Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 44
TVÖFALDUR1. vinningur N/íirDr>cnPT ':íSS^ MICROSOFT. einarj. WlNDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lj 6s vetningabúð Slysá flugelda- sýningu FÉLAGI í björgunarsveit slas- aðist við flugeldasýningu á þrettándagleði í Ljósvetninga- búð í gærkvöldi. Verið var að skjóta tívolí- bombu úr járnhólki, sem hafð- ur var í blikkfötu með sandi. Að sögn lögreglu virðist sem bomban hafi sprungið utan rörsins en í fötunni sem splundraðist. Málmflís, 13 sm löng og 7 sm breið, gekk á kaf í bakið á björgunarsveitar- manni sem var um 5 til 6 metra frá sprengingunni. Bjargaði miklu hvað flísin var stór Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík og gert að sárum hans. Að mati lækn- is bjargaði það miklu hvað jámflísin var stór. ella hefði verið hætta á að hún hefði gengið inn á milli rifja. Maður- inn var lagður inn á sjúkrahús- ið og að sögn læknis var líðan hans góð eftir atvikum. Siyóflóð í Oshlíð BÍLL á leið frá ísafirði til Bol- ungarvíkur króaðist . af á milli tveggja snjóflóða sem féllu í Ós- hlíð á ellefta tímanum í gærkvöldi. Femt var í bílnum, tveir karlar og tvær konur. Fólkið komst í vegskála og gat hringt þaðan eft- ir hjálp. Fór lögreglan á ísafirði 'að flóðinu sem innar féll og sótti fólkið sem gekk yfir flóðið sem lokaði veginum. Hugsanlegur flutningur höfuðstöðva ÍS til Akureyrar Meirihlutavilji bjóð- ist viðskipti við ÚA Varðund- ir strætis- vagni FJÓRTÁN ára piltur slasað- ist alvarlega, þegar hann varð undir strætisvagni við Hagaskóla í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu varð slys- ið þegar strætisvagninn kom að biðstöð við skólann. Troðningur var við dyrnar og féll pilturinn og rann und- ir afturhjól strætisvagnsins. Pilturinn var í aðgerð á Borgarspítala síðdegis í gær og þar fengust þær upplýs- ingar að hann væri ekki í bráðri lífshættu en mikið meiddur. Hann var meðal annars sagður nyaðmagrindarbrot- inn og hafði einnig hlotið inn- vortis meiðsli. MIKILL meirihluti eigenda íslenskra sjávarafurða hf., um eða yfir 80% hluthafa, er því htynntur að ÍS flytji höfuðstöðvar sínar norður til Akur- eyrar, svo fremi sem um það tekst samstaða að ÍS bjóðist öll viðskipti við Útgerðarfélag Akureyringa. Bæjarráð Akureyrar hefur ekki ákveðið að selja hlutabréf sín í ÚA, en í gær höfðu þrír aðilar, KEA, SH og Samheiji, óskað eftir viðræðum um kaup á bréfum bæjarins, en bærinn á 53% hlut í ÚA. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kveður fyrirtækið reiðubúið að kaupa allan hlut bæjarins og áætlar hann að markaðsvirði bréfanna sé um 900 milljónir króna. Mikil fundahöld voru á Akureyri í gær með fulltrúum SH og bæjarfull- trúum á Akureyri, auk þess sem bæjarráð Akureyrar fundaði í fjóra tíma síðdegis um málið. Bæjarráð samþykkti að láta fara fram skoðun á áhrifum þess á starfsemi ÚA ef sölumál félagsins færðust frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna til ís- lenskra sjávarafurða og var ákveðið að ljúka henni innan tveggja vikna. Dreifð eignaraðild betri Halldór Jónsson, formaður stjómar ÚA, kvaðst í samtali við Morgunblað- ið í gær fagna þeim áhuga sem menn sýndu á að gerast eignaraðilar í ÚA. „Ég tel hins vegar að hagsmunum öllum væri best borgið með dreifðri eignaraðild, þannig að það sé ekki endilega einn stór meirihlutaeigandi sem ráði ferðinni," sagði Halldór. Gísli Bragi Hjartarson, fulltrúi Alþýðuflokks í meirihluta bæjar- stjórnar Akureyrar, segir þá stefnu Alþýðuflokksins að selja ekki bréf bæjarins í ÚA óbreytta. Hann kvaðst telja það sérstakt að KEA byði fram í sínum pakka að höfuðstöðvar ÍS flyttust norður til Akureyrar. Það væri að hans mati ekki eðiilegt, að félagið setti bæjarstjórn stólinn fyrir dyrnar og vildi fá svör fljótlega, vegna flutnings ÍS. ■ Sala hlutabréfa ÚA/6/10 Morgunblaðið/Júlíus Stóreignir skipta um eigendur SAMNINGAR voru undirritaðir í gær milli íslandsbanka hf. og dótt- urfélags hans, Sigtúns 38 hf., ann- ars vegar og Samvinnulífeyrissjóðs- ins hins vegar um makaskipti á eign- um. Jafnframt var gengið frá samn- ingum Samvinnulífeyrissjóðsins við hlutafélag sem ber heitið Hótelið við Sigtún 38 í Reykjavík hf. um sölu á Holiday Inn. Islandsbanki yfirtekur húseign sjóðsins á Kirkjusandi sem kennd hefur verið við Sambandið en lætur í staðinn Holiday Inn hótelið og skrif- stofuhúsnæði bankans í Húsi verslun- arinnar, Kringlunni 7. Þær eignir sem hvor aðili ieggur fram eru metnar á yfir hálfan milljarð króna, að því er segir í frétt frá bankanum. ■ Baklóðin kostaði/12 Uttekt endurskoðenda á viðskiptum Hagvirkis-Kletts hf. við Hafnarfjarðarbæ Abyrgðaveiting bæjar- sjóðs er talin lögbrot LÖGGILTIR endurskoðendur hf. hafa að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði tekið út viðskipti Hagvirkis-Kletts hf. við Hafnarfjarðarbæ. Fram kemur að í árslok 1992 og í byijun árs 1993 hafí bæjarsjóður gengist í almenna ábyrgð fyrir víxlum, samtals 43 milljónum króna, sem fyrirtæk- ið var greiðandi að og féllu á bæjarsjóð. Að áliti endurskoðenda brýtur ábyrgðaveiting bæjarsjóðs í bága við 89. gr. sveitarstjórnarlaga. Fram kem- ur að aldrei hafí náðst að jafna fyrirframgreiðslur upp í verk, samtals 30 miltjónir króna, sem áttu sér stað vorið 1992. Þá segir: „Ekki liggja fyrir neinar bókaðar samþykktir um þessar eða aðrar fyrirframgreiðslur yfírleitt og þar af leiðandi leik- ur verulegur vafí á um heimildir fyrir þeim. Skuld fyrirtækisins sem stofnast með þessum hætti er viðvarandi og hækkar þrátt fyrir umtalsverð verk- efni sem félagið er með fyrir bæjarsjóð á árunum 1991 til 1994.“ í úttekt endurskoðendanna eru viðskipti bæjar- sjóðs við Hagvirki-Klett hf. rakin allt frá árinu 1992 til ársloka 1994. Árið 1992 var gerður verk- samningur um gatnagerð við Mosahtíð og annar um byggingu Tónlistarskóla og safnahúss. I árslok er skuld fyrirtækisins við bæjarsjóð rúmar 29 milljónir. Áuk þess hafi bæjarsjóður gengist í ábyrgð fyrir víxlum að upphæð 25 millj. kr. með gjalddaga í febrúar 1993. „Við getum ekki séð að þær fyrirframgreiðslur, sem greiddar voru í apríl 1992 inn á verk vegna Mosahlíðar, séu gerð- ar á grundvelli bókaðrar samþykktar bæjarráðs. Verður því ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvort hér hafi verið um óheimilar greiðslur að ræða,“ segir í úttekt endurskoðenda. Ábyrgðir bæjarsjóðs í byijun desember samþykkir bæjarsjóður að ábyrgjast fímm víxla, samtals að upphæð 25 millj- ónir, sem Hagvirki-Klettur hf. er greiðandi að. Til baktryggingar ábyrgðinni samþykkir fyrirtæk- ið að skuldajafna reikninga fyrirtækisins vegna verka sem félagið var að vinna fyrir bæjarsjóð samkvæmt verksamningi. í öðru lagi er trygging- in uppsafnað geymslufé vegna verkanna og vekja endurskoðendur athygli á að geymslufé sé ætlað að tryggja verkkaupa eða bæjarsjóði ýmiskonar vanefndir af hálfu verksala, það er Hagvirkis- Kletts. I þriðja lagi er tryggingin hönnunarvinna á leikskóla sem fyrirhugað er að fyrirtækið byggi, hönnunarvinna vegna skolpútrásar og 16 milljóna króna tryggingarvíxill, sem Jóhann Bergþórsson gefur út. Samskonar ábyrgð er veitt í janúar 1993 fyrir víxla að upphæð samtals 18 milljónir króna og eru baktryggingar þær sömu. Þessar trygging- ar standa því samtals fyrir 43 milljónum króna. Brýtur í bága við 89. gr. sveitarstj órnarlaga Að mati endurskoðenda brýtur þessi ábyrgðaveit- ing í bága við 89. grein sveitarstjómarlaga en þar segir: „Sveitarstjóm getur veitt einfalda ábyrgð til annarra aðila gegn tryggingum sem hún metur gildar." Endurskoðendur benda á að tryggingamar fyrir fyrirframgreiðslum bæjarins og ábyrgðum séu nánast allar fólgnar í framtíðartekjum félagsins vegna verka sem verið er að vinna fyrir bæjarsjóð. Pizza- sendill upplýsti kortasvik PIZZA-sendill upplýsti greiðslu- kortasvik í fyrrinótt þegar tveir menn um tvítugt, sem komist höfðu yfír greiðslukort manns, hugðust nota það til að kaupa sér pizzu í svanginn. Að sögn lögreglu hafði kort- inu verið stolið af eigandanum um klukkan hálftvö í fyrrinótt þegar hann lagði það frá sér andartak á afgreiðsluborð sölu- turns. Maðurinn tilkynnti strax að kortinu hefði verið stolið. Síðar um nóttina var hringt í Pizza 67 og pöntuð pizza að húsi við Laugaveg. Kaupandinn sagðist mundu greiða með greiðslukorti og gaf upp númer þess. Við athugun starfsfólksins kom í ljós að um vákort var að ræða en pizza-sendillinn fór engu að síður á staðinn og sneri til baka með kortið í sinni vörslu. Kortafyrirtækið gerði þá lög- reglu viðvart og voru mennirnir handteknir skömmu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.