Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 29 ur hjá Tedda við frændsystkin og barnabörn. Það leyndi sér ekki hver hafði mest gaman af öllu saman. Já, frændi geymdi barnið í brjósti sér og sleppti aldrei af því takinu. Eftir að Teddi giftist Ingu og eignaðist fjölskyldu vorum við ekki gleymd og áttum áfram góðar stundir, nú _með litlum frændum og frænkum. Ása amma bjó hjá þeim um skeið og vorum við tíðir gestir á heimili þeirra. Þá kynntumst við enn einni hlið á frænda okkar, það hversu fjölskylduböndin voru hon- um mikils virði. Betri pabba og fé- laga var ekki auðvelt að hugsa sér, útilegurnar, sunnudagsbíltúrarnir, beijaferðirnar, skíðaferðirnar, já sumir eru alltaf til í allt. Það var sama hvað á gekk, alltaf var tími fyrir fjölskylduna. Nú þegar tími ljóss og friðar stendur yfir minnumst við jólanna sem við héldum upp á til skiptis hjá okkur og Tedda. Þá biðum við krakkarnir alltaf spenntir eftir að Teddi stjórnaði leikjum og léti okk- ur leysa þrautir. Þá var oft tekin fram ljóðabók og allir lásu upp eitt erindi, ungir sem gamlir, og hlust- aði Teddi af mikilli eftirtekt, og passaði að enginn sleppti úr orði. Sérstaklega er eitt ljóð í huga okk- ar, það er Barnið eftir Stein Stein- arr. Frændi spurði okkur hvort við skildum það sem ort væri um, og komu allir með sína útgáfu. Þegar sættir náðust var útkoman: Lífið frá vöggu til grafar. Nú hefur hann upplifað þetta fallega ljóð á enda og við munum öll gera slíkt hið sama þó síðar verði. Það voru ekki eingöngu ljóð sem hann hafði dá- læti á heldur var hann uppfullur af tilvitnunum úr rituðu máli, þá helst úr íslendingasögunum. Teddi var mikill ræðumaður og ómissandi við öll hátíðleg tækifæri og gat á mannamótum fundið bráðskemmti- legar samlíkingar með mönnum og þekktum sögupersónum. Þá var Kvisturinn okkar oft í essinu sínu, og naut lífsins af hjartans lyst. Aldrei heyrðum við hann hallmæla nokkurri sál. Ef svo bar undir að illa var talað um einhvern í hans eyru kvað oftast við hjá Tedda frænda: „Hann hlýtur að hafa verið eitthvað illa fyrir kallaður karl grey- ið.“ Teddi var örlátur og vildi hvers manns götu greiða. Margt tókum við til eftirbreytni frá góðum dreng sem lét sér annt um okkur alla tíð. við góða heilsu, átti auðvelt með að blanda geði við aðra og heim- sækja vini sína, stundum í aðra landshluta. Elías eignaðist bíl og tók bílpróf sjötugur að aldri. Sú ákvörðun kom nú að góðu gagni þvi að tími varð til að rifja upp atburði liðins tíma, fylgjast með framvindu mála og horfa til fram- tíðarinnar. Þessa nutum við hér á Seljavöllum í ríkum mæli. Fyrir okkur var það góð tilbreyting að fá Elías í heimsókn. Þetta varð til þess að gott og traust samband fyrri ára efldist og vinátta stofnað- ist við yngra fólkið eins og okkur eldri hér á Seljavöllum. Heimilishaldið á Skjólgarði féll Elíasi vel í geð. Þar hafði hann líka ærinn starfsvettvang enda þurfti hann stundum að hraða sér heim þar sem hann var í heimsóknum til að sinna skyldustörfum á tilsettum tíma. Það varð að hreinsa snjóinn af stéttunum þegar þannig viðraði og hann varð að vera viðstaddur messuhald í Skjólgarði þegar það fór fram. Á sumrin voru í grennd- inni næg verkefni fyrir góðan sláttumann. Kartöfluræktinni gleymdi Elías ekki heldur. Hér á Seljavöllum fékk hann svolítið garð- stæði. Þannig gat hann séð fyrir því að íbúarnir í Skjólgarði fengju kartöflur beint úr moldinni. Vinir Elíasar sýndu honum mikla velvild og var hann víða aufúsugest- ur. Þótt jafnan sé vandmeðfarið að nefna nöfn við þessar aðstæður er þó sérstaklega þökkuð umhyggja frænku hans, Gunnþóru Gunnars- dóttur, sem sýndi Elíasi mikla, jafn- vel einstæða ræktarsemi, ekki síst þegar kraftar hans fóru að þverra. Fátæklegum kveðjulínum læt ég nú lokið með mikilli þökk fyrir sam- Það sem hann var okkur sem börn- um og unglingum var hann ekki síður sínum barnabörnum sem sáu ekki sólina fyrir afa sínum. Hann gafst ekki upp þótt á móti blési og réðist til sjós um sextugt, sem er ekki á allra færi. Það var hans æðsta ósk að geta verið klár og kvitt við allt og alla, og að því vann hann til hinstu stundar. Maður verður að kynnast myrkr- inu til að kunna að meta ljósið og birtuna," sagði hann. Það er ósk okkar að ljósið fylgi vini okkar um ókunnar slóðir. Megi minning hans lýsa upp skammdegi okkar ástvina og gefa okkur ljós og birtu. En á meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Sigrún, Kristján og Vilberg. Mig langar í örfáum orðum að minnast ástkærs föður míns, Theó- dórs Siguijóns Norðkvist, sem lést af slysförum á Siglufirði 18. desem- ber sl. Minningarnar streyma fram í hugann og allar eru þær góðar. Á uppvaxtarárum mínum vann pabbi mikið, því hann hafði fýrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann vildi vera „góður að skaffa“, eins og hann orðaði það. En hverri frístund var vel varið í faðmi fjölskyldunn- ar. Á veturna fórum við oft á skíði saman og á sumrin ferðuðumst við mikið, bæði innanlands og utan. Það er eftirminnilegt hve pabbi var alltaf fjörugur og skemmtilegur í öllum þessum ferðum, svo innilega naut hann þess að vera í faðmi fjöl- skyldunnar. Pabbi vildi vera virkur þátttak- andi í flestu sem ég tók mér fyrir hendur. Hann fylgdist jafnan vel með skólagöngu minni og studdi dyggilega við bakið á mér. Það virt- ist vera sama hvað ég spurði hann um, alltaf hafði hann svar á reiðum höndum, því hann var vel að sér í mörgu. Enskukunnátta hans var með miklum ágætum og á þeim þremur árum sem ég stundaði enskunám við Háskóla Islands gat ég alltaf leitað til hans. Faðir minn var mikil félagsvera, enda átti hann marga góða vini sem hann reyndist jafnan vel þegar á reyndi. Hann var svo sannarlega starf að málefnum landbúnaðar í Austur-Skaftafellssýslu, hjálpsemi og vináttu. Egill Jónsson, Seljavöllum. Bóndinn, spaugarinn, fjárrækt- armaðurinn, snyrtimennið, sláttu- maðurinn og höfðinginn Elías Jóns- son frá Rauðbergi er fallinn frá. Með honum er genginn sérstæður persónuleiki sem setti svip á samtíð- ina. Hann var fijálslegur í fram- komu, kunni að haga orðum sínum svo að eftir var tekið og leysa verk sín þannig af hendi að til fyrirmynd- ar var. Elías ólst upp í Holtaseli á Mýrum en fór vinnumaður að Hólmi í sömu sveit og helgaði því heimili krafta sína um margra ára skeið. Til marks um trúmennsku hans má nefna að sitjandi á skólabekk á Eiðum frétt- ir hann að bóndinn í Hólmi hafi fallið frá og hverfur þá þegar heim til að sinna búinu - þar með var hans skólagöngu lokið. En þótt dvölin yrði ekki löng í Alþýðuskól- anum þá hlaut Elías þá alþýðu- menntun í skóla lífsins sem nýttist honum vel, heyjaði sér sjálfur marg- víslegrar þekkingar og lagði sitt af mörkum í uppbyggilegu félagsstarfi í sinni sveit og sýslu. Var bóndi á Rauðabergi á Mýrum og með mark- vissu starfi í sauðfjárrækt náði hann árangri sem eftirtekt vakti. Áhuginn náði langt út fyrir hans eigið bú því hann hvatti bændur óspart til dáða i framfaramálum, ræktun lands og búfjár og bættrar umgengni. „Hvað má höndin ein og ein? Allar leggi saman“, vkr við- kvæðið hjá honum. Lærðir menn í búvísindum mátu hann mikils og bændum þóttu ráð hans góð. Hann vinur vina sinna. Starfsfólkið hjá O.N. Olsen, þar sem pabbi var fram- kvæmdastjóri í fjórtán ár, talaði oft um það hve góður andi hafi verið á vinnustaðnum og að pabbi hafi verið eins og einn af þeim. Enda lét hann sig ekki muna um að fara í slopp og svuntu og hjálpa konun- um, sem unnu við færibandið, við að hreinsa rækjuna. Á meðan létti hann þeim lund með allskyns kímni- sögum og bröndurum. Það var áber- andi hversu mjög hann bar hag starfsfólks fyrir bijósti og oft sat hann og spjallaði við það í kaffitím- anum. Ósjaldan fór hann út í bak- arí og keypti eitthvað gott með kaffinu. Það eru fáir framkvæmda- stjórar, þótt víða væri leitað, sem aðlagast starfsfólkinu sínu eins vel og hann pabbi gerði og kynntist ég því af eigin raun þau sumur sem ég vann í O.N, Olsen. Þegar ég kynntist manninum mínum, tók hann honum opnum örmum og leit fljótlega á hann sem sinn eigin son. Pabbi hafði bæði unun og yndi af barnabörnunum sínum og þegar þau mamma komu í bæinn snerist allt í kringum börn- in. Það var farið með þau í sund, gönguferðir o.fl. Það var augljóst hve pabba var annt um alla þegar hann hringdi í okkur. Það dugði ekki að tala við mig, heldur vildi hann alltaf tala við alla fjölskylduna og það gerði hann líka þegar hann hringdi í okk- ur frá Siglufirði, daginn eftir þessa örlagaríku nótt. Hann byijaði á að tala við manninn minn og heilsaði honum með eftirfarandi orðum: „Nei, er þetta hann Pálmi vinur minn?“ Síðan talaði hann við börnin okkar hvert af öðru og bað yngri dóttur okkar, Önnu Lind, að syngja fýrir sig ljóðið „Hver hefur skap- að“. Að lokum talað hann við mig og var það í síðasta skipti sem ég talaði við hann. Það er sárt að kveðja svo yndis- legan föður, en mig langar að gera það með ljóðinu, sem hann bað Ónnu Lind svo oft um að syngja fyrir sig og hafði svo gaman af. Hver hefur skapað :,:blómin björt?:,: Hver hefur skapað blómin björt? Guð í himninum. Hver hefur skapað :,:fuglana?:,: Hver hefur skapað fuglana? Guð í himninum. ferðaðist oft um sýsluna, ýmist að gelda hesta eða meta hrúta á hrúta- sýningum. Er hann fór um Öræfin kom hann einatt á æskuheimili mitt á Hnappavöllum og varð mik- ill uppáhaldsfrændi hjá mér. Alltaf hafði hann spaugsyrði á vörum enda gæddur ríkri kímnigáfu. Ég átti eftir að kynnast honum betur síðar er við urðum nágrannar á Höfn og ekki minnkaði uppáhaldið á honum við það. Eftir að hann flutti til Hafnar var heimili hans á Skjól- garði þar sem hann naut góðs að- búnaðar alla tíð, bjó lengst af í sér herbergi og hafði í kringum sig sína fallegu muni, málverk bækur og steina. Vildi gjarnan hafa eitthvað fyrir stafni og naut þess á sumrin að slá með orfi og Ijá bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Var kom- inn hátt á níræðisaldur er kraftana til þess þraut og þá kvartaði hann sáran um aðgerðarleysi. Hann tók bílpróf um sjötugt og keypti sér bíl sem hann skrapp á í heimsóknir til vina og kunningja innan héraðs og jafnvel suður á land. Ferðalög voru hans líf og yndi og nokkrum sinnum brá hann sér í bændafarir til út- landa. Ég og fjölskylda mín erum þakk- lát forsjóninni fyrir að hafa kynnst Elíasi Jónssyni og átt hann að vini. Við eigum ótal margar skemmtileg- ar minningar frá heimsóknum hans og ferðum sem hann fór með okkur um héraðið. Alltaf var hann fræð- andi, hnyttinn og skemmtilegur, glöggur á fólk og fénað og vakandi fyrir öllu í umhverfinu. Nú ferðast hann á nýjum braut- um og er horfinn sjónum okkar en minningin lifir um traustan vin sem auðgaði líf okkar. Gunnþóra Gunnarsdóttir. Hver hefur skapað :,:stjörnumar?:,: Hver hefur skapað stjömumar? Guð í himninum. Hver hefur skapað :,:þig og mig?:,: Hver hefur skapað þig og-mig? Guð í himninum. Hver hefur skapað blómin björt, fuglana, stjömumar? Hver hefur skapað þig og mig? Guð í himninum. Að lokum vil ég þakka fyrir allar þær yndislegu samverustundir, sem ég hef átt með pabba. Elsku mamma, Magga, Jón og Teddi, Guð styrki ykkur öll. Ása N. Theódórsdóttir. Mig langar til að skrifa nokkrar línur til að minnast kærs vinar og æskufélaga, sem lést af slysförum 18. desember síðastliðinn. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég minnist æskudag- anna fyrir vestan er við ólumst upp sem nágrannar, ég í Garðshorni og hann í Félagsbakaríinu. Ég minnist móður hans Ásu sem alltaf var mér svo góð, föður hans Jóns, systurinnar Evu og bræðr- anna Viggós og Jónasar. Ég var daglegur heimagangur þar í mörg og á því þar margar góðar stundir að þakka. Þó mörg ár séu nú síðan, hef ég hitt Tedda eins og við kölluðum hann, annað slagið en þó með nokk- urra ára bili og var hann alltaf eins með sitt góðlátlega viðmót og glað- væra bros. Það er mikil eftirsjón að slíkum elskulegheita dreng og bið ég góðan Guð að veita huggun konu hans, bömum og barnabörn- um og' sendi ég þeim og öðrum ættingjum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Örn Gunnarsson. Enn einu sinni erum við minnt á, hvað bilið milli lífs og dauða er stutt. Hinn 18. desember lést af slys- förum vinur okkar, Theódór Norð- kvist. Að kveldi 17. desember var hann hér, hjá okkur hjónunum á Siglufirði, við áttum saman nota- lega kvöldstund yfir kaffibollum og ræddum um gömlu góðu dagana þegar við unnum saman í O.N. 01- sen hf., á ísafirði. Það verður að segjast eins og er, að það skipti ekki máli hvort Teddi var í starfi framkvæmdastjóra eða sem matsveinn á skipi, öll störf voru jafn mikilvæg í hans augum. í framkvæmdastjórastarfinu á árunum áður leitaðist hann við að auka vinnuhagræðinguna og leita nýrra markaða á hörpudisk og rækju. En nú var hann kominn til að viða að sér mataruppskriftum, því hann vildi gera vel við áhöfn skipsins og var mjög áhugasamur um nýja starfið. En því miður margt fer öðruvísi en ætlað er. Við hjónin unnum eins og áður sagði, hjá Theódóri í O.N. Olsen hf. þegar hann var fram- kvæmdastjóri. í þeirri rækjuverk- smiðju var margt óvenjulegt sem fyrir augu bar, og fyrirtækið var í stöðugum vexti. Það má með sanni segja að eins og Símon Olsen var frumkvöðull að rækjuveiðum og -vinnslu fyrir vestan, má segja að Teddi hafi ver- ið frumkvöðull að vinnslu á hörpu- diski á ísafirði. í fyrstu var vinnslan frumstæð, en undir hans stjórn náðist ótrúlegur árangur á skömm- um tíma til að nýta þessa tegund sjávarafurða og koma henni inn á markaðina. I rækjuverksmiðjunni var öll þessi ár, sem við unnum þar, ótrú- leg samheldni fólksins sem þar vann, og höfum við aldrei kynnst öðru líku hvorki fyrr né síðar. Allir tóku þátt bæði í gíeði og sorg, þessi hópur var eins og stór fjölskylda. Og í fararbroddi fyrir þessum hóp var Teddi, sem eins og þeir vita sem til hans þekktu, var heilsteyptur, geðgóður maður, maður sem alla tíð var sannur vinur vina sinna. Að lokum þegar við kveðjum góðan vin í síðasta sinn, biðjum honum Guðs blessunar og þökkum fyrir allt, biðjum við góðan Guð að styrkja ykkur og styðja elsku Inga, börn ykkar, tengdaböm og barna- böm, í ykkar mikla missi. Megi minningin um ykkar elskulegan Theódór milda sáran söknuð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Inga og Grímur, Siglufirði. Fleirí minningargreinar um Theódór Sigurjón Norðkvist bíða birtingar og munu birtast næstu daga. + Þökkum innilega sýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, dr. SIGURÐAR PÉTURSSONAR gerlafræðings. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfs- fólks deildar 3 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hulda Sigurðardóttir, Svavar Sigurðsson, Pétur Sigurðsson, Torunn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall mannsins míns, HARÐAR HARALDAR KARLSSONAR bókbindara, Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi, sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild E-6 og á gjörgæslu Borgarspítalans. Einnig sendum við samstarfsfólki Harðar, hjá prentsmiðjunni Odda, ásamt Félagi bókargerðarmanna innilegar þakkarkveðjur. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Hjördís Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.