær- um ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Svandísar Unnar. Rut og Jonni, Olga, Marta og Pálmar. Vestmanneyingar eru vanir að beijast við vetur konung, enda hafa Eyjamenn sótt sjóinn allar götur síðan land byggðist. Það eru ófáar fjölskyldumar sem hafa misst heim- ilisfaðirinn, þegar gull hefur verið sótt í greipar ægis. Maðurinn með Ijáinn hefur nú enn einu sinni höggvið skarð, sem manni fínnst eins ósanngjarnt og hugsast getur. Þegar lítil stúlka er kölluð burt, nú þegar hátíð ljóss og friðar stendur sem hæst, er eðlilegt að spurt sé um réttlæti hér í þessum heimi. Eins og oft áður verður fátt um JON GUÐMUNDSSON + Jón Guðmunds- son fæddist í Vestmannaeyjum 15. júlí 1915. Hann andaðist 26. desem- ber 1994. Foreldrar hans voru Krist- björg Einarsdóttir frá Málmey á Skagafirði, f. 2. des- ember 1886, d. 27. nóvember 1967, og Guðmundur Jóns- son frá Eystri- Móhúsum, Stokks- eyri, f. 7 1875, d. 25. nóvem- ber 1953. Systkini Jóns voru Einar, f. 14. júlí 1914, og Rósa, f. 15. júní 1918, d. 27. apríl 1974. Jón fluttist til Selfoss og var þar mjólkurbifreiðastjóri. Hann kvæntist Brúnhilde Scheel Pálsdóttur frá Þýska- landi. Þeirra börn eru Guð- mundur Paul, f. 11. september 1950, hans börn eru Jón Pétur, Brynjar Þór, AI- bert Már og Þóra Dögg, kona hans er Helga Sólveig Jóhannesdóttir. Kolbrún, f. 16. júní 1954, sonur henn- ar er Thomas, maður hennar er Anton Heinesen. Olgeir, f. 25. ágúst 1958, börn hans eru Viðar Hreinn, Ellert, Alexander Freyr og Andrea Björk, kona hans er Bára Gísladóttir. Birgir, f. 27. júlí 1960, börn hans eru Anton og Lilja. Jón Guðmundsson verður jarðsettur frá Selfosskirkju í dag. ÞAÐ LA skuggi yfir jólahaldi okk- ar, systkinabama Jóns Guðmunds- sonar. Þessi elskulegi frændi okkar var helsjúkur og það var vitað að hveiju stefndi. Minningarnar, allar ljúfar, um Nonna frænda komu til okka enn einu sinni. Minningar um einlægan vin okkar. Minningar um samheija frá því við fæddumst og þar til hann var allur. En hvemig gátum við fundið vin og samheija í svo mikið eldri manni? Vegna þess að frá því við munum fyrst eftir okkur kom hann fram við okkur eins og jafningja. Hann þurfti ekki að „gefa sér tíma“ til að tala við okkur börnin, það var honum eðli- legt að spjalla við okkur í einlægni svör, þó í harmi sínum vilji maður trúa að allt hafí sinn tilgang. Við kynntumst Svandísi Unni fyrir hálfu öðm ári, þegar hún og Karen hófu að leika saman, en þá voru Allý og Karen nýfluttar í blokkina í Foldahrauni 40. Fyrr á þessu ári lést af slysförum ungur drengur sem bjó í blokkinni. Arið 1994 er því búið að taka líf tveggja ungra einstaklinga í Foldahrauni 40 og víst er að það hálfa var allt of mikið. Svandís Unnur var fallegt bam, en hún var dökk á brún og brá. Hún var einnig einstaklega skýr og bar af sér mikinn þokka. Það var ávallt líf og fjör þegar hún kom í heimsókn, en samt var hún stillt, hlýddi kalli og sýndi háttsemi í hvívetna. Fyrr á þessu ári eignaðist Svandís litla systur, sem skýrð var Sylvía Dögg. Eðlilega var hún stolt af litlu systir, og sagði hróðug að nöfn allra í sinni fjölskyldu byijuðu á S, þ.e. Svandís, Sólrún, Sigurður og Sylvía. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja Svandísi Unni og þakka kærlega fyrir allar ánægju- legu samvemstundirnar um leið og við vottum Sigurði, Sólrúnu og Sylvíu Dögg okkar dýpstu samúð. Megi algóður guð styrkja þau og aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning Svandísar Unnar. Gísli, Allý og Karen. Það er fagur haustdagur og skól- ar að hefja göngu sína eftir sum- arfrí. Glaður og friður hópur sex ára barna er að hefja skólagöngu sína í Hamarsskóla. Tilhlökkunin og stoltið leynir sér ekki. í þeim hópi er lítil, yndisleg stúlka, Svan- dís Unnur, svo fínleg og falleg og full eftirvæntingar vegna þess sem koma skal. Nú hefur stórt skarð verið höggv- ið í þennan fríða hóp. Skarð sem ekki verður fyllt. Guð hefur kallað til sín Svandísi Unni og við sem eftir sitjum erum harmi slegin. Við minnumst Svandísar Unnar sem sólargeisla, alltaf glaðlynd og jákvæð og full áhuga á því sem hún tók sér fyrir hendur. Svandís Unnur var einnig sérlega vandvirk og teikningar og myndir eftir hana bera þess glöggt vitni. í l.P.R. var oft mikið skrafað og hafði Svandís Unnur frá mörgu að segja. Oft sagði hún okkur sögur af Sylvíu Dögg, litlu systur sinni, og það leyndi sér ekki að hún var mjög hreykin yfir að vera stóra systir. Við kveðjum Svandísi Unni með trega og sorg í hjarta en þökkum henni jafnframt samfylgdina. Um leið minnumst við orða Spámanns- ins: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (K.Gibran.) Sólrúnu, Sigurði, Sylvíu Dögg, ættingjum og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Fyrir hönd l.P.R og starfsfólks í Hamarsskóla, María Paloma Ruiz Martinez kennari. Hún Svandís er dáin! Guð minn góður, það getur ekki verið. Þessar fregnir eru eins og þungt högg, maður dofnar allur upp, neitar að trúa því. Síðan brýst úr reiði, bitruð og sorg. Af hveiju! Hún er bara 6 ára gömul. Hver er tilgangurinn. Hann skilur eflaust enginn. Það brenna spurningar sem enginn veit svar við, hvemig er hægt að út- skýra svona nokkuð fyrir þörnunum sínum þegar þau spyija. Af hveiju! Af hveiju, það er ekki hægt þegar við skiljum það ekki sjálf. Þessi litla fíngerða stúlka með stóm brúnu augun sín, er hrifín frá okkur á einu andartaki. Hún sem alltaf var svo full af fjöri og lífi. Svandís varð 6 ára 31. október sl. og var nýbyijuð á sinni skólagöngu, nýbyijuð að læra að lesa og skrifa. Ótal minningar streyma fram er við hugsum um elsku litlu frænku. Hennar verður sárt saknað. En við eigum þó yndislegar minningar um hana sem við geymum eins og gull í hjarta og huga okkar. Elsku Sig- urður, Sólrún Dögg, mamma, pabbi, Gunna og Helgi. Á þessari harma- stundu skorta orð. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessari erfíðu stundu. Vér oft munum hugsa um það allt sem þú varst hve andi þinn hreinn var og fagur og einlægnin sönn, er í sálu þú barst og svipurinn bjartur og fagur. (E.H. Kvaran) Anna Sigga, Gaui, Páll Magnús og Arna Björk. Litla vinkona okkar hún Svandís er horfín af sjónarsvfðinu. Við köll- uðum hana alltaf litlu vinkonu okk- ar eða litlu píslina. Því hún var svo smágerð og fínleg í alla staði, mið- og af gagnkvæmri ánægju. Hann hlustaði á skoðanir okkar og gat sett sig í okkar spor og talaði máli okkar við foreldrana ef því var að skipta. Seinna þegar við urðum sjálf foreldrar voru það okkar böm sem hann hlustaði á og ekki síður núna tók hann málstað barnsins og gat séð tilveruna með augum þess. Fyrir okkur systkinabömin úr Eyjum var það mikið ævintýri að fara með mæðrum okkar og ömmu til Selfoss. í vændum voru frábærar ferðir í sveitina með Nonna á mjólk- urbílnum, jólakökur, gott fólk og skemmtilegir hundar á hveijum bæ. Beijaferðir, þar sem berin voru ekki tínd í litla krukku heldur stóra brúsa. Það var líka ævintýri líkast að geta ekið lengi, lengi og sjá aldr- ei sjóinn, bara læki og ár, uppgötva síðan að það var sama tunglið sem skein í Vestmannaeyjum og á Sel- fossi. í móunum suður af Engjaveg- inum var sérstætt leiksvæði og þar var gaman að leika við góða leikfé- laga. í gosinu 1973 var það engin ævintýraferð sem farin var til Sel- foss. Þá stóð heimili þeirra Nonna og Brúnhild opið fyrir alla ættingja úr Eyjum sem þurftu húsaskjól og aðstoð. Á seinni árum nutum við þess að heimsækja Nonna og Brúnhild. Skoða fallega garðinn þeirra og fá nákvæma lýsingu á vexti og við- gangi hverrar plöntu. Nonna fannst að tilgangur beijarunnanna væri að seðja þrestina - Brúnhild vildi gjaman sulta ber í svo sem eina krús og það tókst henni oftast. í þessum heimsóknum höfðum við unun af að hlusta á Nonna segja frá gömlum góðum dögum hans heima í Málmey og svo allar sögurn- ar af ýmsum sérstæðum samferða- mönnum hans. Venjulega enduðu sögur hans á: „Þetta var nú mikið góður karl“ eða „þetta var nú mik- ið góð kona.“ Við systkinabörnin kveðjum nú kæran frænda okkar og vottum Brúnhild, Guðmundi, Kolbrúnu, 01- geiri, Birgi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kristbjörg, Helga Jón Guðmundsson fæddist í Vest- mannaeyjum þann 15. júlí árið 1915 og var því kominn á áttugasta ald- ursár er hann lést nú á annan jóla- dag. Þó að það sé að vísu nokkur aldur, finnst mér, eins og mörgum sem þekktu hann, andlát hans ekki vera með öllu tímabært. Stafar það eflaust af því að framundir það síð- asta var Jón virkur og veitandi meðal fjölskyldu sinnar og vina. Jón ólst upp í Vestmannaeyjum og stóð hugur hans snemma til sjó- mennsku. Ungur fór hann líka til sjós og stundaði það um árabil. Eftir að hann varð fyrir slysi á sjó þoldi hann starfíð illa og varð það til þess að hann fór að aka vörubíl og réðist þá til Kaupfélags Árnes- inga, sem þá sá um mjólkurflutn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.