Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JNtotgmiJbUútíb 1995 LAUGARDAGUR 7. JANUAR BLAÐ D SKIÐI / HEIMSBIKARINN Sjötti sigur Tomba Reuter ALBERTO Tomba hafði mikla yflrbuði í fyrri umferð stórsvigsins sem fram fór f Sióveníu í gœr og lagðl þar grunnlnn að 39. sigrl sínum í helmsblkarnum. Tileinka stríðshrjáð- um í Bosníu sigurinn - sagði skíðakappinn Alberto Tomba, sem er óstöðvandi í brekkum Alpanna Alberto Tomba, skíðakappinn snjalli frá ítalíu, hóf nýja árið eins og hann teuk því gamla — með sigri. Hann vann sjötta sigur sinn á keppnistímabilinu í Kranjska Gora í Slóveníu í gær er hann náði besta tímanum í stórsvigi. Hann var tæplega sekúndu á undan heimamannin- um Mitja Kunc og Haráld Strand-Nilsen frá Noregi, sem voru jafnir í öðru sæti. Austurríkismaðurinn Christian Mayer, sem var með næst besta tímann í fyrri umferð, sleppti síðasta hliðinu í síðari umferð og var því úr leik. Sigur Tomba í gær var 39. sigur hans í heimsbikarmóti og sá 13. í stórsvigi. Hann hefur nú tekið afgerandi forskot í samanlagðri stigakeppni, eftir að helsti keppinautur hans, Kjetil Andre Aamodt frá Noregi, keyrði út úr brautinni í fyrri umferð. Tomba hefur rúmlega 300 stiga forskot á Von Gruningen í stigakeppninni. Tomba var með slagorðið „Stop the war" eða „Stöðvið stríðið" á rásnúmerinu sínu eins og hinir keppendurnir. „Ég til- einka sigurinn þeim sem hafa þurft að þjást vegna þessa heimskulega stríðs sem er svo nálægt okkur hér í Slóveníu." Hann sagðist ætla að gera allt sem hann gæti til að skíðamenn frá Bosníu gætu tekið þátt í heimsmeistaramótinu í Nevada á Spáni sem hefst í lok mánaðarins. Franc Booker til Svíþjóðar? FRANC Booker, leikmaður Grindavikur, æfði með sænska liðinu Solna Vikings frá Stokkhólmi í jólafríinu. Hann heimsótti kunningja í Svíþjóð sem leikur með liðinu I og fór á æfingar með honum. | Að sögn Bookers hefur þjálf- ari Solna Vikings hug á að f á hann til liðsins næsta ár en óvíst er með samninga hans við Grindvíkinga. Nú leika tveir erlendir leikmenn yfir tveir metrar með sænska liðinu, sem má tefla fram tveimur útleningum. Solna vantar aftur á móti bakvörð. Leedsbýðurí Anthony Yeboah LEEDS hefur náð samkomulagi við Frankfurt um félagaskipti Anthony Yeboah, landsliðsmið- herja Ghana. Yeboah var settur á sölulista hjá þýska félaginu á dögunum. Hann verður annað hvort seldur til Leeds fyrir 395 milljónir króna eða þá leigður í eitt ár fyrir 100 millj. kr. Yebo- ah hefur síðasta orðið og verður að svara í síð- asta lagi á mánudag hvort hann taki tilboði Leeds. Þorvaldur á Wemb- ley? ÞORVALDUR Örlygs- son, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá Stoke, á möguleika að leika á Wembley í maí — úrslita- leik ensk/ítölsku bikar- keppninnar. Sigurvegarinn í viðureign Stoke og Notts County mætir Ascoli á Wembley 1. maí. Vikulaun Cantona 1,4 millj. kr. FRANSKI landsliðsmaðurinn Eric Cantona mun á næstu dögu m skrifa undir samning við Manchester United, sem gildir til aldamóta. Cantona mun væntanlega fá 1,4 milij. ísl. kr. Dalglish afturí slaginn UrslH / D4 KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Black- burn, mun stjórna Hði sínu í bikarleik gegn Newcastle á St. James Park á morgun. Dalglish hefur verið frá í tvær vikur — var skorinn upp fyrir botlangabólgu. Romario á förum frá Barcelona? BLOÐ á Spáni sögðu frá því í gær að Brasiliu- maðurinn Romario væri á fðrum frá Barcelona eins f ljótt og hægt væri og hann myndi ganga til liðs við Flamengo í Ríó. Sagt var að kappinn væri óhamingjusamur á Spáni og væri með heim- þrá. Þá var sagt að Romarío væri metinn á 1,53 inilljai d ísl. kr., en brasiliska félagið g^ætí aðeins greitt 266 millj. fyrir hann. Kleber Leite, formað- ur Flamengo, ræddi við forráðamenn Barcelona í gær. Samningur Romario við Barcelona, renn- urútíjúnil996. Fjórir þjálfarar í Noregi FJÓRIR íslenskir knattspyrnuþjálfarar eru nú í Noregi — á þjálfaranámskeiði norska knatt- spyrnusambandsins. Það eru Gustaf Bjðrnsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, Krístinn Björnsson, kvennalandsliðsþjálfarí, Logi Ólafsson, þjálfarí ÍA og Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvenna- liðs Breiðabliks. HANDKNATTLEIKUR: LANDSLEIKIR GEGIM ÞJÓÐVERJUM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.